Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 46
DAGBÓK 46 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ont- ika fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kom til Straumsvíkur í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun þriðjudaga kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa, jóga, leir og bað- þjónusta kl. 9, postulín kl. 13, söngstund með Kára kl. 14. Allir vel- komnir. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta og opin handavinnustofa, kl. 9– 12.30 bókband og öskju- gerð, kl. 9.30 dans, kl. 9.30–10.30 Íslandsbanki á staðnum, kl. 13–16.30 opnar handavinnu- og smíðastofur, kl. 10–16 pútt. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8.30– 14.30 böðun, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 9–12 tréskurð- ur, kl. 10–11.30 sunnud., kl. 13–16 leirlist. Korpúlfarnir. Fé- lagsstarf eldri borgara í Grafarvogi, púttað er annan hvern fimmtud. á Korpúlfsstöðum kl. 10 og annan hvern fimmtud. er leikin keila í Keilu í Mjódd. Þriðjud.: kl. 9.45 og föstud.: kl. 9.30 vatns- leikfimi í Grafarvogs- laug, byrjar þriðjud. 1. okt. Fræðslufundur í Miðgarði, Langarima 21, miðvikud. 25. sept. kl. 10. Gestur fundarins: Guð- laugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi. Uppl. í s. 5454 500, Þráinn. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9–14 aðstoð við böðun, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 14 fé- lagsvist, hárgreiðslu- stofan opin kl. 9–16.45 nema mánudaga. Félagsstarfið Furugerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun, bókband og alm. handa- vinna. Kl. 13 frjáls spila- mennska. Allir velkomn- ir. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Garðabæ. Haustlitafeð á Þingvöll föstud. 27. sept. frá Hleinum kl. 12.30, frá Kirkjuhvoli kl. 13. Leiðsögumaður Þor- gerður Katrín Gunn- arsdóttir alþingismaður, kaffihlaðborð í Valhöll. Þátttaka tilkynnnist í s. 565 7826. eða 895 7826 Arndís. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Þriðjud.: kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 10.30 boccia, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 mál- un, kl. 13.30 tréskurður og spilað í Kirkjuhvoli. Leshringurinn byrjar 1. október. Félagsvist 26. sept í Kirkjuhvoli kl. 19.30 í umsjá Félags eldri borgara, Garðabæ. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Leikfimi í Bjarkarhúsinu kl. 11.30, brids og handavinna kl. 13.30. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Föstu- daginn 27. sept. verður Dansleikur í Hraunseli kl. 20.30. Caprí tríóið leikur fyrir dansi. Billj- ardstofan opinn virka daga kl. 13.30– 16, skráning í Hraunseli s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Þriðjud.: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu- hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Söngvaka kl. 20.45. Fyr- irhugað er að halda nám- skeið í framsögn ef næg þátttaka fæst. Uppl. á skrifstofu FEB. Haust- litaferð að Þingvöllum 28. sept. Nesjavallavirkj- un heimsótt. Kvöldverð- ur og dans í Básnum. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, tré- skurður, hárgreiðslu- stofa, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 verslunarferð í Bónus, kl. 13.15–13.45 bókabíllinn. Mál- verkasýning Gerðar Sig- fúsdóttur er opin virka daga frá kl. 13–16 til 31. okt. Gerðuberg, félagsstarf. Frá 9–16.30 vinnustofur opnar. frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 boccia. Fimmtd. 26. sept. „kyn- slóðir saman í Breið- holti“ kl. 13.15, félagvist, heimsókn frá Seljaskóla, verðlaun, allir velkomn- ir. Veitingar í Kaffi Bergi. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um eða í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 glerlist, handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 10–17, kl. 14 þriðjudags- ganga og boccia, kl. 17.15 kínversk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 10 ganga, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, kl. 17 línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og boccia, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Fótaaðgerð- ir, hársnyrting. kl. 13.30 Helgistund. Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn og syngur. All- ir velkomnir. Fé- lagsvistin er með breytt- an spilatíma og verður framvegis kl. 13.30 á fimmtudögum Hraunbær 105. Kl. 9 postlínsmálun og gler- skurður, kl. 10 boccia, kl. 11, leikfimi, kl. 12.15 verslunaferð, kl. 13 myndlist og hárgreiðsla. Háteigskirkja, eldri borgar á morgun mið- vikudag, kl. 11 samvera, fyrirbænastund og stutt messa í kirkjunni, allir velkomnir, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 10–11 boccia, kl. 9–17 hár- greiðsla. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9. 15–16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 13–16 frjáls spil, brids tvímenningur. Glerlist- arnámskeið byrjar fimmtud. 10. okt. kl. 9.15–12, skráning í s. 562 7077 Getum bætt við okkur nemendum í búta- saumi á þriðjud. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 glerskurður og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 13 handmennt m.a. mosaik, kl. 14 félagsvist. Hallgrímskirkja eldri borgarar. Leikfimi alla þriðju- og föstudaga kl. 13. í umsjón Jóhönnu Sigríðar Sigurðardóttur sjúkaraþjálfara. Spilað og spjallað. Allir vel- komnir. Uppl. veitir Dagbjört s. 510 1034. Félag eldri borgara Suðurnesjum og Tóm- stundaráð. Haustferð verður 1. október, látið vita fyrir 27. september. Ferðanefnd. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæð- inu, Hátúni 12. Kl. 20 op- ið hús. Karlakórinn Kátir karl- ar, æfingar á þriðjud. kl. 13 í Félags- og þjónustu- miðstöðinni Árskógum 4. Söngstjóri Úlrik Ólason. Tekið við pöntunum í söng í s. 553 5979 Jón, s.551 8857 Guðjón eða s. 553 2725 Stefán. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í s. 552 6644 á fund- artíma. Öldungaráð Hauka Fundur verður nk. mið- vikudag kl. 20 á Ásvöll- um. Íslenska bútasaums- félagið. Fyrsti fé- lagsfundur vetrarins í safnaðarheimili Háteigs- kirkju í kvöld kl. 20. Munið eftir vin- áttublokkinni. Nýir félagar velkomnir. Í dag er þriðjudagur 24. sept- ember, 267. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yð- ur mælt verða og við yður bætt. (Mark. 4, 24.) Víkverji skrifar... ÞAÐ leynir sér ekki að það erkosningavetur framundan. Aukin harka virðist vera að færast í hina pólitísku umræðu og flokkarn- ir undirbúa nú uppstillingar á lista og prófkjör. Í næstu kosningum verður í fyrsta skipti kosið sam- kvæmt nýju kjördæmaskipulagi en í því felst meðal annars að Reykja- vík verður skipt upp í tvö kjör- dæmi. Víkverji, sem er kjósandi í Reykjavík, hefur aldrei áttað sig fyllilega á því hvers vegna borginni var skipt langsum en ekki þversum upp í kjördæmi. Helst virðist það vera til að koma í veg fyrir að kjör- dæmin endurspegli samsetningu íbúana. Víkverji býr í vesturhluta borgarinnar og á þar af leiðandi meiri sameiginlega hagsmuni, hvað ýmis borgarmálefni snertir, með íbúum í þeim hluta borgarinnar, en þeim sem búa í austurhlutanum. Það sama á væntanlega við um íbúa í austurbænum. Þá er greinilegt að flokkarnir ætla ekki að líta á Reykjavík sem tvö kjördæmi heldur eitt kjördæmi. Það stefnir í að haldið verði eitt prófkjör hjá flokkunum í Reykjavík og frambjóðendum síðan stillt upp á lista í kjördæmunum tveimur á víxl. Er nema von að kjósendur á borð við Víkverja velti því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum menn hafi verið að skipta borginni upp í tvö kjördæmi ef skiptingin skiptir ekki máli í reynd? x x x AÐ undanförnu hefur Víkverjirekist á alls konar vörur í mat- vöruverslunum, sem hann hefur ekki séð þar áður. Það kom honum til dæmis skemmtilega á óvart um síðustu helgi er hann kom auga á franskar andarbringur í frystiborð- inu í Nóatúni. Andarbringur eru í miklu uppáhaldi hjá Víkverja, en hafa hins vegar sjaldan fengist í al- mennum verslunum til þessa. Ís- lenskar „pekingendur“ eru einung- is seldar í heilu lagi, eru litlar og kjötlitlar og virðast einungis fáan- legar hluta ársins. Yfirleitt hafa þær valdið Víkverja vonbrigðum er hann hefur reynt að nýta þær við matargerð, enda oft lítið eftir þegar fitan hefur lekið af og beinin verið fjarlægð. Frönsku bringurnar eru hins vegar stórar og matarmiklar fyrir utan hvað þær bragðgóðar. Eitt sló þó á ánægju Víkverja og það var verðmiðinn sem blasti við honum þegar hann handlék bring- urnar. Þær áttu að kosta hátt í fimmtán hundruð krónur stykkið. Þarna virðast „ofurtollarnir“ frægu vera mættir til leiks því verð á and- arbringum sem þessum er yfirleitt í kringum þrjú hundruð krónur í verslunum í Evrópu, t.d. í Dan- mörku og Frakklandi. Víkverji var því ekki alveg viss hvort hann átti að gleðjast yfir því að geta nú gengið að þessari vöru eða reiðast yfir verðlagningunni. Þá er jákvætt hversu auðvelt er nú að nálgast ítalska osta. Í nær öll- um stórmörkuðum er nú hægt að ganga að því sem nær vísu að til sé ferskur mozzarella, ricotta og mascarpone. Þótt innlend fram- leiðsla hafi verið til um nokkurt skeið sem kennir sig við mozzarella og mascarpone verður hins vegar að viðurkennast að hún stenst ekki hinni ítölsku upprunalegu afurð snúning. ÉG hitti einn af mínum gömlu veraldarvönu vinum um daginn. Þar sem við er- um báðir komnir á efri ár bárust í tal þær breytingar sem orðið hafa á umfangi prakkarastrika og afbrota frá því við vorum ungir, svo og grimmdin og miskunn- arleysið sem einkennir af- brot í dag. Ég minntist þess þá að ég hefði á sl. 40 árum ferðast vítt og breitt um þrjár heimsálfur og aðeins verið rændur einu sinni á þessu flakki, en það var síðla nætur eftir rölt í borg gleðinnar, París. Hvorki í Bandaríkjunum né á mörg- um Asíuferðum mínum hef- ur verið gerð tilraun til ráns eða líkamsmeiðinga. Vinurinn sagði þá að hann hafði nú heldur betur lent í slæmri reynslu á þessu ári. Hann var á ferð með konu sinni í Madrid á Spáni, nánar tiltekið rétt hjá Torgi sólarinnar. Var hún þá rænd mittisveski um hábjartan daginn. Eng- um vörnum varð við komið. Hann lenti líka í því á þessu ári að vera hrint af ungum manni á bílaplani í Grafarvogi. Við það féll hann á steypta götuna og rotaðist. Varð hann að fara í aðgerð á slysavarðstofu. Þetta skeði í björtu eftir hádegi á laugardegi. Að síð- ustu lenti hann í því í sumar að brotist var inn í fyrir- tækið sem hann vinnur hjá og öllum tölvum stolið. Okkur kom saman um að fátt virðist vera til varnar. Sérhæfð fyrirtæki selja vöktun og flókinn rafeinda- búnað sem afbrotamenn læra fljótt að verjast. Okkur kom saman um að ef til vill hefðum við of- traust á öllu sem kallast rafeindabúnaður til þjófa- varna. Víða erlendis sjáum við mismunandi snyrtilega rimla fyrir verslunarglugg- um og híbýlum fólks og hundar eru notaðir sem þjófavörn. Að síðustu er einföld, ódýr og ekki svo galin hug- mynd en hún er að eiga og ganga með fallegan göngu- staf, svokölluð montprik. Er hann til margs nýtileg- ur. Í myrkri og hálku er gott að hafa hann í hendi og einnig er hægt að nota hann til varnar. Þegar allt kemur til alls þá er líklega affarasælast að gera sjálfur ráðstafanir til gæslu sjálfs sín og eigna. Það er þá ekki við annan en sjálfan sig að sakast. Garðbæingur. Hvernig er mórallinn? HVERNIG er mórallinn á þínum vinnustað? Er þér þakkað fyrir vel unnin störf? Lætur yfirmaður þinn þig vita ef haft er sam- band við fyrirtækið til að hrósa þér fyrir góða þjón- ustu? Oftast gleymist það. Ef launþega verður á í starfi er hann kallaður inná „teppi“, skammaður og fær viðvörunarbréf. Er það vegna þess að þakklætis- vottur gæti kallað á launa- hækkun, sem er algjör óþarfi. Það eru mikið sömu fyr- irtækin sem eru að auglýsa eftir mannskap, gæti það verið vegna vanhæfs yfir- manns, þ.e. að launþega líði illa í starfi og finni sér ann- að að gera? Mörg fyrirtæki auglýsa sjaldan eftir mann- skap, kannski vegna þess að þau hafa hæfa yfirmenn til stjórnunar. Það kostar fyrirtæki stórpening að skipta mikið um mannskap vegna óhæfs yfirmanns og því þarf að breyta. Hafliði Helgason. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Hugleiðingar – afbrot og varnir Rigning í Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 skip, 4 halda á lofti, 7 landsmenn, 8 slagbrand- urinn, 9 hamingjusöm, 11 einkenni, 13 skordýr, 14 gælunafn, 15 listi, 17 fjör- ráð, 20 bókstafur, 22 slægar, 23 ástundun, 24 vonda, 25 sveiflufjöldi. LÓÐRÉTT: 1 fallega, 2 kljúfa, 3 for- ar, 4 drukkin, 5 marra, 6 fífl, 10 kindurnar, 12 lána, 13 á víxl, 15 nær í, 16 dreg í efa, 18 krikinn, 19 vissi, 20 abbast upp á, 21 skorin. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 rógburður, 8 skært, 9 titts, 10 rót, 11 klifa, 13 aumur, 15 sukku, 18 allar, 21 rof, 22 flatt, 23 totti, 24 afl- mikill. Lóðrétt: 2 ódæði, 3 bitra, 4 rotta, 5 ultum, 6 ósek, 7 ósar, 12 fok, 14 ull, 15 sefa, 16 klauf, 17 urtum, 18 aftek, 19 lít- il, 20 ráin. K r o s s g á t a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.