Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 16
LANDIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SJÓMINJASAFNIÐ, sem var formlega opnað í nýbyggingu við Safnahúsið í vor, hefur fengið góð- ar viðtökur hjá þeim gestum sem þangað hafa komið í sumar að sögn Guðna Halldórssonar for- stöðumanns Safnahúss Þingey- inga. „Það komu tæplega 7 þúsund gestir í Safnahúsið á Húsavík sem er um 20% fjölgun frá árinu áður. Í Gamla bæinn á Grenjaðarstað sem heyrir undir Safnahúsið komu upp undir 3 þúsund gestir þannig að í heildina er þetta fast að 10 þúsund gestum,“ segir Guðni. Ferðamannaheimsóknum er að mestu lokið þetta árið en við taka heimsóknir skólanema og kennara. Sjóminjasafnið sem eins og áður segir var opnað formlega í vor er stórt og glæsilegt hús, sýningar- rýmið inni er 650 m2 auk 500 m2 útisvæðis og geymsluhæðar upp á 420 m2. Í sýningarskála sem og geymslum er tæknibúnaður sem stjórnar bæði hita- og rakastigi, samskonar og hjá Listasafni Ís- lands, og að sögn Guðna mun þetta vera fullkomnasti búnaður sem finnst í nokkru safnahúsnæði á Ís- landi eins og sakir standa. Á dögunum fékk Sjóminjasafnið að gjöf frá Helga Héðinssyni sjó- manni fjögurra tonna trillubát, Bjarka ÞH 271. Helgi hafði átt bátinn frá árinu 1976 en áður hafði faðir hans, Héðinn Maríusson, átt hann frá árinu 1962 er hann var smíðaður og hét hann Sæfari með- an hann var í eigu Maríusar. Þessi bátur, sem smíðaður var í Hafn- arfirði og á 40 ára sögu að baki á Skjálfanda, er orðinn safngripur og fer því ekki oftar á flot. Halldór Bjarnason sem m.a hefur unnið öt- ullega í sjálfboðastarfi við Sjó- minjasafnið á undanförnum árum tjáði fréttaritara að með tilkomu Bjarka ÞH ætti safnið orðið 12 báta. Aðsókn að Safnahús- inu var góð í sumar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bjarki ÞH 271 er kominn á útisvæðið við Sjóminjasafnið á Húsavík og stendur við hlið Þráins ÞH 2 sem bræður Helga Héðinssonar sjómanns, þeir Pálmi og Benedikt, gáfu safninu fyrir nokkrum árum. Húsavík AÐ undanförnu hafa staðið yfir mikl- ar lagfæringar á umhverfi kirkjunn- ar á Ingjaldshóli undir Jökli. Búið er að skipta um jarðveg á breiðu svæði umhverfis kirkjuna og á því svæði hefur verið gerð akstursrein og stæði fyrir bíla. Bílastæðin eru frá- gengin en slitlag á akstursreinina verður lagt seinna. Þá hefur verið hellulögð stétt fram af kirkjudyrum og meðfram safnaðarheimili í átt að kirkjugarði. Pétur Jónsson á Teikni- stofunni Landark teiknaði og gerði tillögu að þessum framkvæmdum. Vinnuvélar Snæbjarnar ehf á Hellis- sandi unnu jarðvegsvinnuna en Garðmenn ehf önnuðust hellulögn og frágang bílastæða og vegar. Fyrri kirkjur á Ingjaldshóli stóðu í suðvesturhorni núverandi kirkju- garðs. Síðasta kirkja sem þar stóð var byggð árið 1782 og stóð til ársins 1903 að núverandi kirkja reis. Í grunni kirkjunnar frá 1782 voru tveir veglegir legsteinar, steinn Magnúsar Jónssonar lögmanns sem lést árið 1694 og Guðmundar Sig- urðssonar sýslumanns frá árinu 1753. Tengdasonur Guðmundar sýslumanns var Eggert Ólafsson skáld og náttúrufræðingur og létu hann og Ingibjörg kona hans gera steininn yfir Guðmund. Þessir stein- ar voru farnir að skemmast og þó sérstaklega steinninn yfir Guð- mundi. Sóknarnefnd ákvað í sam- starfi og samráði við Kristínu Huld Sigurðardóttur forstöðumann Forn- leifaverndar ríkisins að taka stein- ana upp, koma þeim í hús og freista þess að gera við þá. Fyrir forgöngu Kristínar Huldar var fenginn á stað- inn þekktur forvörður, Jarek Czech- owski frá Stenkonservatorn Rein- holds AB í Stokkhólmi, til verksins. Jarek Czechowski skilaði góðu verki og tókst að fylla í skörð á steini Guð- mundar sýslumanns og festa þar og raða saman brotum. Steinn Magn- úsar lögmanns er óbrotinn og þurfti ekki beinnar viðgerðar við. Fyrir- hugað er að koma báðum legstein- unum fyrir inni í kirkjunni eða safn- aðarheimilinu. Viðgerðin og varðveisla steinanna er kostuð af Ingjaldshólskirkju og Fornleifa- vernd ríkisins með styrk frá Þjóðhá- tíðarsjóði. Núverandi kirkja á Ingjaldshóli var vígð 11. október árið 1903 af hér- aðsprófasti, Sigurði Gunnarssyni. Á eftir flutti sóknarpresturinn venju- lega messugjörð, skírði 4 börn og fermdi 7 ungmenni við óvenjulega marga kirkjugesti sem giskað var á að verið hafi 400 manns. Á næsta hausti 2003 verða því liðin eitthund- rað ár frá vígsludegium. Kirkjan er steinsteypt. Hún er byggð á árdög- um steinsteypualdar og er með vissu talin vera elsta steinsteypta kirkja í heiminum. Hún er höfundarverk Jóns Sveinssonar byggingarmeist- ara en Rögnvaldur Ólafsson húsa- meistari ríkisins átti þátt í breyting- um sem gerðar voru 1914. Framkvæmdirnar eru á vegum sóknarnendar og eru þáttur í því að minnast hundrað ára afmælisins. Ljósmynd/Hrefna MagnúsdóttirVið legstein Guðmundar Sigurðssonar sýslumanns. Jarek Czechowski útskýrir viðgerðina á steininum. Á myndinni eru f.v. Jarek Czechowski, Gunnar Bollason, Hulda Skúladóttir, Kr. Jón Friðþjófsson, Kristín Huld Sigurðardóttir, Smári Lúðvíksson, Þorbjörg Alexandersdóttir, Árni Jón Þorgeirsson og Magnús Sigurðsson með dóttur sína Guðrúnu Elenu. Viðgerð á 200–300 ára legsteinum á Ingjaldshóli Hellissandur FJÖLMENNI stóð að smölun hrossa á Laxárdal í A-Húnavatns- sýslu á laugardaginn í hreint út sagt frábæru veðri. Fegurð og friðsæld fjalla og dals virkjaði þá vitund að tíminn getur staðið kyrr og aldeilis ástæðulaust að flýta sér. Þessi dagur í lífi þeirra sem upplifðu stemninguna í Lax- árdal þennan fagra haustdag er dagur sem skilur eftir áhyggjur hversdagsins í slóð stóðsins. Ekki var mannfjöldinn minni sem mætti til Skrapatunguréttar á sunnudag til að rétta þau hross sem smalað var á Laxárdal dag- inn áður. Veðrið lék enn við menn og skepnur og gengu rétt- arstörf vel. Það er óhætt að segja að stóðréttin í Skrapatungu hafi skapað sér sess í tilveru fólks því líkast til hefur sjaldan verið eins margt fólk mætt til réttarstarfa. Menn voru misjafnlega á sig komnir eftir smalamennsku gær- dagsins eins og nærri má geta því misjöfn er sú æfing sem menn eru í að hafa hross milli fóta sér í 10 tíma samfellt. En þessir vösku menn sem sjást á myndinni til vinstri með langdælskt folald sín á milli eru hoknir af reynslu í gegnum tíðina við smalamennsku, útreiðar og réttarstörf svo aðeins örlítið sé nefnt. Þeir eru frá vinstri Hilmar Valgarðsson ætt- aður frá Fremstagili, þá Ágúst Sigurðsson, réttarstjóri og bóndi á Geitaskarði, og fremstur meðal jafningja fyrrum oddviti Eng- hlíðinga og núverandi forseti bæjarstjórnar Blönduóssbæjar, Valgarður Hilmarsson á Fremsta- gili. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Fjölmenni í veð- urblíðunni í Skrapatungurétt Blönduós Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, verður með viðtalstíma á eftirtöldum stöðum dagana 25. og 26. september: Akureyri, miðvikudaginn 25. sept. kl. 9:00-11:00 í Framsóknarhúsinu, Hólabraut 13. Húsavík, miðvikudaginn 25. sept. kl. 15:00-17:00 í Garðari, Garðarsbraut 5. Þórshöfn, fimmtudaginn 26. sept. kl. 9:30-10:30 í Verinu, Langanesvegi 18b. Egilsstöðum, fimmtudaginn 26. sept. kl. 16:00-18:00 í Austra-salnum, Tjarnarbraut 19. Allir velkomnir til umræðna um heilbrigðismál og/eða kjördæmismál. Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.