Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opnunartímar: Mánud.-föstud. frá kl. 10-18. Laugavegi 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is Mercedes Benz ML 270 Diesel, f.skr.d. 26.07. 2000, ek. 40 þús. km, 5 dyra, sjálfsk. Aukahlutir: Leðurinnrétting, sóllúga o.fl. Verð 4.590.000. Nánari upplýsingar hjá Bílaþingi Heklu INNFLUTNINGUR á landbúnaðar- afurðum dróst verulega saman á milli áranna 2000 og 2001. Þannig nam inn- flutningur á nautakjöti, kjúklingum, svínakjöti, ostum og jógúrt 666 tonn- um í hitteðfyrra en aðeins 366 tonnum í fyrra. Talsmenn matvöruverslana segja hluta skýringarinnar vera þann að menn hafi kannski farið nokkuð geyst í upphafi, þegar opnaðist fyrir inn- flutning, og menn vildu reyna fyrir sér. Eins megi nefna að innflutningi á nautakjöti frá Evrópu hafi nær því verið hætt vegna kúariðufársins þar. Þeir nefna einnig að hátt verð fyrir innflutningskvóta – m.a. vegna þátt- töku innlendra framleiðenda í útboð- um – hafi í sumum tilvikum gert inn- flutning lítt fýsilegan. Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, hafnar þessari gagnrýni og áréttar að menn verði að gera skýran greinarmun á því hvort þeir séu að gagnrýna lögin eða framkvæmd laganna. Hann segir gögn sýna að framleiðendur hafi al- mennt ekki boðið í innflutningskvóta og það séu ekki þeir sem hafi keyrt verðið upp. Osta- og smjörsalan hafi að vísu keypt kvóta í nokkrum mæli en áhöld séu um það hvort hún teljist vera framleiðandi eða ekki. Talsmenn helstu matvörukeðjanna telja innflutning á landbúnaðarvörum vera meira í orði en á borði og mikið skorti á að innflutt búvara veiti inn- lendri framleiðslu eðlilegt aðhald og samkeppni. Þetta sé þó fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja en eins og kerfið sé nú upp byggt muni neytendur ekki eiga þess kost að velja milli innlendra og erlendra landbúnaðarvara á eðlilegum for- sendum; íslenska framleiðslan sé vissulega góð en heilbrigð og eðlileg samkeppni hljóti að vera af hinu góða. Talsmenn matvörukeðjanna segja jafnframt að hátt verð á innflutnings- kvótum í útboðum skýri að hluta til minnkandi innflutning og gagnrýna að framleiðendur, eins og til að mynda Osta- og smjörsalan, fái að bjóða í kvóta og keyra verðið upp þannig að í mörgum tilvikum sé það orðið svo hátt að alls ekki borgi sig að flytja vöruna inn. Þeir telja að í þeim tilvikum þar sem um takmarkað magn sé að ræða og einn innlendur framleiðendi eða mjög fáir sé hætt við því að framleiðendurnir sjái sér hag í því að kaupa upp kvótann og flytja hann sjálfir inn eða alls ekki og stjórna þannig verði á markaðnum. Innflutningur utan kvóta sé í reynd vonlaus vegna gífurlega hárra tolla. Heilbrigðiskröfur öðrum þræði tæknileg hindrun Á kjötmarkaðnum séu það frekar heilbrigðissjónarmið auk annars sem hafi valdið því að menn hafi ekki flutt kjöt inn í miklum mæli; þær ströngu heilbrigðiskröfur sem settar eru séu að hluta til ekkert annað en tæknileg hindrun á innflutningi. Þá sé og ljóst vegna fyrirkomulags innflutningsins að aðeins verði fýsilegt að flytja inn allra dýrustu afurðirnar eða afurðir sem ekki séu framleiddar hér á landi, ekki sé grundvöllur fyrir innflutningi á almennari vöru í einhverjum mæli. Þannig megi nefna að beinlaust nautakjöt falli í flokk og því geti ekki borgað sig að flytja inn gúllas en mögulega lundir, ekki borgi sig að flytja inn heilan frystan kjúkling heldur frekar bringur en allt beri þetta að þeim brunni að ódýrari varan verði hlutfallslega dýrari sem aftur dragi úr innfluttu magni. Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir það ekki vera rétt að framleiðendur taki almennt þátt í útboðum á innflutn- ingskvótum, ekki í kjúklingum, ekki nautakjöti eða unnum kjötvörum. Þá megi deila um hvort Osta- og smjör- salan sé framleiðandi, þeir framleiði t.d. engan brauðost. Spurður um hækkandi verð á inn- flutningskvótum segir Ólafur að menn geti alveg eins sagt að verð á fiskkvótum eða mjólkurkvótum sé komið upp úr öllu valdi. Ólafur segir að framleiðendur hljóti að hafa sömu réttindi og aðrir til þess að bjóða í kvóta. „Í upphafi voru það einungis þeir sem höfðu heild- söluleyfi sem máttu bjóða í kvóta. En síðan breytti Alþingi lögunum og felldi niður ákvæðið um heildsöluleyf- ið og þá mátti hver sem er bjóða. Ef menn eru sjálfstæðir lögaðilar mega menn bjóða, svo einfalt er það.“ Ólafur segir að menn verði að gera greinarmun á því hvort þeir séu á móti lögunum sem slíkum eða hvort þeir gagnrýni framkvæmd þeirra. „Við höfum bara tvær leiðir til þess að bjóða út kvóta, annaðhvort með út- drætti eða setja kvótann í útboð. Ég skil auðvitað vel að menn séu óánægð- ir með að geta ekki fengið eins mikið af kvóta og þeir vilja. En þegar menn nefna tæknilegar hindranir verða menn auðvitað að skýra nákvæmlega út hvað þeir eiga við. Við svörum auð- vitað ekki fyrir lögin, en við svörum fyrir framkvæmdina.“ Spurður hvort ekki standi til að rýmka innflutningskvóta segir Ólafur að kvótar hafi verið auknir á hverju ári fyrstu sex árin en núna gildi svo- kallað kyrrstöðuákvæði WTO-samn- ingsins, þ.e. miðað verði við innflutn- inginn eins og hann var í lok síðasta árs. Stefnt sé að því að ljúka gerð nýs landbúnaðarsamnings árið 2005. Innflutningur á búvörum dregst saman milli ára Osta- og smjörsalan einn stærsti innflytjandi osta HVORUGUR mannanna um borð í Katrínu GK, sem ákaft var leitað á laugardaginn, hefur getað sýnt fram að þeir séu með skipstjórnarréttindi og þeir kunnu ekki á talstöðina í bátn- um, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Vestmannaeyjum. Menn- irnir voru með farsíma með sér en höfðu slökkt á honum þar til þeir létu vita af sér á hádegi eftir að hafa heyrt fréttir af leitinni. Þá voru þeir staddir við Heimaey en höfðu sagt Tilkynn- ingarskyldunni að þeir væru á leið til Grundarfjarðar. Mennirnir hringdu í Tilkynningar- skylduna þegar þeir létu úr höfn rétt fyrir klukkan sjö á föstudagskvöld. Þegar ekkert hafði spurst til bátsins á miðnætti á föstudagskvöld var hafin eftirgrennslan og um morguninn hófst leit sem tugir björgunarsveitar- manna, þrjú björgunarskip og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í. Leitin hófst klukkan sex og stóð til klukkan 12.24 þegar mennirnir létu vita af sér. Þar sem sjálfvirka tilkynn- ingarskyldan um borð í bátnum var biluð gat Tilkynningarskyldan ekki fylgst með ferðum bátsins á skjá í stjórnstöð. Merkingar á sjókorti Báturinn kom til hafnar í Vest- mannaeyjum um 1½ klukkutíma síð- ar og tók þá lögreglan á móti honum. Fíkniefnaleitarhundur var látinn leita í bátnum en fann ekkert. Athygli vakti að miklar olíubirgðir voru um borð, hátt í 4.000 lítrar. Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi, segir að mennirnir hafi gefið þær skýringar að þeir ætluðu að sigla hringinn í kring- um landið og ekki viljað kaupa olíu í höfnum á leiðinni. Um borð var sjó- kort þar sem merktur hafði verið inn staður í hafinu á milli Íslands og Fær- eyja. Aðspurðir um skýringar sagðist annar mannanna hafa sett þessa merkingu inn að gamni sínu. Hann kvaðst vera með réttindi til að stjórna bátnum en hefur ekki tekist að sýna fram á að hann hafi þessi réttindi. Tryggvi segir ljóst að mennirnir hafi brotið gegn siglingalögum og lögum um tilkynningarskyldu. Engin veiðarfæri um borð Mennirnir tóku bátinn á leigu og tjáðu eigandanum að þeir ætluðu á skotveiðar og sjóstöng og að með þeim yrði maður með skipstjórnar- réttindi. Sá maður reyndist víðsfjarri og við leit í bátnum fundust hvorki skotvopn né veiðarfæri af nokkru tagi. Við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sagði annar mann- anna að aldrei hafi staðið til að fara á veiðar heldur ætluðu þeir að sigla hringinn í kringum landið sér til skemmtunar. Ástæðan fyrir því að þeir sigldu í átt að Heimaey frekar en Grundarfirði væri einfaldlega sú að betra veður hafi verið fyrir sunnan landið. Eigandi bátsins óskaði á laug- ardag eftir því að hann yrði kyrrsett- ur og mennirnir fjarlægðu hafurtask sitt. Hann hugðist ná í bátinn í gær. Dagmar Sigurðardóttir, upplýs- ingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir málið alvarlegt. Þetta sé í annað skipti á stuttum tíma sem víðtæk leit sé gerð að báti vegna vanrækslu skip- stjórnarmanna á að sinna tilkynning- arskyldu. Þyrla Landhelgisgæslunnar var við leit í fjórar klukkustundur en kostn- aðurinn við það er um 1,5-2 milljónir. Segjast hafa ætlað að sigla í kringum landið Hátt í 4.000 lítrar af olíu um borð Morgunblaðið/Sigurgeir Lögreglan í Vestmannaeyjum tók á móti bátnum þegar hann kom í höfn á laugardag og var fíkniefnahundur m.a. látinn leita um borð. BJÖRN Bjarnason, alþingismaður og fulltrúi sjálfstæðismanna í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, segir að Evrópusambandstilskipun sú sem frumvarp til nýrra raforkulaga, byggist m.a. á, sé sniðin að allt öðr- um kringumstæðum en hér á landi. Hann skilji því ekki hvers vegna ekki hafi verið leitað eftir undan- þágu fyrir Ísland frá tilskipuninni. Árni Steinar Jóhannsson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, kveðst einnig vera þeirr- ar skoðunar að Ísland eigi að sækja um undanþágu frá tilskipuninni. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, leggur áherslu á að fara þurfi vel yfir frum- varpið til nýrra raforkulaga. Umrætt frumvarp var lagt fram á Alþingi til kynningar sl. vor, en það er einkum komið til vegna tilskip- unar ESB um innri markað raforku í ríkjum Evrópu, bæði innan ESB og Evrópska efnahagssvæðisins. Tilskipunin gerir kröfu um jafnrétti til vinnslu og sölu á raforku þannig að lagalegar hindranir standi ekki í vegi fyrir samkeppni. Samkvæmt tilskipuninni átti að vera búið að innleiða hana, hér á landi, 1. júlí sl., en miðað við núverandi útgáfu frumvarpsins, sem leggja á fram á næsta þingi, er gert ráð fyrir því að lögin taki gildi 1. janúar 2003. „Ég hef látið í ljós þá skoðun inn- an stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að hafa verði hagsmuni viðskipta- vina fyrirtækisins að leiðarljósi við mat á þessu máli,“ segir Björn Bjarnason. „Fram hefur komið í stjórninni, að verði frumvarp til nýrra raforkulaga, sem sagt er taka mið af tilskipun Evrópusambands- ins (ESB) að lögum, muni raforku- verð hækka. Nú hafa verið flutt tvö frumvörp byggð á þessari tilskipun, en þau eru ekki samhljóða. Þetta segir, að tilskipunin er rúm. Spurn- ing er, hvort allir kostir innan ramma hennar hafi verið kannaðir til hlítar með hliðsjón af hagsmun- um íslenskra neytenda.“ Megum ekki skjóta okkur í fótinn Björn Bjarnason segist skilja áhyggjur iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, Valgerðar Sverrisdóttur, af því, að ekki skuli staðið við tíma- setningar við að lögfesta tilskipun ESB hér landi. „Hins vegar skil ég ekki, hvers vegna ekki hefur þegar verið leitað eftir undanþágu fyrir Ísland frá þessari tilskipun. Hún er sniðin að allt öðrum aðstæðum en hér á landi. Er ekki skynsamlegra að beita sér fyrir undanþágu en standa í stappi við evrópskar eft- irlitsstofnanir vegna tafa við tilskip- un, sem ekki hefur tekist að lögfesta vegna mikillar andstöðu á heima- velli?“ spyr Björn. „Þegar ég hreyfði því í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, að kannað yrði til þrautar, hvort ekki væri unnt að snúa af þeirri braut að setja raforkumál hér inn í þetta stóra evrópska samhengi, var því vel tek- ið. Veit ég ekki annað en stjórnar- formaður og forstjóri fyrirtækisins séu að vinna í samræmi við þá nið- urstöðu stjórnarinnar.“ Björn segir sjálfsagt að nútímavæða rekstur ís- lenskra orkufyrirtækja og endur- skipuleggja raforkubúskapinn með markaðssjónarmið að leiðarljósi. „Það verður hins vegar að gerast á innlendum forsendum, ESB-tilskip- unin miðast ekki við þær.“ Árni Steinar Jóhannsson, fulltrúi VG í iðnaðarnefnd Alþingis, segir að staða raforkumála í Evrópu sé allt önnur en hér á landi. „Við í Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði, lít- um svo á að raforkukerfið hér á landi eigi að vera á félagslegum grunni,“ segir hann. „Við lítum á það sem eitt af stoðkerfum lands- ins.“ Aðspurður kveðst hann þeirr- ar skoðunar að Íslendingar eigi að leita eftir undanþágu frá umræddri tilskipun ESB. Einar Oddur Kristjánsson, vara- formaður fjárlaganefndar þingsins, bendir á að ýmsar athugasemdir hafi verið gerðar við frumvarpið, m.a. hafi komið fram athugasemdir frá Landsvirkjun og Rafmagnsveitu ríkisins. „Menn hafa af eðlilegum ástæðum efasemdir um það að til virkrar samkeppni geti komið í dreifbýli Íslands,“ útskýrir hann. Hann segir að menn hafi einnig horft til þess að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir mjög flóknu eftirlits- kerfi, sem menn óttist að verði dýrt í framkvæmd. „Einnig hafa menn efasemdir um það hvernig staðið verði að þeirri jöfnun á raforku- kostnaði sem lögð er til,“ segir hann. „Efasemdirnar hafa ekki bara komið frá dreifbýlisfólki heldur hafa þær einnig komið frá þéttbýl- inu.“ Einar Oddur leggur því áherslu á að farið verði vel yfir frumvarpið. „Ég er alls ekki að halda því fram að ýmislegt í frum- varpinu horfi ekki til framfara en við þurfum að gaumgæfa það vel svo við séum ekki að skjóta okkur í fótinn.“ Ísland sæki um undanþágu frá tilskipun ESB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.