Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 23
vildi ekkert segja um hvort græn- ingjar myndu krefjast þess að fá annað ráðherraembætti. „Maður á að vera hógvær á sigurstundu,“ sagði hann. Schröder kvaðst strax myndu hefja samningaviðræður við græn- ingja um samstarfssamning um stefnu stjórnarinnar næstu fjögur árin. Búist er við að það taki nokkrar vikur að ná slíkum samn- ingi. „Við munum hefjast handa þegar í stað,“ sagði Schröder í gær, er framkvæmdastjórn Jafn- aðarmannaflokksins kom saman til að ræða úrslitin. Spáð skammlífi Stoiber sagði að Schröder myndi þurfa að takast á við sterka stjórn- arandstöðu, og spáði því að valda- tíð hans yrði stutt. „Ég spái því að stjórn Schröders muni aðeins sitja að völdum í skamma hríð,“ sagði Stoiber. Meirihluti samsteypu- stjórnar kanslarans er nú níu sæti, en var 21 sæti á síðasta kjörtíma- bili. Er þetta minnsti meirihluti sem stjórn jafnaðarmanna hefur haft, en 1976 fengu þeir tíu sæta meirihluta í kosningum. Eindregin andstaða Schröders við herför gegn Írak er talin hafa gefið honum þann stuðning er gerði gæfumuninn á lokaspretti kosningabaráttunnar. En þessi andstaða olli því að deildir urðu með Þjóðverjum og Bandaríkja- mönnum á opinberum vettvangi, og Schröder var sakaður um að hafa vakið óánægju með Bandarík- in í þeim tilgangi að auka fylgi sitt. Fréttaskýrendur spá því að Schröder muni nú fara vægar í sakirnar eftir kosningarnar, en í gær sýndi hann engin merki um slíkt. Hann hefur fullyrt að hann muni ekki senda hermenn í stríð, jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar lýsi yfir stuðningi við herför. „Ég er búinn að móta afstöðu Þýska- lands og hef enga ástæðu til að breyta nokkru þar um,“ sagði í hann í sjónvarpsviðtali. ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 23 LISTIR atkvæðagreiðslunni, og hermenn- irnir héldu til Afganistans. Á heimavelli hefur hann hrint í framkvæmd mikilvægum áætl- unum vinstrimanna – nýjum reglum um ríkisborgararétt er flýta aðlögunarferlinu fyrir út- lendinga, dregið úr notkun kjarn- orku og lögleitt hjónabönd sam- kynhneigðra. En Schröder, sem hafði á sér það orð að vera vin- veittur iðnaðarfyrirtækjum, olli kaupsýslumönnum vonbrigðum með því að gera ekki þær mark- aðsumbætur sem nauðsynlegar eru í Þýskalandi til að auka hag- vöxt og samkeppnishæfni. Miklar skattalækkanir voru gerðar í fyrra, en Schröder sveigði líka hvað eftir annað til vinstri í efnahagsmálum til þess að verða við kröfum mikilvægra stuðningsaðila – hinna öflugu launþegasamtaka í Þýskalandi. Einkalífið í fastari skorður Eftir að Schröder varð kanslari hefur einkalíf hans færst í fastari skorður en áður var. Fjórða kon- an hans, Doris Schröder-Köpf, sem er blaðamaður og 20 árum yngri en kanslarinn, hefur verið glæsileg við hlið hans, en sam- kvæmt þýskri hefð hefur hún að mestu haldið sig utan við stjórn- málin. Schröder fæddist 7. apríl 1944 í bænum Mossenberg í Neðra- Saxlandi og ólst upp ásamt fimm systkinum hjá móður sinni á hin- um erfiðu eftirstríðsárum. Hann þekkti aldrei föður sinn, verka- mann sem féll er hann barðist í her Hitlers í Rúmeníu, nokkrum dögum eftir að Schröder fæddist. Schröder sinnti vinnumennsku á bóndabýli, afgreiddi í bygginga- vöruverslun og sinnti öðrum störf- um á meðan hann kláraði mennta- skólann og lauk lögfræðinámi á áttunda áratugnum. Hann var kjörinn á vestur-þýska þingið á ní- unda áratugnum og var í átta ár forsætisráðherra Neðra-Saxlands uns hann varð kanslari Þýska- lands 1998. STJÓRN herforingjanna í Burma, öðru nafni Myanmar, leysti í gær úr haldi 18 pólitíska fanga, þar á meðal tíu manns í Þjóðarfylking- unni fyrir lýðræði (NLD) sem er flokkur Aung San Suu Kyi, helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga. Í yf- irlýsingu stjórnvalda sagði að hald- ið yrði áfram að leysa úr haldi fólk sem ekki „ógnaði samfélaginu eða friði, stöðugleika og einingu þjóð- arinnar“. Herforingjastjórnin efndi til kosninga 1992 og fékk þá flokkur Suu Kyi þorra atkvæða en stjórnin ógilti kosningarnar og setti leiðtog- ann síðar í stofufangelsi. Suu Kyi fékk árið 1991 friðarverðlaun Nób- els fyrir friðsamlega baráttu sína fyrir lýðræði. Talið er að um 1.500 pólitískir fangar séu í landinu en um 300 liðs- menn Suu Kyi hafa verið látnir lausir eftir að viðræður milli henn- ar og fulltrúa stjórnvalda hófust árið 2000. Hún losnaði úr stofu- fangelsi í maí sl. Birt var myndbandsupptaka á sunnudag með ávarpi Suu Kyi á fundi lýðræðissinna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í tilefni af leiðtogafundi Asíuríkja og aðildar- ríkja Evrópusambandsins um helgina. Leiðtoginn hvatti þjóðir heims til að þrýsta á um lýðræð- isumbætur í Burma. „Snögg breyt- ing er rétta leiðin til að leysa vanda Burma,“ sagði Suu Kyi. „Við höfum ekki efni á því að fresta aðgerðum til eilífðarnóns.“ Átján fangar látnir lausir Suu Kyi hvetur þjóðir heims til að þrýsta á um lýðræði í Burma Bangkok, Kaupmannahöfn. AP, AFP. Reuters Aung San Suu Kyi (fyrir miðju), leiðtogi stjórnarandstæðinga í Burma, á fundi með stuðningsmönnum sínum í höfuðborginni Rangoon. KAÞÓLSKIR stjórnmálamenn á Norður-Írlandi hafa fordæmt álykt- un sem samþykkt var á miðstjórn- arfundi stærsta flokks sambands- sinna (UUP) um helgina en hún felur í sér að fulltrúar UUP hætti þátttöku í samstjórn kaþólskra og mótmælenda ef Írski lýðveldisher- inn (IRA) getur ekki sýnt fram á það fyrir 18. janúar nk. að hann hafi hætt öllum ofbeldisverkum. Mark Durkan, leiðtogi flokks hóf- samra kaþólikka (SDLP) og vara- forsætisráðherra heimastjórnarinn- ar, sagði í gær að hann myndi ræða þessi mál við David Trimble, leið- toga UUP og forsætisráðherra. Sagði hann ályktun UUP stefna friðarferli í héraðinu í hættu. Mart- in McGuinness, fulltrúi Sinn Féin í heimastjórninni, sakaði sam- bandssinna hins vegar um að ætla að leggja friðarsamninginn frá 1998 til hliðar. Trimble hafði á laugardag neyðst til að verða við kröfum flokksmanna sinna um harðari afstöðu gagnvart IRA en herinn hefur enn ekki staðið við fyrirheit um að afvopnast. Þá telja sambandssinnar að liðsmenn IRA hafi í reynd staðið fyrir fjölda ofbeldisverka á Norður-Írlandi und- anfarna mánuði þó að svo eigi að heita að herinn sé í vopnahléi. Kröfur n-írskra sambandssinna IRA bindi enda á allt ofbeldi Belfast. AFP. LEIKFÉLAGIÐ Á senunni og Vest- urport æfa nú leikritið Kvetch eftir Steven Berkoff. Leikritið er gam- anleikur með alvarlegum undirtóni og fjallar um fimm einmana mann- eskjur í firrtum heimi og stöðugan kvíðann sem nagar þau. Titillinn er tekinn úr mállýsku amerískra gyð- inga í New York og þýðir kvíði eða angist. Verkið gerist í kringum þau Frank og Donnu, hjón sem eiga fátt orðið sameiginlegt nema ef vera skyldi endalausa angist og hræðslu hvort við annað og umhverfið. Samstarfsfélagi Franks, Hal, kemur í heimsókn. Hann reynist jafnhræddur og þau hin og úr verð- ur flétta sem ekki verður stöðvuð. Leikarar eru Ólafur Darri Ólafs- son, Edda Heiðrún Backman, Steinn Ármann Magnússon, Mar- grét Ákadóttir og Felix Bergsson. Leikstjóri er Stefán Jónsson. Þýð- andi er Ólafur Haraldsson. Leik- mynd gerir Snorri Freyr Hilm- arsson. Ásta Hafþórsdóttir sér um gervi og lýsingu annast Sigurður Kaiser. Jón Hallur Stefánsson sem- ur tónlist. Frumsýning er fyrirhuguð 17. október. Opnuð hefur verið heimasíða, www.senan.is, og þar má fá allar upplýsingar um sýningun, senda inn kvíðaefni dagsins og panta sér miða. Morgunblaðið/Jim Smart Leikarar og aðstandendur Kvetch í Vesturporti. Angistarleikur í Vesturporti GUÐRÚN Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran hreppti á sunnudag þriðju verðlaun í opinni keppni fyrir unga söngvara á aldrinum 20–32 ára sem haldin er árlega í Lundún- um á vegum The Madeline Finden Memorial Trust. Guðrún var ein af tólf sem komust í úrslit, en keppnin fór fram í konung- lega tónlistarskól- anum, Royal Aca- demy of Music. Guðrún Jóhanna hlaut 1.000 bresk pund (um 135 þús. ísl. kr.) í verðlaun fyrir flutning sinn á sönglögum eftir Schubert, Devereux og Donizetti. Stutt er síðan Guðrún Jóhanna hélt tónleika hér á landi og hlaut mjög lof- samlega dóma gagnrýnenda fyrir; og um það leyti hreppti hún einnig styrk úr sjóði Önnu Nordal til framhalds- náms í söng. Í sumar sigraði hún í ljóðasöngskeppni í skóla sínum í Lundúnum og komst jafnframt í fjög- urra manna úrslit í annarri söng- keppni þar í borg um svipað leyti. „Ætli ég sé ekki bara undir einhverri heillastjörnu í ár,“ segir Guðrún Jó- hanna aðspurð um þennan einstaka árangur sinn. „En þetta er heppilegt, - skólagjöldin eru há; - þetta er þriðja árið mitt í námi hér í London og skuldabagginn orðinn mikill. Þetta kemur sér því vel.“ Guðrún Jóhanna segir viðurkenningar sem þessar hjálpa mikið til í framtíðinni, og að hafa sigrað í söngkeppni er auðvitað gott fyrir ferilsskrána. Samkeppnin er mikil, ekki bara í heimi atvinnu- fólksins, heldur líka í skóla. „Hver sigur hjálpar manni áfram. Ég er að útskrifast í vor, og maður veit aldrei hvað þá tekur við. Það er í það minnsta gott að geta vísað í svona við- urkenningar þegar þar að kemur.“ Guðrún Jóhanna stundar nú fram- haldsnám í óperudeild The Guildhall School of Music and Drama í Lund- únum. Vann til verð- launa í London Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Blómaverkstæði Betu, Hafnarfirði María Strange opnar málverkasýningu sem standa mun til 25. október. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ENGAR áreiðanlegar vísbendingar eru um, að farsímanotkun hafi skaðleg áhrif á fólk. Hafa Geisla- varnir sænska ríkisins komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa látið kanna og fara yfir margar rann- sóknir á hugsanlegum áhrifum hennar. Rannsóknir á áhrifum far- símanotkunar hafa gefið mjög mis- vísandi niðurstöðu og með það í huga fengu Geislavarnirnar tvo vís- indamenn, dr. John D. Boice og dr. Joseph K. McLaughlin við Al- þjóðafaraldursfræðistofnunina í Rockville í Maryland í Bandaríkj- unum, til að fara yfir níu rann- sóknir frá árinu 1996. Var útkoman sú, að engar áreiðanlegar vísbend- ingar væru um skaðsemi farsím- anna. Leggja þeir áherslu á, að vissulega sé erfitt að fullyrða, að eitthvað sé með öllu hættulaust en hitt sé aftur ljóst, að enn skorti vís- indalegar sannanir fyrir skaðsem- inni. Engin sönnun fyrir skaðsemi farsíma Stokkhólmi. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.