Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 1
SÆNSKA BYLGJAN SVÍAR MEÐ SÉRSTÆÐAN STÍL Í MIKILLI ÚTRÁS Í ALÞJÓÐLEGUM TÍSKUHEIMI >> 22 MARGSLUNGIÐ ÁR, GJÖFULT OG GOTT MYNDASÖGUR MENNING >> 58 STOFNAÐ 1913 355. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SKIPTAR skoðanir eru hjá stjórn- mála- og trúarleiðtogum heims um hvort aftaka Saddams Husseins, fyrr- verandi forseta Íraks, marki tímamót í átt til friðar eða hvetji til enn frekari átaka í Mið-Austurlöndum. Að minnsta kosti 31 beið bana þeg- ar sprengja sprakk við fiskmarkað í Kufa, þar sem einkum búa sjítar, suð- ur af Bagdad í gærmorgun. Ekki var þó ljóst hvort tilræðið tengdist aftök- unni á Saddam. Saddam var hengdur í Bagdad fyr- ir dögun í gær. George W. Bush, for- seti Bandaríkjanna, sagði að Saddam hefði fengið sanngjörn málaferli, upp- lifað réttlæti sem hann hefði neitað fólki um í stjórnartíð sinni. „Það að Saddam Hussein svari til saka mun ekki binda enda á ofbeldið í Írak en það er mikilvægur hornsteinn í þróun Íraks sem lýðræðisríkis sem getur ríkt, varað og varið sig,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu forsetans. Margaret Beckett, utanríkisráð- herra Bretlands, sagði að Saddam hefði þurft að svara til saka fyrir suma hræðilega glæpi sína gegn írösku þjóðinni en fordæmdi um leið dauðarefsinguna. Talsmenn Evrópu- sambandsins tóku í sama streng. Rússar lýstu yfir vonbrigðum með að ekki var hlustað á alþjóðleg mót- mæli vegna aftökunnar. Míkhaíl Ka- mynin, talsmaður utanríkisráðuneyt- isins, sagði að taka hefði átt pólitískar afleiðingar aftökunnar með í reikn- inginn og varaði við að dauði Sadd- ams gæti aukið á óöldina í Írak. „Eins og margoft hefur komið fram eru íslensk stjórnvöld mótfallin dauðarefsingum og eiga aðild að al- þjóðasamningum þar að lútandi,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir utan- ríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar- innar, sagðist óttast að Saddam yrði gerður að píslarvætti í kjölfar aftök- unnar. Aftökunni fagnað og hún fordæmd Reuters Líflátinn Saddam Hussein með böðlum sínum í gærmorgun.  Stjórnvöld | 6 Jakarta. AFP. | Meira en 500 manns er saknað eftir að indónesísk ferja sökk í slæmu veðri norðan við Jövu á föstudagskvöld að staðartíma. Ferjan var á leið frá Kumai til Semarang á Jövu og er talið að a.m.k. 550 manns hafi verið um borð, jafnvel mun fleiri. Ferjan átti að koma til Semarang á föstudagskvöld en samband rofnaði við hana skömmu áður og sökk hún um 40 km frá Mandalika-eyju eða um 300 km norðaustur af Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Þyrla og skip tóku þátt í björgunaraðgerðum og áður en hætta varð leit höfðu tveir björgun- arbátar fundist, þar af annar tómur, og 24 mönnum hafði verið bjargað. Hundraða saknað Gleðilegt nýár!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.