Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 31 fyrirkomulagi íbúðalána árið 2004 voru hins vegar meiri en búist var við þar sem þeir opnuðu ekki að- eins fyrir ný íbúðalán á stór- bættum kjörum heldur einnig al- menn neyslulán. Þetta setti strik í reikninginn í hagstjórninni. Nei- kvæð og stundum ómálefnaleg greining nokkurra erlendra aðila á fyrri hluta þessa árs skapaði auk þess óróa á gjaldeyrismarkaði sem leiddi til lækkunar á gengi krón- unnar með tilheyrandi áhrifum á verðlag. Nú bendir flest til þess að við séum að komast yfir þennan hjalla. Af hálfu ríkisstjórnarinnar var gripið til aðhaldsaðgerða fyrr á árinu, m.a. var nýjum fram- kvæmdum ríkisins frestað um nokkurra mánaða skeið. Jafnframt var gripið til aðgerða í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins til að stuðla að stöðugleika á vinnu- markaði og framlengingu kjara- samninga út árið 2007. Alþingi samþykkti nauðsynlegar laga- breytingar í því sambandi nú í desember og voru skattleysismörk m.a. hækkuð og barnabætur lög- festar til 18 ára aldurs. Þessar aðgerðir hafa haft já- kvæð áhrif og er nú smám saman að draga úr innlendri eftirspurn. Umsvif á fasteignamarkaði hafa minnkað og fasteignaverð er orðið stöðugra. Þá eru neysluútgjöld heimilanna sömuleiðis að minnka eins og sést m.a. af minni bílainn- flutningi. Verðhækkanir und- anfarna þrjá mánuði eru litlar sem engar og almennt talið að verð- bólgan, miðað við hefðbundinn mælikvarða, verði í samræmi við markmið Seðlabankans fyrir mitt ár 2007. Viðskiptahalli mun jafn- framt minnka umtalsvert og hag- vöxtur verða tiltölulega hægur 2007 en taka aftur við sér 2008. Undanfarinn áratug hefur af- koma ríkissjóðs gjörbreyst og snú- ist úr halla í góðan afgang. Gríð- armikill afgangur varð á ríkissjóði 2005, 54 milljarðar án tekna af sölu Símans, og horfur á tugmillj- arða afgangi 2006. Fjárlög ársins 2007 gera ráð fyrir 9 milljarða af- gangi. Þessi staða hefur gefið færi á að greiða niður skuldir rík- issjóðs í stórum stíl. Árið 1995 námu hreinar skuldir ríkissjóðs meira en þriðjungi af landsfram- leiðslu en í lok árs 2006 eru þær nánast horfnar og allt stefnir í að hrein eignastaða verði orðin já- kvæð þegar á næsta ári. Þetta eru ánægjuleg tíðindi enda sparast gífurlegur vaxtakostnaður og mun gæfulegra að nota aukið svigrúm í ríkisfjármálum til þess að lækka skatta eða auka framlög til ann- arra brýnna þarfa eins og mennta-, samgöngu- og velferð- armála.     Það er í fullu samræmi við þessa stöðu að Alþingi lögfesti ný- verið tillögur ríkisstjórnarinnar um að lækka stórlega skattlagn- ingu á matvæli. Þessar aðgerðir koma til framkvæmda 1. mars nk. Þær fela m.a. í sér lækkun virð- isaukaskatts á matvæli um helm- ing, niðurfellingu vörugjalda og mikla lækkun tolla af erlendum búvörum. Þessar aðgerðir munu leiða til verulegrar lækkunar mat- vælaverðs, bæði í verslunum og á veitingahúsum. Samhliða þessu lækkar einnig virðisaukaskattur af bókum, blöðum og tímaritum, hljómdiskum, húshitunarkostnaði, gistingu o.fl. Í heild leiðir þetta til verulegrar lækkunar á neyslu- verðsvísitölu og enn frekari aukn- ingar á kaupmætti heimilanna. Um áramótin lækkar tekju- skattur manna um eitt prósentu- stig auk þess sem persónu- afsláttur hækkar myndarlega þannig að skattleysismörk ein- hleypings verða ríflega 90 þúsund krónur á mánuði, en þau voru 79 þúsund 2006. Ákveðið var eftir samráð við aðila vinnumarkaðarins að auka persónuafslátt meira en áður var ráðgert og lækka tekju- skatt þess í stað um eitt prósentu- stig í stað tveggja. Viðbót- arlækkun tekjuskatts um eitt prósentustig bíður því næsta kjör- tímabils og vonandi verður svig- rúm til að gera enn betur. Þessar aðgerðir í skattamálum eru lokaáfangi þeirra skattalækk- ana sem ríkisstjórnin gaf fyrirheit um í stjórnarsáttmála sínum árið 2003 og Sjálfstæðisflokkurinn lof- aði fyrir kosningar það ár. Hefur tekjuskattur nú lækkað um þrjú prósentustig frá árinu 2005, sér- stakur tekjuskattur (stundum ranglega nefndur hátekjuskattur) verið felldur niður, virðisauka- skattur á helstu nauðsynjum verið lækkaður um helming, eign- arskattur einstaklinga og fyr- irtækja verið felldur niður og erfðafjárskattur stórlækkaður. Í heild sinni eru þetta stórtækustu lækkanir á sköttum sem hrint hef- ur verið í framkvæmd hér á landi. Þar með er þó ekki hægt að full- yrða að tekjur ríkissjóðs lækki að sama skapi. Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti fyrirtækja hafa t.d. stóraukist eftir að skatthlutfallið var lækkað úr 30% í 18% árið 2001. Það hefur verið athyglisvert í þessu máli að fylgjast með við- brögðum stjórnarandstöðunnar, sem tapað hefur öllum trúverð- ugleika. Hún hefur fullyrt bæði að skattalækkanir séu efnahagslegt glapræði vegna þess að þær séu þensluhvetjandi og einnig að skattbyrði hafi aukist mikið þrátt fyrir þessar lækkanir, sem hlýtur að draga úr þenslu. Það er gamalt og ómerkilegt bragð í stjórnmálum að bera sam- an ósambærilega hluti og kasta þannig ryki í augu fólks. Rétti samanburðurinn, þegar rætt er um skattalækkanir, er hve mikið menn greiða eftir breytingar á skattkerfinu miðað við það sem verið hefði að óbreyttu kerfi. Þá sést hvað menn hefðu greitt að óbreyttu og hvað menn greiða í hinu nýja kerfi, hvort tveggja að teknu tilliti til breytinga á tekjum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að skattalækkanir undanfarinna ára hafa svo sannarlega ratað til venjulegs vinnandi fólks eins og þeim var ætlað.     Mikilvægt samkomulag náðist í sumar við fulltrúa Landssambands eldri borgara um leiðir til að bæta kjör þeirra. Það birtist í sameig- inlegri yfirlýsingu þeirra og rík- isstjórnarinnar þar sem er meðal annars kveðið á um verulega hækkun lífeyrisgreiðslna ellilífeyr- isþega, einföldun bótakerfisins með sameiningu bótaflokka, upp- töku frítekjumarks vegna atvinnu- tekna ellilífeyrisþega auk þess sem dregið verður úr skerðingu bóta vegna annarra tekna bóta- þega og maka þeirra. Þá verða framlög stóraukin til uppbygg- ingar hjúkrunarheimila og heima- þjónustu og áhersla lögð á að auka framboð þjónustu- og öryggis- íbúða. Alþingi afgreiddi tillögur í þessum efnum fyrir jólin og mun stór hluti þessara breytinga koma til framkvæmda nú um áramótin. Verða þá þegar verulegar úrbætur hjá stórum hópi fólks. Lífeyrisgreiðslur til öryrkja munu hækka til samræmis við greiðslur ellilífeyris. Málefni ör- yrkja hafa einnig verið til sér- stakrar athugunar að undanförnu þar sem verið er að skoða leiðir til að efla starfs- og endurhæfing- arúrræði til að gera öryrkjum kleift að nýta starfsgetu sína sem mest. Liður í þeirri athugun er að endurskoða gildandi örorkumat þannig að það taki meira mið af starfsgetu hvers og eins. Jafn- framt er stefnt að því að gera kerfið einfaldara og skilvirkara og tryggja betri yfirsýn yfir þau úr- ræði sem eru í boði hverju sinni. Þær ráðstafanir sem ákveðnar hafa verið í þessum efnum munu kosta ríkissjóð um 12 milljarða króna á ári.     Atorka og einbeittur vilji til að ná sífellt lengra hefur einkennt Ís- lendinga um langan aldur. Ungt fólk hefur löngum sótt háskóla- menntun til grannlandanna báðum megin hafsins, bæði grunn- menntun en ekki síst rannsókna- og vísindamenntun. Enginn vafi leikur á mikilvægi þessa í þróun íslensks þjóðfélags á öldinni sem leið. Í nýlegri úttekt sérfræðinga OECD á æðri menntun í aðild- arlöndunum er á það bent að Ís- lendingar hafi verið á undan öðr- um þjóðum til að senda nema til háskólanáms erlendis og þess vegna sé alþjóðavæðingin þeim ekki framandi. Skýrsluhöfundar staðfesta að sú stefna sem mótuð var með lögum um háskóla 1997 hafi borið árangur og leitt til öfl- ugrar háskólastarfsemi. Farið er lofsamlegum orðum um náms- lánakerfið á Íslandi og hvernig það hefur stuðlað að jafnrétti til náms. Íslenska háskólakerfið er talið vera afar sveigjanlegt og áhersla stjórnvalda á samkeppni milli háskóla hafi leitt til þess að Ísland er nú í fjórða sæti innan OECD hvað varðar sókn í há- skólamenntun. Íslendingar geta verið stoltir af þessari umsögn. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur haft forystu í mál- efnum mennta og vísinda und- anfarið 16 ár. Á þeim tíma hefur háskóla- og rannsóknastarfi fleygt fram og á undanförnum 10 árum hafa útgjöld til þessa málaflokks nær tvöfaldast að raungildi. Al- þjóðlegt samstarf um rannsóknir og þróun hefur vaxið hröðum skrefum og Íslendingar eru orðnir virkir þátttakendur í hnattvæð- ingu á þessum sviðum og fullgildir veitendur í einstökum þáttum vís- inda, tækni og fræða en voru að- allega þiggjendur áður fyrr.     Ísland er land tækifæranna í þessum efnum sem mörgum öðr- um. Vísinda- og athafnamanna bíða mörg ónýtt tækifæri og sama er að segja um aðra landsmenn. Ég vona að við berum gæfu til að nýta tækifærin allri þjóðinni til framdráttar. Í kosningum í vor greiðum við atkvæði um hvert framhaldið verður í landsstjórn- inni. Sjálfstæðisflokkurinn býður fram áframhaldandi forystu sína. Ég hlakka til drengilegrar kosn- ingabaráttu og er þess albúinn að axla mína ábyrgð áfram. Ég flyt lesendum Morgunblaðs- ins sem og landsmönnum öllum bestu óskir um gæfu og velgengni á komandi ári. Viltu komast í form? Fagleg heilsurækt Frábær a›sta›a Frábær lífsstíls námskei› Frábær sta›setning Nánari uppl‡singar um fleiri námskei› og stundaskrá fyrir vori› 2007 á www.hreyfigreining.is Höf›abakka 9 Sími: 511-1575 www.hreyfigreining.is Haukur Gu›mundsson, lei›beinandi Arna Hrönn Aradóttir, Rope-Yoga kennari Gígja fiór›ardóttir, sjúkrafljálfari BSc Sandra Dögg Árnadóttir, sjúkrafljálfari BSc Harpa Helgadóttir, sjúkrafljálfari BSc, MTc, MHSc Talya Freeman, Jógakennari Joga flæ›i N‡ námskei› eru a› hefjast Brei›u bökin Í formi til framtí›ar Bókanir eru hafnar í flessi vinsælu a›halds- og lífsstílsnámskei› fyrir konur. 8 e›a 16 vikur. Rope Joga hjá Örnu Ara. Námskei› eru a› hefjast. Skráning í síma 895 7275. www.arnaara.com Joga Flæ›i Talya Freeman heldur flessi Joga námskei› flar sem öndun og hreyfing flæ›a saman. Námskei› hefjast á helgarnámskei›i flann 15. janúar. Betri lí›an í hálsi, her›um og baki. Skráning í síma: 897 2896. www.bakleikfimi.is Einka- fljálfun Bumban burt Loku› námskei› fyrir karla sem vilja ná árangri. 8 vikna námskei›. Mó›ir og barn Bókanir eru hafnar í fimm vikna námskei› Söndru Daggar Árnadóttur. Námskei›i› byrjar 9. jan. Líkamsrækt Frábær a›sta›a til a› æfa á eigin vegum á flægi- legum sta›. Opnir tímar. Stundaskrá: www.hreyfigreining.is Fagleg fljónusta, markviss og örugg einkafljálfun hjá sjúkrafljálfurum. S J Ú K R A fi J Á L F U N O G L Í K A M S R Æ K T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.