Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU hinn 18. október sl. birtist grein eftir und- irrituð sem fjallar um lestrarhæfni ís- lenskra barna. Þar voru ræddar nið- urstöður rannsókna sem sýna fram á að lestrarkunnáttu 15 ára barna á Ís- landi hefur hrakað verulega milli ára og hallar þar frekar á drengi en stúlk- ur. Umræddar niðurstöður eru byggðar á umfangsmikilli rannsókn á hæfni og getu 15 ára nemenda í ýms- um námsgreinum í 32 löndum og birt- ust í PISA 2000 og 2003. Stærðfræði er meðal þeirra námsgreina sem skoðuð var og sýna niðurstöður að rúmfræðikunnáttu 15 ára barna á Ís- landi hefur hrakað verulega milli mælinga. Ísland er einnig eina landið af þátttökulöndunum 32 þar sem drengir eru slakari en stúlkur í stærðfræði. Þessar niðurstöður vekja ugg og ljóst er að þær þarf að taka al- varlega og skoða hvað getur legið til grundvallar. Þegar bæði lestrar- og stærð- fræðikunnáttu barna hrakar milli ára vaknar sú spurning hvort tengsl séu þar á milli. Börn standa misjafnlega vel að vígi við upphaf skólagöngu hvað varðar lestrargetu og stafa- kennsl. Texti í stærðfræðibókum yngri barna er talinn hugsanleg ástæða fyrir því að árangur í lestri og stærðfræði helst í hendur. Sumar kennslubækur sem notaðar eru í stærðfræði fyrir fyrsta bekk, inni- halda orðadæmi sem byggjast á les- skilningi nemenda. Börnin þurfa þá að geta lesið og skilið orðadæmi sem eru t.d. eins og eftirfarandi: „Strák- arnir hans Jóns, Leifur og Ari, léku sér úti á hlaði með bílana sína. Leifur var með 4 bíla og Ari var með 3. Hvað voru bílarnir margir?“ Barn sem kann ekki að lesa mun eiga í erf- iðleikum með að leysa slík orðadæmi. Þá gæti það reynst lesblindum börn- um sérstaklega erfitt. Kennarar og foreldrar eru oft til staðar og aðstoða við úrlausnir skólaverkefna. Þegar börn hinsvegar þurfa að miklu leyti að treysta á aðra er líklegt að það ýti undir vanmáttarkennd gagnvart námsefninu. Í ljósi þess er spurt: Hver eru rökin fyrir svo miklum texta í stærðfræðibókum á fyrstu námsstigum? Í færninámi er mikilvægt að byggt sé á góðum grunni, til að ná fram sjálfvirkni og öryggi á seinni stigum. Það er á yngsta stigi grunnskólanáms sem sá hornsteinn er lagður í lestrar- og stærðfræðigetu. Hætt er við að þau börn sem ekki geta fylgt hópn- um eftir í upphafi nái ekki þeirri sjálfvirkni sem nauðsynleg er fyr- ir framhaldið. Því er mikilvægt að öll börn fái eins mikla þjálfun og möguleg er. Hver og einn verður að fá áskorun og kennslu við sitt hæfi frá fyrsta skóladegi. Þau verkefni sem börnin fá í upphafi verða að renna styrkum stoðum undir þann grunn sem er nauðsynleg forsenda frekara náms. Þegar börn mæta spennt í skólann í upphafi skólagöngu er mikilvægt að hlúa sem best að þörfum þeirra strax og efla sjálfstraust gagnvart því stóra verkefni sem framundan er. Slíkt er hinsvegar ekki undir neinum einum komið en þegar foreldrar, kennarar og aðrir vinna saman að ákveðnu markmiði er líklegt að góður árangur náist. Mikilvægt er að fylgjast vel með því að námsefnið sé í samræmi við getu hvers barns og standi það verr en skyldi, verður að bregðast fljótt við. Annað getur haft þær af- leiðingar að barn standi höllum fæti allt fram á unglingsár, jafnvel lengur. Að okkar mati eru forsendur góðr- ar færni í stærðfræði því þær að sleppa orðadæmum þar til góð lestr- arfærni og lesskilningur er til staðar. Einnig að næg þjálfun sé veitt sem miðuð er við getu hvers einstaklings. Orðadæmi fyrir ólæs börn! Sigrún Heimisdóttir, Hermund- ur Sigmundsson og Sjöfn Evertsdóttir fjalla um lestrar- og stærðfræðihæfni barna »Mikilvægt er aðfylgjast vel með því að námsefnið sé í sam- ræmi við getu hvers barns og standi það verr en skyldi verður að bregðast fljótt við. Hermundur Sigmundsson Sigrún og Sjöfn eru nemendur á 3. ári í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Hermundur er prófessor í sálfræði við Háskólann á Akureyri. Sjöfn Evertsdóttir ÞÆR voru skemmtilegar jóla- kveðjurnar frá ritstjóra FÍB blaðsins á sjálfan aðfangadag- inn. Þar var undirritaður sakaður um niðurrifs- starfsemi og blekk- ingar og að vera tvö- faldur í roðinu varðandi umræðuna um hættu mót- orhjólafólks af víravegr- iðum. Stefán virðist líka sjá einhverskonar samsæri og blekking- arleik út úr þessum umræðum enda eru það líka ráð manna sem hafa engin rök í baráttunni lengur. Slíkt er ekki svara- vert og ætla ég ekki að leggja mig niður við það. Það sem stendur þó upp úr í umræðunni er hvað maðurinn hefur eig- inlega við það að at- huga að mót- orhjólafólk skuli hafa áhyggur af öryggi sínu. Það er hreint með ólíkindum hvernig sumum tekst að misskilja hlutina eins og þeim hentar. Að segja að ég hafi verið að draga í land með hættu mót- orhjólafólks af víravegriðum í síð- ustu grein minni er í besta falli misskilningur af hálfu Stefáns og í versta falli vísvitandi ósannindi. Ekki logaði skilningsljósið alla- vega á þeim bænum við lestur greinar minnar, svo mikið er víst. Það er rétt að ég segi ostaskera vera rangnefni eins og Stefán ætti sjálfur að vita, það tók ég líka sér- staklega fram í fyrirspurn minni á nýafstöðnu Um- ferðarþingi, þingi sem Stefán sat sjálfur. Þeir sem lesið hafa þessar ritdeilur okkar Stefáns geta líka best séð sjálfir að það er einungis Stefán sem notar osta- skerasamlíkinguna og það í óhófi. Meiri meiðsli við víravegrið Stefán kallar undir- skriftarsöfnun Snigla gegn víravegriðunum atlögu að öryggismáli. Þannig lætur hann í veðri vaka að bif- hjólafólki sé sama um öryggi annarra en þess sjálfs í umferð- inni. Slíkt er auðvitað fráleitt og eins og ég hef nú bent á í tví- gang er það alls ekki ætlun bifhjólafólks að ekkert komi í staðinn fyrir víravegriðin. Svo það sé nú sagt einu sinni enn í þeirri von að Stefán skilji, að þá viljum við ein- faldlega vegrið sem að skapa okk- ur ekki augljósa hættu. Eins og Stefán bendir réttilega á í grein Engin niðurrifs- starfsemi hjá mót- orhjólafólki Njáll Gunnlaugsson skrifar lokasvar til ritstjóra FÍB blaðsins í umræðunni um víravegriðin Njáll Gunnlaugsson »… hætta áalvarlegum meiðslum á höfði og líkama mótorhjóla- mannsins marg- faldast við árekstur á víra- vegrið.                 ! " !      !# !!                ! $! %! & ' !  (  )# %!                ! $   $ !# *!+ #   ,! - * .! #   '  +  ÞINGHOLTSSTRÆTI - MIKIÐ UPPGERT Mjög fallegt og mikið standsett 270 fm einbýlishús á frábærum stað í Þingholtunum. Húsið skiptist þannig: 1. hæð: 3 stofur, eldhús, gestasnyrting og forstofa. Rishæð: Gangur, 5 herbergi og baðherbergi. Kjallari: Hol, stórt sjónvarpsherbergi, þvottahús, forstofa og stór nýleg sólstofa. Hér er um að ræða frábært hús sem mikið hefur verið gert fyrir síðustu árin. 6346 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Til sölu við Smiðjuveg í Kópavogi verslunar- og þjónustuhúsnæði, 134 fm jarðhæð. Um er að ræða eitt rými ásamt starfsmannaaðstöðu og salerni. Góð lofthæð, góðar innkeyrsludyr, (vörumóttaka) ásamt sérinngangi. Húsnæðið er sýnilegt, góð aðkoma ásamt góðu athafnasvæði. Einnig er til sölu samskonar bil við hliðina sem er ca 150 fm að stærð. Óskað er eftir tilboðum í eignina Sími 588 4477 Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í símum 822 8242 og 588 4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.