Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 54
Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is S einustu tónleikar ársins verða haldnir í Hall- grímskirkju kl. 17:00 í dag, gamlársdag. Þar kemur fram Tromp- eteria-hópurinn ásamt Kristni Sig- mundssyni og strengjaleikurum. „Þessir gamlársdagstónleikar, Hátíðarhljómar við áramót, voru haldnir fyrst árið 1992 og hafa verið hvern gamlársdag síðan þá,“ segir Hörður Áskelsson orgelleikari og meðlimur í Trompeteria-hópnum ásamt trompetleikurunum Ásgeiri H. Steingrímssyni og Eiríki Erni Pálssyni. „Hugmyndina að tónleik- unum fékk ég þegar ég bjó úti í Þýskalandi en þar í landi er hefð fyr- ir því að halda orgeltónleika á gaml- ársdag. Það sem hvatti mig hins veg- ar til að fara af stað með þá var sú eftirspurn sem ég varð var við eftir afþreyingu af þessu tagi á þessum degi. En þegar ég var að búa mig undir messu kl. 18 á gamlársdag í Hallgrímskirkju kom oft mikið af ferðamönnum í kirkjuna sem spurðu hvort það væru ekki einhverjir tón- leikar í gangi.“ Með svipuðu sniði Alltaf er messað í kirkjunni kl. 18 á gamlársdag, ákveðið var að hafa tónleikana rétt á undan messunni og þannig tengja þessa tvo viðburði saman. Aðsóknin á tónleikana hefur verið mjög góð frá upphafi og aukist frekar á milli ára. „Það er hópur af Íslendingum sem hefur gert það að venju á gamlársdag að mæta á þessa tónleika áður en farið er til hátíð- arhalda kvöldsins.“ Hörður segir tónleikana hafa ver- ið með svipuðu sniði á milli ára. „Við spilum meira að segja svolítið af sömu verkunum, ég held t.d. að við höfum öll árin spilað Adagio eftir Albinoni, en svo höfum við líka alltaf verið með einhverjar nýjungar.“ Nú í ár fær Trompeteria-hópurinn til liðs við sig stórsöngvarann Krist- in Sigmundsson. „Það var nú svolítið skondið hvernig við fengum Kristin með okkur. Ég, hann, Ásgeir og Eiríkur fórum saman í veiðitúr í sumar. Þar heyrði hann diskinn sem við gáfum út fyrir nokkrum árum og hreifst svo af þessu samspili orgels og trompets að við spurðum hvort hann vildi ekki vera með okkur í ár og hann sagði strax já.“ Kristinn mun flytja þrjár aríur frá fyrri hluta 18. aldar sem eru skrif- aðar fyrir trompet og bassasöng. Tvær þeirra eru meðal þekktustu bassaaría óratóríubókmenntanna, þetta eru aríurnar Großer Herr, o starker König úr Jólaóratóríu Bachs, Wacht auf, ihr Adern und ihr Glieder úr kantötu hans Unser Mund sei voll Lachens og arían The Trumpet shall Sound úr óratoríunni Messías eftir Händel. Fimm strengjaleikarar leika með í aríum Kristins. Að auki hljómar á tónleikunum í flutningi Trompeteria-hópsins Ron- deau eftir Jean Joseph Mouret, Tokkata í D-dúr eftir Alessandro Scarlatti og Adagio í g-moll eftir Tomaso Albinoni. Annar diskur á leiðinni Hörður, Ásgeir og Eiríkur stofn- uðu Trompeteria-hópinn árið 1993. Á síðasta ári komu þeir fram á tón- leikum í tónleikasal Fílharmóníunn- ar í Pétursborg og á næsta ári verða þeir gestir á orgeltónlistarhátíð í Suður-Þýskalandi. Fyrir nokkrum árum kom út geisladiskur, Tromp- etería, með úrvali þeirra verka sem þeir hafa flutt í áranna rás. Spurður hvort von sé á meira efni frá hópnum jánkar Hörður því. „Það er orðin mjög áleitin krafa frá okkur sjálfum og öðrum að gefa út annan disk og hann er í bígerð hjá okkur á næsta ári.“ Tónleikarnir eru hluti af afmælis- dagskrá Listvinafélags Hallgríms- kirkju sem er nú að halda upp á 25. starfsár sitt. Einnig eru þetta loka- tónleikar Jólatónlistahátíðar Hall- grímskirkju sem hófst 3. desember sl. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00 í dag og segir Hörður efnisskrána frekar stutta. „Hún er ekki nema um 45 mínútur en í beinu framhaldi af tónleikunum er messa í kirkjunni þar sem þeir verða áfram, tromp- etarnir og Kristinn, þannig að þeir sem sitja áfram geta heyrt meira í okkur og það er náttúrulega ókeypis í guðsþjónustuna en 2000 krónur kostar inn á tónleikana.“ Seinustu tónleikar ársins Morgunblaðið/G.Rúnar 2006 Kristinn Sigmundsson, Trompeteria-hópurinn ásamt strengjakvartett koma fram í Hallgrímskirkju. Kristinn Sigmundsson og Tromp- eteria-hópurinn í Hallgrímskirkju NJÖRÐUR P. Njarðvík hlaut menn- ingarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins fyrir árið 2006. Verðlaunin eru veitt Nirði fyrir ára- tuga eftirbreytnisverð störf hans til að efla menningartengsl Svía og Ís- lendinga. Hann hefur m.a. verið mikilvirkur þýðandi sænskra og Finnlands-sænskra ljóða. Má í því sambandi minna á söfn ljóðaþýðinga eftir skáld eins og Tomas Tranströ- mer (Tré og himinn) og Verner Aspenström (Vindar hefja sig til flugs), sem og ljóðasöfn eftir Edith Södergran, Bo Carpelan og Lars Huldén, auk fjölda annarra sænskra bóka. Njörður var lektor í íslensku við Gautaborgarháskóla 1966–71 og gegndi þá jafnframt formennsku í samtökum erlendra lektora í Svíþjóð og sat í stjórn félags háskólakennara þar. Samtímis sinnti hann kennslu- skyldu við háskólann í Lundi. Hann var formaður Sænsk-íslenska félags- ins á Íslandi 1971–75. Árið 2000 hlaut hann verðlaun Sænsku aka- demíunnar fyrir kynningu á sænskri menningu erlendis. Sænsk-íslenski samstarfssjóður- inn var stofnaður 1995 í kjölfar gjaf- ar sænsku ríkisstjórnarinnar til Ís- lendinga á fimmtíu ára lýðveldisári. Menningarsjóðurinn var stofnaður skömmu síðar og hafa verið veitt verðlaun úr honum sem næst annað hvert ár síðan. Sveinn Einarsson, varaformaður Sænsk-íslenska menningarsjóðsins, afhenti Nirði verðlaunin við hátíð- lega athöfn í Sænska sendiráðinu á föstudaginn. Njörður P. Njarðvík verðlaunaður Morgunblaðið/G.Rúnar Hátíðarstund Við verðlaunaafhendinguna: Madeleine Ströje - Wilkens sendiherra frá Svíþjóð, Njörður P. Njarð- vík verðlaunahafi og Sveinn Einarsson varaformaður sænsk-íslenska sjóðsins. staðurstund María Kristjánsdóttir dæmir leikritið Ófagra veröld sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu milli jóla og nýárs. » 55 dómur Það kennir ýmissa grasa á lista yfir traustustu „Íslandsvini“ ársins 2006. Má þar finna Gor- batsjov og Kate Winslet. » 60 Íslandsvinir Annáll um myndasöguárið 2006 frá Heimi Snorrasyni auk lista yfir fimm bestu mynda- sögubækur ársins. » 58 bækur Heiða Jóhannsdóttir gagnrýnir teiknimyndina Fráir fætur eða Happy Feet sem nú er sýnd í bíóhúsum landsins. » 68 kvikmyndir Í Tónlist á sunnudegi fjallar Árni Matthíasson um árslista og segir Netið vera að ryðja úr vegi markaðshindrunum. » 59 tónlist |sunnudagur|31. 12. 2006| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.