Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.12.2006, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á fimmtu-daginn réðust her-sveitir bráðabirgða-stjórnar Sómalíu og eþíópískir her-menn inn í Mogadishu, höfuð-borg landsins. Þær mættu engri mót-spyrnu. Hreyfing íslamista vill stofna íslamskt ríki í Sómalíu. Hún lýsti yfir stríði í landinu í síðustu viku og náði höfuð-borginni á sitt vald. Hreyfingin hörfaði á fimmtu-daginn frá borginni og segist ætla að halda áfram bar-áttunni gegn bráðabirgða-stjórninni í sunnan-verðu landinu. Bráðabirgða-stjórnin hefur rætt við leið-toga ætt-flokka um sam-starf til að komast til valda í höfuð-borginni án blóðs-úthellinga og munu þeir lík-lega ráða úr-slitum þar um. Forsætis-ráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi, lofaði sigri á hreyfingu íslamistanna og sagðist vona að átökunum lyki á næstu dögum eða vikum. „Við ætlum ekki að láta Mogadishu brenna,“ sagði hann. Stjórnin komin til Mogadishu REUTERS Her-menn bráðabirgðar-stjórnar í Sómalíu. AUÐLESIÐ EFNI Banda-ríski tónlistar-maðurinn James Brown, sem kallaður var guð-faðir sálar-tónlistarinnar, lést úr lungna-bólgu á jóla-dag, 73 ára að aldri. Hann hóf tónlistar-feril sinn árið 1953 en vin-sældir hans náðu há-marki á síðari hluta sjöunda ára-tugarins. Brown var mikil-væg fyrir-mynd heillar kyn-slóðar banda-rískra blökku-manna og gætir áhrifa hans enn í dag í tónlistar-heiminum. Mannréttinda-frömuðurinn Jesse Jackson sagði um Brown að hann hefði verið menningar-legt, pólitískt og félags-legt afl. James Brown látinn James Brown Gerald Ford látinn Gerald Ford, fyrr-verandi for-seti Banda-ríkjanna, lést í vikunni. Hann var eini Bandaríkja-maðurinn sem hefur sest á forseta-stól án þess að hafa fengið um-boð kjósenda. Hann var vara-forseti og tók við þegar Richard Nixon for-seti sagði af sér em-bætti. Styrktar-tónleikar Styrktar-félagi krabbameins-sjúkra barna voru afhentar 2.476.500 krónur á styrktar-tónleikum sem voru haldnir 8. árið í röð á fimmtu-dagskvöld. Allir sem komu að tón-leikunum gáfu vinnu sína, auk þess sem Háskóla-bíó lagði frítt til hús-næðið. Biðjast af-sökunar Pitsu-fyrirtækið Dominos hefur beðist af-sökunar á því að senda 80 þúsund viðskipta-vinum sms-skilaboð með jóla-kveðju. Ástæðan er sú að kveðjan var send út snemma aðfanga-dags en barst ekki fyrr en um kvöldið þegar fólk var að snæða jólakvöldverðinn. Skattur lækkar en gjöld hækka Um næstu ára-mót mun tekju-skatturinn lækka um 1% og persónu-afslátturinn hækkar. Hins vegar hækka þjónustu-gjöld opin-berra aðila og því er ekki víst að mikið sitji eftir í vasa neytenda. StuttÁ þriðju-daginn fórust 260 manns þegar eldur blossaði upp í bensín-leiðslu í fátækra-hverfi í Lagos, stærstu borg Nígeríu. Hópur þjófa hafði borað gat á leiðsluna til að stela bensíni og hundruð íbúa hverfisins komu til að verða sér úti um elds-neyti þegar eldurinn gaus upp. Nígería er mesti olíu-framleiðandi Afríku og hefur spilling og óstjórn orðið til þess að bensín-stöðvar verða uppi-skroppa með elds-neyti. Verðið á einum brúsa af bensíni á svörtum markaði getur þá jafn-gilt um 2 vikna launum fá-tæks Nígeríu-manns. Alls 260 létu lífið Á fimmtu-daginn var lokið við að dæla olíu úr tönkum flutninga-skipsins Wilson Muuga en það strandaði við Hvalnes 19. desember. Alls var um 95 tonnum af olíu dælt í land og unnið var stans-laust í 30 klukku-stundir. Umhverfis-stofnun segir að allt að 60–70 tonn af olíu hafi farið í sjóinn þegar skipið strandaði. Óveður og mikill sjó-gangur var fyrstu sólar-hringana eftir strandið, og það varð til þess að koma olíunni á haf út og brjóta hana niður. Lítil um-merki hafa fundist um olíu-mengun í fjörum í ná-grenni við strand-staðinn, en að lang-mestu leyti hefur tekist að koma í veg fyrir frekari olíu-leka frá skipinu á strand-stað. Í skipinu er eftir olíu-blandaður sjór í lestar-rými og er talið að magn þeirrar olíu sem þar er eftir sé 10–15 tonn. Segir Umhverfis-stofnun að hreinsun þeirrar olíu geti tekið nokkra daga en ekki sé lengur bráð hætta af henni. Olíu-dælingu lokið Morgunblaðið/ÞÖK Olíu dælt úr Wilson Muuga. Íslenska kvik-myndin Köld slóð var frum-sýnd í Smára-bíói á föstudags-kvöldið, við góðar undir-tektir við-staddra. Köld slóð er sakamála-saga um blaða-manninn Baldur sem heldur upp á há-lendið til að rann-saka dular-fullt and-lát öryggis-varðar í virkjun en hinn látni er faðir hans. Leik-stjóri myndarinnar er Björn Brynjúlfur Björnsson og með-höfundur hans er Kristinn Þórðarson. Með helstu hlut-verk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Anita Briem, Helgi Björnsson og Elva Ósk Ólafsdóttir. Köld slóð frum-sýnd Morgunblaðið/ÞÖK Krisinn og Þröstur Leó eru ánægðir með Kalda slóð. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiks-maður með þýska liðinu Gummersbach, var á fimmtu-daginn út-nefndur íþrótta-maður ársins af Sam-tökum íþrótta-fréttamanna. Guðjón Valur hlaut 405 stig í fyrsta sætið en mest var hægt að fá 460 stig. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnu-maður og handknattleiks-maðurinn Ólafur Stefánsson urðu í 2. og 3. sæti, en þeir hafa verið hand-hafar titilsins seinustu ár. „Það er í fyrsta lagi mikill heiður að fá að til-heyra svona hópi frábærra íþrótta-manna og í öðru lagi að fá svona viður-kenningu, þó að ekki sé nema einu sinni á lífs-leiðinni, er ekkert annað en frábært,“ sagði Guðjón Valur. Íþrótta-maður ársins út-nefndur Morgunblaðið/Arnaldur Guðjón Valur Sigurðsson íþrótta-maður ársins. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.