Tíminn - 08.08.1952, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.08.1952, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 8. ágúst 1952. 176. blaff. Hin íslenzka eftirstríðskynslóð dýrkar hnefarétt og ofurmenni .v.v.v.v. v.v.v Atburðirnir um síðustu helgi hafa vakið ýmsa til umhugs- unar um, í hvert óefni er komið með marga æskumenn þessa lands, þegar æði getur gripíð um sig meðal þeirra, líkt og hóp af vitfirringum væri hleypt úr búri, en öðruvísi er ekki hægt að Iíta á þá atburði, sem áttu sér stað á Hreðavatni og á flei'ri stöðum. . unglinga, sem eru barmafull I óeirðunum um síöustu helgi jr aj sjáifsmeðaumkun, en þó bar mest á fólki um og innan j^aldnir bardagalund þess, er við tvítugt, sem á það eitt sam tejur sjg ætíg hafa einhvers eiginlegt að vera fyrsta eftir- ag hefna. Fyrir löngu varð stríðskynslóðin, sem Island hnefarétturinn þessari þjóð eignast. ag og ef þessum verðandi borgurum landsins verður Upplausn. ekki bráðlega með einhverj- Á hernámsárunum hér í síð um ráðum snúið af breiðvegi asta stríði var rætt og ritað hnefaréttarins, þá er í óefni um upplausn, aukinn drykkju komið. Og síðar munu eftir- skap og lauslæti, og margir komendur okkar hryggir í gerðu sér grein fyrir því, að huga skrá þá sögu, að sú kyn slíkt mundi eiga nokkur eftir- slóð, sem ólst hér upp í her- köst. Má segja, aö þá hafi ris- námi, hafi ekki haft nægar ið upp breið alda spillingar, gáfur og ekki nægilega traust sem síðan hefir farið ört vax hjarta til að skilja og vilja andi, unz nú er farið að hvít skilja það tortímingartímar- fyssa úr faldi hennar. Vafa- æði, sem bjó með þeim sjálf mál er, að hún hafi fallið enn, um og fyrra þannig sjálfa sig þótt maður geti varla búizt við vandræðum. miklu verra en HreðavatnS' slagnum. Tegundin. Fátt getur ógeðslegra en dauðadrukkin ungmenni, sem eru viti sínu fjær af vínnautn á skemmtistað í sveit, þegar gott er veður og fólk ætti að hafa annað fyrir stafni en drekka sig ofurölvn En nú er það orðið alltítt, að menn megi horfa upp á slíkt. Þess- ar manneskjur er sú tegund unglinga, sem er svo veik- geöja, að hún hefir látið hríf ast af æsikenndum frásögn- um af lifnaöarháttum smá- menna, og hefir engin bein til að bera byrðar eftirstríðs- kynslóðar. Þetta er sú tegund Útvarpið Útvarpið í dag. Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 j VeSurfregnir. 12,10—13,15 Hádegis- 1 útvarp. 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,25 Veöurfregnir. 19,30 Tónieikar (plötur). 19,45 Aug lýsingar. 20,00 Fréttir. 20,30 Út- varpssagan. 21,00 Tónleikar (plöt- ’ ur). 21,30 Frá útlöndum (Þórarinn Þórarinsson ritstjóri): 21,45 Tónleik ar (plötur). 22,00 Fréttir og veður fregnir. Ávörp fulltrúa á þingi Bændasambands Norðurlanda. 22,30 Hawaii-lög (plötur). 22,45 Dagskrár lok. Útvarpið á morgun: Kl. 8,00—9,00 Morgunútvarp. 10,10 Veðurfregnir. 12,10 Hádegisútvarp. 12,50 Óskalög sjúklinga (Ingibjörg Þorbergs). 15,30 Miðdegisútvarp. 16,30 Veðurfregnir. 19,25 Veðurfregn ir. 19,30 Tónleikar (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,00 Fréttir. 20.30 Tón leikar (plötur). 20,45 Leikrit: „Upp rætið hneykslið"! eftir Joe Corrie. Leikstjóri: Valur Gíslason. 21,15 Einsöngur: Lotte Lehmann syngur (plötur). 21,40 Upplestur: Smásaga (Karl Guðmundsson leikari). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Dans- lög (plötur). 24.00 Dagskrárlok. Árnað heilla Trúlofun. Hinn 5. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Gunnarsdótt ir, Sólvallagötu 3, og Móses Aðal- steinsson, verkfræðingur, Hraunteig 19. Trúlofun. Um síðustu helgi opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Guðný Ella Sig- urðardóttir, stud.phil. (Helgasonar rithöf.), og Örnólfur Thorlacius, fil. stud. (Sigurðar heitins skólastj.). Ofurmennið. Að líkindum mun Grettir Ás mundsson búa í hverjum ís- lendingi. Hann var ofur- menni, en á margan veg má dýrka ofurmennið og sízt ættu menn að dýrka það í sjálfum sér og færa því fórnir með hnefahöggum og skemmdar- starfsemi. Grettir flaugst á við draug og hafði hann und ir. Ofurmenni íslands í dag aka í glæsibifreiöum upp í Borgarfjörð um helgi til að liggja þar í spýju sinni og brjóta rúður í veitingahúsum við veginn. Ofurmenni íslands í dag æpa og skrækja og á- stunda hrundingar og pústra á mannamótum til að koma á stað illindum, en eru þó lítil fyrir sér. Ofurmenni í kvikmyndum. Aftur á móti fer að rofa til í höfði manna, þegar maður ber saman ofurmenni íslands í dag og ofurmenni kvik- mynda. Ofurmenni kvikmynd arinnar veður inn í veitinga- krá með svakalegum herða- sveiflum og þrammar inn á mitt gólf, eins og hann vaði það í hné, og innan stundar er hann búinn að rota og hálf rota um þrjátíu manns, sem hafa setið yfir glösum. Þann- ig geta tilbúin ofurmenni ver ið í kvikmyndum, en þau eru það aldrei í raunveruleikan- um. Og beri maður saman of- urmennin við Hreðavatnsskál ann og ofurmenni kvikmynd arinnar, þá sér maður, að það er ekki Grettir, heldur kvik- myndastjarnan, sem er tekin til fyrirmyndar. Kvikmynda- stjarnán, sem hefir átt meiri þátt í uppeldi þessara ungl- inga en ágætir foreldrar, er ekki vita, hvaðan á sig stend ur veðrið, þegar sonurinn kemur allur blóðugur og rif- inn frá slagsmálum með hroðalegan munnsöfnuð og hefir í heitingum að jafna um einhvern náunga síðar meir. Að kunna að skammast sín. Að halda, að það sé hetju- dáð að slá mann í rot, brjóta rúður og vera með svakaleg- an munnsöfnuð, er fjarri lagi, en ofurmennin á Hreðavatni hafa verið á annarri skoðun. Og í dag munu þau ræða um það sin á milli, hvað þetta hafi verið óskaplega skemmti legur hasar. Þeir munu lengi lifa á þessum hasar. Og þegar fer að fyrnast yfir hann, I munu þeir finna upp á nýju, finna nýtt hús til að slást í. Þessir unglingar kunna ekki að skammast sin. Þetta eru hetjur hnefaréttarins, eftir- stríðskynslóðin, sem ekki skil ur sitt hlutverk og heldur, að það sé eitthvað fínt að henda grjóti, þegar komið er á full- orðins aldur. Ef fluttar væru inn handa þeim skambyssur, stórir hestar og leðurbrækur, mundu þessir unglingar fljót lega semja sig að háttum kú- reka kvikmyndarinnar. Þetta er lýður, sem hefir ekkert bein í nefinu, bölvandi drykkjusvol ar, sem apa verstu siði þeirra þjóða, er gera slagsmál að út- flutningsvcru. Drykkiuskapur og . sjálfsdýrkun. j Eftirstríðskynslóð hefir aila | aðstöðu til að afla sér meiri j reynslu en almennt gerist á venjulegum tímum. Fátt þarf að koma henni á óvart og hún öðlast þann sjóndeildarhring, að hún á ekki að þurfa að ganga með hinar og þessar grillur. En kynslóð bessa lands virðist hafa orðið á í messunni, því að í stað þess að vita um sorann og sneiða framhjá honum, þá sekkur hún í Þann. í stað þess að harðna við ’nverja raun, leggst hún í drykkjuskap og dýrkar sjálfa sig sem ofurmenni. Og þeir, sem hafa efni á að njóta jsólar og sumars í einhverju fegursta umhverfi landsins, eiga ekki annað erindi þang að en brjóta og bramla og berja hver á öðrum. Þessir unglingar munu vera einhverj ir þeir aumkunarverðustu of- urmenni, sem nokkru sinni hafa haft tvær hendur, ann- að virðast þeir ekki hafa. .v.v.v.v.v, AMERISKU .*.VJ borðlamparnir \ eru nú komnir aftur ,■ J 4 gerðir af stofulömpum og ;■ 3 gerðir af náttborðslömpum. VERÐ FRÁ 150 KR. 'I H.f. Rafmagn \ Vesturgötu 10 Sími 4005 *■ W. .-. .v. , . .vv.---.V.V.V.’.V.,.V.'.'.V.,.".V.V.V.V.V.V.V Utvegum frá Tékkóslóvakíu Asbest-veggplötur (utanhúss) í þykktum frá 3/16” til 1/2”. Asbest-þilplötur (innanhúss) í þykktum 5/32” til 1/4”. ♦ Asbest-þakhellur. j * Asbest-þakplötur (báru-asbest). jj Asbest-þrýstivatnspípur, (50 til 500 mm. þvermál). | t) Asbest-skolppipur. ! ♦ Áfgreiðslufrestur 1 til 3 mánuðir. \ Fyrirliggjandi: Asbest-veggplötur 3/16”, 4X8 fet. Mars Trading Co Laugaveg 18B. Síir.i 7373. Einkaumboðsmenn fyrir Czechoslovak Ceramics Ltd. Praha. jo At antabus — drakk vín, vantaði kvenfólk Rúmlega fertugur stýrimað ur, danskur, og búsettur í Kaupmannahöfn, missti ný- lega stjórn á sér, er hann sat að drykkju hjá nábúum sín- um. Hann gerði tilraun til að nauðga frúnni, en þegar það mistókst, braut hann allt og bramlaði í íbúðinni. Stýrimað urinn hafði tekið inn antabus um nokkurn tíma. Við yfirheyrslur sagði frúin, að þau hjónin hefðu haldiö stýrimanninum litla veizlu. og þegar liða tók á kvöldið, hefði áfengi verið drukkið lítillega. ; Um miðnætti var hún af til- viljun stödd ein með stýri- j manninum úti í garði húss- ins, en þá þreif hann til henn ar og vildi þröngva blíðu sinni upp á hana. Hún kallaði á hjálp og kom maður hennar henni til aðstoðar, en stýri- maðurinn hljóp inn í húsið og braut þar allt, sem hann gat. Stuttu síðar var hann handtekinn. Fyrir rétti kveðst hann ekki vita, hvað fram hafi farið, en sagðist hafa tek ið inn antabus til að verjast drykkj uskap. Vélskinn í veröur settur 1. október 1952. Þeir, sem ætla að stunda nám við skólann, sendi skriflega umsókn, ekki siöar en 10. september þ.á. Um inntökuskilyrði, sjá „Lög um kennslu í vélfræði, nr. 71, 23. júni 1936, og Reglugerð fyrir Vélskólann í Reykjavík nr. 103, 29. september 1936. Þeir utanbæjarnemendur, sem ætla að sækja um heima vist, sendi umsókn til húsvarðar Sjómannaskólans fyr- ir 10. september. Þ. á. nemendur, sem búsettir eru í Reykjavík og Hafnarfirði koma ekki til greina. Eins og undanfarin ár, verður fyrsti bekkur fyrir raf- virkja rekinn sem kvölddeild, ef nægileg þátttaka fæst. Skólastjórinn. I" u o 11» , o 11 Vinum mínum nær og fjær, sem glöddu mig á átta- tíu og fimm ára afmæli mínu 1. þ. m., færi ég alúðar- þakkir og kærar kveðjur. Ljótunarstöðum 4. ágúst, 1952 Guðjón Guðmundsson Hjartanlega þakka ég öllum, sem glöddu mig með heimsóknum gjöfum og skeytum á áttræðisafmæli mínu 28. júl. Guö blessi ykkur öll. Guðmundur Kr. Hallgrímsson, Sólheimum Akranesi | t Þeim, sem vildu minnast Hans Kristjánssonar forstjóra frá Suðureyri í Súðandafirði skal einnig bent á minningarsjóð foreldra hans, Guðrúnar Þórðardóttur og Kristjáns Albertssonar frá Súgandafirði. Minningarsjóðsspjöldin fást afgreidd í veitingastof- unni Gosi, Skólavörðustíg 10 og verzluninni Sjóklæði og fatnaður í Varðarhúsinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.