Tíminn - 08.08.1952, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.08.1952, Blaðsíða 8
„ERLENT ¥FIRLIT« í ÐAG: Keisari Ethiopín 36. árgangur. Reykjavík 8. ágúst 1952. 176. blað. Skrílmennskan á samhomiínmn: Árnesingar voru búnir að friða hérað sitt, er það var bannað Nýja húsið á Melgerðisvelli Eindregio kraía uin atS eiómsmálastjórnin konii é veg fypip óspektir á samkoniipn Eftir skrílhelgina illfrægu er ekkert mál jafn umtalað og það, hvaða tökum beri að taka unglinga þá og uppi.yöðsluseggi sem vaða uppi á samkomum og mannamótum, rjúfa þar all- an fríð, vinna spellvirki og stofna sjálfum sér og öðrum voða. Er þaö krafa aimennings, að hér verði svo vasklega í taum- ana tekið, að þessi ófögnuður verði með öllu kveðinn niður. Lögreglulið of dýrt. í gær komu tveir kunnir menn úr Árnessýslu að máli við Tímann um þennan vanda og röktu sögu þessa máls í Ár- nesþingi. — Ef haldin er samkoma úti á landi, fylgir því svo mik- ill kostnaður að fá lögreglu- þjóna úr Reykjavík, að vafa- samt er, að tekjurnar af sam- komunni beri hann uppi. Ef fengnir eru fjórir lögreglu- þjónar, kostar það þúsundir króna, sem þeir verða að greiða, er samkomuna halda, enda þótt óróaseggirnir séu að jafnaði úr fjarlægum hyggð- arlögum, og oftast úr Reykj a- vik. Löggæzlukerfi Árnesinga. Fyrir nokkrum árum var komið á í Árnesþingi lög- gæzlukerfi, er virtist henta á- gætlega. Sýslumaður Árnes- inga, Páll Hallgrímsson, fékk ungmennafélög héraðsins til þess að velja einn mann úr hverri sveit til löggæzlu á samkomum, og síðan þjálfaði lögregluþjónn úr Reykjavík menn þessa til gæzlustarf- anna á námskeiði,- er haldið Héraðshátíð Fram- sóknarmanna í * Arnessýslu Framsóknarfélögin í Ár- nessýslu halda sina árlegu héraðshátíð n. k. sunnudag og verður dagskráin fjöl- breytt og vönduð. Sam- komustaðurinn er Þrasta- skógur í Grímsnesi og hefst samkoman kl. 2.30. Jörundur Brynjólfsson al- þíngismaður setur samkom- una og stjórnar henni. Þá flytur ræðu Ágúst Þorvalds- son, bóndi Brúnastöðum og ávarp flytur Kristinn Helga- son, bóndi Halakoti. Klem- ens Jónsson, Ieikari, les þrjá skemmtiþætti. Enn fremur syngur kvartettinn „Leik- bræður,“ þá er glímusýni'ng: Ólympíufarar „Ármanns". Að lokum verður svo dans- að. Hljómsveit Rúts Hannes- sonar leikur fyrir dansinum. Söngvari með hljómsveit- inni er Erlingur Hansson, — Ferðir frá Ferðaskrifstof- unni verða kl. 1 sunnudag; er það Ólafur Ketílsson, sem annast þær ferðir. Er ekki að efa, að þessi samkoma verður vel sótt og Framsóknarmenn munu sam einast um, að hún geti farið hið bezta fram. ,var. Lögregluþjónn á Selfossi stjórnaði síðan þessu gæzlu- liði, er það var fengið til þess að halda uppi reglu á manna- mótum, og árangurinn af { þessu starfi varð svo góður, að á skömmum tíma voru sam- j komur í héraðinu friðaðar, [ svo að þar kom aldrei orðið til j óspekta. Pokun mildr [ en makleg aðferð. | Þar sem ekki eru úti í sveit- I um nein fangelsi, þar sem j hægt er að geyma í drukkna menn, var tekin upp í sam- bandi við þetta löggæzlustarf mild, en makleg aðferð til þess að gera ofbeldislýð óskaðleg- an. Drykkj usvolar og uppi- vöðsluseggir voru látnir í poka, meðan af þeim rann æðið, svo að þeir gerðu ekki sjálfum sér eða öðrum tjón. En þótt aðferðin væri eklci ómildari en þetta, skömmuð- ust menn sin fyrir að vera látnir í poka, og fullur friður komst á. Sýslumaður ávítaður fyrir að friða héraðið. Þegar ungmennafélagsmót- iö var haldið í Ilveragerði um árið, komu þangað nokkrir menn, sem hugðust að vekja óspektir. Voru þeir látnir í poka. Meðal þeirra voru nokkrir Reykvíkingar, og fyr- ir áhrif frá þessum uppivöðslu seggjum, er þarna sættu mak- legri meðferð, skarst sjálft dómsmálaráðuneytið í málið og veitti sýslumanninum jafn i vel harðar ávítur fyrir að hafa i komið upp löggæzlukerfi í hér s aði sínu, friðað þar samkomur i og beitt til þess þeirri aðferð, sem kleif var fyrir kostnaðar- i sakir og bezt gafst. Hefði ekki | slíkra afskipta komið úr svo ó- væntri átt, væri nú alveg . vafalaust komið upp í flestum ; héruðum landsins sams konar löggæzlukerfi með viðlíka góðum árangri, og þaö skríls- æði, sem nú drottnar víða á samkomum og mannamótum, þar sem fólk úr fjarlægum byggðarlögum kemur, senni- lega óþekkt fyrirbæri. ! Hvað geri'r dómsmálast jórnin ? Nú er hins vegar svo komið í þessum málum, að íbúar þeirra sveita, sem næst eru kaupstöðum, una ekki lengur við sinn hlut í þessu efni. Dómsmálastjórnin hefir kom- ið í veg fyrir, að héraðsmenn sjálfir haldi uppi stjórn og aga meö litlum kostnaði, og það er þess vegna skilyrðis- laus skylda hennar að sjá hér- uðunum fyrir fullri vernd á framkvæmanlegan hátt, — sögðu þessir Árnesingar. Skálarnir, sem í'lu|pflögiri höfðu afgreiðslu í á Melgerðis- flugvelli í EyjafiroÉ^funnu sem kunnugí er í vetur. Nú hefir verið reist snoturt Jfíékahús við völlinn með 25 metra gólffleti. Er það hvítt að lit ©» hin snotrasta byggsins eins og myndin sýnir. Verið er að'ýáfgreiða Dakóta-vél á vellinum (Ljósm.: rý*.Huðm. Ágústsson). Fór vel fram með tilliti til aðstæðna Það var ekki rétt hermt, að samkoman á Minni-Borg í Grímsnesi síðastliðinn laugar dag hafi ekki farið sómasam- lega fram. Að vísu voru nokkr ir menn drukknir, en óspektir urðu engar og samkomugestir höguðu sér yfirleitt svo vel, að forstöðumenn samkomunnar telja hana hafa farið sérstak- lega vel fram, þegar á það er litið, hvaða dag hún var hald- in og hversu margt aðkomu- fólk var þarna. Lauk magisters- prófi í ensku Heimir Áskelsson frá Akur- eyri er fyrir nokkru kominn hingað til lands. Lauk hann 4. júlí magistersprófi í ensku við háskólann í Leeds i Bretlandi, og mun hann starfa að kennslu í Reykjavík í vetur. Menntamálaráð sýnir Á morgun verður opnuð í þjóðminjasafninu yfirlitssýning á málverkum Jóns Stefánssonar Iistmálara. Bauð mennta- málaráð honum að gangast fyrir þessari sýningu. | A sýningunni verða um 150 j málverk, og hafa þau Selma ' Jónsdóttir listfræðingur, Þor- ' valdur Skúlason listmálari og Ragnar Jónsson annazt und- irbúning sýningarinnar af hálfu menntamálaráðs. Fleiri sýni'ngar síðar. Valtýr Stefánsson, formað- ur menntamálaráðs, skýrði blaðinu svo frá, að þessi sýn- ing á verkum Jóns Stefáns- sonar ætti að vera upphaf yf- irlitssýninga, er menntamála- ráð gengst fyrir á málverkum hinna helztu meistara okkar á sviði myndlistar og hyggð- ist merintamálaráð þannig að gerast tengiliður milli lista- mannanna og almennings í trausti þess, að á þann hátt yrði efldur áhugi alþýðu manna á myndlistinni og opn- uð augu fólks fyrir þeirri feg- urð, er þar væri að finna. írskur frelsisskörung- ur gestur háskólans Fyrrverandi utanríkisráðherra íra og forustumaður Iýð- veldisflokksins, Seán Mc Bride, er um þessar mundir gestur hér á Iandi í boði,.(háskóIa íslands. Mun hann flytja fyrir- lestur í háskólanuín á mánudagskvöldið um þróun stjórn- mála á írlandi. Samstarf íra og íslendinga. í viðtali, sem Mc Bride átti við blaðamenn í gær; gat hann um samstarf það, sem komizt hefir á með háskólanum hér og írsku háskólunum. Lagði hann ríka áherzlu á það, bæði fyrir íra og íslendinga, að stuðlað væri aö virðingu fólks fyrir þjóðlegum fræðum og þjóðlegum menningarerfðum, því að hver þjóð yrði'að byggja á þjóðlegri rót. Það væri hlut- verk háskólakennara að hafa forustu um vernduri og við- hald þjóðlegrar menningar og þjóðlegs anda. Græða skóg. írland er skóglaust land, en írar ætla að rækta sinn skóg, sagði Mc Bride. Þeir gróður- setj a árlega að forgöngu írsku stjórnarinnar, skóg á fimmt- án þúsund ekrur lands, og þannig rísa innan skamms upp víðlendir skógar. Kaþólska kirkjan ekki hemill. Eins og kunnugt er, eru ír- ar kaþólskir, og Mc Bride sagði, að því færi fjarri, að kaþólska kirkj an væri hemill á framförum í landinu, og léti hún stjórnmál ekki til sín taka. Eitt af því, sem styrkti mjög kaþólsku kirkj- una með írum, var .bann það, er Bretar lögðu éitt sinn við starfsemi hennar. Það olli því, að írar fylktu sér hálfu fastar um hana en áður, því að sízt af öllu vildu þeir hiíta erlendu valdboði. Bretar Iíflétu föðúr Mc Bride. Það er svo skammt síöan Bretar beittu ógriarstjórn í írlandi, að faðif Seán Mc Bride var í hópi þeirra mörgu manna, er Bretar líflétu vegna baráttu fyrir frelsi íra. Móðir hans var einnig oft í fangels- um Breta og sjálfur var hann iðulega fangi þeirra vegna þátttöku sinnar 1 frelsisbar- áttunni. Seán Mc Bride er því alinn upp og mótaður í anda hinnar þjóðlegu, írskú frelsis- hreyfingar. Fádæma kynstur af smásíld í ísa- 8 > • Frá fréttaritara Tímans á Isafiröi. Vélbáturinn Ver fékk í fyrri nótt fimmtíp tunnur hafsíld ar í Djúpmynninu, og er síldin stór og vel feit. Áhafnir báta, sem lóðað hafa í Djúpinu, segja, að slík kynstur séu þar af smásiíd, að líkast sé því, er mest yar .af. síldinni í Hval firði. Handfæratrillur afla ágæt lega, og ausa fiskimennirnir á þeim upp smásíld í beitu handa sér með litlum háfum. Staðará í Stein- grímsfirði brúuð Frá frétlaritara Tímans á -Hólmavík. í sumar hefir verið unnið að smíði brúar á Staðará í Steingrímsfiröi, og mun ekki mjög langt þangað til, að brú- arsmíðinni er lokið. Er brúin reist á bökkum, ekki langt frá sjó, og er þetta allmikið mann virki. Þegar þessi brú er komin i notkun, er aðeiris ein á óbxú- uð á leiðinni noröur að Bjarn- arfjarðarhálsi, en það er Ósá í Steingrímsfirði. Lenginghafnargarðs í Ólafsvík Frá fréttaritara Tímans í Ólafsvík. Byrjað er hér á lengingu á hafnargarði. Mun lengingin eiga að nema 14—15 metrum, og mun þá dýpka að mun við garðinn, og von til, að strand- ferðaskipin Skjaldbreiö og Herðubreið geti þá lagzt þar að bryggju.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.