Tíminn - 14.07.1954, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1954, Blaðsíða 4
1 TÍMINN, miðvikudaginn 14. júlí 1954. 154. blað. Óskar EinarssorL, læknir: Oddviti Ásahrepps li a r Síðastliðinn vetur leit ég í manntalsskýrslur Rangár- vallasýslu fyrir árin 1940 og 1950. Sá ég þá, að flótti fólks 7ir sveitunum er miklu ægi- \ iegri en ég hafði áður gert mér grein fyrir. Sérstaklega tók mig það sárt, að fæðing- arsveit mín var þar efst á | blaði. Þar höfðu 86 menn af 261 flúið sveitina á þessum tíu árum. Ég birti svo þessar tölur í Frey til þess að benda ráðamönnum landbúnaðar- ins á brýna nauðsyn þess að loku yrði skotið fyrir þenn- an flótta, áður en til fulirar auðnar drægi. Ég hefi lengi haft í huga ákveðnar tillögur um það, hvernig gera mætti þessa gras gefnu sveit að keppikefli manna, sem á annaö borð vildu við búskap una. Oddviti Ásahrepps, Þor-; steinn bóndi á Ásmundarstöð um, las þessar tölur í Frey. Hann tók einnig sárt eyðing i sveitar sinnar, því vissulega ann hann henni af heilum hug, hvað sem um sum störf hans fyrir hana má annars segja. Honum fannst sveit sinni smán gerð með því að birta í blaði, hvernig fólks- ( fækkunin hefir leikið hana. J Að sjálfsögðu kom honum ekki til hugar að neitt væri við þessu að gera. Sársauki hans beinist því allur að mér,! ég hefði sagt frá og ætti því sök á fólksflóttanum úr sveit, inni okkar. Á sama hátt hefði; hann getað kennt Hagstof- unni um fólksfækkunina eða jafnvel sjálfum sér, þar sem hann sjálfur safnaði skýrsl-1 um fyrir Hagstofuna um þessi efni. Öll grein þín í Tímanum 29. júní, Þorsteinn minn, er rituð af barnalegri viðkvæmni og hörmulegu hugsjónaleysi til þess að mæta þeim vanda, sem að sveitunum hefir sorf- ið og sverfur enn, vegna þess að fólkið flýr erfiðleika sveita lífsins og leitar sér hægari starfa. Þú verður því að af- saka, þótt ég kveinki mér við að svara í sama tón. Ef sjón þín næði út fyrir takmörk sveitar þinnar, hefð ir þú aldrei skrifað svona barnalega, því það veizt þú, að nágrannasveitir þínar, t.d. Landið, er einnig sært djúpu sári af flótta fólksins, og sömu örlög þjá flestar aðrar sveit- ir þessa lands, þótt í misjöfn um mæli sé. Það verður ekki hrakið, að fólkið flýr erfiðleikana bæði í Ásahreppi og annars staðar. Um það bera hinar tíðu jarða auglýsingar einnig glöggt vitni. Hverjum þykir mestu máli skipta um sína sveit. Og þeg- ar sú sveit er ein af allra frjösömustu sveitum lands- ins, getur engum dulizt, hvert stefni fyrir þjóðinni og að nauðsyn beri til þess að vinna enn frekar að því að jafna met erfiðleikanna milli þeirra, sem í sveitum búa og hinna, sem í bæjum lifa á þann hátt að létta erfiðleika hinna fyrrnefndu. Þjóðin okkar, menning hennar og kjarni má alls ekki við því að missa sveitirnar. Ég er viss um það, að í hjarta þínu ert þú mér alveg sam- mála í þessu efni, — sam- mála um, að eigi megi verr fara en orðið er. En hér má þó eigi staðar nema. Fólkinu þarf aftur að fjölga í sveit- um landsins. Það þarf að búa svo að sveitunum, að unga fólkinu finnist það eftirsókn arvert að lifa þar og starfa, engu síður en í bæjum og borgum. Ungir menn og framsæknir þurfa að taka að sér forustu sveitanna, menn sem ekki telja, að allt sé í lagi, þótt nautgripum fjölgi örar en mannfólkinu fækkar, eins og þú virðist gera eftir skrifum þínum að dæma. Úr því þú telur nautgripafjölgun þessa, sem samfara var niðurskurði fjárins bera vott um óvenju- lega framför, muntu vissu- lega næstu ár hugga þig við fjárfjölgun eftir sauðfjársjúk dóma og nýafstaðinn niður- skurð og telja það nægar fram farir. Það er sannarlega ekki að vænta neinna afreka af svona hugarfari. Fáar sveitir eða engar eru jafn vel fallnar til þess að ryðja verstu erfiðleikunum fyrir ræktun úr vegi með sam eiginlegu átaki. Og enda þótt þetta sé hvorki erfitt verk né kostnaðarsamt, er það þó of- vaxið hverjum einstaklingi. í Ásahreppi eru víðlendir og votlendir, grasgefnir mýra flákar. Vatnsaginn sígur nið ur í gljúpan og frjóan jarö- veginn og kemur svo aftur fram langt að kominn í lægri mýarflákum. Þess vegna þarf að kortleggja og hallamæla nálega alla sveitina í einu á- taki. Að því búnu þyrfti að taka aðalframræsluskurðina, þar sem bezt hentaði til þess að þurrka stór svæði í einu. Þetta væri tilvaliö verkefni fyrir Nýbýlasjóð eða aðra slíka stofnun, og þetta undir- búningsverk þarf að vinna af opinberra hálfu vegna allrar þjóðarinnar. Ef vegamál sveitarinnar væru svo jafnframt tekin föst um tökum, trúi ég ekki öðru, en Ásahreppur myndi eiga sér bjartari framtíð en þig órar fyrir. En úr því vikið er að vega- málum sveitarinnar, er þar skemmst frá að segja, að veg ir eru verri í Ásahreppi en í nokkurri annai’ri sveit sunn anlands. Gamall Ásahrepp- Orðið er frjálst eiein barm ingur hefir sagt mér, að vega ieysið muni eiga þar stærst- an þáttinn í eyðingu sumra þeirra jaröa, sem nú eru ekki í byggð. ! Mætti oddviti Ásahrepps líta í eigin barm, þegar sam- an fer meii'i fólksfækkun og verri vegir en í nokkurri ann- arrf, sveit sunnanlands. , Sami maður benti mér enn- fremur á það, að í nágranna- sveitinni, Holtamannahreppi, hefðu ái'lega verið unnin stór virki að jarðabótum og vegir þar komnir í sæmilegt horf. En í Ásahreppi liggi aftur á móti vegir enn í kyrrstööu- kreppu fyrri ára, og séu bæði fáir og smáir og oftast illfær- ir eða ófærir nema í eindi'eg- inin þurrkatíð, byggð og bændum til hins mesta tjóns. I Kemur enn til kasta yngri manna sveitai'innar að láta þessi mál til sín taka, þvi að I öðrum kosti má búast við að að því reki, að Ásahrepps- menn verði að biðja Holta- menn að koma þessum mál- um fyrir sig á framfarabraut. Á þessar framkvæmdir vildi ég benda með því að sýna fram á hinn geigvænlega flótta úr einni frjósömustu sveit landsins, sem öllum ætti að vera hið alvarlegasta íhugunarefni. | Rennur nú ekki upp ljós fyrir þér, að bjartari framtíð kunni að bíða komandi kyn- slóðar á votlendisjörðum en ’að toga heim heyskap á fjór- 1 um drógum um langan veg og blautan. Ég veit, að þú sérð nú þetta, en ég efa stórhug þinn, en ekki velvilja. Öliu, sem þú víkur persónu lega að mér, þarf ég engu að svara, bæði er það lítilsvert og svo er þér vel kunnugt sjálf um, að ekki er eitt einasta satt orð í því. Það hefir á- reiðanlega verið yfir þér sól- myrkvi, þegar þú skrifaðir þetta. Eitt af höfuðvandamálum sveitanna er það, að við hver ábúendaskipti flyzt vei'ðgildi jarðanna oft burt úr sveit- inni að einhverju eða öllu leyti. Þetta er eitt af vanda- málum bænda og bíður enn að mestu leyti óleyst kom- Framhald á 6. síðu. S. E. ræddi í gær um ýmsar mál- villur og heldur nú áfram máli sínu: Fieira skal nú ekki nefnt af þessu tagi, þótt til sé, enda er það verðugt og nauðsynlegt verkeíni fyrir málfræðinga og málvöndunar menn að safna hliöstæðum dæm- um og láta á einhvern hátt til sín taka um lf gfæringar. Margt af þessu tagi mun hafa borið á góma i þáttum útvarpsins um íslenzkt mál, sem oítost hafa verið góð'ir og ætið fiauðsynlegu, en talað orð gleymist bara svo undra fljótt jafnvel þó á það sé hlustað með nokkurri athygli, nema oft sé endurtekið, eða þá að menn virða það að vettugi. Sem dæmi mætti nefna: Málvöndunarmaður talaði, ekki alls fyrh’ löngu, tun orðið þeldökkur, sem fréttamenn . nota um hörundsdökkt fólk og leiddi rök aö því, að oröið væri ekki hentugt til þeirra nota og bæri ! að hafna því í þessari merkingu. Ekki einu sinni starfsmenn útvarps ins taka þetta til greina (hafa kannske ekki hlustað), því annað nafn á dekkri kynþáttunum virð- ist þeim ekki tiltækt. Seinast i dag 18.8. 1953, kom það tvisvar fyrir i ! fréttunum. ' Prentað mál rnundi að líkir.cum 'bera betri ámnsur, en þó því að- ' eins að það komist fyrir sjónir sem 5 flestra í hentugu formi. Nú er það svo með dagblöðin, að margir lesa þau sjaldan eða aldrei og af iangsamlega flestum er þeim illa haldið saman, svo að ár- angurslítið mundi vera að koma ieiðbeiningum, sem dagiega getur þurft að grípa tii, á framfæri gegn um þau, jafnvel þó prentaðar væru í mörgum blöðum. Það skal því lagt til, 2ð fræðslu- málastjó'.n ríkisins fái til þess góða málfræðmga, að taka samau emn eða fleiri smáritlinga um algeng- ustu og verstu mállyti og málleysur, sem engií.i: vafi er um, en taki jafnframt til meðferðar annað, sem óvissara er og ákveði um það reglur, sem farið skuli eftir, þar til sannast kynni, að annað væri réttara, því samræmi ætti að vera skárra en glundroði. Ritlinga þessa ætti síðan að selja mjög ódýra eða útbýta ókeypis og stuðla að almennri útbreiðsiu og gætu það þá verið almenna: hand- bækur um stafsetningu og notkun j algengra en oft rangt meðfarinna orða og nafna, ásamt viðvörun um notkun orðskrípa og fulikominna : málleysa, sem mest ber á 1 dag- !egu n áli. | Að sjálfsögðu mundi kostnaður ! verða allmikill, ef rækiÞga væri á málinu tekið á ofangreindan hátt, en bæði er það, að fræðslukostnað- t ur allur er orðinn það mikill, að j lítils mundi gæta og auk þess værf , sennilega hægt að spara sem þvf næmi á öðrum kostnaði við móð- urmálskennsluna, sem er mjög mikill, án þess að æskilegur árang- ur náist, nema sjaldan, en samt ; enginn ágreiningur um það, að t skylt sé að iáta þar ekkert lil spar að, sem vænta má að einhvern árangur beri. Málfræðinám er flestum börn- um erfitt og ungiingum langt fram | eftir aldri og er örfáum kennur- t um lagið að auðvelda það nám (svo nokkru nemi. Hins vegar mættt með nokkrum áróðri kenna flest- um börnum um fermingu, að I sneyða hjá verstu algengustu mál- leysum, ef hentugar handbækur væru til afnota og eignar, sem k'nna mætti unglingum að grípa ti'. og nota og væri þá stigið spor ' rétta átt. Eflaust hefir mörgum dottið þetta ssma í hug, sem hér að ofan greinir og senniiega borið fram áður af eirhverjum, þótt ég kunni ekki ski! á því, en fullkomnar fram- kvæmdir hala áreiðanitV'a ekV:i fyigt, en að sjálfsögði skipta þær öilu máli.' S. E. heFir lokið máli sinu. t) ’ Siarkaður. Innbyrðiskeppni kaupstaða í samnorrænu sundkeppninni í sambandi við samnorrænu sundkeppnina liefir verið komið á að tiistilli landsnefndarinnar nokkrum þáttöku- keppnum milli kaupstaða. Hefir verið skýrt frá sumum þeirra her í fclaðinu. Lokað verðiir vegiaa snmarleyfæ 1S, júlí tll 3. ágúst. feaiUt £. JchJMh & Cc. Umboðs- og heildverzlun — Þingholtsstræti 18 8 í einni eigast við Reykja- vík, Akureyri og Hafnarfjörð ur. í annarri Akranes og Keflavík, sem á undanförn- um árum hafa oft leitt sam- an hesta sína í ýmsum íþrótt um, svo sem skák, bridge, sundi og frjálsum íþróttum. Ennfremur eigast við inn- byrðis ísfirðinga, Siglfirðing- ar og Vestmannaeyingar, og einnig Óiafsfirðingar og Nes- kaupstaðaabúar, en þeir fyrr nefndu sýndu hlutfallslega mestu þátttöku í keppninni 1951, en nsestir þeim gengu Neskaupstaðarbúar. í Hafnarfirði hafa synt 890 eða 16,8%. í Reykjavík 7960 (Þessar tölur eru frá miðviku degi í síðustu viku) eða 13,5% Á Akureyri er þátttakan mun lakari, eða rúm 700, sem er 10%. Sundstaðirnri í Reykjavík eru opnir almenningi nær all an daginn frá kl. 7,30 og ætti fólk, sem ekki hefir lokið sundinu, en getur það æfing arlaust, ekki að draga það lengi, því’ síðustu 2—3 vik- urnar er óvíst, að sundstað- irnir anni þátttökunni. Hér í bæ vantar 2217 þátttakend- ur til þess að jafnast á við Hafnarfjörð. tSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSJSSSSSSSSSSSSSSSa MW.V.V/AV/W.WMVA'.VWAVAW/.'.W.W.VWl 5 ;• ÞOKKUM stjórn og framkvæmdastjóra Kaup- félags Austfirðinga, Seyðisfirði fyrir þeirra höfðing- ■; lega baö cg skemmtiferð um síðustu helgi. Jafnframt viljum við þakka Kaupfélagi Þingeyinga, kaupfélags- stjóra og starfsfólki og félagskonum fyrir ógleyman- legar móttökur á Húsavík. Þær hlýju móttökur munu seint glejmiast. Ferðakonur Seyðisfirði. í V.VAVWW/VW//.,.VAV.VA'/.V.V.V.,AV/AWAVVVV Munið! Blaðgjaldið féll í gjalddaga 1. júlí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.