Tíminn - 13.11.1954, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1954, Blaðsíða 5
3557. blað. TÍMINN, laugardaginn 13. nóvember 1954. B Laugard. 13. nóv. Breytingar á lögum Ræktunarsjóðs Þeir, sem ferðazt hafa um sveitir landsins undanfarin ár, hafa ekki komizt hjá því að veita athygli hinum stór- felldu ræktunarframkvæmd- um, sem bændur hafa haft með höndum. Mýrar hafa ver ið þurrkaðar upp og breytt í frjósöm tún. Móar hafa breytzt í eggslétta velli. Stærsta ævintýrið er þó rækt un- sandanna. Stórum svæð- um af svörtum eyðisandi hef ir verið breytt í grænar lend- ur. Ræktun landsins er ein þeirra framkvæmda, sem miða að því, að auka gæði landsins og bæta lífsskilyrði íbúanna. Sá ávinningur kem ur ekki eingöngu til gagns þeim, er framkvæmdirnar gera, heldur einnig og miklu fremur öllum þeim, ecr á eftir koma. Þetta hafa Framsóknar- menn skilið og því hafa þeir barizt fyrir því, að til slíkra framkvæmda yrði lagt fram fé af hálfu hins opinbera og á allan hátt annan reynt að gtyrkja og efla þessa starf- semi. Þess vegna beitti flokkur- inn sér fyrir setningu jarð- ræktarlaganna 1923 og hefir komið fram síðar mörgum endurbótum á þeirri löggjöf. í jarðræktárlögunum eru m. a. ákvæði um jarðræktar styrk, sem veittur er af op- inberu fé til ræktunar og bygg ingar peningshúsa í sveitum. Styrkur þesi er veittur til hvers konar ræktunar, fram ræslu og girðinga. Auk þess til byggingar úti húsa, s. s. heygeymslna bæffi fyrir þurrhey og vcthey, á- burffargeymslna o fl. Enn- fremur til geymsluhúsa fyrir kartöflur og aðra garðávexti. Auk þess er starfandi í sam bandi við Búnaðarbankann sérstakur sjóður, Ræktunar- sjóður. Hlutverk hans er það að lána til framkvæmda í sveitum, byggingár penings- húsa og ræktunar. Til þessa sjóðs eru veittar árlega 500 þúsund kr. af rík- isfé og hefir svo verið síðan 1947. Auk þess ábyrgist ríkið lán fyrir sjóðinn. Vextir af lánum sjóðsins Cru 2 V2 % og eru það hinir Sömu og hjá stofnlánadeild sjávarútvegsins, sem veitir lán til kaupa og byggingar fiskiskipa.. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp frá landbúnaðar- ráðherra, Steingrími Stein- þórssyni, um það, að hið á- kveðna framlag ríkissjóðs til sjóðsins verði framlengt næstu tíu ár, en það fellur annars úr gildi á árinu 1956. í sambandi við þetta frum varp hefir landbúnaðarnefnd neðri deildalr undir forustu formanns nefndarinnar, Ás- geirs Bjarnasonar, borið fram tillögu til breytingar á lög- imum. Er breytingartillagan flutt eftir beiðni milliþinga- nefndar, sem kosin var á síð- asta Búnaðarþingi, og starfað hefir að endurskoðun og at- ERLENT YFIRLIT: „Lltli Napóleon“ sigraði á Kúbuf en þjóðin tapaði Batista kjöriiíii forseti mcð 87 % grciddra atkv., framboð Martins aðeins formsatriði Um síðustu mánaðamót fóru fram forsetakosningar á Kúbu og urðu úrslit þau, að Pulgencio Batista var endurkjörinn forseti með yfir- gnæfandi meirihluta, hlaut nærri 87% greiddra atkvæða. Við kosn- ingar þessar var einnig í fram- baði Ramon Grau San Martin, sem áður hefir verið forseti Kúbu, en hann hafði beöið stuðningsmenn s:na að greiða ekki atkvæði, þar eð hann áleit, að ekki væri nein vissa fyrir þvi, að kosningarnar yrðu frjálsar. Einnig hafði hæsti- réttur eyjarinnar hafnað ósk hans um að kosningunum yrði frestað um 10 daga, og út af fyrir sig var það ekki góðs viti. Það er heldur ekki loku fyrir það skotið, að kosningarnar hafi verið nokkuð óvenjulegar. Prétta- ritari New York Times í Havana segir, að aldrei hafi slíkur glund- roði ríkt samfara kosnhigum á Kúbu, og er þá mikið sagt. Ýmsir halda því fram, að erfiðir tímar séu nú framundan fyrir Kúbubúa, en þar í landi táknar slíkt, að ó- eirðir og uppreisnir muni verða tíðar. í rauninni si^raði enginn í þessum kosningum. segir ameríski fréttaritarinn, en Kúba og kúb- anska þjóðin töpuðu. Uppreisn Batista. Núverandi forseti, Batista hers- höfðingi, hefir haft það orð á sér að vera hinn „sterki maður“ Kúbu. Hann er einn hinna mörgu valda manna, sem komizt hafa til valda af eigin rammleik víða um heim, síðan fyrri heimsstyrjöldinni lauk Pátt virtist benda til þess í fyrstu, að Batista yrði forseti Kúbu. Þeg- ar hann fæddist 1901, höfðu Spán- verjar nýlega misst yfirráð eyjar- innar í hendur Bandaríkjamanna. Það kvað ekkert að Batista fyrr cn í september 1933, þegar hann' varð leiðtogi uppreisnar, er þá brauzt út. Uppreisnarmenn réðust á Naci- onal-gistihúsið í Havana, sem var aðsetursstaöur þeirra yfirmanna hersins, sem þá voru dyggir fylgis- menn þáverandi forseta, Cespedes y Ortiz. 130 manns létu lífið í upp- reisninni, og múgurinn lét greipar sópa um gistihúsið og tæmdi m. a. vínkjallarann. Hinn nýbakaði „of- ursti", Batista, fékk þá viðurnefnið „litli Napóleon". Hann gaf ekki kost á sér sem forseta, en kom þvi hins vegar til leiðar að kosnir væru þeir menn í það embætti, sem hann gæti stjórnað eftir geðþótta. Meðal hugun þessara mála. Formað ur þeirrar nefndar er Gunn- ar Guðbjartsson bóndi á Hjarðarfelli. í tillögu nefndarinnar er gert ráð fyrir breytingu á hámarksupphæð Iána. í lög unum eru ákvæðin nú þann ig, að lán mega nema allt aö 60% af kostnaðarverði til þeirra framkvæmda, sem ekki njóta jarðræktarstyrks, en ef ja7'ðræktarstyrkur er greiddur, aðeins 30%. Þetta ákvæði var sett í lögin í upphafi og var þá eðli legt, en nú er styrkfram- lagið orðið mjög mismun- andi til hinna ýmsu fram- kvæmda og af því leiðir, að þetta ákVæði getur valdið verulegu misrétti víð lán- tökur. Þess vegna leggur nefndin til, að ákvæði um þetta efni verði þannig, að allar framkvæmdir skuli njóta 60% láns að frádregn þeirra var annar frambjóðendanna við hinar nýafstöðnu kosningar, Grau San Martin, og svo þeir Mendieta, Jose Barnet o. fl. Það var ekki fyrr en í júlí 1940 að Bat- ista lét kjósa sig sem forseta Kúbu. Framboð Martins formsatriði. Hann sat í forsetastóli til ársins 1944, en þá var Grau S.rn Martin kosinn forseti og á eftir honurn, eöa 1948, Cai'los Socarras. Við ko.sn ing-arnar 1952 var Batista svo í fram boði, en hefir ef til vill ekki verið of viss um að úrslitin yrðu honum í hag, því áð þann 12. marz stej'pti hann Socarras forseta af stóli, og lýsti sjálfan sig æðsta mann „upp- reisnarstjórnarinnar", sem að' sögn hans skyldi „binda endi á ein- ræðið“. Menn vita ekki hvort hon- um hefir tekizt þetta, en hvað sem því líður heldur hann ennþá um stjórnvölinn. Og nú, þegar hann lét fafa fram kosningar áður en hið venjulega fjögra ára .tímabil var útrunnið, var hann ákveðinn í að missa ekki forsetaembættið. Það mun því áreiðanlega hafa verið einungis formsatriði, að hann gaf leyfi til þess, að Grau San Martin yrði í framboði á móti honum, enda fór svo, sem kunnugt er, að Batista vann kosningarnar auðveld lega og með miklum meirihluta at- kvæða. Stöðugar óei7ðir. Kólumbus fann Kúbu árið 1492, og fyrstu 400 árin eftir það var eyjan spænsk nýienda Hin spænska stjórn var ekki harðskeýtt, en kæru leysi hennar gaf tilefni til undir- ferli. Bandaríkin litu hina frjósömu eyju girndarauga, og vildu kaupa hana af Spánverjum 1848, en þeir vildu hins vegar ekki selja. 30 ár- um síöar brauzt út mikil uppreisn, og lét þáverandi íorseti Bandaríkj anna, Grant, þá í ljós þá skoðun að ekkert gæti komið í veg fyrir .hinar stöðugu óeirðir annað en það, að eyjan fengi freisi og sjálfstjórn. Önnur mikil uppreisn varð árið 1894, og þá lýstu leiðtogar hennar yfir stofnun lýöveldis á eyjunni, og var það þegar viðurkennt af Banaa ríkjamönnum. Spænsku herforingj unum tókst ekki að kveða niður uppreisn þessa, sem naut stuðnings Bandaríkjamanna, og þegar Spán vefjar höfnuðu uppástungu Banda- ríkjaforseta, sem þá var Clevelarid, um að hverfa brott af Kúbu, brauzt út ófriður milli þeirra og um jarðræktarstyrk þeirra, er hann hafa hlotið. Með þessu álítur nefndin, að girt sé fyrir ranglæti í lánaveitingum. Bændur landsins hafa á undanförnum árum lyft Grett istaki í framkvæmdum. Fram kvæmdir munu framvegis fara vaxandi í sveitum lands ins, nýjar byaigingar munu rísa upp og túnstærðin auk- ast enn meira en orðið er. Til þess, að bændur geti stað ið straum af framkvæmdum, þurfa þeir að hafa aðstöðu til að fá hagkvæm og ódýr lán til framkvæmda. Með lögunum um Ræktun- arsjóð hafði Framsóknar- flokkurinn forgöngu í því efni. Hið nýja frumvarp og breyt ingartillögur þær, sem hér hefir verið lýst, er árangur af þeirri baráttu flokksins. Þvi mega bændur ekki gleyma. BATISTA Baridai'íkjamaana. Spæn.au rierirn ir síóðust ekki ár-ásir hinna banda- hsku, og eftir að tvö spænsk her- fylki voru stiádrepin við Santiago, urðu Spánverjar að semja frið og hverfa á brott. Síðan laut eyjan amerískri herstjorn, þar til Palma var gerður að f.yrsta forseta hins nýja lýðveldis, árið 1902. Eftir þessa atburði var búizt við mikiili gullöld hjá eyjarskeggjum, en svo varð þó ekki. óeiröir brut- ust aftur út 1906 og urðu Banda- ríkin að taka í taumana, og hafði Taft, sem þá var hermálaráðherra, stjórn eyjarinnar á hendi um tveggja ára skeið. Síðan kom Gom- ez, forseti, til valda, en það virtist ekki ætla að verða nokkurt lát á óeirðum, og Bandar.'kin höfðu vak andi auga með Kúbu næstu árin. Eftirmaöur Gomez var Menocal, er var forseti tvö timabil, 8 ár, og á eftir honum kom Machado, hers höfðingi, sem einnig sat í tvö tíma bil, en var þá steypt af stóli og Cespedes y Ortiz fengin völdin í hendur, sem var þó ekki nema skamma hríð, því að á sama árr gerðu Batista og fylgismenn hans uppreisn þá, er leiddi af sér valda- íöku Batista. Lykillinn að Panamaskurðinum. Batista heíir síðan ráðið þarna lögum og lofum, og hefir nú veriö endurkjörinn forseti, þó að vísu með aðferðum, sem bera mikinn svip af kosningaaðferðum í Sovét- ríkjunum. En hann þarf varla að óttast, að hánn fái ekki að sitja í forsetastólnum í friði, því að hanri veit sém er, að Kúba er lykillinn að Panamaskurðinum, og Banda- ríkjamenn munu því hafa vakandi auga meö því, sem þar skeður, og ekki verða leyfðar þar fleiri upp- reisnir en ráðamenn i Washington telja hæfi’egt. Batista getur því verið rólegur með sigur sinn í kosn ingunum, jafnvel þótt kúbanska þjóðin hafi „beðið ósigur", segir Aftenposten i Osló eftir fréttarit- ara New York Times. V etrarstarf semi ísl. tónlistaræsku hafin Félagið íslenzk tónlistar- æska er að hefja vetrarstarf semi sína og byrjaöi á því að bjóða meðlimum sínum á sin fóníuhljómleika Sinfóníu- hlj ómsveitarinnar í ^Þj óðleik- húsinu 9. nóv. í vetur mun fé lagið starfa með öðrum hætti en í fyrra, þannig, að auk þeirra tíu hljómleika, sem fé lagar fá fyrir árgjald sitt (100 kr.) verða þeim útvegaðir af- sláttarmiðar (á 10 kr.) á ýmsa aðra hljómleika. Þá ætlar stjórn íslenzkrar tónlistaræsku aö beita sér fyr ir nýjum samtökum, svo sem 40—50 manna um hljómplötu safn, sem meðlimum verði lán að. Þeir, sem áhuga hafa á þessu ættu að snúa sér til stjórnar íslenzkrar tónlistar- æsku, sem er til viðtals í Tón listarskólanum mánudaga og þriðjudaga kl. 5—7. Þar er einnig tekið á móti nýjum félögum í íslenzka tónlistar- a:sku. Togaraútgerð — atvinmijafnvægi Eitt þeirra mála, sem mesta athygli hefir vakið úti um land er frumvarp þriggja Framsóknarþingmanna um togaraútgerð til að viðhalda jafnvægi í byggð landsins. Tíminn vill hér með taka sér besaleyfi að birta grein, sem birtist fyrir nokkru í blaði Framsóknarmanna á ísa firði um þetta mál. Kemur þar glöggt fram sjónarmið ibúanna úti um land í þessu máli. Fer greinin hér á eftir. Nú CiTðið er það ekki orðið svo mjög umdeilt atriði að á vinnslu sjávarafurða verði að byggja atvinnuöryggi þess fólks, sem býr I sjóþorpum og kaupstöðum úti á landsbyggð inni, þótt þessi sannindi gengju treglega í fulltrúa stór gróðavaldsins, þegar bjartast var yfir aflasölu togaranna er lendis. Eftir að löndunarbannið skall á í Englandi, hafa hugir manna breytzt nokkuð til þessara mála. Eins og sakir standa þá eru það hraðfrystihúsin, sem eru afkastamestu fiskverkunar- stöðvarnar. Hér á ísafirði höfum við starfandi þrjú hraðfrystihús, sem öll hafa skilyrði til stórr ar framleiðsluaukningar, og tvö þeirra hafa þegar aukið framleiðslugetu sína veru- lega.. En það er bara ekki nóg að möguleikar séu fyrir hendi um fiskvinnslu, ef enginn fiskur er fáanlegur. Það er þegar staðreynd, að bátaflotinn er óvirkur vegna aflabrests mörg undanfarin ár, og þessir tveir togarar, sem hér eru til, anna því ekki að útvega það hráefni, sem hægt er að vinna úr hér á staönum og nágrenni, enda hefir það sýnt sig, að þegar þeir eru búnir að peðra afl- anum í þá staði, sem þeir telja sig þurfa, þá er harla lítið eftir handa þeim aðilum, sem mest geta íekið. Úrræði íshúsanna hlýtur því að verða það, að fá sjálf ítök í tækjum til hráefnisöfl unar. Nú nýlega hafa þrír þing- menn Framsóknarflokksins flutt á Alþingi frumvarp til laga um útgerð togara til þess úð koma á og viðhalda jafn- vægi í byggð landsins. Frumvarp þetta er í 7 grein um. Fjallar 1.—4. grein um stcfnun hlutafélaga til kaupa á togurum Ætlast er til að bæjar- eða hreppsfélög hafi forgöngu um stofnun þessara hlutafélaga, en jafneðlilegt virðist, að aðilar, sem hafa aðstöðu til að vinna úr afl- anum, séu höfuðaðilar út- gerðarinnar. í 3. grein frumvarpsins er heimild til handa ríkisstjórn inni, að hún megi ábyrgjast lán f. h. ríkissjóðs allt að 80% af stofnkostnaöi togaraútgerð arhlutafélaga, sem mynduð séu samkvæmt áður greind- um ákvæðum. Framhald frumvarpsins er svo um ríkfisrekstur togara til atvinnujöfnunar. Það er mikið gert af því að skrafa um jafnvægi í byggð landsins, ekki síður á Alþingi en utan þess. Með því að fá tækifæri til að samþykkja frumvarp sem þetta, er þing mönnum gefinn kostur á að sýna í verki hug þann, er ligg ur á bak við allt skrafið. Eins og horfir um aflaút- (Pramhald á 6. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.