Tíminn - 13.11.1954, Qupperneq 6

Tíminn - 13.11.1954, Qupperneq 6
6 TÍMINN, laugardaginn 13. nóvember 1954. HÓDLEIKHÖSID LOKAÐAR 1)1R Sýning í kvöld kl. 20. Silfnrtnmgllð Sýr.ing sunnudag kl. 20. Pantanir sækist daginn fyrir sýn ingardag, annars seldar öðrum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,15 — 20,00. Tekið á móti pönt- unum. Simi: 8-2345, tvær línur. Leyndarmál fjölshyldunnar _ Áhrifarik og athyglisverð ný, amerísk mynd um örlagaríkan atburð, sem veldur straumhvörf um í iífi heillar fjölskyldu. — Myndin er afburða vel leikin og bindur athygli áhorfandans frá upphafi til enda. John Derek, Jody haiarence. Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJA BIÓ — 1*44 — | Ó&ur Vkrainu íburðarmikil og fjölþætt dans- og tónlistarmynd í AGFA-litum. í myndinni koma fram flestir frægustu listamenn frá óperum, ballettum og tónlistarhöllum í Ukrainu. Hér er mynd, sem engir sannir listunnendur ættu að láta óséða. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ — HAFNARFIRÐI - I*ín fortíð er gleymd (Dln fortid er glemt) DJðrf og vel gerð mynd úr Iífi gleðikonunnar, sem vakið _efir mlkiS umtal. Mjmdin hefir ekki verlð sýnd hér á landi áður. íslenzkur skýringatexti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Biml liaa. Robinson- - fjölskyldan (Swiss Famiiy Robinson) Amerísk stórmynd, gerð eftir hinni héimsfrægu sögu „Swiss Family Robinson" eftir John David Wyss. Myndin fjallar um ævintýri svissneskrar fjölskyldu, er á leið til Ástralíu lendir í skipsstrandi og bjargast nær alls laus á land á eyðieyju í Suður- höfum. Þetta er afbragðsmynd jafnt fyr ir unga og gamla. Aðalhlutverk: Thomas Mitchell, Edna Best, Freddie Bartholomew, Tim Holt. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ — Blml 8444 — Sagan af Glenn Milter (The Glenn Miller Story) Stórbrotin og hrífandi, ný, amer ísk stórmynd í litum um ævi ameríska hljómsveitarstjórans Gienn MiIIer. IJames Steiuard, June Aliyson. Einnig koma fram Louis Arm- strong, Gene Kruba, Frances Langford o. fl. L Sýnd kl. 5, 7 og 9,15. ^MkfélagH '©^REYKJAVÍKIJR^Sp FrœnUa Charleys ! Gamanleikurin góðkunni með j Árna Tryggvasyni í hlutverki „frænkunnar". 1 Sýning i dag kl. 5. Aðgöngumiðasala eftir kl. 2. Erfinginn Sjónleikur í 7 atriðum eftir skáldsögu Henry James. Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngumiðasala kl. 4—7 í dag og eftir kl. 2 á morgun. Sími 3191 «»«•"*> AUSTURBÆJARBÍÓ Ótrú eiginkonu (The Unfaithful) Mjög spennandi og áhrifamikil, ný, amerísk kvikmynd, gerð eftir samnefndri sögu, sem birtist í tímaritinu „Stjörnur". Aðalhlutverk: Ann Sheridan, hew Ayres, Zachary Scott. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 7 og 9. (Task Force) Haf og himinn logu Hin afar spennandi ■ meríska stríðsmynd. Aðalhlutverk: Gary Cooper, Walter Brennan. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 2 e. h. ^ . GAMLA BÍÓ — 1478 — Námur Salómons konungs (King Salomons’s Mines) Börn innan 10 ára fá ekki aðgang. Sýnd kl. 5, 7 og 9. SÖNGSKEMMTUN KL. 7,15. Togarautgerð .... (Framhald af 5. síðu). komu bátaútvegsins hér á fsa firði, þá virðist sá atvinnu- vegur ekki til að treysta á í stórum stíl, í bráðiha að minnsta kosti. Það „virðist því liggja beint fyrir þeim, er útgerð þurfa og vilja stunda að snúa sér að útgerð togara. Togarar af stærð og gerð Jörundar á Akureyri eru sennilega mjög heppilegir fyrir þær aðstæður, sem tog- arar hér þurfa að laga sig eftir, að veiða fyrir íshúsin og ef til vill stunda síldveiðar að sumrinu til, þegar síldin lætur sjá sig aftur. gjr. -.'-J ES23g» 1 Blómamark- aðurinn I við Skátaheimtlið | alLs konar afskorln blóm og margt fleira. Síml 6295 S »«aniiaiiiiiauiuaiiiiiniiiiiiuMiiiiiirmifiiiifitHiuiiHimi aniiMiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuMiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiu PILTAR ef þið elgið stúlk-í juna, þá á ég HRINGINAj Kjartan Ásmundsson l Sgullsmiður, - Aðalstrætl 8? Sími 1290 ReykjavíkJ niitiiuiiiiuiuiiuiiiiiHinuiiuMiiiiiiiiuiiiiinBauiuHiH AuglýsiÍS í Tímanum TJARNARBÍO Marteinn Lúther Heimsfræg amerisk stórmynd um ævl Marteins Lúthers. Þessi mynd hefir hvarvetrs, hlotið metaðsókn Jafnt í löndum mótmælenda sem nnnars staðar, enda er myndin frábær að allri gerð. Þetta er mynd, sem allir þurfa að sjá. Niall MacGinnis — David Horns — Annette Garell Sýnd kl. 7 og 9. — Næst síðasta sinn. Hetfur hafsins (Two Years Before The Mast) Hin margeftirspurða ameríska stórmynd byggð á sam- nefndri sögu eftir Richard Henry Dana, en bók þessi olli á sínum tíma byltingu að því er snerti aðbúnað og kjör sjómanna. — Aðalhlutverk: Alan Ladd, William Bendix, Brian Donlevy. Sýnd kl. 5. — Síðasta sinn. 257. blaff, iin mrnmmm—♦« cv 47. - Sráðaþeifp Skáldsaga eftir llja Ehrenburg *****«u — Mér gezt vel að honum af því að hann var snillingur á mörgum sviðum. Fyrr á árum voru menn miklu ijölhæfari en nú. Michel Angelo orti meira að segja ljóð. Heldur þú, að Einstein mundi geta ort ljóð? Réttu mér annan frakk- ann minn, hann hangir þarna á snaganum Valdimar hugsaði með sér: — Hann vill leyna því,^að honum fellur þetta illa. Kannske hefði ég ekki átt að brydda á þessu. Hann var niðursokkinn í starf sitt, en nú liggur hann hér og er miður sín. Ætli hann hafi annars ekki hita? Það er víst bezt að sækja lækni. Nú tók Sokolowski aftur til máls. — Eg las það 'í einhverri rómantískri sögu, að agavan deyi, þegar hún hefir blómstr- að. Það hefir sýnt sig, að þetta er vitleysa. í jurtagaröinum sá ég nýlega agövu, sem hafði blómstrað en lifir samt í bezta gengi. Hún þarfnast aðeins góðrar aðhlynningar, meðan hún er i blómi. Nú varð Valdimar óttasleginn. Var maðurinn ekki farinn að tala óráö? — Sokolowski, sagði hann biöjandi. Viltu ekki leyfa mér að sækja lækni? — Kemur ekki til mála. Hvaða dagur er í dag? — Nítjándi. — Það var leiöinlegt, ég hélt að kominn væri tuttugasti og fyrsti. Láttu þér ekki bregða þó að 4“g rugli, ég hefi óþolandi höfuðverk. Valdimar reis þegar á fætur. í dyrunum sneri hann sér við og sagði: — Nú sæki ég lækninn. Eg verð aðeins stutta stund. — Heyrðu, Valdimar Andrésson, bíddu hægur. Þú mátt að minnsta kosti ekki sækja Veru Grigorsdóttur. Sæktu heldur Gorochow. Lækninum leizt ekki vel á sjúklinginn. Slæm inflúenza, sagði hann, ef til vill lungnabólga, það kemur í ljós á morgun. Hjartslátturinn er óreglulegur. Það verður að fá hjúkrunarkonu hingað, því að sjúklingurinn verður aö fá reglulega inngjöf, bæði penesilin og kamfóru. Valdimar var hjá sjúklingnum alla nóttina. Sokolowski virtist liggja í móki. En hann svaf ekki. Hugsanir hans voru á ringulreið. Það var illt, því að hann vildi hugsa málin af festu. Hann var að reyna að hugsa um það, sem Valdimar hafði drepið á. Gamla sagan hafði sem sagt verið dregin, fram í dagsljósið á ný. Hundrað sinnum hafði hann neyðzt til að skýra frá því, hvernig þessum málum var háttað. Og í hvert sinn kinka menn kolli og segja: — Já, já. Allir þykjast skilja þetta, en alltaf skýtur einhverjum ill viljuðum ívani upp og hann byrjar á ný. Hið undarlegasta við þetta allt saman er það, að mér er þetta ekki fyllilega ljóst sjálfum. Ég mun aldrei geta skil ið það til hlítar, hvers vegna dóttir mín, barnabarn skeggj aðs íshafsfiskimanns frá Pomariu heitir Mary. Ég gat heldur ekki ímyndað mér, hvernig Masha litla lítur út sem full- orðin stúlka í dansbúningi. Hún skrifar mér, að hún hafi samhug með okkur. Vitleysa, heldur hún að hægt sé að hafa „samhug“ með hetjudáðum þjóðar, ofurmannlegum fórnum hennar, striti og afneitun? Annað hvort verður tnaður sjálfur að bera byrðarnar með henni eða þegja. Tvan vill vafalaust losna við mig. Það er heimskulegt af honum, því að ég þarf að ljúka þessum nýju áætlunum. Kannske kernur grjein í blaðinu þegar á morgun, alveg eins og í Úral. Ég gæti sjálfur samið fyrir þá fyrirsögnina, til dæmis: Belgíski svikarinn aftur kominn á stúfana. Nei, svo auðvelt yrði það ekki núna. Það er margt, sem ívan skilur ekki. Hann er auðvitað reiður því, serp ég sagði á flokksfundinum. En gat ég þagað? Verkamenn okkar fram leiða afbragðsvélar, en verða sjálfir að búa í hreysum með hriplek þök. Hvar á að ræða um það, ef ekki á flokksfundi? f Archangelsk þekkti ég gamlan bolsivikka, sem var van- ur að segja: Flokkurinn, það er samvizkan: Því mundi ívan líklega svara: Ég er líka flokkurinn. Ég er hinn rétt trúaði flokksmaður. En eru spurningalistar hið nauösynlegasta í lífinu? Jæja, ég skal skrifa það allt niður einhvern daginn. .En ef ég déy nú, losna ég við það. Það skiptir annars engu máli, því að öllu hefir verið margsinnis svarað....Ég hefði ekki átt að segja Veru þessa sögu um blómið, hún reiddist við mig það kvöld... .Ég get ekki heimsótt hana aftur fyrr en tuttugasta og fimmta. Hvers vegna erum við ætíð svona þögul, þegar við erum saman? Það er eins og hjörtu okkar séu frosin.... Læknirinn var eitthvað að tala um það, að ég hefði fengið inflúensu eða lungnabólgu. En ástin er þvi miður ekki smit- andi. Á járnbrautarstöðinni í Kasan sá ég hermann einu sinni kveðja stúlkuna sína. Hann sagði: Ég hefi heyrt, að Majakowski hafi skotið sig. Stúlkan lét sig engu skipta Majakowski, vissi kannske ekki einu sinni hver hann var. Hún greip aðeins um hönd vinar síns og sagði grátandi: Wanja, hvers vegna ferðu frá mér? Höfuðið á mér er heitt og þungt, mér finnst það ætla að springa. Kannske Valdimar sé líka búinn að kveikja í hús- inu? Það væri honum líkt, alltaf hirðulaus með sígarettu- stúfana sína. Jú, það er að brenna... .eldurinn breiðist út. ... Það er vatnshani við húströppurnar... .Slökkvið eldinn. Sokolowski reis upp í rúminu og hrópaði: Slökkvið, slökkvið eldinn áður, en það er um seinan.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.