Tíminn - 13.11.1954, Qupperneq 2

Tíminn - 13.11.1954, Qupperneq 2
3 TÍMINN, laugardaginn 13. nóvember 1954, 257. blað. i , n Hinn ungi konungur Belgíú hefir ekki alltaf átt sjö dagana sæla Þöð var árið 1930. f Belgíu voru mikil hátíðahöld í tilefni liess, að landið hafði þá verið sjálfstætt konungsríki í 100 ár. Um gervallt landið ómuðu hinir þjóðlegu söngvar, sögur Yoru sagðar ög bæirnir skreyttir í fegursta skrúða í tilefni hátíðahaldanna. Og í Antwerpen fór fram glæsileg sýning til að minnast afmælisins. Allir Belgíumenn voru í hátíða- skapi. Þegar gleðskapurinn stóð sem hæst kom tilkynningin um fæðingu ríkisarfans, og í sama bili hljómuðu hringingar kirkjuklukkna og drunur heiðursskota um alla Belgíu og fólk ið réði sér ekki fyrir fögnuði. Ákjósanlegri stnd hefði ungi prinsinn ekki getað fengið fyrir komu sína í þennan heim. En þetta andrúmsloft gleðinnar átti ekki eftir að umlykja Baudouin prins til langframa. Hann var ekki nema 4 ára, þegar móðir hans, hin glæsilega drottning Astrid, lézt, og eftir það ólst hann upp móðurlaus ásamt systkinum sínum hjá föður þeirra, Lepold konungi, í Laeken höllinni. Hættulegur flótti. Hinn ungi prins stundaði nám ásamt nokkrum jafnöldrum sinum hjá einkakennurum. Hann hafði mikinn áhuga fyrir íþróttum, gerð íst skáti og riddari. En ekki hafði hann náð 10 ára aldri, þegar örlaga nornirnar heimsækja hann á ný. Þann 10. maí 1940 rigndi þýzkum sprengjum yfir Briissel, og konungs börnin verða að halda af stað eftir hættulegum leiðum, og án föður síns, til þess að flýja sprengjuregnið. Þau dvelja um skeið í Frakklandi, og þangað berast þeim fréttirnar um uppgjöf belgíska hersins. Og flóttinn heldur áfram til San Se- bastian á Spáni, en þar dvelja þau aðeins skamma hríð, þar til faðir þeirra sendir boð til þeirra um að hverfa aftur heim til Belgíu. Þegar þau koma aftur til Laeken hallar- innar er faðir þeirra fangi og þýzkir hermenn halda strangan vörð um höllina. Um þessar mundir er ástandið í Briissel svo varhugavert, að Leopold konungur ákveður enn á ný að koma börnum sínum undan sprengjuregninu og senda þau í burtu. Prinsessan er send í klaust urskóla, en prinsarnir tveir fara ásamt kennurum sínum til Ciergn- on hallarinnar, þar sem þeir halda námsiðkunum áfram af kappi, stunda íþróttir og njóta útiverunn ar í yndislegu umhverfi. Þýzkir her menn halda einnig vörð um þessa höll, en prinsarnir fá þó leyfi til að hlusta á útvarp frá London, sem þeim þykir mikill fengur í og einnig mega þeir heimsækja föður sinn við og við, en hann má ekki koma til þeirra. Börnin fá nýja mömmu. Þarna dvelur Baudouin ásamt bróður sínum í hálft annað ár og með ástundun lýkur hann þar fyrsta áfanga námsferils síns. En þá eru systkinin kölluð heim á ný, og nú hafa þau loks eignazt heimili í BrUssel, því að faðir þeirra hefir kvænzt aftur og börnin láta það verða sitt fyrsta verk að biðja leyfis ÚtvarpLð til að kalla de Réthy prinsessu mömmu. Og ekki líður á löngu bar til hálfbróðir þeirra, Alexander prins, kemur í heiminn. Námið heldur áfram, Baudouin er fermdur, og síðan fer hann smátt og smátt að taka að sér alls konar skyldur. En í maí 1944 fara sprengj urnar aftur að falla nálægt höll- Systkinin Baudouin prins og Josephine-Charlotte, prins- essa að leik. inni, og aftur eru börnin send til Ciergnon hallarinnar. S fangelsi. Sama dag og herir Bandamanna léðust inn í Normandí, gaf Himmler út fyrirskipun um að handtaka Leopold konung, og var það fram- kvæmt daginn eftir, og konungur- inn fluttur undir sterkum herverði til ókunnugs aðsetursstaðar. Hann fékk þó leyfi til að koma við í Ciergnon, en til allrar óhamingju höfðu börnin þá nýlega lagt af stað til Briissel. Pékk konungurinn að vita þar, að einnig hefði verið fyrirskipað að handtaka de Réthy prinsessu og börnin, en síðan var haldið áfram með hann til Hirschtein hallarinar við Elbu, sem hafði verið breytt í nokkurs konar virki. De Réthy, prinsess'a neitaði harð lega handtöku sinni og barnanna, en hvorki stoðuðu bænir né hótan ir, og þann 9. júní voru þau flutt af stað áleiðis til þýzku landamær anna undir gæzlu 200 þýzkra her- manna. Þau voru kvödd með tárum og söknuði, en það átti ekki eftir að liggja fyrir Baudouin prins að sjá ættland sitt aftur næstu G árin. Eftir ferðalag í ótta og óvissu komu þau loks til Hirschtein, og varð fagnaðarfundur, er þau hittu þar Leopold konung. Undir lás 02 slá. Hirschteln var umkrlngd háum múrveggjum og gaddavírsgirðing- um. 70 stormsveitarmenn héldu stöð ugan vörð allt um kring, og nokkr ir Gestapo menn höfðu svo auga með því að þeir ræktu skyldur sín ar. Leitarljós ljstu upp hvern krók og kima eftir að skyggja tók. Það var því ekkert sældarbrauð fyrir konungsfjölskylduna að búa þarna í hinum lélegu herbergjum, sem Feðgarnir Leopold, fyrrv. Belgíukonungur, og Baudouin, nú- verandi konungur, á skemmtiferð í austurrísku Ölpunum. Ingibjörg Ingvars frá Siglufirði. Er stödd í bænum. Við frá 4—8,30 að Engihlíð 8 (við Miklubraut). hún fékk til umráða. Þýzkur ofursti, sem tók að sér að biðja Hitler um betri aðbúnað til handa fjölskyld unni, var umsvifalaust lækkaður í tign og sendur til vígstöðvanna í Rússlandi. En konungsfjölskyldan var ákveð in í að láta engan bilbug á sér finna og missa ekki kjarkinn. Kon- ungurinn og þeir fáu menn, er hann hafði sér til aðstoðar, klæddust ein- kennisbúningum sínum hvern dag. Pangarnir snæddu saman og það (Pramhald á 6. síðu). c««S5*5«S«5SÍ«í«S«53í«55í«««SÍSS5«5iS««í»*5«S4«ÍS!SS!í«S!ÍSS9í#5Seí«SSai S.K.T. Gömlu dansarnir í Góðtemiilarahiisiim í kvöld kl. 9. Hljómsveit Carl Billich i|; Aðgöngumiðasala kl. 6—7 og eftir kl. 8. — Sími 3355 Ryö er mesti óvinur bif reiðaeigenda 4ra manna fólksbifreið með ryðfrírri yfirbyggingu. LEYFISHAFAR: ÚtvegMm VOLVO fólksbifreiðir með fyrstu ferð. Leitið wpplýsinga um HJÁ (YOLVS* Sveinn Björnsson & Ásgeirsson Símar 6175 — 3175. Aðalf undur ttvegsmaniiafélags Reykjavíkur verður haldinn sunnudaginn 21. nóv. kl. 2 e.h. í fund- arsal L.Í.Ú. í Hafnarhvoli. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Útvarplð í dag: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga. 18,0 Útvarpssaga barnanna. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga. 20.30 „Glatt á Hjalla“. — Upplest- ur, söngur og hljóðfæraleikur. Sigfús Halldórsson tónskáld sér um þennan dagskrárlið. 21,20 Upplestur: Ari Arnalds um bæjarfógeti les kafla úr nýrri bók sinni: arsýn“. — Með lestrinum verð ur flutt tónlist eftir Anton Bruckner. 22,00 Préttir og .veðurfregnir 22,10 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. ÍVAR HLÚJÁRN. Saga eftir Walter Scott. Myndir eftir Peter Jackson 100

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.