Tíminn - 29.06.1957, Page 4

Tíminn - 29.06.1957, Page 4
4 ___T í M I N N, laugardaginn 29. júní 1957. ERLENT YFIRLIT: Ráðstefna brezka samveldisins Niífurstöíur hennar geta or$ið örlagaríkar fyrir framtíí samveWisins Út-gefandl: Framsikaarflekksriaa Ritstjórar: Haukur SnorraMK, Þórarinn Þórarinason (áh). Skrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargöta Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og biaöuMU). Auglýsingar 82523, afgreiöala Prentsmiðjan Edda hf. Norrænn merkisdagur SAMSKIPTI Svía og ís- lendinga eiga sér gamlar ræt ur. Hverju mannsbarni hér er kennt það í skóla, að það hafi verið sænskur maður, sem átti hér fyrstur nor- rænna manna vetursetu. í hópi landnámsmanna voru menn af sænskum ættum. Enn í dag er það rannsóknar efni fræðimanna, hversu náin tengsl hafi verið í milli hins forna íslenzka þjóðríkis og hinnar sænsku þjóðar. Víst er, að íslendingar voru þá tíðir gestir í Svíþjóð, en óvissara er um sænskar gest komur eða sænska landnáms menn hér. Á miðöldum vakn aði áhugi meðal Svía að kanna þessa fornu sam- skipti og þá voru þýddar og gefnar út íslendingasögur og íslenzkir menn voru fengn ir til að safna handritum fyrir sænsk söfn, og varð þeim allmikið ágengt. Hinar fornu sögur urðu svo yrkis- efni sænskra stórskálda um tíma og þannig lifðu hin fornu tengsl í bókmenntum um langan aldur. Þótt ís- lenzk-sænsk samskipti hafi aldrei verið mikil eða náin á liðnum öldum, er saga þeirra samt merkileg, og hef ur orðið lærdómsrík fyrir báðar þjóðirnar. NÚ ERU tímar breyttir. Þeir, sem áður voru afskekkt ir og einangraðir eru nú allt í einu komnir í þjóðbraut. Þeir, sem áður lutu erlendri yfirdrottnun, skipa nú sess meðal frjálsra þjóða heims, Prelsið er lykill að þeim sam skiptum, sem mest gildi hafa og lengst lifa. Það opnar dyr, sem áður voru Iokaðar. Sam- skipti Svía og íslendinga hafa líka farið vaxandi síð- an ísland endurheimti sjálf- stæði sitt. Hin gömlu menn- ingartengsl eru enn Iifandi. Áhugi Svía á íslenzkri tungu, íslenzkum bókmenntum og islenzkri sögu, hefur ekki dvínað. Nútíðarbókmenntir fslendinga, vaxnir af fornum meiði, eru betur kunnar í Svíþjóð en í öðrum löndum hins gamla heims. Á SVIÐI athafna og við- skipta er mikil og vaxandi samvinna. Hún stendur föst- um fótum 1 báðum löndum. íslenzkar framleiðsluvörur hafa löngum átt markað í Svíþjóð og sænskar iðnaðar- Lokið er aðalfundi Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Um 100 kjörnir fulltrúar kaupfélaganna um land allt og meira en 30 þúsund lands manna í sveit og við sjó, sátu 2 daga á ráðstefnu, hlýddu á skýrslur trúnaðarmanna, ráð stöfuðu ársarðinum í sam- ræmi við starfsreglur kaup- félaganna, lögðu á ráðin um vörur eru löngu kunnar hér á landi. Það er maklegt að þess sé getið, þegar rætt er um íslenzk-sænsk samskipti hins nýja tíma, að hina síð- ustu áratugi hefur tekizt hið bezta og einlægasta samstarf í milli hinna öflugustu ís- lenzku almannasamtaka, samvinnusamtakanna, og sænsku samvinnuhreyfingar ar, sem um starfshætti alla, skipulag og félagslegan þroska, er fyrirmynd sam- vinnumanna um víða veröld. Af þessu samstarfi hefur þeg ar margt gott og gagnlegt hlotizt fyrir íslenzku þjóð- ina. Þetta samstarf hefur verið henni styrkur í sókn- inni til efnalegs sjálfstæðis og nútíma skipulags á fram- leiðslu- og viðskiptamálum. í DAG er mikill merkis- dagur í sögu þessara tveggja norrænu þjóða. Konungur Svíþjóðar og drottning hans gista ísland. Ríkjandi sænsk ur þjóðhöfðingi stígur í fyrsta sinn fæti á íslenzka grund. Fyrir tveimur árum var forseti íslands í fyrsta sinn í sögunni gestur kon- ungs Svíþjóðar og sænsku þjóðarinnar. Það er sérstakt ánægjuefni að minnast þess nú, að Gústaf VI. Adólf hef- ur gist ísland áður, og að sú heimsókn er enn í fersku minni fjölmargra íslend- inga. í ferð sinni nú mun hann sjá Þingvöll í annað sinn. íslenzka þjóðin man vel þá sæmd, er henni var sýnd 1930, er sænska þjóðin heiðr- aði hið þúsund ára gamla Alþingi með heimsókn krón- prinsins og annarra ágætra gesta, og með veglegum gjöf um og hlýjum kveðjum. — Heimsóknin í dag er merki þess, að vináttubönd liðins tíma eru styrkari en nokkru sinni fyrr. Hún merkir að orð Matthíasar hafa rætzt: „Oss tengi, Svíar, bræðra- bönd vér bjóðum hlýja vinar- hönd ...“ Ferð konungshjónanna er tákn þess, að hin gömlu kynni gleymast ei, og jafn- framt, að horft er til fram- tíðar, til aukinna samskipta og samvinnu á mörgum svið um. Velkomin til íslands, kon- ungur og drottning SvíþjóS- ar! starfræksluna í næstu fram- tíð. Þarna var kjarni stærstu og þýðingarmestu almanna- samtakanna í landinu. Þarna var fjárhagslegt lýðræði í framkvæmd. ÞAÐ ER lærdómsríkt fyrir landsfólkið að hugsa til þess nú að loknum þessum fundi, að það eru þessi samtök, sem UM ÞESSAR mundir stendur yfir í London fundur forsætisráð- herra brezku samveldislandanna. Fund þennan sækja fulltrúar 9 sjálfstæðra ríkja, Bretlands, Ástralíu, Kanada, Nýja-Sjálands, Suður-Afríku, Ghana, Indlands, Pakistans og Ceylons, og eins rík- is, sem enn hefir ekki öðlazt fullt sjálfstæði, sambandsríkis Rod- esíu og Nyassalands. Þetta er í fyrsta sinn, sem fulltrúi Ghana sækir slíkan fund. Sjö forsætisráðherrar munu sækja þennan fund. Þrír hafa orð- ið að boða forföll eða forsætis- ráðherrar Nýja-Sjálands, Suður- Afríku og Ceylons, en senda utan ríkisráðherrana í stað sinn. Af þeim sjö forsætisráðherrum sem mæta, hafa aðeins tveir setið slíka ráðstefnu áður. Hinir fimm hafa allir komið til valda á seinustu tólf mánuðunum, en þeir eru: Macmillan, Suhrawardy í Pakist- an, Diefenbaker í Kanada, Welen- sky í Rodesíu og Nkrumah í Ghana. Sá síðastnefndi var að vísu orðinn forsætisráðherra áður, en þá hafði Ghana ekki hlotið fullt sjálfstæði. Þessi stórfellda breyting er orð- ið hefur á forsætisráðherrum sam- veldislandanna á einu ári, er ný sönnun þess, að flest er skjótum breytingum undirorpið í heimi stjórnmálanna. Þetta hefur orðið ýmsum blöðum tilefni til þess að benda á, að brezka samveldið kunni að reynast þessum fallvalt- leik undirorpið, a.m.k. í núverandi mynd sinni. Ráðstefna sú, sem nú sé haldin að miklu leyti með nýj um mönnum, sé einmitt líkleg til að geta orðið vísbending um, hvað framtíðin ber í skauíi sínu í þessu efni. ÞAÐ ER Macmillan forsætis- ráðherra, sem á mestan þátt í því, að þessi ráðstefna er haldin all- miklu fyrr en ráðgert hafði verið. Sagt er, að það vaki fyrir Mac millan að koma sambúð samveldis landanna aftur í betra horf, en hún varð fyrir miklu áfalli við Súez-deiluna, en þá snerust Asíu- ríkin þrjú eindregið gegn Bretum, en Kanada tók sér einskonar milli stöðu. Mun það verða eitt helzta verkefni ráðstefnunnar að ræða um pólitískt samstarf samveldis- landanna og hvernig því verður bezt komið fyrir, en þar getur reynzt örðugt að samræma hin ólíku sjónarmið, þar sem sum sam veldislöndin, t.d. Indland og Ceylon fylgja óháðri stefnu, og sennilega bætist Ghana einnig í þann hóp. Þá mun vafalaust verða rætt ítarlega um efnahagslega sam- vinnu samveldislandanna og munu niðurstöður þeirra viðræðna verða þýðingarmiklar fyrir framtíð sam veldisins. Af hálfu Asíuríkjanna og Ghana mun einkum leitað eftir auknu lánsfé og annarri aðstoð við hina efnahagslegu viðreisn í þess- um löndum og mun þátttaka þess ara rikja í samveldinu geta oltið á því í framtíðinni, hvernig þessi mál leysast. Af hálfu Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálands mun lögð áherzla á að auka verzlun og vöruskipti innan samveldisins. — Þessi ríki óttast talsvert fyrirhug- aða þátttöku Breta í sameiginleg- um Evrópumarkaði, einkum þó ef hann næði einnig til landbúnaðar vara. Það myndi sennilega draga úr innflutningi landbúnaðarvara Morgunblaðið hefir gefið nafnið „auðhringur". Blað, sem er gefið út af nokkrum auðjöfrum í höfuðstaðnum, til þess að viðhalda forrétt- indum þeirra og völdum, upp nefnir samtök þúsundanna og kallar þau „auðhring". Gjafir eru yður gefnar, sam- vinnumenn. Þær ber að meta að verðleikum. Tveir nýir forsætisráðherrar sfefnuna: John Diefenbaker, frá þeim til Bretlands. Því er ekki ósennilegt, að Bretar reyni að leysa þessi mál bannig, að hinn sameiginlegi Evrópumarkaður verði ekki látin ná til landbúnaðar vara og fiskafurða. Hinn nýi forsætisráðherra Kan- ada, John Diefenbaker, lofaði því í kosningabaráttunni að beita sér fyrir auknum verzlunarviðskip um innan brezka samveldisins og hét því m.a. að gangast fyrir sér- stakri verzlunarráðstefnu samveld islandanna, ef hann næði kosn- ingu. Hann mun nú vafalaust vinna að því að slík ráðstefna verði haldin bráðlega. BREZKA samveldið er ekki byggt á neinum samningum eða beinuni skuldbindingum. Upphaf- lega byggðist það á því, að þátt- tökuríkin heyrðu öll undir brezku krúnuna, en voru að öðru leyti sjálfstæð. Nú hafa sum löndin þegar sagt skilið við krúnuna. Það er því fyrst og fremst söguleg hefð og viss menningar- og efna hagsleg tengsli, sem binda þau saman. Kjarni samveldisins er að sjálfsögðu þau lönd, sem byggð Pólitísk taeki? „Vísir“ var nýlega að segja lesendum sínum frá því, að Reykjavík væri „brauðlaus bær“ Auðvitað varð blaðið að birta þetta sem frétt. Borgarbú- ar vissu þetta nefnilega ekki áð- ur. Svo hefir Morgunblaðið tvisv- ar sinnum a. m. k. verið að út- mála fyrir fólki óþægindin af bakaraverkfallinu. Ýmsum finnst þar of djúpt tekið í árinni. Víst er það óþægilegt, en er ekki samt heidur þykkt smurt hjá Mogga? Það er eins og upp úr gægist einhver annar tilgangur með þessum skrifum en aðeins að láta í Ijósi samúð með heim- ilum, sem vantar brauð. Það skyldi þó aldrei vera orðið svo, að rúgbrauðin og franskbrauð- in séu orðin pólitísk tæki í valda streitubaráttunni í Morgunblaðs- höllinni? FólkiS og „kjarabæturnar". Auðvit- að er það orðum aukið hjá „Vísi“ að Reykjavik sé brauðlaus bær. Hér fást margar tegundir af brauðum, þrátt fyrir verkfallið. Brauðin koma frá öðrum stöðum á landinu, og flatkökubaksturinn hefir tekið ógurlegan fjörkipp. Og svo eru húsmæðurnar farnar að baka og heimilisfólkið kemst að þeirri niðurstöðu, að heima- bakað brauð sé ágætismatur. Vitaskuld veldur þetta bakara- verkfall samt óþægindum, en þau •, sem sitja brezku samveldisráð- Kanada og K. Nkrumah, Ghana. eru af Bretum og brezkættuðu fólki, þ.e. Bretland sjálft, Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland. Sam- bandið milli þessara landa er lík- legt til að geta haldist lengi og jafnvel styrkst. Öðru gegnir með hin löndin, sem fyrst og fremst hafa tengzt Bretum vegna þess, að þau voru um skeið nýlendur þeirra. Hætt er við, að samband þeirra við Breta geti orðið laus- legt í framtíðinni. Þó fer þetta mikið eftir því, hve hyggilega Bretar halda á málunum. Jafnvel þó þessi tengsli yrðu veik, en sam veldið héldist þó, gæti það haft bæði stjórnmálalega og félagslega þýðingu. Á ráðstefnum þess myndu hittast forvígismenn hvítra, svartra, og brúnna þjóð- flokka, ræða sennilega helztu vjð- fangsefni á alþjóðleguTn yettvangi og leggja grundvöll margskonar samskipta. Það væri áreiðanlega til bóta fyrir alla, ef slíkur vett- vangur héldist til frambúðar. Bretar eru bersýnilega staði- ráðnir í því að halda samveldinu áfram, þótt grundvöllur þess þurfi að breytast. Á næstu ráð- (Framhald á 6. síðu). eru minni en ætta mátti í upp- hafi. Vonandi leysist þetta verk- fall fljótlega. Vonandi átta bæði bakarasveinar og brauðgerðar- hús sig á því í tíma, að eins og stendur er verið að kenna borg- arbúum að þessir aðilar eru hreint ekki ómissandi, þótt ó- þægilegt sé að geta ekki átt þá að. En fólkið lærir að bjarga sér sjálft, meðan hagsmunahóp- ar bítast um „kjarabæturnaC. Og þegar til á að taka aftur, og menn hafa loksins komið sér sam an um að réttmætit sé að stytta vinnutímann og útþynna krónuna en meira, kemur e. t. v. í Ijós, að ekki er allt sem sýnist á papp írnum. Líklegast. er, að þegar baksitur hefst að nýju, verði færra fólk en áður til að eyða verulegum peningum fyrir sæta- brauð t. d., sem það getur vel án verið, og fieiri húsmæður en áður, sem viðhalda þeim gamla sið, að baka heima. í okkar landi eru líka til lögmál viðskipt anna, þótt djúpt sé á þeim á stundum. Gleymt er ýsusoðið. Gott er að Mbl. hefir áhyggjur af lieill heimil- anna í brauðmálinu. ,Mikið hefir því farið fram síðan það tók að sér að kenna húsmæðrum í borg- inni, að ýsusoð væri alveg eins hollt og mjólk. Batnandi fólki er líka bezt að lifa. — Finnur. Gjafir eru yður gefnar ‘BAVSroFAN

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.