Tíminn - 26.08.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.08.1960, Blaðsíða 1
Fáheyrðar aðfarir íhalds og krata í bæjarstjórn Akraness: Samþykktu vantraust á bæjarstjórann án saka DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON bæjarstjóri Krefjast þess atS hann víki úr starfi á miSju kjörtímabili og verÖi fjarlægÖur me'ÍS fógeta- gjörí. — Atferli þetta vekur undrun og andúÖ borgara á Akranesi Þau tíðindi gerSust á fundi bæjarstjórnar Akraness sem hófst kl. 5 f fyrradag og stóð til kl. 2 um nóttina, að Alþýðu- flokksfulltrúarnir lýstu yfir, að samstarfi vinstri flokkanna um stjórn bæjarins væri lokið og báru fram vantrauststil- lögu á bæjarstjórann, Daníel Ágústínusson, og kröfðust þess að honum yrði sagt upp starfi frá 25. ágúst að telja. Er hér um fáheyrðar aðfarir að ræða. Eftir alllangar umræður þar sem mikill fjöidi Akurnesinga var viðstaddur, fleiri en húsrúmið leyfði, var tillaga Alþýðuflokksfulltrú- anna samþykkt með atkvæðum þeirra og Sjálfstæðisflokksins, gegn atkvæðum hinna flokkanna og jafnfr'amt fólu sömu menn Hálfdáni Sveinssyni að gegna störfum bæjarstjóra fyrst um sinn. f bæjarstjóm A'kraness eru fjórir Alþýðuflokksmenn, þrír Sjálf- stæðismenn, einn Framsóknarmaður pg einn Alþýðubandalagsmaður. Daníel Ágústínusson neitaði hins vegar að víkja úr sæti bæj.ar stjóra, þar sem lög um stjóm bæjarmálefna mæla skýlaust svo fyrir, að bæjarstjóri skuli kosinn til alls kjörtímabilsins, og bæjarstjórn getur ekki vikið honum úr starfi með einfaldri samþykkt. Daníel var fullkomlega löglega kosinn og ráðinn bæjarstjóri íil alls kjörtíma- bilsins. Eitt af stórvirkjum þeim, sem unnin hafa verið á Akranesi hin siðustu ár undir forystu Daniels Ágústínussonar, bæjarstjóra, er hin ágæta og vandaoa höfn, sem þar er nú langt á veg komin. BatJ um innsetningargjörÖ f gær gerðist það svo, að Hálfdán Sveinsson krafðist innsetningar- gjörðar með fógetavaldi. Hafði hann kvatt Áka Jakobsson lögfræðing upp á Akranes sér til fulltingis, og var róttur settur. Varð að ráði, að Þórhallur Sæmundsson lögreglustjóri víki úr málinu, og var það í senn samkvæmt kröfu og að hans eigin ósk, því að hann taldi það eðlilegt, þar eð bann ‘hefur unnið ýmislegt fyrir hæinn í tíð þessa bæjarstjóra, (Framhald á 3. síðu). Hreinar og beinar TYLLIÁSTÆÐUR SíldarvertíÖinni aÖ fullu lokiÖ: 3 síldar, 1 kolmunni og einn smokkfiskur I gær var sjáanlega lokadagur síldvetðanna í sumar. Gott veður var á miðunum, og i fyrradag voru sktpln dreifð á svæðinu frá Reyðar- fjarðardýpi norður fyrir Langanes. Hvergl varð þó vart sildar, að- i eins smápeðrings við Dalatanga og út af Þistilfirði. Hættu þá flest þau skip sem eftir voru, og í gær munu aðeins þrjú eða fjögur skip hafa verið eftir á sveimi á miðunum. Eitt þeirra kastaði og var afl- inn sem hér segir: 3 síldir, 1 kolmunni, 1 smokkfiskur. — Ægir var | í gær við Langanes og á norðurleið. Er hann hættur síldarleit . j sumar, en Fanney liggur í Neskaupstað með smávægilega vélarbilun. _____________________________________________' Blaðið átti í gær stutt sam- tal við Daníel Ágústínusson, bæjarstjóra um þá atburði, sem gerzt hafa. — Það er auðvitað augljóst, að hcr er um pólitíska ofsókn að læða, og ekkert annað, sagði Baníel. Það hefur orðið ljöst upp á síð- kastið, að Alþýðuflokksfulltrúarn- ir hafa viljað með einhverjum ráðum rjúfa vinstra samstarfið í tæjarstjórn og ná samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. En ég tel eðli- iegast, þegar svona er komið, að eí'nt verði til nýrra bæjarstjórnar sosninga, þai sem augljóst er að pað eru kratar sem svíkjast frá pe:m samstarfsgrundvelli, sem lagður var. Nýjar kosningar eru enn eðlilegri vegna þess, að full- trúar Alþýðuflokksins eru kosnir : bæjarstjórn á sameiginlegum Iista með tveim öðrum flokkum, og borgarar á Akranesi hafa greitt þeim lista, atkvæði beinlínis í því trausti, að slíkt samstarf vinstri fiokkanna héldist út kjörtímabilið. — En hvað segirðu um þær á- stæður, sem bornar eru fram til stuðnings vantraustinu og upp- sögninni? — Þar er um hreinar og bein- ar tylliástæður að ræða. Fyrsta eg helzta atriðið er það, að ég ltafi ekki látið bæinn greiða hluta sinn af hækkun ellilífcyris til nokkurra vistmanna á ellilieimili Akraness fyrir síðustu ár. Um þetta er það að segja, að sú venja hefur jafnan rikt, að hver vístmaður á elliheimilinu er ekki reiknaður úi sérstaklega, og hall ínn ekki l’ærður á framfærslu- reikning einstakra manna, heldur hefur elliiífeyri'rinn vcrið látinn ganga óskiptur til elliheimilis- ins. Þeir vistmenn, sem voru sæmilegum efnum búnir, greiddu smávegis viðbót, ca. 2 þús. kr. og einnig utanbæjarmenn, en af- gangurinn kom síðan fram sem lialli á rekstri ellihcimilisins og var greiddu'r af bænum. Greiðsla á rekstrarhaHa elliheimHisins var því framlag bæjarins á móti því opnbera, og var hann nokkuð mismunandi eftir árum. Um þetta form vissu aUir, sem það vildu vita, og hér var ekki um neitt leyndarmál að ræða. End urskoðendur bæjarreikninga gerðu engar athugasemdir við þetta fyrir komulag, og bæjarstjórn í heild samþykkti reikningana þannig á hverju ári. Hjá þeim vistmönnum, sem greiddu eitthvað sjálfir, var tvö s. 1. ár lagt til grundvaHar 45 kr. (Framhald á 3. síðu). Lögreglubíll í hðrðum árekstri — bls. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.