Tíminn - 26.08.1960, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.08.1960, Blaðsíða 11
T-ÍMINN, föstudaginn 26. ágúst 1960. 11 Vill aðallinn úrkynjast? Eða hvað veldur þá viðbrögðum hans? Margrét Rós prinsessa meS Antony Armstrong-Jones. André prins af Bourbon Parma meS Marinu Garcy. Nú orðig líður ekki langt á milli þess, að fréttir ber- ast af svokölluðum „mes- alliance“-brúðkaupum, þ. e. a. s. þeim brúðkaupum, þar sem annar aðilinn er aðals- ættar en hinn borgaraættar. Varla mun til sá íslending- ur, sem nokkuð finnst við það að athuga, að menn „taki niður fyrir sig“, eins og þag er kallað annars stað ar en ekki þarf langt að leita þeirra, sem ekki geta fellt sig við þettá, og er skemmst að minnast viðbragða nor- rænu konungsfjölskyldn- anna, þegar Margrét prins- essa gekk að eiga Antony sinn í vor. Og það eru fleiri en konunglegir, sem eiga þag til að hneykslast á „mes alliance“-hjónaböndum. Sú skoðum er furðu útbreidd meðal „heldra fólksins" á meginlandinu að aðalsætt- aðir setji blett á virðingu ættar sinnar meg því að ganga að eiga borgaraætt- aða. Engu að síður virðist það færast i vöxt, aö meðlimir konunglegra fjölskyldna setji sig yfir þessa smámuni. Á dögum Carol II. Rúm- eníukonungs og Játvarðs VIII. Bretakonnngs var þetta enn hálfgert einsdæmi, enda varð Játvarður að afsala sér völdum og líkt var farið með Leopold III. Belgíukon ung. Reyndar má segja ag það sé einsdæmi enn, að þjóðhöfðingjar sjálfir taki sér maka af borgaralegum ættum. En aðrir meðlimir háaðalsins virðast í æ rík- ari mæli virða að vettugi reglur þær, sem gilt hafa nm þessi mál allt til þessa. Er afstaða alls háaðals til makavals Margrétar prins- essu því óskiljanlegri, sem engin þessara fjölskyldna ber „hreinan“ skjöld sjálf. Listinn yfir þá meðlimi þeirra, sem gengið hafa í „mesalliance“-hjónabönd á undanförnum áratugum tæki engan enda. Það er hálfhlálegt ag aðallinn skuli enn líta á hjónabandið sem stofnun til að hreinrækta menn nú, þegar fleiri kór- ónur liggja í sýningarskáp- um safna en á krýndum höfðum. Eða óskar hann þess, að aðalsmenn veröi í framtíð enn úrkynjaðri vesalingar, en viða er orðið? Ætti hann ekki öllu heldur að vera þakklátur þeim, sem hugrekki hafa til að setja sig yfir vandlætingar óp þröngsýnna „snobba“? Faruk, fyrrverandi kon- ungur sjálfur, á eitt sinn að hafa sagt: Brátt verða ekki lengur til nema fimm kon- ungar: Sá brezki, — og spila kóngamir fjórir! Hvernig væri það, ef menn hugleiddu þessi orð, þar sem þau helzt eiga heima, í heimkynnum aðalsins sjálfs? Játvaröur VIII. með Wallis Simpson Rainer fursti af Monaco með Grace Kelly. Ragnhildur prinsessa með Erling Lorentzen Leopold III. með Llliane Baels. Að einu leyti hlýtur Eisenhower að vera léttir að því, að ekkert varð úr Rússlandsboðinu. Eisen- hower er sagður ekkert allt of vinnuglaður stundum, en nú þarf hann ekki að halda áfram rúss- neskunáminu, sem hann hafði haf- ið áður en hann fór á ráðstefnuna í París. Bretl að nafnl Wilfred Portlock hefur nú lokið þjónustu sinni i þágu brezka hersins eftlr 30 ára starf. Sfðustu 19 árin gegndi hann merkilegu hlutverki í þágu föður- lands síns: Hann gætti hinna frægu „Barbaryapa" á Gíbraltar-kletti, en sú saga er sögð um þá, að hróður Englands iiði undir lok, ef þeir yfir gefi klettinn. Ástarfstímabili Port- lock fjölgaði þeim úr sjö upp í 27. Júpíter, stærsta plánetan innan sólkerfis okkar, virðist ekki vera heppilegur áætlunarstaður í geim- ferðum. Á hverri sekúndu verður þar jarðskjálfti, sem leysir jafn mikla orku og tíu vetnissprengjur af stærstu gerð, sem springa allar samtimis. Það er uaðallega flmm svæði á yfirborði Júpíters, þar sem þessara ajrðhræringa verður vart. Þessar upplýsingar gaf stjörnu- fræðingurinn Dr. Roger Gallet eft- ir rannsóknir, sem hann hafðl gert á stjörnurannsóknastöðinni i Col- orado. NIKITA KRUSTJOFF er sem kunn- ugt er af bændakyni. En nú hefur komið i Ijós, að ekki eru bændur nema í fjórum kynslóðum fjöl- skyldunnar. Rússneski sagnfræðing- urinn Wiatsjeslav Sjikov segir í rit- verki um Katrínu II., að Nikita sé í raunlnni af aðlaðri liðsforingjaætt kominn. Sjikov segir: Árið 1762 komst upp um samsæri gegn kels- araynjunni. Höfuðpaurinn, Pjotr Krústjoff var dæmdur til dauða, en náðaður síðar og sendur í útlegð til Síberíu. Þar dó Pojtr. Sonur hans, Nikolas, sneri aftur til heimkynna sinna í Ukraínu og settist að i nánd við Kursk. Barnabarnabarn Nikolas heitir Nikita. Bandaríkjamenn geta stundum verið meinfyndnir. í blaðí einu vestra mátti fyrjr skömmu sjá eftirfarandi athugasemdir: Franklin D. Roosevelt sannaði, að við komumst af með veikan foresta. Harry Truman sannaði, að hver sem er, getur verið forseti. Eisenhower hefur sannað, að við þörfnumst ails ekki forseta, og Nixon mundi áreiðanlega færa okkur sannanir fyrir því, að við kæmumst bezt af án forseta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.