Tíminn - 26.08.1960, Qupperneq 5

Tíminn - 26.08.1960, Qupperneq 5
TÍMINN, föstudaginn 26. ágúst 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egili Bjamason. Skrifstofur i Edduhúsinu — Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f. *--------------------------------------------------------/ Utsvör og skattar Morgunblaðið hefur verið að sýna fólki ýmis reikn- ingsdæmi síðustu daga og gjarnan stutt þau skýringar- myndum. Eiga þessi dæmi að sýna mönnum hve stórfeng leg blessun hin marglofaða útsvars og tekjuskattslækk- un sé og viðreisnin öll mikið kraftaverk. Eln svo kynlega bregður við, að eiginlega reiknar Morgunblaðið þessi dæmi aldrei nema til hálfs, og þess vegna verður útkoman ekki alveg rétt, eins og gefur að skilja. Tökum til dæmis Morgunblaðið þriðjudaginn 23. ágúst. Þar er dæmi brugðið upp og skýrt með mynd — en botninn vantar. En af því að það er afar auðvelt að finna botninn og reikna dæmið til fuils, er rétt að bæta svolítið úr þessari gleymsku Morgunbíaðsins. Morgunblaðið tekur dæmi af fiögurra manna fjöl- skyldu, hjónum með tvö börn, sem haia 70 þús kr tekjur. iirið 1959, segir Mbl., fengu þessi hjón 9379 kr. í tekju- skatt og útsvar. Nú fá þau engann tekjuskatt og 5700 kr. útsvar. Lækkunin er 3679 kr.. Þetta lítur alls ekki svo illa út. En svo er þetta, sem gleymdist Þessi hjón verða nefnilega líka að borga söluskatt, og söluskattur um það bil fjórfaldaðist þegar „viðreisnin“ hófst á s. 1. vetri. Ár- ið 1959 var söluskattshluti þessarar fjölskyldu um 3500 kr., eða skattar til ríkis og bæjar samtals eftir upplýs- ingum Morgunblaðsins 12879 kr. En hver verður svo niðurstaðan á árinu 1960? Morg- unblaðið segir, að fjölskylda þessi greiði aðeins 5700 kr. útsvar og engan tekjuskatt. En á þessu ári er söluskatts- hluti þessarar fjölskyldu um 10500 kr eða um 7000 kr. meiri en árið áður. Útsvar hennar og söluskattur samtals verður því 16200 kr., eða skattar til ríkis og bæjar sam- tals 3321 kr hærri en í fyrra. Þetta er víst það. sem stjórnarflokkarnir kalla að lækka útsvör og skatta. og nú er það spurningin. hvort þessari fjölskyldu sé það mikil búbót að láta hækka söluskattinn um 7 þús. kr. en lækka útsvarið um 3679 kr. Þetta telur Morgunbiaðið mikla guðsgjöf fyrir fólkið í landinu og stórfellda hagsbót — og öll viðreisnin sé með sömu ágætum. Staðreyndin er hins vegar sú, sé dæmi Morgunblaðs- ins fylgt til loka, að þessi fjögurra manna fjölskylda verður að borga nokkuð á fjórða þúsund kr. meira í nefnda skatta til bæjar og ríkis en áður, og ýmsir menn eru svo illgjarnir að telja, að það skipti raunar ekki höfuðmáli fyrir hag þessara hjóna, hvernig upphæðir eru færðar til á þessum skattaliðum, aðalatriðið sé hvort hjónin þurfa að borga meira eða mmna í heild. En sem betur fer eru til önnur dæmi, sem sýna hag- stæðari útkomu og betri árangur viðreisnarinnar. I það dæmi mætti til dæmis taka borgarstiórann í Reykjavík. Hans útsvar og tekjuskattur lækka nefnilega um 68 þús. kr. og þar sem hlutur hans í söluskattsgreiðslum er jafn- stór og hinnar fjölskyldunnar — ef uann vildi gera svo vel að lifa jafnsparsamlega — þá græðir hann nær 60 þús. kr. á þessum tilfærslum og getur eytt þeim pen- mgum í eitthvert glingur, sem hugurmn girnist eða Iagt þá í sparisjóð. Viðreisnin er sem sé, sem betur fer, ekki öllum eins óhagstæð og dæmi Morgunblaðsins sýna!' Þess ber að gæta, þegar litið er á hinar stórauknu greiðslur söluskatts þessarar umræddu fjölskyldu með 70 þús. kr. tekjurnar, að á þessu ár? er þó upphæðin lægri en hún verður á næsta ári. ef sömu reglur gilda, því að söluskattshækkumn tók ekki gúdi fyrr en nokkrir mánuðir voru liðnir á þessu ári. ■'V.X'-V.V.V.X.V.X.V / / / / / '/ '/ '/ J f '/ '/ '/ / '/ '/ ‘/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ l '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ Tvíspar kosningar í Svíþjóð EFTIR SKAMMA HRÍÐ hefst baráttan fyrir kosningarnar, sem fram fara í haust til neðri deildar sænska ríkisdagsins. Kosningarnar fara fram sunnu- dagin 18. setp. n.k. og verða þá valdir 232 þingmenn til næstu fjögux'ra ára í stað þeirra 231, sem nú sitja. Tage Erlander. Flest bendir til þess, að þetita verði einstaklega harðar kosningar. Stjórnarflokkurinn, jafnaðarmenn, hljóta að freista þess að styrkja aðstöðu sína í neðr'i deildinni, sem ekki verð- ur sagt, að sé ákaflega sterk um þessar mundir. Jafnframt munu stjórnarandstöðuflokk- arnir freista þess að fella stjórn Erlanders og ná algjörum und- ir’tökum. Þeir hafa þó enn ekki getað komið sér saman um sam- eiginlega stefnu gegn stefnu ríkisstjórnarinnar. SEM STENDUR er staðan í neðri deild þannig, að greiði hinir fimm kommúnistar at- kvæð með stjórninni, verður útkoman 115 atkvæði gegn 115 Greiði kommúnistar ekki at- kvæði, verður stórnarandstað- an ofan á með 115 atkvæðum gegn 110. Staðan í éfri deild, sem haustkosningarnar snúast ekki um, hefur hér ekki mikil áhrif. ^áðar d°;ldir haj.^ sömu völd, og ef um mikilvæg mál er að ræða, er atkvæði greitt um þau í sameinuðu þingi. Ef kommúnistar greiða þá at- ■kvæði með stjórnarandstöð- unni, sigrar hún með 192 at kvæðum gegn 188, en greiði kommúnistar atkvæði með stjórninni, verður hún ofan á með 192 atkvæðum gegn 188. Greiði kommúnistar ekki at- kvæði, ber stjórnin hærra hlut með 188 atkvæðum gegn 185. Eins og nú horfir er ákaf- lega erfitt að gera sér nokkra grein fyrir liklegum úrslitum. Aðeins má vitna til skoðana- könnunar, sem fram hefur far- ið fyrir nokkru. í henni hljóð- aði ein spurningin svo: Kjósið þér, að núverandi stjórn sitji áfram eftir kosningarnar. Fjörutíu af hundraði þeirra, er spurðir voru, svöruðu ját- andi, þrjátíu neitandi, og aðrir kváðust hlutlausir. Að sjálf- sögðu blæs þetta ekki byrlega fyrir borgar'a flakkunum. Aðal- blað Folkepartiets, Dagens Ny- heder, slær því föstu að úr- slitin séu komin undir hinum óákveðnu. Meðal beirra þurfa ekki miklar breytingar að verða, til þess að mynd stjórn- málanna gjörbreyti um svip. Afto: ’.Ldet telur að jafnaðar- menn eigi möguleika bæði á sigri og ósigri í kapphlaupinu um hina óákveðnu, og þó séu meiri líkur fyrir, að þeir missi atkvæði meðal slikra kjósenda. Baráttan ur. ný þingsæti mun aðallega standa á milli Folkepartiets og jafnaðar- manna. Geta jafnaðarmenn unn ið tvö þingsæti eða tapað fimm hjá slíkum kjósendum. Þótt borgaraflokkarnir hafi enn ekki komið sér saman um sameiginlega stefnuskrá gegn ríkisstjórninni, hafa menn þó þegar tekið að ræða möguleik- ana á myndun nýrrar stjórnar. Aðalásteytingarsteinninn í samvinnu andstöðuflokkanna, Hojre, Folkepartiet og Center- partiet er sífellt almannatrygg- ingarnar. Ein? og kunnugt er, var hið nýja tryggingafyr’ir- komulag samþykkt í ríkisdeg- inum af jafnaðarmönnum og kommúnistum og einum þing- manna Folkepartiets. Síðan hef ur Folkepartiet snúizt á mál stjómarinnar. Og formaður flokksins Bertil Ohlin hefur lýst yfiir því, að flokkurinn muni aldrei styðja stjóm, sem hafi það á stefnuskrá sinni að afnema tryggingarnar í sinni núverandi mynd. Centerpartiet vill láta fara fram gagngera endurskoðun á tryggingarlöggjöfinni, og Hojre vill afnema þær með öllu. Það er ei..kum ósamkomulagið um þetta mál, sem' hefur það í för með sér að örðugt er að spá nokkru um úrslit kosninganna eða stjórnarmyndanir að þeim loknum. Innan Centerpa:‘iets eru menn þeirr... skoð’.mar að sá flokkur gegni langmikilvæg- ustu hlutverki til þess að sætta sjónarmið bor’garalegu flokk- anna þriggja. Forsætisráðherra Finna, Suk seleinen, er einn þeirra, sem bent hefur á foringja Center- partiets, Gunnar Hedlund, sem lí’klegast fox’sætisráðherraefni, ef stjómarskipti verða í Sví- þjóð. Stockholms Tidningen er einnig þeirrar skoðunar að Gunnar Hedlund sé manna lík- astur eftirmaður Erlanders. Ekki geta menn heldur sett fyrir sig afstöðu Hedlunds í utanríkismálum á sama hátt og farið er um Jarl Hjalmarson, foringja Hojre. Yfirleitt reikna menn alls ekki með Bertil Ohlin sem forsætisráðherra í samsteypustjórn sakir afstöðu hans til almannatrygginganna. Hugsanlegt er að Center- partiet og Folkepartiet gætu komið sér saman um stefnu- skrá og nytu síðan óbeins stuðnings Höjre. Þannig bollaleggja menn um stjóraarmyndun í Svíþjóð, ef til þess kæmi, að jafnaðarmenn biðu ósigur í kosningunum. Það eitt er vitað með vissu, að kosningarnar 18. sept. verða hinar hörðustu, sem lengi hafa verið háðar í Svfþjóð. Gunnar Hedlund verður hann næsti forsætis ráðherra? / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 'f '/ 'f '/ '/ ‘/ '/ / / f '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '( '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ f '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ 'f f f / / / / / / ( Laun verksmiSjufólks hrökkva ekki fyrir brýnustu nauðsynjum Iðja, félag verksmiðjufólks á Akureyri, samþykkti nýlega á almennum félagsfundi eftir farandi ályktun: „Fundur, haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Ak- ureyri, fimmtudaginn 18. ág.' 1960, lítur svo á, að nú sé svo komið, að laun fyrir 8 stunda vinnu á dag hrökkvi engan veginn fyrir brýnustu lífs- þörfum. Fundurinn samþykkir því að fela stjórn' félagsins að semja og setja fram kröfur til vinnuveitenda, sem fela í sér 25—30% kauphækkun, og laun kvenna verði hækkuð þannig, að þau verði minnst 85% af launum karla. Enn- fremur verði teknar upp allar þær kröfur í meginatriðum, sem félagið setti fram í sum- ar. Félagsstjórn er falið aö hafa samráð við Alþýðusamband ísland um útfærslu á þess- um kröfum félagsins." Kröfur þær, sem rætt er um í ályktuninni og félagið 1 setti fram fyrr i sumar eru þessar: Fullt kaup eftir eins árs starf (nú 4 ár). Veikindatrygging verði 3 mán. fullt kaup og 3 mán. hálft kaup til viðbótar fyrir þá, sem unnið hafa i verk- smiðjum eitt ár eða leng- ur. (Miðað við núgildandi samninga er um mjög \eru lega breytingu að rœða.). Vinnuvikan verði 42 stund ir (nú 48 stundir). Kröfur þessar verða sendar stjóm Alþýðusambands fs- lands til umsagnar og verða væntanlega ekki formlega ræddar við vinnuveitendur fyrr en álit ASÍ liggur fyrir. (Frarohald á 13. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.