Tíminn - 24.05.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.05.1961, Blaðsíða 2
T í MIN N, miSvikudaginn 24. mai 1961, Fanginn slapp út um glugga Átti a$ færast í gæzluvartJhald vegna ákeyrslu í fyrrinótt, en stökk út um glugga vitS Fríkirkjuveg Skömmu fyrir klukkan hálf- tvö í fyrrinótt var bílnum G- 1712 ekið á umferðarskilti v:ð Fríkirkjuna, svo og á horn kirkjunnar sjálfrar. Skemmd- ist bíllinn mikið, en þeir, sem í honum voru, tóku á rás og forðuðu sér. Vitni, sem sá mennina hlaupa út úr bilnum, gerBi lögreglunni viðvart. í gær hafðist síðan upp á eiganda bílsins, og sagði hann þá við yfirheyrslu hjá rannsókn- arlögreglunni, að bílnum hefði verlg stolið um nóttina, og hefði hann alls ekki ekið sjálfur. Út um glugga Vildi maðurinn yfirleitt sem fæst um þetta mál segja. Þótti framburður hans grunsamlegur, og var ákveðið að setja hann í gæzlu á meðan verið væri að hafa upp á vitninu, sem sá menn- ina hlaupa út úr bílnum um nótt- ina. Var maðurinn settur í her- bergi, þar sem svo hagar til, að rúmlega mannhæð er úr glugga niður á jörð, og átti hann að vera þar örskfimma stund á meðan ver ið var að ná í menn til að færa hann í gæzluvarðhald. BejJS mað- urinn þá ekjíi boðanna, heldur stökk út um gluggann og forðaði sér. Nokkru siðar gaf hann sig fram aftur og hafði þá með sér mann, sem sagðist hafa ekið biln um um nóttina. Voru þeir félagar báðir hnepptir í gæzluvarðhald, og mun málig nú ganga til Hafn- arfjarðarlögreglunnar, þar sem bæði vitnið og eigandi bílsins eru þaðan. Síðustu fréttir Á samningafundi milli atvinnu- rekenda og trésmiða í gær var samþykkt að vísa deliunni til sáttasemjara. Á félagsfundi í Tré- smiðafélagi Rvíkur í gærkvöldi var síðan samþykkt heimild til handa stjórninni til vinnustöðvun- ar. Alger nýjung hérlendis í gerS og viðhaldi gólfa. Er vísindalega samansett og prófuð efnablanda, sem tekur langt fram öllu sem áður hefur verið notað hér til gerðar- steinsteyptra gólfa. EMERI-CRETE gólf hafa undraverðan styrkleika og endingu. Þau springa ekki og eru ónæm fyrir hitabreytingum, raka, olíum og flestum kemiskum efnum. Yfirborðið er afar hart, en þó óbrotgjarnt, og al- gjörlega laust við hálku. Áferðin er falleg og alltaf eins. EMERI-CRETE gólf eru sérlega hentug fyrir verk- smiðjur og iðnfyrirtæki. KYNNIÐ YÐUR HIN ÓVIÐJAFNANLEGU EMERI-CRETE GÓLF. Allar upplýsingar: SIGURBJÖRN ÁRNASON P.O. Box 769 — Reykjavík SkólavÖrðustíg 6 B — Símar 23986 og 18995. ♦V»V»V*V*V*V*V*V*V*V*V‘V» V-V V*V*v*V»V'V •' Bústaðaskipti Þeir er flutt hafa búferlum og eru líftryggðir, eða hafa innanstokksmuni sína brunatryggða hjá oss, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna bústaða- skipti nú þegar. Nýtt meindýr f nýju hefti Garðyrkjuritsins er skýrt frá því, að síðastliðið haust hafi gulrótarmaðkur fund- izt í nokkrum görðum í Reykja- vík. Gulrótarflugan er iiia ræmd á Norðurlöndum. Hún er 4—5 sentimetra löng, grænsvört og gljáandi á bol, en haus mógul- ur með dökkum bletti að ofan. Hún verpir við gulrætur, stein- selju og kerfil, en úr egginu skrfður maðkur, sem verður 6—8 sentimetra lángur, ljós- gulur með tvo svarta munn- króka. Étur hann sig inn í gul- rætur og myndar þar fúl, saur- fyllt göng. Kornþurrkunin (Framhald af 1. síðu). kornmölunarvél, en ráðgert er að fá í sumar aðra stærri. Kornið er notað til fóðjirbætis bæði malað og ómalað, en malað er það ágætt til manneldis. Bakað hefur verið brauð, og gerðir grautar úr Egils staðakorni. Korninu var sáð í vor frá miðj um apríl til miðs maí, og er það vfða komið upp og lítur vel út. Ef tið verður sæmileg í sumar, má gera ráð fyrir, að yfir 1000 tunnur af korni komi af þessum 50 hekturum, og má segja, að margt borgi sig verr. E.a SprengiefniÖ (Framhald af 1 síðu) rör, um það bil 5 metra langt og lágu í því leifar af ráfleiðslu. Hafði sýnilega verið svo um hnút- ana búið að hægt væri að sprengja það allt í loft upp ofan úr fjalls- brúninni. — En allt var þetta orðið ónýtt og hefði tæpast getað valdið nokkrum skaða. Spréngiefni þetta bar vöruheitið áMoNÁL og er frá þeim tíma er Bretar hemámu Seyðisfjörð. Höfðu Bretar gefið drengskaparheit fyrir því, er þeir yfirgáfu staðinn í stríðslok, að hvergi leyndist eftir þá sprengja eða sprengiefni. Skrílslæti (Framhald af 16. síðu) mátti enn sjá pilta og stúlkur á fermingaraldri slaga um hraunið með flöskur í höndum. Mest bar á 75% vodka, sem greinilega var smyglað, og er þetta hinn görótt- asti drykkur, svo sem sjá mátti. Um miðnættið geystust tveir bíl- ar á liðlega 80 kílómetra hraða eftir veginum, og sátu útúrdrukkn- ir unglingar á þaki og vélarhúsi og stóðu aftan á „stuðurum". Úr þessu hásæti sínu æptu þeir og öskruðu og veifuðu flöskum. Má telja 'hreinustu mildi, að ekki varð stór- slys af þessu uppátæki, enda öku- menn álíka drukknir og þeir, sem á þaki sátu. Sími 11-700. Bílslys á Akranesi: 12 ára stúlka fyrir bíl og stórslasast Var í stuttri heimsókn hjá ömmu sinni á Akranesi Stórslys varð á Akranesi um hádegisbilið*á mánudag, nánar tiltekið klukkan 13.15, er lítil stúlka, Sólveig Kjartansdóttir, til heimilis að Hraunteigi 23 í Reykjavík, varð fyrir stórri vöruf lutningabifreið og meidd- ist mjög alvarlega. Sólveig er dóttir Kjartans Bergmanns, skjalavarðar alþingis, og var hún ásamt föður sínum og 5 ára systur, ( heimsókn hjá Sól- veigu ömmu sinni á Akranesi. Atvik öll í sambandi við slysið eru mjög óljós, þar sem enginn sjónarvottur varð að slysinu, nema litla systir Sólveigar, fimm ára, er var í fylgd með henni, þegar slysið varð. Við rannsókn málsins, sem stóð I allan gærdag og er ekki enn lokið, komu fram eftirfarandi atriði: Bifreiðin, sem Sólveig litla varð fyrir, er 7 lesta flutningabifreið af Volvo-gerð, og var bifreiðin á leið austur Vesturgötu á Akra- nesi. Þegar bifreiðin kom á móts við hús númer 48 við Vesturgötu, sá bifreiðarstjórinn tvær stúlkur standa uppi við vegg, sem er með vinstri brún götunnar, og sneru þær bökum í vegginn. Við yfirheyrslu sagði bifreiða- stjórinn, að hann hefði ekki talið, að ástæða hefði verið til að ætla að þær myndu hreyfa sig á með- an hann æki fram hjá. Þegar bifreiðin fór framhjá gatnamótum Vesturgötu og Mel-. teigs sá bifreiðarstjórinn standa við Melteig bifreið, sem honum fannst hann kannast við. Stöðvaði hann þá bifreið sína f þeim til- gangi að grennslast nánar eftir því, hvort hann hefði ség rétt. Bif reiðarstjórinn -gekk aftur með bif | reið sinni, og sá þá að bam lá á götunni við vinstra afturhjólj bifreiðarinnar, og virtist honum ' það mikið slasað. Kom í Ijós, að ; það var önnur stúlknanna, sem hann hafði séð við vegginn, skömmu áður en hann stöðvaði bifreig sína. Við lækniskoðun kom í ljós, að Sólveig, sem varð 12 ára í gær, hafði slasazt mjög alvarlega, og var henni vart hugað líf um tima. Hafði hún mjaðmarbrotnað, höf- uðkúpubrotnað og handleggsbrotn að. Auk þess mun hún hafa rist- arbrotnað og Sömuleiðis var vart við innvortisblæðingar. Samkv. upplýsingum Páls Gíslasonar, yf- irlæknis við sjúkrahús Akraness, var þó líðan Sólveigar í gær sæmileg eftir atvikum, en þó var hún ekki talinn enn úr allri hættu., Eins og áður segir, er rannsókn, ekki lokið, enda tildrög slyssins mjög óljós. Eldsvoði í Hafnarfirði - brauðgerðarhús brennur Um fótaferðatíma á mánu- dagsmorgun, nánar tiltekið kl. 7.30, var slökkviliðið í Hafnar- firði kvatt út að húsinu Suður- götu 14 í Hafnarfirði, en þar hafði komið upp mikill eldur í brauðgerðarhúsi Ásmundar Jónssonar, bakarameistara. N Brauðgerðarhús þetta er eitt hið stærsta í bænum, 4—5 hundruð fermetrar og þrjár hæðir. Húsið er úr steinsteypu, en timburloft milli hæða. Talið er, að kviknað hafi í út frá rafmagnstöflu, sem var á efsta Umgengnin í þjóðgarðinum var. lofti, beint yfir öðium aðalbakar- ekki til fyrirmyndar, svo sem að j ofninum. Sveið taflan gat á gólfið likum lætur. Tómar flöskur, gler-j og féll niður á hæðina fyrir neð- brot, tómar niðursuðudósir, papp- an, og magnaðist eldurinn þar írsrifrildi, ávaxtahýði og alls kyns fljótt. Má segja, að húsið hafi ver- skran lá víðs vegar um hraunið og ið alelda, er slökkviliðið kom á vett liggur þar trúlega enn, hafi þjóð- vang. Greiðlega gekk þó að slökkva garðsvörður ekki þegar hreinsað eldinn, og var búið að ráða niður- til. — Umgengnin og skrílslætin lögum hans að mestu leyti eftir við Þingvailavatn um helgina bera klukkustund. Slökkviliðið lauk þó gestunum ljótan og leiðan vitnis-' ekki störfum sínum fyrr en um burð. klukkan tíu. Nauðungaruppboð Efsta hæð hússins brann alger- lega og mestur hluti annarrar hæð ar, en neðsta hæð brann ekki, en nobkuð mun hún hafa skemmzt af vatni. Auk brauðgerðartækja og birgða í sambandi við brauðgerðina, fór- ust í eldinum töluverðar birgðar af byggingarefni, sem geymt var á efstu hæð hússins, en eigandinn, Ásmundur, hafði hugsað sér að endurbæta húsið í sumar. Er óhætt að segja, að Ásmundur hafi orðið fyrir tiífinnanlegu tjóni en húsið mun þó hafa verið vá- tryggt. Sigurður Gíslason, varaslökkvi- liðsstjóri í Hafnarfirði, tjáði blað inu í gær, að þessi bruni sé með hinum stærstu, sem orðið hafi í HafnarfÍTði hin seinni ár. Var um tíma óttazt, að eldurinn kynni að ná til næstu húsa, en gegnt brauð gerðarhúsinu voru tvö timburhús, og stóð vindur á þau. Tókst að verja þau hús fyrir skemmdum. Bústofnslánasjóður N-Þingeyinga Á aðalfundi Kaupfélags Norður- annað Ofí síðasta, á hluta í húseigninni nr. 4 við Þingeyinga, sem haldinn var Óðinsgötu, hér í bænum, eign Guðmundar Helga- \ snemma í þessum mánuði, var sam sonar, fer fram á eigninni sjálfri laugardaginn 27.Í fclaSlð stofnaði bústofns maí 1961, kl. 2 síðdegis. j Hlutverk þessa sjóðs á að vera i að veita félagsmönnum stutt lán j til bústofnsauka. Er gert ráð fyrir, 1 að þau greiðist á fimm árum. Borgarfógetinn í Reykjavík. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.