Tíminn - 24.05.1961, Side 5

Tíminn - 24.05.1961, Side 5
TÍMINN, miðvikudaginn 24. mai 1961. S Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.i, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúj rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egili Bjarnason — Skrifs.tofur í Edduhúsinu — Simar: 18300—13305 Auglýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Kjaradeilan Félög verkamanna í nokkrum stærstu kaupstöSum landsins hafa nú boðað verkfall frá og með 29. þ.m., ef samkomulag hefur ekki náðst um nýja kjarasamninga fyrir þann tíma. Það verður áreiðanlega ekki sagt, að þessi verkfalls- boðun komi nokkuð á óvænt. Framfærslukostnaðurinn hefur hækkað um 15—20% síðan „viðreisnin“ svonefnda, kom til framkvæmda, jafnframt því sem eftirvinnan hefur dregizt saman. Engar kauphækkanir hafa komið á móti þessu. Því fer fjarri, að láglaunafólk búi nú við kjör, sem geti talizt viðunandi. Af hálfu launafólks hefur þeim ráðstöfunum, er valda þessari kjaraskerðingu, verið tekið með mikilli hófsemi. Menn hafa lagt hart að sér til þess að láta það sjást í verki, hvort þessar ráðstafanir bæru þann árangur, sem lofað 'var. Nú er vissulega fenginn nógu langur reynslu- tími. Reynslan bendir hiklaust til þess, að kjörin myndu aðeins halda áfram að versna, ef beðið væri lengur. Enginn getur því láð verkamönnum, þótt þeir telji sér ekki fært að bíða lengur. Þeir eru líka mánuðum saman búnir að reyna samningaleiðina, án þess að hafa fengið jákvæð svör við óskum sínum. Því er ekki að neita, að verkföll hérlendis hafa oft verið af pólitískum toga spunnin. Slíku verður vissulega ekki haldið fram, ef til verkfalls kemur nú. Það er erfitt að finna þann mann, sem ekki viðurkennir, að verka- menn hafi nú pieiri þörf fyrir kjarabætur en um langt skeið. Þess vegna njóta verkamenn nú almennrar sam- úðar í baráttu sinni. Þess má líka minnast, að verkamenn eru hér að berj- ast fyrir fleiri en sig. Ef kjör þeirra batna, fá t. d. bænd- ur tilsvarandi kjarabætur. Það sýnir hina sameiginlegu hagsmuni þessara stétta. Hitt skal svo fúslega viðurkennt, að atvinnurekendur eiga í vök að verjast. „Viðreisnin“ hefur einnig valdið þeim þungum búsifjum. Að óbreyttri stjórnarstefnu, rísa atvinnuvegirnir ekki undir miklum kauphækkunum. Hins vegar myndi aðstaða þeirra stórbatna, ef vaxtaokrinu væri aflétt og dregið úr lánsfjárhöftunum. Lækkun sölu- skattanna myndi hafa áhrif í sömu átt. Það ber því allt að sama brunni. Ríkisstjórnin hefur í hendi sinni að gera ráðstafanir, sem geta leyst kaup- deiluna. Geri hún það ekki, er það raunverulega hún og hún ein, sem ber ábyrgð á því, sem á eftir fer. Ef ríkisstjórnin hverfur frá nokkrum helztu vitleys- unum, sem hún hefur beitt sér fyrir í efnahagsmálunum, ætti að vera tiltölulega auðvelt að koma á nýjum kjara- samningum og afstýra verkföllum. Það er tvímælalaust krafa þjóðarinnar, að ríkisstjórnin láti undan síga og standi ekki í vegi þess að hægt sé að semja strax og þannig afstýrt verkföllum, sem annars geta staðið lengi og valdið þjóðinni óbætanlegu tjóni. Dönsk aðvörun Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: lyltingarnar í Irak og Noröur- Vietnam alvarleg hættumerki Kerfi bandarískra verndarríkja í Asíu atS hrynia saman BYLTINGARNAR í Iran og Suður-Kóreu eru aðvörunar- merki um ástandið, sem nú rík- ir í Asíu. Þær sýna ótvírætt, að það er ekki aðeins í Laos, sem Asíuríkin, er standa í skjóli Bandaríkjanna, eiga í vök að verjast. Byltingin í íran er örvænt- ingartilraun, sem gerð er ofan frá með fyllsta samþykki keis- arans, til þess að umbæta stjórnskipulagið áður en því yrði kollvarpað neðan frá. í dag er byltingin í fran hvorki andvestræn né andbandarísk og enn síður kommúnistisk. En hún getur orðið þetta allt að lokum, ef umbæturnar, sem hin nýja stjórn fyrirhugar og er byrjuð á, ganga ekki nógu langt. í Suður-Kóreu stendur her- inn fyrir byltingunni og þar er byltingin hvorki andvestræn né andbandarísk og enn síður kommúnistísk. En þó byltingar- stjórn hersins sé ekki í eðli sínu andbandarísk, hefur hún látið orð og fyrirmæli sendi- herra og hershöfðingja Banda- ríkjanna í Suður-Kóreu sem vind um eyru þjóta. BYLTHKiGAR AR í íran og Suður-Kóreií; sém fylgja í kjöl- far upplausnarinnar í Laos og Suður-Vietnam, eru ótvíræð að vörun þess, að kerfið, sem byggist á viðhaldi bandarískra leppríkja í Asíu, er að brotna niður. í öllum þessum ríkjum hafa ríkisstjórnirnar verið skjólstæðingar okkar — í raun réttri skapaðar af okkur. í öll- um þessum löndum er þetta kerfi að hrynja og alls staðar af sömu ástæðunni. Þessi ríki hafa ekki neitt að bjóða til að mæta vaxandi kröfum fólks- ins um aukið sjálfstæði og betri lífskjör, heldur búa þau ekki aðeins við spillt stjórnar- far, heldur og fram úr hófi aft- urhaldssamt. Það bætir svo ekki úr skák, að þau eru undir vernd stóiveldis, sem ekki er Asíuríki. STJÓRN Kennedys er ekki höfundur þeirrar stefnu að búa til í Asíu eins konar hálfhring, myndaðan . af hernaðarlegum skjólstæðingum Bandaríkjanna. Hún stendur hins vegar and- spænis því, að þetta kerfi er að hrynja saman með þeirri upp- lausn og hættu, sem því fylgir, og þeim vanda sem er fólginn i því, að reyna að halda brotun- um saman. Þetta er viðfangs- efni, sem Bandaríkjamenn hafa aldrei þurft að fást við áður, og leiðtogar þeirra hafa ekki Stefna John Foster Dulies samrýmist ekki nýjum aðstæðum og við- horfum í Asíu, enda er kerfi hennar sem óðast að hrynja saman. búið þá undir að fást við. Eng- inn þeirra hefur skýrt það fyr- ir þjóðinni, að víðtæk breyting hafi orðið á hernaðarstöðunni og hverjar afleiðingar þess eru. Þjóðinni hefur ekki verið sagt, að sú hernaðarstaða, sem John Dulles byggði þessa stefnu á, er ekki lengur f yrir hendi. Þjóðinn hefur ekki verið sagt, að Dulles byggði þessa stefnu á því að ógna kommúnistaríkjun- um með kjarnorkusprengjun- um. Þess vegna halda margir Bandaríkjamenn í dag, að Kennedy geti viðhaldið þessari stefnu með nokkrum sjóliðum eða jafnvel með því einu að steyta hnefana. ÞAÐ veldur nú hálfgerðu vonleysi og ugg meðal okkar, að við höfum ekki verið búin undir það að horfast í augu við þessa staðreynd. Við megum hins vegar ekki láta hugfallast vegna þess. Við getúm gert okk ur bezt grein fyrir þessum stað- reyndum, og hvernig ber að mæta þessu, með því að rifja upp fyrir okkur reynslu Breta og Frakka, er þeir hafa verið að leysa upp nýlenduveldi sitt. Það, sem við erum að fást við, er raunverulega endalok þess kerfis bandarískra verndarríkja sem Dulles setti á laggirnar. Það eru til öfgamenn í Frakk landi, sem vilja steypa de Gaulle úr stóli, til þess að tryggja áfram franskt Alsír eða a.m.k. telja þeir sér trú um það. Það eru til í Bretlandi öfgamenn, sem eru móðursjúk- lega andstæðir Macmillan vegna þess, að hann er að leysa upp brezka nýlenduveldið. Hér í Bandaríkjunum eru líka til öfgamenn, sem eru reiðubúnir til að stimpla Kennedy undan- haldsmann eða jafnvel enn verra, vegna þess, að hann er að reyna að fara samningaleið- ina til lausnar á öngþveitinu í Indó-Kína í stað þess að grípa til vopna. En hvað sem öfga- mennirnir kalla þá de Gaulle, Macmillan eða Kennedy, þá er það öldungis víst, að þeir síðar- nefndu hafa rétt fyrir sér. •W'V*V**\ •V'V‘V*V*V*V'V«V*-' Nýlega er lokið í Danmörku stærstu verkföllum, sem þar hafa orðið um langt skeið. Þau hafa valdið dönsku þjóðinni óhemju tjóni. Fyrst var búizt við því, að þessi verkföll myndu aðeins standa örfáa dagaj því að heldur lítið bar á milli. Það reyndist hins vegar erfitt að jafna þennan ágreining eftir að verkföllin voru hafin og kapp hlaupið í báða aðila. Verkföllin stóðu því vikum saman. Þetta ætti að vera hvatning um að ekkert yrði látið ógert til þess að leysa kaupdeilurnar hér án þess að til verkfalls þurfi að koma. Ný ferðaskrifstofa Nýlega tók til starfa hér í bæ ferðaskrifstofa, sém ber nafnið Landsýn h.f. Að henni standa nokkrir ungir menn, og er framkvæmdastjóri henn ar Guðmundur Magnússon. Verður hún fyrst um sinn á bórsgötu 1. Á vegum Landsýnar verða skipu lagðar hópferðir. bæði innan lands og utan, og einnig mun skrifstofan annast hvers konar fyrirgreiðsJu fyrir ferðamenn, skipuleggja og undirbúa ferðalög fyrir einstaklinga. félagssamtök og staríshópa. Nú í sumar skipuleggur Ferða- skrifstofan Landsýn nokkrar ferðir til útlanda 7.—27 júlí um Aust- ur-Þýzkaland, Tékkóslóvakíu og Pólland. Þá skipuleggur ferðaskrif stofan hópferð ungs fólks til Júgó slavíu í júlílok, og taka þátttak- endur þátt i alþjóðlegum vlnnu- flokki sjálfboðaliða við vegagerð i Serbíu og Makedóníu, og ferð til Kína í ágúst, og verður það fyrsta almenna hópferðin héðan austur þangað. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.