Tíminn - 24.05.1961, Síða 8

Tíminn - 24.05.1961, Síða 8
TÍMlfTK, mlgyflnidaglnn 24. maí 196L r« Þegar íslenzkur blaSamaður spurði frú Golda Meir, utan- rikisráðherra, að því hverjir teldust til Gyðingaþjóðarinn- ar, hló hún við, en sagði svo: Við látum það venjulega nægja, að maður segist vera Gyðingur. Það gerir víst eng- inn að gamni sínu. Nei, oft og víða um aldir hefur það elcki verið gamanmál að gang ast við skyldleika sínum við þjóð- ina, sem nú hefur endurreist ísra- elsríki. En svo kynnu mál að snú- ast, að fleiri ættingjar tækju að gefa sig fram, en þeir, sem hefðu ættartöluna handbæra, — ef fsra- elsþjóð fær að búa í friði. Aður en frú Meir kvaddi ísland fékk ég tækifæri til að ræða við ihana stutta stund í Ráðherrabú- staðnum við Tjamargötu, þar sem hún bjó. Skildi ég að vísu vel, að ambassador Aroch var ekki um að láta neana af stuttum hvíldar'stund- um frúarinnar, en frægðarmenn verða ekki síður að gjalda frægð- arinnar en njóta. Er ég kom, var fní Meir klædd mjúkum, skósíðum kjól úr blárós- óttu efni og faUegri útsaumaðri peysu. Ró og stUling einkennir fas hennar, röddin er fágætlega mjúk og djúp, augun íhugul undir þungum brúnum. Svart hárið er tekið að grána. Fyrstu áhrifin af persónuleika hennar eru þau, að yfirborðsmennska sé ekki til í hennar fari. — Hvar settuzt þér fyrst að í Palestínu, frú Meir? — Við hjónin settumst að á sam yrkjubúi, sem starfað hafði tvö eða þrjú ár áður en við komum til landsins. Við vorum þá barn- laus, en í ísrael fæddist okkur sonur og dóttir. — Hve lengi dvölduð þið við landbúnað? — Þrjú ár, þá vildi maðurinn minn flytja til borgar, og við fór- um til Tel Aviv. __Hvemig var háttað verkalýðs samtökum kvenna, sem þér hófuð að starfa með strax á fyrstu árum yðar í landinu? — Meðal Gyðinga, sem komu til ísrael frá Rússlandi fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru einnig kon- ur og margar unnu á appelsínu- ekrum, auk þess sem konur tóku einnig þátt í skipulagningu fyrstu samyrkjubúanna. Það var því þeg- ar 1920 búið að leggja grundvöll að samtökiun verkakvenna. Þær fundu strax ,að það var þeim nauð syn að vemda hagsmuni sína. Raunar var það hugmynd karl- mannanna, sem fyrst fluttu á sam- yrkjubúin ,að konurnar skyldu að- eins annast böm og elda mat, en þær kröfðust þess að taka þátt í úitvinnunni með mönnum sínum og létu heldur ekki sitt eftir liggja um varðstöður að næturlagi. — Sóttu Arabar þá strax að bú- stöðum Gyðinga til illvirkja? — Æ, þá komu þeir aðallega til að hnupla. Þá var alls ekki um neina skifulagða tilraun að ræða til að bola Gyðingum burtu. __ Hverjir vom menntunar- möguleikar kvenna á þessum ár- um? — Engir, fljótt sagt engir, áður en Gyðingar tóku að skapa sínar félagsheildir. En það mun hafa verið 1912, sém stofnað var fyrsta kennslubúið fyrir konur. — Mér hefur orðið starsýnt á málsgrein í upplýsingariti um konur í fsrael. Þar segir, að í Verkamannasambandinu hafi þær eiginkonur félagsmanna félagsrétt- indi, sem vinni á eigin heimili og vinni ekki fyrir Iaunum. Er þetta ekki einstætt í heiminum? — Jú, það mun það vera, svarar frá Meir brosandi, en við teljum húsmóður starfandi þjóðfélags- borgara ,engu síður en þá, sem starfa utan heimilis, og þessar húsmæður eiga atkvæðisrétt i bingum Verkamannasambandsins. I f til vill getum við látið s jó- inn græða landið með áveitu Fru Golda Meir og frú Sigriöur Thorlacius. Myndin tekin, er viötalið sér stað. (Ljósm.: TÍMINN). En ég skal líka geta þess, að þorri meðlima kvenfélaga í ísrael eru húsmæður. Aðrar konur eru að jafnaði félagar í sínum fagfélög- um. —Hve margar konur eiga sæti á þjóðþingi ísraels? — Um tíu hundraðshlutar þing- manna eru konur. — Eruð þér ánægð með það hlutfall? — Nei, fleiri konur ættu að sitja á þingi, en það er erfitt fyrir fjölda kvenna að gefa sig alger- lega að stjórnmálum, þær eru nú einu sinni bundnar heimilunum og uppeldi barna sinna. — Virðist þroski þeirra barna, sem dvelja langdvölum á barna- heimilum, svo sem á sameignarbú- unum, verða í nokkru frábrugðinn þroska barna, sem alin eru að öllu leyti upp innan veggja heimilis? ; — Nei, enda eru barnaheimili sameignarbú;anna ekki neinar lok- aðar stofnanir. Bömin em hjá for- eldmm sínum að loknum vinnu- degi, kannski eftir klukkan fjögur á daginn. Og mæðumar þurfa ekki að eyða þeim samverastund- um í að þjóna börnunum og mat- reiða handa þeim. Húsmæðurnar á samyrkjubúunum losna að mjög miklu leyti við venjuleg heimilis- verk. — Er það rétt, sem ég las ný- lega, að þróunin sé sú, að sam- vinnubúum fjölgi á kostnað sam- eignarbúa? — Nei, hvort tveggja fyrirkomu! lagið heldur velli. Margir innflytj- endur, sem t.d. fara fyrst á sam- eignarbú, flytja síðar á samvinnu- bú að vísu, en það eru viðlíka margir, sem flytja af samvinnu- búunum á sameignarbúin. — Eru ekki hjónavígslur og hjónaskilnaðir algerlega í höndum Rabbínadómstólanna? Mun kona nokkurntíma eiga hlutdeild í þeim dómum? \ — Þetta er erfitt vandamál seml Frú Sigríður Thorlacíus ræðir við frú Golda Meir, utanríkisráðherra Israel stendur. Nei, kona verður aldrei rabbíni. En þróunin hlýtur að verða sú, að hjónavígslur fari fram með öðrum hætti áður en langt líður. — Hver eru viðbrögð Múhamm- eðstrúarkvenna yfirleitt þegar þær koma til ísrael og kynnast svo gjörólíku hugmyndakerfi? — Þær aðlaðast furðu vel. Fyrir þeim er þetta ekki lífsvenjubreyt- ing heldur bylting. í fyrsta sinn vaknar hjá þeim sú hugsun, að þær séu ekki aðeins manneskjur, heldur eigi þær meira að segja sérstakan rétt vegna þess að þær séu konur. Það er býsna langt skref frá því að vera réttlaus vera, sem naumast á mannsnafn. Kven- félögin vinna ákaflega mikið sjálf- boðastarf við að kenna þessum konum — kenna þeim til verka og kenna þeim að lesa, því að flestar eru ólæsar þegar þær flytja til landsins. En það er eitthvað sér- staklega ánægjulegt á mannfund- um að sjá hópa þessara kvenna, oft í sérkennilegum þjóðbúning- um, feimnar að vísu, en koma þó. Og þær eru fljótar að læra, því ekki skortir áhugann. Er þeirri skoðun á loft hald- ið meðal kvenna í ísrael, að kon- ur sem slíkar hafi sérstöku hlut- verki að gegna í baráttunni fyrlr friði í heiminum? Frú Meir velti vöngum og kveikti í nýjum vindlingL — Það er verið að halda því fram, að vegna kveneðlis síns hafi konan sérstakt hlutverk og sér- stakan áhuga á baráttunni fyrir friði, en ég held ekki, að sú kenn- ing standist. Kalmennirnir hafa alveg eins mi'kinn áhuga fyrir að friður haldist. Konur, sem á ann- að borð fylgjast með alþjóðamál- um sjá hinar sömu ógnanir við friðarhugsjónina og karlmennirnir og þær hljóta að draga sínar álykt- anir af þeim sömu forsendum, svo ég hef aldrei getað fundið að þær hafi sérstöðu í þeim málum. — Eru konum og körlum ekki greidd sömu laun fyrir sömu vinnu í fsrael? — Jú, og það var komið á áður en lögin um launajafnrétti voru samiþykkt. Verklýðsfélögin voru löngu fyrr búin að fá þann rétt viðurkenndan og í samfélögum Gyðinga gilti hann t.d. áður en Ísraelsríki var stofnað, þrátt fyrir það að brezku yfirvöldin viður- kenndu hann ekki. Lögin um launajafnrétti eru til orðin á sama hátt og meginhluti verka- málalöggjafar Ísraelsríkis. Þingið (Framhald á 13. síðu.) Jónas GutJmundsson, sjóliSsforingi: Skólamál sjómanna Þegar kryfja skal til mergj ar skólakerfi stéttar eins og sjómannastéttarinnar með það fyrir augum, að benda á úrbætur, hlýtur að setja beyg að flestum, því mikil ábyrgð hvílir á þeim, er stíg ur skref, sem kannske orkar tvimælis. Ef til vill er það þess vegna, sem við búum við virðulegri og ábúðarfyllri skólalöggjöf en flestar aðrar þjóðir, þ.e.a.s. gerum meiri kröfur til sjómannsmennt- unar en þær margar hverj- ar. Allt er svo fullkomið, að það því miður fær ekki staðizt í reyndinni. — Og sem verra er, hún er alls ekki tekin alvarlega, hvorki af yfirvöldunum, né sjó- mönnum siálfum. Áður en lengra er haldið, er víst rétt að gefa nánari skýringu á þvi, hvað við er átt með orðinu rejmd. En þar er átt víð, að þegar lög um atvinnu við siglingar eru framkvæmd, gleyma menn kröfunum, menntuninni og öllu — og vekja upp draug, sem gengið hefur ljösum log um og magnazt í sífellu — undanþágudrauginn. Þegar sfðast spurðist af írafellsmóra var hann geng inn upp að hnjám og sást á stjákki við hús eitt í Vest- urbænum, en þegar síðast fréttist af undanþágudraugn um dafnaði hann vel í skjóli húsbænda sinna í stjórnar- ráðinu. ÁBYRGÐ LÖGGJAFANS Það væri nú meir en lítið ábyrgðarleysi, að sakast við alþingi, fyTir að skila þjóð- inni of — fullkomnum lög- um, fyrir að gera of — mikl ar kröfur til sjómanna um menntun, enda er málið alls ekki svo einfalt. Gallinn er ekki kröfurnar, sem gerðar eru séu svo stórfelldar. heldur hefirr löggjöfin sjálf reynzt óframkvæmanleg af orsökum sem vikið verður að síðar. Það kann að vísu að vera, að hamingjusömum þjóðum geti tekizt, eða hafa tekizt, að hrinda í framkvæmd einu og öðru, sem lagt var til grundvallar að lögum um atvinnu við siglingar hér á landi á sínum tíma, en það ástand, sem hér hefur skap- azt er hins vegar glæfraspil, sem verður að hætta, áður en fleiri slys verða, sem rak in verða til undanþágu- draugsins. UNDANÞÁGAN Þó hér hafi verlð farið hörðum orðum um undan- þágur, þá er rétt að taka það fram, að meðal þeirra 250 undanþága frá lögum um at vinnu við siglingar, sem eru í gildi frá degl til dags, eru margar veitingar vegna smá vægilegra hluta, eins og þeg ar menn hafa lokið nauðsyn Igum prófíim. en uppfylla þó ekki bókstaflega hin laga- legu skilyrði. Það mun láta nærri, að veittar séu um 400 undan- þágur á ári hverju, til að gegna yfirmannastöðum á flota okkar. Vélstjórum mót orvélstjórum, skipstjórum, stýrimönnum og loftskeyta-

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.