Tíminn - 24.05.1961, Qupperneq 6

Tíminn - 24.05.1961, Qupperneq 6
/ 6 TÍMINN, miðvikudaginn 24. maí' 19i Minningarorð: Frú Maríanna Halldórsdóttir, Dalvík Dalvík við Eyjafjöið er reisulegt og myndarlegt þorp. Það hefur risið á þessari öld og er henni til sóma. Þar býr dugmikið og at- hafnasamt fólk, og menningarsvip- ur er þar yfir lífi og starfi. En þriðjudaginn 16. þ.m. blöktu þar fánar í hálfa stöng, því að ein velmetin og vinsæl húsfreyja þorpsins, frú Maríanna Halldórs- dóttir, var hnigin í val. Hún hafði andazt snemma morguns þann dag í sjúkrahúsinu á Akureyri. Og í gær (23. þ. m.) var hún lögð til hinztu hvíldar í nýjan grafreit við hina nýreistu kirkju á Dalvík, og er hún fyrst allra lögð í þann reit. Maríanna Halldórsdóttir var |fædd 16. nóv. 1909, og varð því ; eigi aldur að meini. Voru foreldr- ;ar hennar hjónin Guðrún Júlíus- ! ardóttir bónda að Syðra-Garðs- horni og konu hans Jóhönnu Maríu Björnsdóttur, og Halldór Sigfús- son bónda á Grund, og konu hans Önnu S. Björnsdóttur. Eru þetta kunnir ættarmeiðir í Svarfaðardal, dugmikið fólk og heiðvirt, og hafa einnig svo reynzt foreldrar frú Maríönnu og hún sjálf. Hún ólst upp með foreldrum sínum í mannvænlegum systkina- hópi. Voru börnin alls fimm, hún hið elzta þeirra og hið fyrsta, sem í valinn fellur, aðeins rúmlega fimmtug að aldri. Frú Maríanna giftist 10. maí 1930 eftirlifandi manni símim, Ög- mundi Friðfinnssyni, ættuðum úr Rvík, hinum mesta myndarmanni og atorkumanni. Hafa þau alla tíð búið á Dalvík og farnazt vel. Þau hafa eignazt 4 mannvænleg og vel gefin börn, og er hið yngsta nú rúmlega tvítugt að aldri. Frú Maríanna Halldórsdóttir var fríðleikskona og prýðisvel gefin. Hún var örlynd til geðs og gerðar, frábær dugnaðarkona að hverju sem hún gekk og vinnugefin, svo sem hún átti kyn til, og jafnan fús til þess að ljá lið hverju og hverj- um sem liðsinnis þurfti. Mun það samróma álit þeirra, er bezt þekktu til hennar, að hún hafi; verið mannkostakona, traust og j heil í skapgerð, hjálpsöm og rík af samúð og fórnarlund. Var hún og hin prýðilegasta húsfreyja og ágæt móðir, heimilisrækin og hjartahlý. „— Það sakna hennar allir hér, því að hún var ágæt kona“, varð mætri konu að orði er hún frétti lát hennar. Er nú mikill harmur kveðinn að eiginmanni hennar og börnum við fráfall hennar. Og aldurhnign- um foreldrum sínum reyndist hún svo ágæt dóttir, hjálpsöm, um- hyggjusöm og nærgætin, að þau horfa nú hnípin og með söknuði á mikið skarð í ástvinahópinn. En þeim má öllum vera huggun í því, að hin látna dóttir, ei'ginkona, móðir og amma, var virt og vin- sæl og skilur eftir sig gott mann- orð. En allir verða fyrr eða siðar að hlýða kallinu mikla. Og gott er heilum vagni heim að aka. Með þessum fátæklegu orðum sendi ég öllum ástvinum hinnar látnu frændkonu minnar einlæg- ustu samúðarkveðjur og kveð hana með virðingu og þökk. Snorri Sigfússon Áttræður: Ástgeir Björnsson frá Laugum Ástgeir Björnsson frá Laugum í Harungerðishreppi varð áttræður á hvítasunnudag. Hann er einn þeirra manna, sem mér er minnis- stæðastur frá æskuárum, sakir góð vildar og umhyggju til hvers sem var. Hann var heimilismaður á æskuheimili mínu átta ár og hefur ætíð verið tryggur vinur foreldra minna og systkina. Vinátta hans var okkur öllum gulli betri og! mannkostir hans urðu okkur systk inunum mikil hamingja. Um le>" og ég flyt honum hamingjuóskir á merkum tímamótum á ævi hans, vil ég minnast hans að nokkru í stuttri grein. Ástgeir er fæddur á Bollastöðum í Hraungerðishreppi 21. maí 1881. Foreldrar hans voru Bjöm Björns-, son bóndi þar og kona hans Guð- rún Magnúsdóttir. Björn á Bolla- stöðum var sonur Björns bónda á Læk, Þorvaldssonar bónda í Auðs- holti, Björnssonar bónda í Vorsa- bæ á Skeiðum, Högnasonar lög- réttumanns á Laugaivatni, Björns- sonar prests Stefánssonar á Snæ- fuglsstöðum, er fór í Þórisdal, sem frægt er. Móðir Ástgeirs, Guðrún, var dóttir Magnúsar bónda og skálds á Bollastöðum, Erlendsson- ar bónda á Velli, Þorvarðssonar bónda í Hólum, Vernharðssonar bónda á Loftsstöðum, Ögmunds- sonar bónda s. st., Magnússonar bónda s. st., Galdra-Ögmundssonar bónda á Loftsstöðum, er bæinn færði þangað sem hann er nú. Eru þetta merkar ættir og fjölmennar um Árnesþing. Foreldrar Ástgeirs voru fátæk eins og flest bændafólk á síðustu öld. Hann ólst upp hjá vandalaus- um. Fyrst var hann í fóstri í Lang- holtsparti hjá Úlfhildi Eiríksdótt- ur. En tólf ára fór hann að Litlu- Reykjum til Stefáns Eiríkssonar smiðs og konu hans Ragnheiðar Guðmundsdóttur. Naut hann þar hins bezta uppeldis og vora þau hjónin, Stefán og Ragnheiður, honum sem beztu foreldrar. Ást- geir minnist þeirra ávallt af miklu þakklæti og hlýhug. Ástgeir var snemma mjög nám- fús. En í þann tíma voru engir skólar til, sem opnir stóðu alþýð- unni. Ástgeir reyndi ^strax á ung- um aldri að afla sér þekkingar. Eg minnist þess, að hann sagði mér einu sinni, að hann hefði æft sig í skrift á vetrum á ís og svelli. Þetta sýnir, hvert hugur hans stefndi. Hann varð afbragðs skrif- ari og vel að sér um margt. Ást- geir er ágætlega hagmæltur, eins og margir ættmenn hans, en hann flíkar þeirri gáfu lítt. Eitthvað mun hann eiga af ljóðum. Hef ég séð eftir hann vísur og kvæði, og benda þau ótvírætt til mikilla hæfileika til skáldskapar. Ástgeir fór ungur til sjávar. Hann var mörg ár á skútum á vertíðum, en heima á Reykjum á sumrin. Hann var ágætur sjómað- ur og sérstaklega góður félagi. Samskipsmönnum varð hann kær og þekkur og þeir urðu ævilangt vinir hans. Enda er ábyggilegt, að Ástgeir hefur aldrei umgengizt fólk, hvorki á sjó né landi, án þess að vinna traust þess og vin- áttu. Eftir að Ástgeir fór frá Litlu- Reykjum var hann lengi heimilis- maður á Stóru-Reykjum hjá for- eldrum mínum. Stundaði hann þá sjó á vertíðum, reri í Þorlákshöfn hjá Jóni í Norðurkoti. Á vorin og haustin var hann í vinnu síðustu árin við framkvæmdir Flóaáveit- unnar. Árið 1929 réðist hann ráðs- maður til Grímúlfs Ólafssonar yfir tollvarðar á Laugabrekku við Reykjávík. Meðan hann var þar átti hann alltaf skepnur fyrir aust- an. Er mér minnisstætt, hve oft hann minntist þeirra, þegar hann sendi okkur systkinunum línu. Hugur hans var ekki staðfastur fyrir vestan heiði, enda leið ekki langur tími, til þess hann sneri aftur austur til æskustöðvanna. Vorið 1930 réðist Ástgeir ráðs- maður að Laugum til Guðrúnar Bjarnadóttur. Hafði hún fyrir skömmu misst manninn. Ástgeir batt órjúfandi tryggð við Lauga- heimilið og vann á Laugum af: eins mikilli trúmennsku eins og i hann væri við sitt eigið bú. Hann | var ágætur búmaður og snyrtileg-: 1 ur í allri umgengni, bæði í gripa-: ; húsum og hlöðum. Fénaður hans í ] var alltaf svo vel framgenginn, að af bar. Ef hef fáa menn þekkt, j sem hugsuðu eins vel um búpen-1 ing og hann. Hann umgekkst skepn 'urnar sem félaga, félaga, sem i hann vann fyrir með umhyggju og I : alúð. Ástgeir unni gripum sínum af sannri ást bóndans. Lífsstarf ! hans er honum gleði og enn er ! hugur hans og kraftar helgaðir i starfinu, bóndastarfinu. j Árið 1944 brá Guðrún á Laug- um búi. Réðist þá Ástgeir til i Eiríks Bjarnasonar á Selfossi. Ann aðist hann gegningar fyrir hann á vetrum en heyskap á sumrin. Enn ivinnur Ástgeir við gegningar, þó starfsdagurinn sé orðinn langur. Eg hitti hann á Selfossi fyrir nokkram dögum. Eg hélt, að hann væri heima, en hann var í fjósi við gegningar. Eiríkur Bjarnason og kona hans hafa reynzt Ágtseir sem sannir hús bændur, eins og þeir eru beztir í sveitum. Hann vann traust þeirra og trúnað af dyggðaríku starfi, eins og alls staðar, þar sem hann hefur verið. Hamingja hans hefur alltaf verið og verður ætíð fólgin mest í uppskeru hans af dyggu starfi, sem gefur honum óbilandi vini, trausta og trygga, sem binda jvið hann órjúfandi tryggð. Ástgeir Björnsson er mikill mannkostamaður. Hann ann öllu (Framhald á 15. síðu). SKIPAÚ7GERÐ RlK'SINS Herðuhreið vestur um land í hringferð 27. þ. m. Tekið á móti flutningi í dag til Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borg arfjarðar, Vopnafjarðar og Bakka fjarðar. Farseðlar seldir á fimmtu dag. Awglýsið í Tímanum Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA OG BÁTASAt.A Tómas Árnason hdl. Vilhjálmur Arnason, hdl. Símar 24635 02 1630? Sendum í póstkröfu. v«vv*v*v«v*v*v*v*v*v*v*vv* Sveit 12 ára drengur óskar eftir sumardvöl á góðu sveita- heimili. Upplýsingar í síma 33466. Bændur Eg er á 13. ári, vanur allri sveitavinnu, óska eftir að komast á gott sveitaheimili. ypplýsingar í síma 12205. Vinna Setjum í tvöfalt gler. — Kíttum glugga. — Vanir menn. Sími 32394. •■V*-VV' V-'V'v'V-V •'V-W*V»V' Sveit Drengur á 12. ári vill kom- ast í sveit, á gott heimili. Drengurinn er greindur og myndarlegur. Verður borg- að með honum, ef óskað er. — Sendið tilboð til blaðsins, ef þið viljið taka drenginn, merkt „Myndar- legur“. 13 ára drengur óskar eftir vinnu í sveit í sumar. Vanur sveitastörf- um. Uppl. í síma 23522. .•V*V*V'V*V«V'V*T Bifreiðar til sölu Taunus 1960 Ford Falcon 1960 Willys Station 1953 Willys jeppi 1947 Chevrolet 1947 Volkswagen 1956—60 BIFREIÐASALA STEFÁNS Grettisgötu 56. Sími 12640. Þökkum hjartanlega öllum þelm, er sýndu samúð og vlnarhug við andlát og jarðarför Önnu Pálsdóttur Bræðratungu 37, Kópavogi. Helgi Ólafsson og börnln. Jón Eiríksson magister, frá Hrafntóftum, lézt 18. þ.m. í Osló. Fyrir hönd foreldra, fósturforeldra og systklna. Slgríður Eiríksdóttir. Jóhann Þ. Jósefsson fyrrverandi ráðherra, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. mal 1961 kl. 13.30. Blóm eru vlnsamlegast afþökkuð. Athöfninni verður útvarpað. Magnea Þórðardóttir, Ágústa Jóhannsdóttir, Svana J. Hodgson. ÞAKKARÁVÖRP Þakka innilega heimsóknir, gjafir og heillaóskir á sjötugsafmæli mínu, 18. maí s.l. Karólína Stefánsdóttir, Sigtúnum, Akranesi. Alúðar þakkir færi ég öllum þeim, sem heimsóttu mig, sendu skeyti og færðu mér stórgjafir á 90 ára afmæli mínu, 12. ihaí. Jón Bjarnason, Bjarkargötu 8, Rvík. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.