Tíminn - 24.05.1961, Page 11

Tíminn - 24.05.1961, Page 11
T&f'M.I N N, mi®vikudagiim 24, maí 1961. H Verkamannabústaðir á Isafiröi c„ Sýn!nrg Solveigar Eggerz ■ < ...jjÉjÍ II Ágúst Guðmundsson, byggingamelstari Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í sýningarsalnum að Lauga- veg 26, að sýna listaverk á fram- Jeiðslusýningu, sem „Vefarinn" og Ofnasmiðjan h.f. standa þar fyxir og sýna á framleiðslu sína. Þetta er athyglisverð nýjung og ættu fleiri að fylgja fordæmi þess- ara fyrirtækja. — Með því að láta listamenn annast skreytingu húsa- kynna sinna geta slíkt fyrirtæki fengið á sig meiri menningar- brag, auk þess sem slík samskipti yrðu myndlist hin mesta lyfti- stöng. Sýningar sem þessar gætu orðið skemtilegur liður í þessum samskiptum. Á þessari samsýningu sýnir fiú Sólveig Eggerz um þrjátíu nýjar vatnslitamyndir, sem flestar eru úr Reykjavík. Þetta eru einkar fallegar myndir og sýna að lista- konan er í stöðugri framför. Þetta er þriðja sýningin, sem fi'ú Sól- veig heldur á skömmum tíma og seldust myndirnar af fyrri sýning- unum að heita má alveg upp. Sýningin er í hinúm nýja og glæsilega sýningarsal að Laugaveg 26. Smekkleg kort Blindrafélagsins Athygli almennings er hér með vakin á hinum smekklegu kortum er gefin voru út í tilefni af opnun Vinnu- og dvalarheimilis Blindra- félagsins, að Hamnahlíð 19, síðast- liðinn fimmtudag. Kort þessi eru gefin út til styrktar starfsemi blinda fó'lksins, sem af miklum dugnaði og með stuðningi yfir- valda og velhugsandi einstaklinga hefur komið á fót hinu rnyndar- lega heiniili. Póstmálastjóri hefur sýnt starfseminni þann velvilja að ] leyfa stimplun kortanna með 'dag-1 stimpli vígsluhátí'ðar heimilisins. Er því hér um að ræða merki, j sem safnarar munu án efa sækjast | eftir', sérstaklega þegar um jafn- lítið upplag er að ræða og merki blinda fólksins. Kortin eru til sölu í Hreyfilsbúð í inni og hjá félaginu sjálfu. Persakeisari og frú hans Verkamannabústaðir í byggingu á ísafirði. Nýreistir verkamannabústaðir á ísaflrði við Fjarðarstræti. Byrjað var á byggingu þeirra f maí í fyrra, en þá var búið haustið áður að steypa gólf- plötu og útivinnu við þá lauk í desember og fyrstu íbúar munu flytja inn í ágúst. í hús- inn eru tólf íbúðir, hver um 100 fermetrar. Vinnan öll hefur gegnið fram úrskarandi vel. Byggirigameist- ari var Ágúst Guðmundsson. Formaður Byggingafélags verkamanna er Rfan Gestson. Þrátt fyrir þessa aukningu og fleiri hús, sem í smíðum eru, er mjög alvarlegur húsnæðis- skortur á ísafirði. Mun láta nærri að um 20 fjölskyldur vanti húsnæði. al 41 Tónleikar Tadeusc Zmudzii>ski íslenzkt tónlistarlíf hefur verið i'íkulegt að undanförnu bæði að vöxtum og gæðum. Tveir frábærir listamenn hafa miðlað okkur af auðlegð sinni með stuttu milli- bili. Hinn síðari var pólski píanó- snillingurinn Tadeusz Zmudzinski, sem var einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands og hélt auk þess tvenna tónleika á vegum Tónlistarfélagsins í Aust- urbæjarbíói. Á tónleikum sinfóníuhljómsveit arinnar var Zmudzinski einleikari í píanókonsert nr. 2 eftir Chopin og í „Nætur í görðum Spánar“ eftir de Falla. Auk þess lék hin endurreista hljómsveit forleik að óperunni Iphigenie in Aulis eftir Gluck og tilbrigði um stef eftir Paganini eftir Boris Blacher. Bæði þessi verk lék hljómsveitin með prýði, enda þótt hið síðara sé stór- um erfiðara í flutningi en hið fyrra, snúast málin algjörlega við, þegar litið er á innihald verkanna, því að forleikur Glucks var langt- um tilkomumesta verkið á efnis- skránni með fullri virðingu fyrir hinum þremur. Leikur Zmudzinskis einkennist af næmri innlifun, þrótti og ör- yggi, sem gagntekur hlustandann strax með fyrstu nótunum, sem hann spilar. Tæknin er fullkomin og tónmyndunin og allar fraser- ingar meistaralega gerðar. Túlkun hans á Chopin laus við þessa væmnu tilgerð, sem fylgir tónlist hans eins og svartur skuggi. Að því leyti minnti hann á hinn fræga landa sinn Artur Rubinstein, og báðir meðhöndla þeir hljóðfærið eins og slyngur tamningamaður ó- temju. í verki de Falla kynntist hlustandinn annarri hlið þessa stór kostlega listamanns, mikilli fágun og dansandi léttleik, enda slepptu áheyrendur honum ekki fyrr en hann hafði leikið tvö aukalög. Á tónleikunum í Austurbæjar- bíói voru viðfangsefnin eftir j Brahms, Szymanowsky, Chopin og 1 Prokofiew. Zmudzinski er frábær! Brahmsspilari, svo að það hefði verið hin mesta unun á að hlýða, ef hann hefði leikið annan hvorn píanókonserta hans í stað þeirra verka, sem hann lék með hljóm- sveitinni. Sennilega er það álíka skynsamlegt og deila um keisar- ans skegg að halda því fram, að hann hafi leikið eitt verkið öðru betur, því leikur hans í verkum Szymanowskys og Prokofiews var svo stórkostlegur, hvort heldur sem litið er á tækni eða túlkun,; að hlustandinn gleymdi því meira ' að segja, að þessi ágæti listamaður 1 lék þarna á hljóðfæri, sem er þjóð j arskömm að bjóða nokkrum rnanni j að spila á. A. NTB—Osló, 18. maí. — Pers íukeisari og kona hans eru nú í opinberri heimsókn í Nor- egi, og er mikið um dýrðir í Osló af því tilefni. Er þetta íj fyrsta sinn, sem æðsti þjóð-I höfðingi Persíu kemur í opin-j bera heimsókn til Noregs. Mikil og fögur skrúðganga varj gengin til konungshallarinnar, þar sem konungur og keisari héldu ræður og ávörpuðu þjóðir hvor annars. f fylgd með Persíukeisara, er, auk konu hans, móðir keisaraynj- unnar og fjölmennt fylgdarlið. Á móti keisaranum, tóku öll mestu stórmenni Noregs, og mik- ill mannfjöldi bauð þau hjón vel- komin með dynjandi hrúrrahróp- um. / í útsendingum norsku frétta- stofunnar NTB, sem hefur mörg orð um þessa heimsókn, var af því látið, hve veður í Osló hefði verið dásamlegt, og hefði Oslóarborg þannig skartað sínu fegursta við heimsókn þessara tignu gesta. Tjaldferð um Evrópu Ferðaskrifstofan SUNNA efnir til sérstaklega ódýrrar og nýstár- legrar hópferðar 27. maí. Flogið verður til Kaupmannahafnar og síðan ekið með þýzkum alngferða bíl um Danmörku, Þýzkaland, Austurríki, Norður-Ítalíu og Sviss, og dvalizt á fegurstu stöðunum. Gist verður aðallega í tjöldum og áherzla lögð á að fólk fái sem mest fyrir peningana. Enn er hægt að bæta við þátt- takendum og eru upplýsingar góð fúslega veittar hjá SUNNU í sím- um 16400 og 16098. sem eg sofi” Tilboð óskast í nokkra 2V2 tonna dísil sendiferðabíla. Bílarnir verða til sýnis í Rauðarárporti (við hliðina á Sölu- nefndinni) í dag 24. maí frá kl. 1—3. — Tilboð skilist í skrifstofu Vagnsins h.f., Laugavegi 103, fyrú kl. 5 í dag.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.