Tíminn - 24.03.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.03.1963, Blaðsíða 8
„ÆTLID ÞÉR AD HAFA d. OKKUR AD FÍFLUM?" „Íslandssinfónían" var frum- flutt í samkomuhúsi háskólans s.I. fimmtudagskvöld af Sinfón- íuhljómsveit íslands, að við- stöddum höfundinum, Henry Cowell, sem tileinkaði þessa 16. sinfóníu sína Vilhjálmi Stefáns- syni landkönnuði. Ég sat á tali vig Cowell þenn an sama dag og spurði hann, hvernig þeir hefðu kynnzt, hann og Vilhjálmur. — Það var nú svo einskær tilviljun, sem nokkuð getur ver- ið, ætli það hafi ekki verið fyrir 22 árum, jú, það var víst 1941. Vig hjónin vorum að fara heim úr samkomuhúsi í New York og báðum þjón að útvega okkur leigubil. Innan stundar er okk- ur tilkynnt, að bíllinn sé kom- inn. Um leið og dyrnar voru opnaðar fyrir okkur og við stig um inn, opnast hinar dyr bíls- ins, og þar stígur inn aldraður maður, sem líka hafði verið vís að á þennan sama bíl af ein- hverjum misskilningi. En það voru margfr, sem biðu eftir bíl- um þarna, o.g ekki var nema sjálfsagt, að við notuðum sama bíl, þótt við værum ekki að halda í sama stað. Konu minni varð starsýnt á manninn og segir með sjálfri sér: ,,Ég þekki þetta andlit. Hvaðan kemur það?“ Og síðan upphátt við gestinn: „Ekki vænti ég að þér séuð herra Stefansson land- könnuður?" „Jú“, anzaði mað- urinn. Við ókum fyrst að húsi Vilhjálms og þegar þangað kem ur, vill hann endilega, að við skreppum inn fyrir svo að hann geti kynnt okkur fyrir konu sinni. Við dokuðum vig andar- tak og héldum síðan heim. En það leið ekki á löngu, að Vil- hjálmur hringdi og bauð okk- ur heim. Varð úr þessu góg vin- átta milli okkar hjónanna og skiptumst við á heimsóknum. — Hafði Vilhjálmur áhuga á tónlist? — Hann hafði þolinmæði til að hlusta á mig, tala um músik, og ég hlýddi hann segja frá heimskautaferðum. — Var Vilhjálmur músíkalsk ur? — Hann var svona álíka álíka músíkalskur og ég fróður um heimskautið. Einna mestan áhuga hafði hann á þjóðlögun- um, sem ég sagði honum frá og hafði safnað í ýmsum löndum. Mjög hafði hann gaman af, að ég spilaði fyrir hann af plötu Eskimóalag frá Baffínslandi, þar sem hann hafði dvalizt, og hann þekkti strax lagið. Allt vi'ldi hann heyra er að Eskimó- um laut. Ég sagði honum frá músik Eskimóa í Síberíu, frá því lagi þeirra, sem er aðeins einn tónn, sem þeir halda samt áfram tímum saman að syngja og leika. Einn tónn — og samt músik. Vilhjálmur var mjög gáf aður og skemmtilegur maður Ég var byrjaður á 16. sinfóníu minni, þegar mér barst dánar- fregn Vilhjálms. Þá ákvað ég að tileinka honum verkið, þeg- ar ég hafði lokið við það. Það finnast í henni íslenzk stef. — Hafið þér lengi þekkt til íslenzkra þjóðlaga? — f annað sinn, sem ég var í Berlín um 1930, fór þangað sem Guggenheim-styrkþegi, að kynna mér samanburð á tónlist Kennari minn þar hafði þá und ir höndum plötuupptökur af ís lenzkum þjóðlögum, sem Jón Leifs hafði safnað. og ég fékk að gera eftirmynd af þessum plötum, og hafði heim með mér. Það taldi ég mikinn feng. — Þér hafig auðvitað kynnzt Jóni Leifs í Berlín þá? — Nei, okkar fundum bar ekki saman þá. Ég kynntist ís- lendingum fyrst í Kalifomíu, þar sem ég tók að mér að kenna músik við Stanford-há- skóla, þegar ég kom heim frá Berlín. Þetta var í háskólabæn um Palo Alto, rétt norðan við San Fransisco. Skömmu eftir að ég kom þangað, hitti ég íslenzk hjón, sem þar voru búsett. Ég fór auðvitag strax að biðja þau að kveða rímur fyrir mig, en þau þóttust ekki kunna neina stemmu. Hins vegar sungu þau fyrir mig nokkur gömul íslenzk sálmalög, svo það var nú strax betra en ekkert. Þau hjónin sögðu mér, að í San Fransisco væru fjölmargir íslendingar bú settir. Ég stakk upp á því við hjónin, ag þau byðu öllum ís- lendingunum heim til mín eitt- hvert kvöld á næstunni. Þau tóku vel í það, og við fórum að skrifa boðskort. sem við send- um svo öllum íslendingum kringum San Fransisco-flóann Ekki þáðu nærri allir boðið, en 44 komu samt á tilsettum tíma Og þegar allir voru saman komnir, fór ég að spyrja hina ágætu gesti, hvort þeir kynnu ekki gömul íslenzk kvæðalög Flestir svöruðu því til, að þeir myndu eiginlega ekki eftir neinu slíku. Það var nú skrafað um eitt og annað, og ég lét bera gestunum hressingu — ákavíti. Eftir fyrsta drykkinn fór minnið að lagast hjá sum- um, og þegar þeir höfðu fengið 2—3 drykki, voru enn fleiri orðnir talsvert minnugir á gamlar kvæðastemmur, svo að ég varð hæstánægður með út- komuna. Þetta varð hið skemmtilegasta kvöld. Ég hafði þó nokkur rímnalög út úr þessu. — Hvenær fóruð þér fyrst ag kynna yðar eigin tónverk? — Nú eru rúm fimmtíu ár síðan ég hélt tónleika í San Fransisco; lék þar verk eftir mig á píanó og þá aðferð þeirri sem ég nefndi „tone-cluster“, lék með hnefanum og öllum framhandleggnum opnaði píanóið og lék beint á streng- ina með því að strjúka þá og grípa í þá. Þetta þóttu mikil firn og margir áheyrendur urðu andaktugir; gekk hreint fram af sumum. Tíu árum síðar eða árið 1922 fór ég til Þýzkalands og hélt píanótónleika í Berlín o,g Leipzig. Undirtektir í Berlín urðu ekki sem verstar, því að Berlínarbúar höfðu dálítið kynnzt nýjustu tónlistinni. En öðruvísi brá við, þegar ég kom til Leipzig. Þar hafði ekki enn verið flutt músik eftir t.d. Stravinsky eða Schönberg eða aðra byltingarmenn í tónlist. Ég hafði ekki lokið vig fyrsta verk mitt, þegar púað var á mig alls staðar úr salnum. Þeim tón leikum gleymi ég aldrei. Rosk- inn maður reis úr sæti sínu og ávarpaði mig á þessa leið: „Ætlið þér ag hafa okkur alla að fíflum?“ Síðan spratt ungur maður á fætur, steytti hnefana framan í mig o,g kallaði mjög æstur: „Þér hafið svívirt Bach og Mozart með því að bera þennan ófögnug á borð og nefna það músik. Yður væri ráð legast að bvpja vður sem fvst út úr Leipzig. og við gefum vð- ur nokkrar mínútur t>l þess“. Sessunautur þessa manns gat sefað hann, bag hann að gera borginni ekki þá skömm að hleypa öllu upp. jafnvel þótt þessi ungi Ameríkumaður vildi verða sér til háðunaar. Varð svo allt kyrrt um hríð og ég fékk að ljúka vig tónleikana. En strax að þeim loknum fór allt í bál og brand Þessir tveir ungu menn fóru að rífast á leið inni út og lentu í blóðugum á- flogum fyrir utan húsið. Ein- hverjir ætluðu að stilla til frið- ar, en allt lenti í einni áfloga- bendu og lögreglan þurfti að fá liðsauka til að tvístra mann- fjöldanum. Það var þá aldeilis. að ég átti erindi til þessarar miklu’ músikborgar. Tónleikar mínir þar urðu þag sem þeir kalla „Skandale" á þýzkunni. — En svo funduð þér upr vðar eigið hljóðfæri. var þaf ekki eitt hið fvrsta elektroniskt hlióðfæri. sem fram kom? — Ætli mér sé ekki óha?*1 ÞESSI MYND var tekin af Cowell á hinum frægu tónlelkum hans í Þýzkalandi 1923, er hann minnist á í viðtalinu, þegar hann lék meS hnefanum, olnboganum og handleggnum á nótnaborðið og opnaði píanólð svo að hann gæti líka teygt sig inn í það til að leika beini á strengina og berja kassann jafnt u'fan sem innan. T í M I N N, sunnudagurinn 24. mar? 1863«

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.