Tíminn - 24.03.1963, Qupperneq 15

Tíminn - 24.03.1963, Qupperneq 15
Sjötíu og fimm ára Hannes Hannesson HANNES er fæddur að Hafsteins- stöðum í Skagafirði 25. marz 1888. En þaðan fór hann með móður sinni, Steinunni Jónsdóttur, um vinnuhjúa- skildaga sama vor norður í Fljót. — Fljótlega komst hann þar á heimili þeírra hjónanna Guðfinnu Gunn- laugsdóttur og Jóns Sigurðssonar, sem þá bjuggu á Molastöðum, en síðar lengst af á Illugastöðum í Holtshreppi, ólst hann upp hjá þeim og var á þeirra heimili til tvítugs aldurs. Hannes telur það hafa orðið sér til mikillar gæfu að alast upp hjá þessum sæmdarhjónum, enda hafi þau að öllu gengið sér í for- eldrastað. Að Hraunum fór hann svo 1908 og var þar fyrst vinnumaður, en síðan hafði hann þar heimili tij ársins 1918. Meðan hann var á Hraunum, byrjaði hann lítils háttar á barna- kennslu. Veturinn 1909 til 1910 var hann við nám á Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar. Haustið 1915 fór hann til náms í Kennaraskóla íslands og var þar við nám £ tvo vetur og útskrifað- ist þaðan vorið 1917. Á þeim árum þótti það sýna stórhug mikinn af efnalausum pilti að brjótast til mennta í Reykjavík án þess að eiga í vændum neina aðstoð, hvorki fjár- hagslega né aðhlynningu kunnugra eða vandabundinna. Enda mun Hann es hafa þurft að leggja hart að sér þessi ár, og oft lifað við þröngan kost, og að sjálfsögðu varð hann að neita sér um allt skemmtanalíf og ýmsan munað, sem nútíma ungling- ar telja sig alls ekki geta án verið. En viljaþrekið bugaðist ekki, og þess vegna vannst sigur. Síðan hefur Hannes haff barna- kennsiu sem aðallífsstarf sitt, ásamt búskap. Hann kenndi fyrst i Holts- hreppi, en síðan 8 vetur í Haganes- hreppi og svo aftur í Holtshreppi ná- lega óslitið til vorsins 1959, að hann lét af kennslustörfum, en við kennslu í Holtshreppi tók þá elzti sonur hans Valberg. Hannesi befur lánazt kennarastarf ið ágætlega. Börn þau, sem úr skóla hans hafa farið til náms í framhalds- skólum, hafa verið þar vel hlutgeng og ekki síður undirbúin en börn úr öðrum skólum. Auk þess hefur Hann es með kennslu sinni og samvistum við börnin tryggt sér virðingu og ævarandi vináttu fjölda nemenda sinna. Það vita allir, sem reynt hafa, að kennarastarf, stundað af alúð og samvizkusemi, reynir á sálarþrek og þolinmæði kennara. En svo þegar þar við bætist mjög örðug aðstaða um kennslufyrirkomulag, í farskól- um eða heimangönguskólum, í ó- hentugum húsakynnum með ófull- komin kennslutæki o. fl. ábótavant, svo og óhjákvæmileg ferðalög milli heimil'is og skóla, oftast gangandi í ófærð og illviðrum að vetrarlagi, má ljóst vera, að slík störf eru ekki heiglum hent. En þessi voru kjör Hannesar og margra annarra kenn- ara í sveit fyrri hluta þessarar ald- ar. Árið 1920 kvæntist Hannes Sigríði (f. 30. júlí 1900) Jónsdóttur, bónda á Melbreið, Guðvarðarsonar, og konu hans, Aðalbjarga,r Jónsdóttur. Þau Sigríður og Hannes hófu búskap á Melbreið 1921, fyrst í sambýli við tengdaforeldra Hannesar. en 1926 tóku þau við allri jörðinni og hafa búið þar óslitið síðan, þar til nú síð- ustu árin, að þau hafa fengið jörð- ina í hendur Valberg, syni sínum, og konu hans, Áshildi Magnúsdótt- ur. Þau Sigríður og Hannes hafa eignazt 8 börn og eru þau; Valberg, kvæntur Áshildi Magnúsdóttur; Að- alheiður, gift Stefáni Jónassyni, bíl- stjóra, Reykjavík; Pálína, gift Kristni Sigurgeirssyni, smið, Reykja vík; Guðfinna, gift Sigurði Sófus- syni, sjómanni, Vestmannaeyjum; Sigurlína, gift Úlfari Þorsteinssyni, bílstjóra, Reykjavík; Erla, gift Jóni Rúnar Oddgeirssyni, Reykjavík, Snorri, ókvæntur, sjómaður, Reykja- vík, og Haukur, ókvæntur, verka- maður, Reykjavík. Barnabörn þeirra hjóna eru sautj- án. Á heimili þeirra á Melbreið hafa margir komið, því að hvort tveggja er, að Melhreið er alveg í þjóð- braut og auk þess hafa margir á- nægju af að dvelja þar um stund og ræða við húsbóndann, en þau hjón eru mjög greiðvikin og gest- risin. Hannes hefur í ábúðartíð sinni framkvæmt allmiklar jarðabætur, auk þess sem hann hefur húsað jörð ina vel. Þegar Skg.iðfoss var virkj- aður fyrir ca. 20 árum, fór mjög mikið og verðmætt land undir vatn frá flestum bæjum í Stíflunni, þar á meðal missti Melbreið allmikið land. Til þess að þurfa ekki að yf- irgefa jörð sína, hófst Hannes handa um aukna túnrækt og bætti sér þannig að nokkru upp landmissinn en kostaði mikið fé, en sýnir þá skapger,ð,_að láta.ckki örðugleikana yfirbuga, heldui- glíma við þá og freista þess að sigra. Hannes hefur verið áhugasamur um ýmis félagsmál og hvatt nem- endur sína og aðra með erindum á samkomum og víðar tii framtaks og dáða sveit sinni til farsældar. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Ungmennafélagsins Von í Stíflu árið 1918, og árið eftir beitti hann sér fyrir stofnun Ungmenna- félags Hpltshrepps. f þessum félög- um var hann mjög virkur þátttak- andi og lengi formaður Ungmenna- félags Holtshrepps. Hann var í hreppsnefnd Holtshrepps um 30 ár, skattanefndarmaður 14 ár, í sóknar- nefnd um 10 ár, í stjórn Samvinnu- félags Fljótamanna hefur hann átt sæti síðan árið 1948. Hann hefur nokkuð fengizt við rit- störf, þó að fátt hafi birzt á prenti, en mun eiga í handritum ýmis fróð- leg rit um annál Holtshrepps, lýs- ingu byggðarlagsins o. fl. Hannes hefur verið gæfumaður. Hann hefur áunnið sér vinsemd og virðingu samborgara sinna. Eignazt góða konu og gott heimili. Þeim hjónum hefur auðnazt að koma börn um sínum vel til manns og geta þvl horft vongóð til framtíðarinnar. Á þessum tímamótum vil ég senda Hannesi og fjölskyldu hans frá mér og fjölskyldu minni hugheilar ham- ingjuóskir og þakka alla góðvild í garð barna minna, sem mörg nutu kennslu hjá honum, sömuleiðis þakka ég honum góða samvinnu að ýmsum málum hér í byggðarlaginu. Hermann Jónsson, Yzta-Mói. Kirk jukvöld í Húnavafnsprófastsdæmi Biskupinn nieðal ræðumanna ÁKVEÐIÐ er að halda samkomur í Hvammstangakirkju þrjú kvöld í röð, fimmtudag, föstudag og laugar. dag, 28.—30. marz. — Ræðumenn verða prófasturinn, séra Þorsteinn B. Gíslason, sóknarpresturinn séra Gísli Kolbeins og séra Ólafur Skúla son, æskulýðsleiðtogi. Á laugardagskvöldið flytur herra biskuplnn, Slgurbjörn Einarsson, erindl. — Ragnar Björnsson leikur á kirkjuorgelið tvö fyrri kvöldin, og þá syngja þau frú Sigurveig Hjaltested og Erlingur Vlgfússon með undirleik hans. Einnig syngur blandaður kór. — ÖII kvöldin verða myndasýningar með skýringum. — Aðgangur að samkomunum er ókeypis. eldurTpölúm Reykjavík, 23. marz — Kl. 21,17 í gærkvöldi kom upp eldur á raf- geymaverkslæði Póla í Þverholti 15 A. Eldurinn breiddist út um stóran vinnusal, eyðilagði fjölda i-afgeyma, borð og milligerðir, og komst upp úr loftinu. ,Mest brann suðufhlið hússins. Ókunnugt er um eldsupptök, en tjónið er geysi- mikið.. Tolk^ráin Framhald al L síðu berra hafa gengið nokkuð langt í býræfninni þegar hann sendir frumvörp um efni sem þessi út um hvippinn og hvappinn áður en þau eru lögð fyrir Alþingi. Karin ske næsta gengislækkunarfrum- varp þeirra fari líka í prófarka- lestur út um bæ, áður en Alþingi er látið lögfesta það? Þær tollalækkanir, sem í frum- varpinu felast, verða þó fyrirsjá- anlega aðeins sem krækiber á móti þeim gífurlegu álögum, sem viðreisninni hafa fylgt. Framboð SjáEfst.fl. Framhalo -.1 1 síðu er þó líklegt að Þór takizt að klifra upp í stól konu sinnar að þessu sinni og Sveinn Guðmundsson í Héðni sigurstranglegri, enda þykir áhrifa iðnrekenda ekki hafa nægi- lega verið gætt á framboðslistán- Japanír Framnald af i síðu mánuði var að meðaltali 1027 millibarar, en er venju iega 999 millibarar. En nú er sem sagt búizt við að lág- þrýstisvæðið muni breiðast yfir norðurhvel jarðarjnnar. Japanskir veðurfræðing- ar safna nú til sín upplýsing um viða að úr heiminum, ef vera kynni, ag þeir gætu leyst gátuna um orsök þessa óvenjulega veðurfars. Blaðið átti tal við Jónas Jakobsson, veðurfræðing, út af þessum fróttum. Hann vildi lftið gera úr áhyggjum hinan japönsku veðurfræð- inga en sagð'i, að það vaéri náttúrlega vitað mál, að ef slík frávik yrðu ár eftir ár frá meðalloftþrýstingi, þá mundi kólna á norðlægum breiddargráðum. þar sem áhrifa hlýrra hafstrauma gætti ekki. Icai SKIPAUTGCRB RIKISINS i Ms. Hekla fer vestur um land til Akur- eyrar miðvikudaginn 10. apríl. Páskaferð. Farseðlar seldir þriðjudaginn 26. marz. Spá9 í ský flugveðurspár fyrir þær flugvélar, sem fara frá Reykýivíkurfiugvelli vcstur um haf, og einnig þær véj- ar, er fara austiir um haf eftir há- degið. Þær, sem fara austur fyrir hádegi fá hins vegar veðurspár frá Keflavík, en þar eru veðurfræð- ingar Veðurstofunnar á vakt all- au sólarhringinn. Hver flugstjóri, er leggur upp í millilandaflug fær með sér kort, er sýnir vinda í 18000 feta hæð, annað er sýnir vinda í 10000 fet- um og hið þriðja er sýnir úrkonni- svæði og vinda vig jörð. Inn á þessi kort eru svo gjarna settar ýmsar upplýsingar, er að gagni mega koma. Þá fær hann einnig þverskurðarmynd af skýj- um á leiðinni og veðurspár fyrir alla þá flugvelli, sem hann getur hugsanlega þurft að nota á leið- inni. Gefur auga leið, að þessar upplýsingar þurfa að vera sam- vizkusamlega gefnar, enda fær Veðurstofan skcyti um vcðurfar trá tugum staða bcggja vegna hafs ins og átta veðurskipum. Alþjóða- fluigmálastjórnin vcitir í staðhni allríflegan styrk til veðurþjónust- unnar hérlendis. Skipreka Framhald af 16. síðu mundur Helgason frá Keflavík, sem hefur verið í siglingum frá 16 ára aldri, aðeins komið fjórum sinnum heim síðan, og varð nú skipreika ! þriðja sinn á lífsleið- mni, Á stnðsárunum var tvisvar sökkt skipum. sem Guðmundur var á. Guðmundur var væntanlegur til Barcelona í dag. Hann er 37 ára gamall. Guðmundur var á sundi í 12 tíma eflir slysið. Vegalög Framhald af 16. síðu. og fyrr sagði á þeirri forsendu, að frumvarp ríkisstjórnarinnar um ný vegalög væri á næsta leiti. Á þessu þingi fluttu Framsóknar- menn þetta frumvarp ekki, vegna hinná sífelldu og ítrekuðu yfir- lýsingá rikisstjórniarinnar um nýtt vegalagafrumvarp. Þótti ekki ^á- stæða til að efast um að eftir slíkar sífelldar yfirlýsingar myndi þetta frumvarp koma fram á þessu þingi í lok kjörtímabilsins. Þegar til kom heyktist ríkisstjórn in svo á málinu og treystir sér ekki til að sýna frumvarpið fyrir kosningar. FERMINGARFOT Sem ný, mjög falieg fermingarföt til sölu á frekar háan dreng. Verð kr. 1000. — Til sýnis að Njáls- götu 52 B (gengið inn um undirgang). Hlutavelta KR hefsf kl, 2 í dag í Breiðfirðingabúð Ekkert happdrætti. — Engin núll Allir fá vinning. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. AÐALFUNDUR Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn að Freyjugötu 27, sunnudaginn 31. marz kl. 2 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ársreikningar liggja frammi á skrifstofu félagsins. Stjórn Málarafélags Reykjavíkur. BÆNDUR ATHUGIÐ Að Bíla- og búvélasalan er flutt úr Ingólfsstræti fyrir ári að Miklatorgi. BILA- OG BÚVÉLASALAN v/Miklatorg, sími 23136. Sveinn Jónasson. Konan mín og'móSir okkar, ingibjörg Hjálmarsdóttir Llndarhvamml 7, andaðist 22. þessa mánaðar. Sigurjón Sigurbjörnsson, Inga Sigurjónsdóttlr, Selma Slgurjónsdóttir. T í M I N N, sunnudagurinn 24. marz 1963. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.