Alþýðublaðið - 18.01.1944, Page 7

Alþýðublaðið - 18.01.1944, Page 7
ALÞYÐUBLAÐIÐ JÞrið'udagur 18. (anúar lrÍ4 iBœrinn í dag.í Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofunni, sími 1530. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Andleg heilsuvernd (dr. phil. Símon Jóh. Ágústs son). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans:. Sónata í A-dúr, fyrir fiðlu og píanó, eftir Cesar Franck (fiðla: Björn Ólafsson; pí- anó: Árni Kristjánsson). 21.25 Hljómplötur: Endurtekin lög. 21.50 Fréttir. Kveldúlfur gefur 150 þúsundir krona fil dvalarheimilis sjó- manna TT LUKKAN 11 f. h. í gær voru formaður, gjald- keri og ritari fjársöfnunar- nefndar Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, kvaddir til viðtals hjá útgerðarfélagini Kveldúlfur h.f. Voru þar fyr- ir þeir Thorshræður: Ric- hard, Haukur og Kjartan. . . Eftir að hafa ávarpað við- stadda, afhenti Richard Thors fyrir ^hönd eigenda Kveldúlfs, formanni nefndarinnar, Sigur- jóni Á. Ólafssyni, sparisjóðsbók með 150 þúsund króna inn- stæðu ásamt eftirfarandi bréfi, er lýsir bezt tildrögum og til- högun gjafarinnar: „í nokkuð á 4 áratug höfum vér átt óslitið, náið samstarf við íslenzka sjómenn. Eftir þessa löngu viðkynn- ingu berum vér mikla virðingu fyrir þessari tápmiklu stétt, og hlýjan hug til hennar, enda stöndum vér í margvíslegri þakkarskuld við sjómenn. Sem lítinn vott þessa þakk- lætis höfum vér ákveðið að senda Byggingarsjóði Dvalar- heimilis Sjómanna — kr. 150- 000.00 —, að gjöf,. en byggingu dvalarheimilis teljum vér hið mesta hagsmunamál sjómanna. Engar kvaðir fylgja framlagi þessu, aðrar en þær, að vér óskum eftir, að 13 herbergjum í væntanlegri byggingu dvalar- heimilisins verði gefin þessi heiti: Skallagrímur, Þórólfur, Egill Skallagrímsson, Snorri Goði, Snorri Sturluson, Arinbjörn Hersir, Gulltoppur, 1 Gyllir, Hekla, Borg, Mjölnir, Huginn, Muninn. Og að sjómenn, sem starfað hafa hjá oss, njóti forgangs- réttar til dvalar í þeim, að öðru jöfnu. Ef ætlað er, að andvirði hvers herbergis sé kr. 10 000.0Q, — skal verja þeim kr. 20 000.00 sem umfram eru, upp í kostnað við kaup á innanstokksmunum í herbergin, í samráði við oss.“ Sigurjón Á. Ólafsson, þakk- aði f. h. nefndarinnar, með stuttu ávarpi, þar sem hann gat þess, að það væri alkunnugt hve rausnarlega þeir Thors- feðgar gæfu, en samt sem áður, hefði sér komið svona há fégjöf á óvart, og væri þetta stærsta gjöf, sem dvalarheimilinu hefði borizt frá einu fyrirtæki, þó margir aðrir hefðu gefið stór- höfðinglegar gjafir. Lýðveldisstjórnarskráin. Frh. af 2. síðu. um það, að hún skuli ganga í gildi. Ég tel það yfirleitt hyggileg- ast, að í lýðveldisstjórnar- skránni verði ekkert ákveðið um gildistökudag hennar og að honum verði fyrst um sinn frestað þar til hægt hefir verið að ná sambandi við konung og gefa honum tækifæri til þess að segja af sér af frjálsum vilja. Vildi hann það ekki, væri í öllu falli engu spillt, og enn nægur tími til þess að gera einhliða samþykkt um gildistöku lýð- ’eldisstjórnarskrárinnar, sem að mínu viti gæti farið fram á full- komlega löglegan hátt engu að síður. Þetta vill Alþýðuflokkurinn aðeins bjóða til samkomulags, enda þótt hann telji það, eins og ég hefi áður sagt hér á al- þingi, bæði eðlilegast, öruggast og drengilegast, að fresta af- greiðslu stj órnarskrárfrumvarps ins alveg eins og afgreiðslu þingsályktunartillögunnar um niðurfellingu sambandslagasátt- málans, þar til sambandsþjóð okkar hefir aftur fengið frelsi sitt, og frjálsar umræður getað farið fram við hana. En þó að samkomulag gæti tekizt á þeim grundvelli, sem ég hér hefi lýst, þá sannfærist ég betur og betur um það, með hverjum degi, sem líður, hve varhuga- vert það er, að slá því föstu upp á dag, langt fram í tím- ann, hvenær stofnun lýð- veldisins skuli fara fram, á slíkum tímurn og nú eru. ir um það, að forsetinn skuli þjóðkjörinn og ekki þingkjör- inn, þá ætti það mál ef til vill ek)ci þurfa að verða mikið deilu mál. Síaöfestinffin. Þá vil ég minnast á þá skoð- un, sagði Stefán Jóhann, sem fram hefir komið í ræðu, sem Bjarni Benediktsson flutti síð- astliðið sumar, að lýðveldis- stjórnarskráin geti og eigi að taka gildi án þess að hún sé staðfest af handhafa konungs- valdsins. Þessari skoðun vil ég alger- lega mótmæla og vara við, að slík aðferð og lögleysa verði við höfð. Ef ganga ætti á snið við þá grundvallarreglu í stjórn- skipunaflögum okkar, að lög- gjafarvaidið sé hjá alþingi og konungi í sameiningu, og að engin samþykkt alþingis geti náð lagagildi nema hún hafi áð- ur verið staðfest af handhafa konungsvaldsins, þá yrði það að hafa verið orðað skýrt og ótví- rætt í lögum; en það hefir hvorki verið gert í stiórnar- skránni né í því viðbótará- kvæði við hana, sem samþykkt var á haustþinginu 1942 vegna fyrirhugaðrar breytingar á stjórnarskipun landsins úr kon- ungsríki í lýðveldi. Lýðveldisstjórnarskráin get- ur því ekki gengið í gildi á lög- legan hátt, nema að undangeng inni staðfestingu handhafa hins ET-ÍÁta valds. Samkomulag ? Getspakir menn ætla, að blóð ugri átök fari nú í hönd í styrj- öldinni en nokkru sinni áður. Hvar þau verða veit enginn. En •ég efast um, að það væri hyggi- legt eða glæsilegt fyrir íslenzku þjóðina, að vera þá að halda há- tíðlega stofnun lýðveldisins hjá sér. Foi*setak|@rið. Ég vil svo, sagði Stefán Jó- hann, að endingu endurtaka vilja Alþýðuflokksins til sam- komulags í þessu máli á grund- velli ótvíræðs réttar og full- komins velsæmis gagnvart sam bandsþjóð okkar og konungi. Ef því samkomulagi verður vísað á bug, þá er það ekki sök Al- þýðuflokksins þó að meiri deil- ur hljótist af en orðið er. IJt af einstökum ákvæð- um stj órnarskrárfrumvarpsins, kvaðst Stefán Jóhann vilja taka það fram, að á nýlega af- stöðnu þingi Alþýðuflokksins, hafi verið gerð samþykkt þess efnis, að flokkurinn væri fylgj- andi því, að forseti lýðveldisins yrði þjóðkjörinn, en ekki kos- inn af alþingi, sem myndi hafa það í för með sér að hann yrði meira og minna háður því. Af þessu leiðir, sagði Stefán Jóhann, að Alþýðuflokkurinn mun beita sér fyrir breytingum á þeim ákvæðum fyrirliggjandi tjórnarskrárfrumvarps, sem for setakjörið varða. En með því að heyrzt hefir, að fleiri séu ásátt- Eæöur Mnna. Á eftir Stefáni Jóhanni töl- uðu Gísli Sveinsson af hglfu Sjálfstæðisflokksins, Eysteinn Jónsson af hálfu Framsóknar- flokksins og Einar Olgeirsson af hálfu Kommúnistaflokksins. Fullvissuðu þeir allir, að flokk- ar þeirra stæðu óskiptir að því, að lýðveldisstjórnarskráin yrði látin taka gildi 17. júní, og sam tímis því, að sambandsslitin færu fram, en voru ósammála um ýmislegt annað. Eysteinn Jónsson kvað Fram- sóknarflokkinn myndu verða viðmælandi um það, að lýðveld isforsetinn yrði þjóðkjörinn; Dagsbrúnarmenn samþykktu upp- sögn samninga við atvinnurekendur ------«—------ 1308 sögfki |á af 1522, sem greiddu afkv. DAGSBRÚNARMENN samþykktu við allsherjaratkvæða- greiðsluna með yfirgnæfandi meirihluta að segja upp samningum félagsins við atvinnurekendur. Alls tóku þátt í atkvæðagreiðslunni 1522 félagsmenn af 2980, sem á kjörskrá voru, en þess ber að gæta, að af þeim, sem á kjörskrá voru, eru mjög margir utanbæjar við ýmis konar vinnu. Atkvæðin voru talin í gærkveldi. Já sögðu 1308, en nei 188. 20 seðlar voru auðir og 6 ógildir. Mun stjórn Dags- brúnar nú tilkynna atvinnurekendum þessi úrslit og segja samningunum upp með hinum tilskilda fyrirvara. 7 Sonur minn, ÞorvarÖur Guðmundsson, fulltrúi frá Litlu-Sandvík, andaðist í Landakotsspítala laugard. 15. jan. Kveðjuathöfn fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn 18. jan. kl. 11 f. h. Sigríður Lýðsdóttir. Tökum upp í dag og frakka allar stærðir, einnig nokkrar stórar. Laugavegi 33. Einar Olgeirsson kvað flokk sinn vera því ákveðið fylgj- andi; en Gísli Sveinsson virtist eftir sem áður vera því hlynnt- astur að hann yrði þingkjör- inn, að minnsta kosti fyrst um sinn. Gísli Sveinsson og Einar Ol- geirsson stóðu fast á því, að lýð veldisstjórnarskráin yrði látin taka gildi án undangenginnar staðfestingar hins æðsta valds, en Eysteinn Jónsson leiddi það mál alveg hjá sér. Kefndarkosning. Umræður héldu áfram til kl. 7 og tóku þeir Stefán Jóh. Stefánsson, Gísli Sveinsson og Eysteinn Jónsson aftur til máls, en þá var umræðunni lokið og . stjórnarskrárfrumvarpinu vís- að til annarrar umræðu með 22 samhljóða atkvæðum. Þá var enn fremur samþykkt einnig með 22 samhljóða at- kvæðum, að vísa málinu til 7 manna nefndar, og hlutu þessir kosningu í nefndina: Stefán Jóh. Stefánsson, Eysteinn Jóns- son, Sveinbjörn Högnason, Ein- ar Olgeirsson, Gísli Sveinsson, Gunnar Thoroddsen og Ólafur Thors. Ni nBingarathðfH ð aipinii í iær. Frh. áf 2. síðu. ið undirorpin áföllum, og ís- lenzkur sær hættulegur þeim, er hann hafa stundað. En hvort um sig ber þó í skauti gróður og aflaföng, til vöggugjafar börnum þessa lands. Af því öllu hefir þjóðinni átt að hlotnazt þrek og þor og þrautseigja, en einnig örlög um dýrar fórnir. „Stríðsmenn hafsins“, sjómenn irnir, hafa verið þar í farar- broddi. Og allt, sem þurft hefir til fullnægingar lögmáli lífsins í þessu landi, hefir ís- lenzka þjóðin staðizt fram á þennan dag, og eiga þar einnig þakkir skyldar hinar hugprúðu hetjur heimilanna. Svo mun og enn verða um ókominn aldur, ef enginn æðrast, þótt á dynji stormar og hregg. Uppbirta fylgir öllum éljum og skin skúrum. Nú á hér margur um ,sárt að binda vegna þessara síðustu slysfara, eins og oft áður og ætíð, er ‘slíkt ber að höndum. Því að missirinn er stórkostleg- ur. Hann er næsta tilfinnan- legur þjóð vorri allri, sem þarf á að halda öllu sínu, er til nyt- semdar og vegs horfir, ekkí sízt dugandi mönnum og gegn- um, í hvaða stétt sem eru. En sér í lagi er missirinn mikill í hinni ötulu sjómannastétt vorri, sem segja má um hvorttveggja, að getið hafi sér giæsilegan orð- stír með öllum, er til þekkja og bærir eru um að dæma, og eins, að hún hefir unnið og vinnur dyggilega, í erfiðri og hættu- legri stöðu, að þeim lífsnauð- synlegu störfum fyrir þjóðar- heildina, sem óneitanlega færa einna áhrifamesta björg í bú, eins og nú er háttað. En mest- ur er þó missirinn og sárastur söknuðurinn ,,heima“, þar sem eru aðstandendur og ástvinir, og eru orð vart nægjanleg tií huggunar þeim. Vér þökkum fyrir unnin afrek hinna ötulu sona þjóðar- innar, sem nú eru fallnir í val með sviplegum hætti. Vér skulum láta gott for- dæmi þeirra verða oss til örv- unar á braut frama og starfa. Vér biðjuvi Guð almáttuqan um styrk oss öllum til handa. Hann blessi mimiingu hinna látnu, og líkni þeim er syi^ja. Ég bið þingheim að rísa úr sætum.“ í Hjónaband. Á laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Árna Sigurssyni, Ólöf í. Björnsdóttir úr Skagafirði og Magnús A. Magnússon, bifreiða stjóri frá Vestmannaeyjum. Heim- ili þeirra er að Laugavegi 86. Lögregian leilar að 4 ára felpu Híin hvarf í gærkveSdi FRÁ LÖGREGLUNNI bár- ust blaðinu þau tíðindi eftir miðnætti í nótt, að hún ásamt skátum væri að leita að 4 ára gamalli telpu hér í bæn- um, sem tapaðist í gærkveldi. Telpan á heima á Barónsstíg 39,, en var að leika sér í næsta húsi og fór þaðan kl. 8V2 í gær- kveldi. Hefir síðan ekki orðið vart við hana. Telpan var í blárri kápu og gúmmístígvélum. Ef einhver skyldi verða var við hana, er þess vænzt, að hann tilkynni það lögreglunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.