Alþýðublaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 4
4 FinimtudagUE 26. i'ebr. 1948' ‘ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndai. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h-f. Sjá, hvert slefnir ÞJOÐVILJINN heldur því fram, að fréttirnar um fylg- ishrun kommúnista í verka- lýðsfélögunum hér í bæ og úti á landi séu staðlausir stafir. Hefur hann í því sam- bandi sér í lagi fullyrt sýknt og heilagt, að það væri hin mesta fjarstæða, að Alþýðu- flokkurinn ætti þar vaxandi fylgi að fagnav Meira að segja eftir ófarirnar í Félagi járniðnaðarmanna reyndi hann að bera sig mannalega og lét svo um mælt, að Snorri Jónsson hefði að sönnu fallið við formannskjör, en ,,eining- armenn“ væru í meiri hluta í stjórn félagsins og trúnaðar- ráði! En við nánari athugun mun sknffinnum Þjóðviljans hafa skilizt, að eitthvað væri breytt frá því, sem áður var, enda bar frétt blaðsins af að- alfundi Félags járniðnaðar- manna það með sér, svo fyr- irferðarlítil sem hún var, að kommúnistar voru ekki alls kostar ánægðir. Forusfugrein Þjóðviljans í gær sker hins vegar úr um, að kommúnist- ar sjá, hvert stefnir.* Og er heiftinni og hatrinu nú sem fyrr fyrst og fremst beint gegn Alþýðuflokknum og for- ustumönnum hans. * Það er broslegur málflutn- ingur hjá þeim Þjóðvilja- mönnum, að veiiið sé að veikja einingu alþýðusam- takanna og jafnvel sundra þeim með því að svipta kom- múnista völdum og áhrifum í verkalýðsfélögunum. Ein- ingu og samheldni íslenzkrar alþýðu er aðeins hætta búin úr einni átt — frá kommún- istum.. Þeir hafa með svikum og ofríki brotizt. til valda í mörgum verkalýðsfélögum og í Alþýðusambandinu og gert sig seka um margháttaða misnotkun á félagsskap al- þýðunnar að fyrirmælum flokksstjórnarinnar og í þágu flokksins. Hrópyrði kommúnista um fyrirhugaða sundrung alþýðusamtak anna eru því aðeins sönnun þess að þeir sjá hvert stefnir um ’ aðstöðu sína innan vébanda verkalýðshreyfing arinnar'og hyggja á klofn ingsstarfsemi, þegar öll önn ur sund lokast. En verkalýðurinn er nú á verði. Ha’nn veit, af hverra hálfu klofnihgsstarfseminnar er að vænta, og hann mun svara henni eins og öðrum óhæfuverkum kommúnista, á viðeigandi hátt. * ’Kommúnistum væri ann- ars sæmst að reyna að gera sér grein fyrir því, hvað veld ur óförum þeirra. innan verkalýðshreyfingarinnar. ís lenzk alþýða snýr nú sem óð Tveir menn skrifa mér um yfirgefin börn. — Dæmi bifreiðarstjórans og saga H. J. — Þeir, sem ekki eiga að hafa umráðarétt yfir börnum. — Ábyrgð áhorfendanna. — Réttlætiskrafa barn- anna á hendur mér og þér. BIFREIÐASTJÓRI SKRIFAR. | „Ég- Ias pistla þína um fólkið, sem til væri hér í Reykjavík og Iéti sig henda það, að fara frá1 ungum börnum sínum á böll og aðrar skemmtanir, skyldu þau eftir í reiðileysi, og kæmi kannske ekki heim til þeirra fyrr en undir morgun. Þetta voru orð í tíma töluð. Þó að margt sé subbulegt i henni Reykjavík, og við bifreiðastjór- ar kynnumst þvi kannske- betur en allur almenningur, þá hefur þetta háttalag allt verið, í mín um huga, eitt það svivirðileg- asta, sem ég hef kynnst. „FYRIR NOKKRU SÍÐAR. Það eru liðnir margir mánuðir, ók ég tveimur konum, sem voru í samkvæmi. Þær þóttust vera að aka heim til sín, til þess að athuga („hvernig krakkarnir hefðu það.“ Og við skulum segja, að það sé þá svolítil bót í máli í samanburði við hitt fólk ið, sem drekkur og dansar í gildaskálum meðan ómálga börn þess eru ein síns liðs heima. En það. var uni þessar konur báðar, sem ég ætla að segja þér svo litla sögu. Fyrst ók ég annari heim til hennar, en hin beið í bílnum og reykti.“ „ÞEGAR KONAN KOM aft- ur, eftir svolitla stund, spurði sú sem beið: „Var ekki allt í lagi?“ Hin svaraði. „Jú, allt í himnalagi. Það logaði bara á borðlampanum við rúmið, hafa víst ekki þorað að slökkva fyr- ir myrkinu. Þau eru líka svo lítil, bara fjögurra og fimm. Ég færði lampann, því hann stóð Mveg við betrekkið. Og, svo lét ég loga. Ég get verið alveg ró- leg þau sofa til morguns eins og steinar.“ „SVO ÓK ÉG hinni konunni heim. Þetta var ung kona með rauðlakkaðar neglur og „smart í tauinu“,_eins og þær segja. Hún fór inn til sín, en hin beið á meðan. Svo kom konan aftur og þá spurði hin. „Og var ekki1 | allt í lagi hjá þér? „Nei, en ég bara barði stelpuskömmina. Hún var búin að vekja drenginn og 1 líka hina stelpuna og allt var grenjandi. Hún hafði ekki þor- að framm í éldhús til að sækja drengnum að drekka. Ég sló bara í hana og svo kúrðu þau sig öll niður. Það verður allt í lagi. Ég slökkti hjá þeim.“ ,,ÉG ÓK þessum konum svo aftur í samkvæmið. Þær hlógu | og flyssuðu á leiðinni. Ég skyldi þær eftir og fór heim til mín. Þar sváfu mín börn, og’mamma þeirra hjá þeim. Ég lá andvaka um nóttina og varð hugsað til barnanna, sem lágu einmana heima hjá sér. Ég er, held ég, ekkert viðkvæmari en annað fólk, en ég segi það eins og það er, að ég hélst varla í rúminu af ótta v-ið að eitthvað kynni að koma fyrir litlu yfirgefnu ang- anna. — Og svo eru einhverjir bölvaðir asnar að segja, að þú sért að fara með ósannindi, þeg- ar þú segir frá svona löguðu. Þeir hinir sömu ættu að spyrja lögregluna — og okkur bílstjór ana.“ H. Þ. SKRIFAR: „Mig lang- ar að bæta við til staðfestingar því, sem þú segir í Alþýðublað- inu í gær (18. þ. m.), að börn séu oft skilin ein eftir heima.“ „FYRIR TVEIM ÁRUM leigði ég fráskyldri konu eitt her- bergi í 2—3 mánuði gegn hús- hjálp. Hún var með 4. ára gaml an son sinn. Á hverju einasta kvöldi fór hún út, þegar dreng- urinn var sófnaður kom ekki heim fyrr kl. 12—1 eða stund- um ekki fyrr en undir morg- ún.“ „Á HVERJU EINASTAl KVÖLM vaknaði -drengurinn um 10 leitið. Kom hann há- grátandi fram á ganginn og upp í stiga á annarri hæð, og var hann þar þangað til einhver af íbúum hússins tók hann og var 1 (Frh. á 7. síðu.) ast við þsim bakinu ,af því að augú hennar hafa opnast fyrir þeirri staSreynd, að kommúnistar eru eMcert annað ;en pólitískir flugu- menn og skemmdarvargar. Þeir hafa á ábyrgðarlausan hátt reynt að koma í veg fyr ir nauðsynlegar og sjálfsagð ar ráðstafanir til lausnar á hinum stærstu og alvarleg- ustu vandamálum sa-mtíðar- innar. Þeir hafa gert ítrekað ar tilraunir til að hefja póli itísk verkföll í því augnamiði að lama atvinnulíf þjóðar- innar og kalla yfi-r hana a-t- vinnuleysi og hrun. Islenzk alþýða héfur lært af reynsl- unni og hagar sér nú í sam -ræmi við það. Þess vegna er það að fylgið hrynur af kom múnistum, mei-ra að segja í þeim verkalýðsfélögum, sem verdð hafa sterkustu vígi þeirra til þessa. Hatur og beift skriffinna Þjóðviljans í garð Alþýðu- flokksins eru skiljanleg fyr- irbæri. Þeir hafa reiðzt af rninna tilefni en mótgaiigi þeim, sem þjakar þá um þess ar mundir. En alþýðan mun framkvæma refsingardóminn á kommúni-sfum þrátt fyrir hrópyrði þeirra og ógnanir. Hinum ábyrgu mönnum verkalýðshreyfingarinnar, sem nú fylkja liði gegn ó- stjórn og ofríki kommúnista, er það sæmd, að Þjóðviljinn veitist að þeim. Það er ör- uggur vottur þess, að komm- múnistar óttast þá. „áiif í hönk” Gaimanleikur í 3 þáttum eftir Noel Coward. Sýning föstudaginn 27. febr. kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 3—6 í dag og á morgun eftir kl. 2 í Iðnó. — Sími 3191. Skrifsfofum vorum verður lokað vegna jarð-arfara-r fimmtu- dáginn 26. febrúar frá kl'. 12 á hádegi, Fjárhagsráð Ufvegsmann! AIIs konar t'óg og 'kaðla úr MANILAIIAMPI ge'tum við útvegað f-rá emni stærstu og þeklktustu tógverksmiðju Bretlanids:, ein'nig SÍSAL FISKILÍNUR OG TOGYÍRA. Fljót afgreiðsía. Hagkvæmt verð. Garðastræti 2. — Sími 5430. NÝ BÓK: Lifið fif baka annað bindi endurminninga Matthíasar Þórðar- sonar frá Móum, er komið í bókaverzlanir. Efni þessa bindis er m. a.: 1. Akranes og Akurnesingar fyrir 50 árum. 2. Tíu ára starfsemi með dönskum, mælinga- og landgæzluskipum við ísland. 3. Mannskaðiryi mikli 1906. 4. íslands Færeyjafélagið. 5. Minnzt lítið eitt á sjóferðir í misjöfnu veðri. 6. Tveir góðir vinir og féiagar. 7. Stórmerkir hugsjóna. og athafnamenn. 8. Minnzt. atburðar á Reykjavíkur’höfn 12. júní 1913. 9. Sja’Idgæfir atburðir, sem ég tel í frásögur fæ-randi. Margt fleira er í bessu bindi, sem bæði er 'fróð- legt og skemmtilegt. Aðalútsala hjá H.F. ÉIFTUR Sími 7554. Stjórn Kvennadeildar Slysavarnafé- lags íslands í Reykjavík þakk- ar bæjarbúum fyrir vinsamlega aðstoð og fórnfýsi við merkja sölu deildarinnar á fyrsta Góu- daginn, 22. þessa mánaðar. Félag austfirzkra kvenna heldur ’ bazar miðvikudaginn 3. marz n. k. Eftirtaldar konur taka á móti gjöfum á bazar- inn: 'Frú Halldóra Sigfúsdóttir, Hömrum við Suðurlandsbraut, frú Guðríður Pétursdóttir, Laugavegi 57, frú Ingibjörg Stefánsdóttir, Suðurgötu 24, Vilhelmína Ingimundardóttir, Kársnesvegi 3, Fossvogi, Sína Ingimundardóttir, Njáisgötu 108 og Sigurbjörg Stephensen, Þórsgötu 23. 85 ára er í dag Guðný Guðmunds- dóttir, Vallargötu 26, Keflavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.