Alþýðublaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.02.1948, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 26. febr. 1948 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Næturlæknir er í læknavarð stofunni, sími 5030. Næturvarxla: Laugavegs apó teki, sími 1616. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur aðalfund 'sinn í kvöld kl. 8,30 í Aðalstræti 12. Danski sendikennarinn, Martin Larsen, byrjar há- skólafyrirlestra sína um: „Den danske Litteraturs og det danske Sprogs Udvikling í förste Halvdel af det 18. Aar- hundrede" í dag kl. 6,15 í II. kennslustofu háskólans. Fyrsti fyrirlesturinn verður um Lud- vig Holberg. Hjónaefni Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sif Johnsen, Mána götu 18, og Eyjólfur K. Sigur- jónsson endurskoðandi (Sigur- jóns Árnasonar), Auðarstræti 19. HANNES A HORNINU Frh. af 4. síðu. hjá honum þar til hann sofn- aði eða þangað til móðir hans kom heim.“ „OFT VAR FUNDIÐ AÐ þessu háttalagi konunnar gagn- vart barninu, en það bar engan árangur. En oft vorum við að því komin að klaga hana fyrir barnaverndarráði, af því líka, að hún var ekki góð við hann að öðru leiti þegar hún hélt að eriginn heyrði til hennar. Sé ég enn þá eftir að ég skildi ekki gera það, því frá mér flutti hún í bragga utan við bæinn“. ÉG ÞAKKA bæði þessi bréf. Þau hljóta að geta haft áhrif á þetta ábyrgðarlausa fólk. Það er glæpur að brjótast inn og stela, en það er hundrað sinn- um verri glæpur að koma þann ig fram við börn. Ég get trúað því að H. Þ. sjái eftir því, að hafa ekki kært konuna. Því það verða menn að hafa í huga, að þegar þeir vita um svona framferði gagnvart börnum, bá ber þeim skylda til að verja þau. Börnin eiga kröfu á hend- ur þeim. Og það fólk, sem fer svona með börn sín á ekki að fá að hafa börn undir höndum. Hannes á horninu. Um lyfsölumálin Framh. af 5. síðu. „Þörfin er fyllilega viður- kennd“. Samt verður það séð, að land læknir leggur megin áherzlu á það, að ekki verði hreyft við fjölgun apótekanna, fyrr en frumvarp hans til lyfsölulaga er gengið í gildi. Telur hann jfram tvær meginorsakir. í fyrsta lagi segist hann hafa séð það fyrir, að mikil átök yrðu um það, hvort nýju apótekin skyldu rekin af bæjarfélagi, sjúkrasamlagi, samvinnufélagi eða einstaklingum. Nú horfir svo við, að bæjarfélag, að samvinnu félag, að sjúkrasamlag, að allir þeir aðilar, sem landlæknir minnist á, hafa hlotið leyfi til að stofna og reka apótek. Hvert er þá heilræði landlæknis til að fyrirbyggja væntanleg átök milli þessara aðila um lyfjasölu- leyfin? Ráð hans er það, að lög festa nútíðkað fyrirkomulag að gefa öllum þessum aðilum kost á að reka apótek og auk þess öllum öðrum „stofnunum al- mennings, sem vænta má að gæti trúlega hagsmuna ahnenn- ings“. Landlæknir hefur manna háværast fordæmt svonefndar skottulækningar, en varla verð- ur þessi lækning meinsemdar- innar færð í annan flokk og mun þó flestum öðrum lækn- ingum þeirrar tegundar þeim mun ónýtari, að hún hefur eng- in áhrif, hvorki til hins betra né verra. Ekki virtist þessi hugsana- gangur vera því til trafala, að auglýst væri lyfsöluleyfið í Keflavík á sínum tíma, sem sjúkrasamlaginu þar var veitt, þótt minna yrði af framkvæmd um en til stóð. Var frumvarp- ið þó til orðið þá. Og enn lýsir landlæknir því yfir, að síðastlið ið ár hafi hann verið óðfús að leyfa stofnun nýs apóteks í Nes- kaupstáð, ef lyffræðingur hefði fengizt þangað. „Sannfræði“ þessarar lyfirlýsingar er svo önnur saga, sem að verður vik-, ið síðar. Hin önnur meginorsök landlæknis til þess, að ekki megi fjölga apótekunum, fyrr en frumvarp hans sé orðið að lögum, er sú, að hann vill forða lyf j afræðingum og apótekurum — þessum lyfjaokrurum og svindlurum — frá að leggja út í það glæfrafyrirtæki að stofna ný apótek í Reykjavík, fyrr en hann hefur tryggt þá gegn tjóni af fyrirsjáanlegum taprekstri með því að lögfesta fjárstyrk til þeirra. Þetta kemur eftir upp- hrópanir um lyfjaokur og ó- hæfilegan stórróða af lyfjasöl- unni. Lesendur geta rennt nokkurn grun í, að menn kinoki sér við að setjast á rökstóla með manni, sem ber aðra eins rök- vísi á borð og landlæknir gerir í þessu máli. í þriðjudagsgrein líkir land læknir kostnaði við rekstur apó teks í Kleppsholtinu við kostn- að af ríkisstjórn og stjórnarráði og spyr, hvort íbúarnir séu þess viðbúnir að standa undir kostn- aðinum og taka ábyrgðina af rekstrarhallanum, rétt eins og apótekarinn myndi hafa prí- vatskattheimtu í byggðinni eða ganga betlandi meðal fólks með samskotabauk. Næsta dag hef- ur landlæknir þó lækkað all mjög risið á þessu apóteki. Þá er það skyndilega hrapað úr þessu aeðsta veldi ríkisforust- unnar niður í það að vera „lyfja búðarhola“. Það, sem öll hin marglita mærðarvoð landlæknis fær ei hulið, er sá einfaldi sannleikur, að hann óttast, að fjölgun apó- tekanna í Reykjavík muni á einhvern hátt draga úr löngun manna til að styðja frumvarp hans. Hann telur, að erfiðleik- ar almennings á því að fá lyf sín reki á eftir löggjöf um þessi mál og þá fyrst og fremst hans tillögum. Bætt ástand í lyfsölu- málum dragi úr þessum eftir- rekstri og því beri umfram allt að forðast endurbætur. Þetta er reginvilla. Nauðsyn til endurskoðunar lyfjalöggjaf- arinnar er og verður fyrir hendi, þar til skynsamleg lög- gjöf hefur fengizt um betta mikilvæga mál. Fjölgun apótek- anna í Reykjavík skiptir þar engu. Þörfin fyrir löggjöfina verður sú sama eftir sem áð- ur, aðeins verða rökin fyrir henni að vera ofurlítið sann- fræðilegri. (Næsta grein: Tregðukenning landlæknis í ljósi reynslunnar. Lyfsöluveitingar og lögskipað húsabrask). mg um Viðskipfanefndarinnar Viðtalstími nefndarinnar er á mánudögum og miðvik'udögum kl. 10—12 f. h. Sérstakur viðtals- tími fyrir utanhæj armenn eingöngu er á föstu- dögum fcl. 11—12 f. h. Viðskiptanefndin vill í allri vinsemd fara þess mjög eindregið á leit við menn, að þeir láti sér nægja auglýstan viðtalstíma til þess að ná tali af n'efndarmönnum; enda eru þeir efcki til viðtals á öðrum tímum, nema sérstaklega sé um það talað. Á viðtalsdögum frá kl. 9,30—10 f. h. eru af- hen’t í skrifstofunni númer til þeirra, er viðtals óska og nlenn síðan afgreiddir í röð, eftir því sem númerin segja til um. Reykjavík, 24. febrúar 1948. Viðskipfanefndin Dr. Kanaar... Framhald af 3. síðu. sem fulltrúa heillar hireyf- ingar, sem á nóg af vitibom- um vísindamömium og hugs- uðum meðal stuðnijngsmanna sinna. Með aðferð dr. Kanaar má níða niður svo að segja hvaða stefnu eða hreyfingu sem er. Hver mundi t. d. taka afstöðu til grundvallaratrið- anna í sálgrenslan út frá því íargani, sem sumir fáfróðir og ofstækisfullir meðhþlds-, menn hennar hafa valdið? Hver getur tekið afstöðu gegn læknisvísindum — út frá þeim bábiljum, sem sumir læknar í fljótfærni eða hé- gómaskap hafa haldið fram. Og hefur ekki kristindómur inn sjálfur verið svo með far ánn með köflum, að alger ó- hæfa er að taka afstöðu til kristinnar trúar út frá því einu saman^ sem ógæfulegast finnst hjá kristnum mönn- um? Að þessu athuguðu vildi ég í fullri vinsemd mælast til þess við dr. Kanaar, að hann reyndi sjálfur að kynna sér sállarrannsóknirnar af eigin reynd í mokkur ár og lesa jafnframt betri heimildir um ,,kenningar.“ spiritiskra hugs uða en hann virtist hafa kynnt sér fram að þessu. — Frá Hollandi ®g Belgfu E.s. „RIFSNES" Frá Amsterdam 11. marz. Fi'á Antwerpen 13. marz. Efnarcson, Zoega & Co. HF.r Hafnarhúsinu. Símar 6697 og 7797. Kaupum tuskur Baldurgötu 30. Fyrr getur hann varla gert kröfu .til að vera tekinn ai- varlega sera vísindalegur full trúi í framandi löndum- Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur 10 ára afmælisfagnaður verður haldinn í Iðnó Iaugardaginn 28. þ. m. og hefst hann kí. 6,30 með borðhaldi. Meðal skemmtiatriða: Heklukvikmynd Guðm. Einarssonar frá Miðdal; gamanvísur, Lárus Ing- ólfsson; fjöldasöngur og dans til kl. 2 eftir miðn. .Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins í AI- þýðuhúsinu frá kl. 1—6 e. h. -- Sími 5020. Allt Alþýð flokksfólk velkomið. Ekki samkvæmisklæðnaður! SKEMMTINEFNDIN

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.