Alþýðublaðið - 26.02.1948, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 26.02.1948, Qupperneq 6
ALÞÝBUBLAÐIÐ Fimmíudagur 26. febr. 1948 Jón Gaugan. FRÁ JÓNI J. GANGAN. Framh. Enn var setið um stund, og eflaust hafa allir reynt að um lykja mig hlýjum hugsunum, — en andskota ögnina, sem ég fann fyrir því. Ég fann aðeins til þeirra kynlegu kenndar, sem fylgir því að skammast sín, en kæra sig samt sem áður koll- ,óttan um allt saman. Og svo kom að því, að fund- inum var slitið með því, að ung fruin las einhverja bæn, sem var víst á indversku, og einkan* lega áhrifarík, þar eð enginn við staddur mun hafa skilið liana, að ungfrúnni sjálfri undan- skildri, geri ég ráð fyrir. En þegar allir voru risnir á fætur og búnir að kyssa á slæðu fald ungfrúnnar, og röðin kom að mér, bað hún mig að doka við um stund, hvað ég gerði, en var þó á báðum áttum, því það var svo til runnið- af mér og mig því farið að langa í meira. Ég beið nú samt, og sá ekki eftir því. Varð mér þó fyrst í stað hálfhvert við, er ungfrúin kastaði af sér blæjunum, rétt eins og þegar hryssa hristir af sér reiðing, geispaði letilega og mælti: „Þá er þessum skatta lok ið í dag. Mikið horngrýti er ég fegin. Nú skulum við fá okkur einn ærlegan sjúss og síðan kem ur þú með mér í siðeyðingarsal inn“. Hún var alls ekki. svo elli- leg, og skrattin hafi að hún væri vitundar ögn hátíðleg eða leiðinleg, þegar hún var búin að hrista af sér blæjurnar og hafurtaskið. Og er mér varð lit ið á indverska þjónimi, sá ég, að hann hafði einnig tekið býsna miklum stakkaskipum, því hann hafði tekið af sér skeggið og tuskurnar, sem hann hafði um hausinn, og var nú bara allþokkalegur, ungur mað- ur, sem ekkert virtist líta út fyrir að vera lífinu frábitinn. Og svo gengum við brott úr salnum, er ungfrúinn hafði slökt logan á skálinni ----- Frah. Leifur Leirs: FÚGA FÁLLERI LA . . . Eins og hundelt hænsni hleypur tíminn,. frá mér. Svo er einhver, sem 'eltir mig; ætlar víst að ná mér. Strjúki ég úr strengjum stef, sem hverfa í bláinn. hleypir hann og hleypir hann horkranginn með ljáinn. Líti ég Ijúfan svanna, láti hugann reika, heyri ég á hæla mér hófatak þess bleika.---- Gleðji mig úr glasi gleymskusælu tárin, hottar hann og hottar hann helvízkur á klárinn. Gott er samt við söngva svanna og glas að leika. Riddari enginn reið svo hratt sem rukkarinn á þeim bleika. Daphne du Maurier: Minningarspjöid Bamaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Verzl. Augustu Svendsen, ASalstræti 12, og í Bókabúð Austurbæjar, Laugavegi 34. DULARFULLA VEITINGAHUSIÐ Lesið Alþýðufbiaðið Hún hallaði sér aftur á; bak með andlitið að vagn- hliðinni, örmagna eftir orða- strauminn og strax farin að skammast sín fyrir þetta frumhlaup sitt. Henni var al- veg sama, hvað hann hugs- aði um hana núna. Hann var prestur og þess vegna hátt yfir hennar ástríður og sorgir hafinn. Hann gat ekki þekkt neitt til þeirra hluta. Hún var í slæmu skapi og leið illa. ,,Hvað ertu gömul?“ spurði hann skyndilega. „Tuftugu og þriggja,“ sagði hún honum. Hún heyrði hann kingja, og hann sleppti af henni hendinni og.setti hana aftur á íbenholtsstafinn. Vagninn var nú kominn upp úr Launcestondalnum og úr skjólinu frá limgirðingun- um og var núna kominn upp á heiðina, þar sem stormur- inn blés óhindrað og regnið skall á honum. Stormurinn var látlaus, ien það gekk á með skúrum, og við og við gægðist ein og ein stjarna fram undan þungbúnu skýi og sást andartak eins og lýs- andi títuprjónshaus. Og svo hvarf hún eins og henni væri sópað burtu af svörtu regn- tjaldinu, og út um litla glugg- ann á vagninum sást ekkert nema kolsvartur himininn. I dalnum hafði rignt enn meira og stöðugra, og þó að vindurinn væri talsverður, var hann þó miklu mildari þar, sem trén og hæðirnar drógu úr. Hérna upþi var ekkert skjól. Það var aðeins endalaus heiðin sín hvorum megin vegarins; og það var 'einhver vágnýr í veðrinu, sem ekki hafði verið fyrr. Mary skalf og fikraði sig örlítið nær samferðamanni sínum, líkt og hundur að fé- laga sínum. Enn sagði hann ekkert; en hún vissi, að hann hafði snúið sér við og horfði á hana, og í fyrsta skipti fann hún til nálægðar hans eins og hann væri persóna. Hún gat fundið andardrátt hans á enninu á sér. Hún mundi, að blauta sjalið hennar og upp- hluturinn lá á gólfinu við fætur hennar og að hún var nakin undir grófu teppinu. Þegar hann talaði aftur, þá fann hún hve hann var ná- lægt henni, pg henni brá, þegar hún heyrði hann tala. ,,Þú ert mjög ung, Mary Yellan,“ sagði hann þýðlega. „Þú ert lítið eldri en ungi, sem er að skríða út úr egg- inu. Þú munt komast yfir þetta. Konur eins og þú þurfa ekki að úthella táru msínum yfir manni, sem þær hafa hitt einu sinni eða tvisvar, og fáir muna fyrsta kossinn. Þú munt gleyma félaga þínum með 'stolna hestinn mjög fljótlega. Komdu nú og þurrkðu þér um auigun. Þú ert ekki sú fyrsta, sem nagar sig í handarbökin yfir töp- uðum elskhuga.“ Hann tók þessu mjög létti- lega og áléit það ekki skipta neinu máli. Þannig áhrif höfðu orð hans fyrst á hana. Og síðan furðaði hún sig á því, hvers vegna hann hafði ekki notað hin venjulegu huggunarorð, talað um bless- un bænarinnar, frið guðs og eilífðina. Hún mundi eftir síðustu ökuferðinni með hon- um, þegar hann hafði lamið áfram hestana, svo að þeir voru komniir á ofsaferð, og hvernig hann hafði húkt í sætinu með taumana í hönd- unum, og hann hafði hvíslað orð, sem hún hafði ekki skil- ið. Aftur fann hún til sömu óþæigindanna, sem hún hafði fundið til þá, einhverrar ó- þægindakenndar, sem hún hafði sett í samband við hið óvenjulega hár hans, eins og það, hvað hann var líkam- lega frábrugðinn öðrum, væri hindrun milli hans og umheimsins. í dýraríkinu vöktu svona náttúrufyrir- brigði viðbjóð, voru elt og tortímt eða rekin út í auðn ina. Ekki hafði henni fyrr dott- ið þetta í hug en hún ásakaði sjálfa sig fyrir að vera þröng- sýn og ókristileg. Hann var náungi hennar, og þar að auki þjónaði hann guði, svo að hún muldraði einhverja afsökun við hann fyrir að tala eins og venjuleg götu- stelpa, og tó ksvo föt sín og fór að fara í þau í laumi í skjóli ábreiðunnar. „Svo að ég hafði rétt fyrir mér í ágizkun minni, að allt hafi verið rólegt á Jamaica- krá síðan ég sá þig síðast?“ sagði hann éftir stundarkorn. „Það hafa engir vagnar rask- að ró þinni, og húsbóndinn hefur verið einn að skemmta sér við glasið sitt og flösk- una?“ Mary, sem var angurvær og kvíðin, með hugann við manninn, sem hún hafði tapað, reyndi að líta raunsæj- um augum á hlutina. Hún hafði gleymt frænda sínum í næstum tíu tíma. Allt í einu mundi hún eftir allri skelf- ingu síðast liðinnar viku og hinu nýja, sem hún hafði fengið að vita. Hún hugsaði um óendanlegar svefnvana nætur, langa dagana, sem hún hafði eytt ein, og starandi, Gullni lúðurinn hans Bangsa A leiðinni til Tóta hitta þær Magga mús, og Bangsi þylur hon um raunir sínar. Maggi setur upp spekingssvip. „Örðugt er þetta við að eiga“, segir hann. „Og nú er mjög skammt til jóla. En ég kann að geta kennt þér ráð. Skrifaðu á blað nöfn alls þess, er þig langar til að eignast. Lokaðu síðan augunum og gerðu blindandi eitt stutt strik á blaðið .-. “ Hann þagnar skyndilega því Gutti grís kallar: „Þögn . . . heyrið þið ekki!“ Á MÁNUDAGSMORGUNINN, þegar Örn er að raka sig, kemur Kári æðandi inn: KÁRI: Kominn á fætur, maður, og í sólskinsskapi, — — ha? ÖRN: Auðvitað. KÁRI: Við kváðum eiga að fljúga af stað í dag. Skipun frá æðri stöðum, maður! ÖRN: Og hvert? KÁRI: Hver veit. Nú verðum við að ákveða, hvor okkar á að verða aðalflugmaður og hvor aðstoðarfl'Ugmaður, loftskeyta* maður. ÖRN: Við skiptumst á um það. ÖRN ELDING MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINSs

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.