Alþýðublaðið - 26.02.1948, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 26.02.1948, Qupperneq 5
Eimmtudagur '26. febr. 1948í 0 Blrgir Einarsson: Fyrsla grein sölumálin og fræði iandlækni M U R V Á L TIMARITSGREINA I SAMÞJÖPPUÐU FORMI 1. hefti 7. árgangs er koniið í bókabúðir. URVAL iea er talið eitt allra bezta tímarit, sem komið hefur út á íslenzku URVAL náði strax mikilli útbreiðslu og er nú útbreiddasta tímarit landsins. FORSPJALL í ÁGÚSTMÁNUÐI síðastliðn- um fékk heilbrigðismálaráð- herrann Lyffræðingafélagi ís- lands til umsagnar „frumvarp 'til lyfsölulagaj', sem lá fyrir ráðuneytinu. Auk hinnar eiginlegu greinar gerðar frumvarpsins'fylgdi því sérstök greinargerð rituð í nafni landlæknis. Að ýmsra áliti myndi greinargerð landlæknis þykja allsérstæð í sinni röð — þ. e. sem innlegg embættis- manns ríkisins með þingskjali •— en fyrir sjónum lyfjafræð- inga þótti hún athyglisverð eink um fyrir það, hvernig að þeim var ráðizt og að þeim dróttað. Staðreyndum var svo fimlega til hagað og listarlega vafið í málsskrúð um hugsjónir höfund arins, að ekki varð hrekklaus- um lesanda átalið, ef ályktanir hans af greinargerðinni mis- stigu sannleikann allverulega. Fyrir því taldi félagið sér skylt að leiðrétta helztu misfell urnar í g'reinargerð landlækn- is og gerði það með bréfi, sem fylgdi umsögn félagsins um hluta frumvarpsins. Félagið átti þess ekki von, að frekari afskipta þess af greinargerð landlæknis yrði krafizt. En nú hefur landlækn- ir kosið að birta greinargerð sína í Alþýðublaðinu, aukna að vöxtum með öllum fyrri dylgj- um um lyfjafræðinga til skila haldið. Með hinni nýju útgáfu telur landlæknir sig skrá sögu þeirra tilrauna til endurskoðunar lyfja löggjafarinnar, sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Margt telur hann á annan veg hafa farið en honum hafi enzt forvitrun að segja fyrir um. ,,Nú hafði ég ætlað“, ritar hann, ,,ef nokkurn tíma yrði saga af þessum málum, að hún yrði þurr og sannfræðileg, í hæsta iagi lærdómsrík, án nokkurs bók- menntagilclis. En einnig um það ætlar nfér að skeika.“ Vér getum verið höfundinum sam- mála, að í hans höndum er sag an hvorki þur-r né sannfræði- leg. Lærdómsrík kann hún að verá þeim, sem kynnast vilja eigindum höfundarins, er skipar annað virðulegasta embætti heilbrigðismálanna með þjóð vorri. Um bókmenntagildí henn ar kunnum vér hins vegar ekki að fella dóm. Til þess eru aðr- ir færari. En vera má, að það sé íólgið í hinni skuggalegu lýs ingu á „umkomuleysi löggjaf- ýmist eru „algert handbendi hvers konar sérréttindabur- geisa þjóðfélagsins eða telja sig helzt aldrei hafa umboð til að lyfta sér skör hærra en allra s> aumasti lágkúruskapur almenn ings segir fyrir um“, eða í lýs- ingu á lyf jafræðingum, sem selja sál síná og trúnað við máls stað almennings (þ. e. landlækn is) fyrir mammons fé og láta „sem dólgslegast“ að notfæra þér ,,menningarleysi“ Reyk- víkinga til að krefjast leyf- is að reka apótek, sem þeir geta ekki látið bera sig með núverandi sálnagengi nema að fengnum styrk, sem landlækn ir vill veita þeim með löngum, eða í lýsingu á sjúkrasamlögum, „sem vilja selja sjálfum sér sem mest af of dýrum lyfjuxn, eða í upphrópunum ujn ,,lyfjasvindl“ óg lyfjaokur“ og hvers konar önnur meiri og margháttaðri svik en fljótlegt væri að telja.' Hina listrænu mótsetningu þessa myrkvavalds mun svo að finna í lýsingu björtu valdanna, mannana, sem aldrei brugðust heill og hamingju almennings (þ. e. tillögum þeirra og land- læknis) en börðust ótrauðir hinu góða málefni án fyrheits um okursölu sálna sinna, þessara meðfæddu ,,lyfseðla“ á ódauð- leikann, upp á skrifaða af Vil- mundi Jónssyni. í augum leik- manna í heimi bókmenntanna er þó nokkurt ættarmót með þessum lýsingum landlæknis og bókmenntum þeim, sem á .ó- lærðu máli eru nefndar „hasar- sögur“ og almenningur hefur til þessa átt greiðari aðgang að í útgáfum Vasaútgáfunnar og Hjartaássins en í greinargerð- urri æðstu embættismanna rík- isins um málefnabaráttu sína. Fróðir menn telja og, -að land- læknir hafi í hyggju að gefa út eins konar vasaútgáfu af grein- argerð sinni. En allt fyrir það má tíunda bókmenntagildið, enda leggur höfundur sjálfur endurtekna áherzlu 4 hið list- ræna gildi sögunnar. Hér á eftir og í nokkrum greinum verður gerð nokkur grein fyrir sahnfræðilegu inn- taki þeirra málefna, sem land- læknir hreyfir og lyfjafræði- málið snerta. Því, sem málefna- lega séð, er einhvers virði, verð ur gerð skil fyrst. Prívataur- kast iandlæknis til stéttarinnar verður látið mæta afgangi. Ef frásögnin er þurr, væntura vér, að velviljaðir lesendur for láti og færi það á reikning sannfræðinnar, sem gerð verður þeim mun betri skil. APÓTEKAFJÖLGUNIN í REYKJAVÍK Umræður um apótekaþörf Reykjavíkur virðast hafa hleypt ritverki landlæknis af stokkun- um. Er um að ræða sannarlega einfalt mál, sem þó hefur orðið æ því margbrotnara, sem meir hefur gengið á ritverk landlækn is. En málið liggur einfaldlega þannig fyrir: í Reykjavík hefur íbúum fjölgað svo ört, að tala þeirra hefur tvöfaldast á 20 árum en mest hefur aukningin orðið síð ustu 8 árin. Samtímis hefur bæjarbyggðin þanizt gífurlega. Apótek má ekki stofna nema að fengnu leyfi heilbrigðisstjórnar- innar. Þar sem hún hefur eng- in slík léyfi gefið út íyrir Reykjavík í 20 ár, hefur fjöldi apótekanna í Reykjavík staðið í stað síðan 1928. Hin mikla í- búaaukning gerir það hins veg- ar að verkum, að fjöldi apótek- anna, sem fullnægði Reykjavík árið 1928, er ekki fullnægjandi lengur, og íbúarnir eru óánægð- ir með það, að þurfa að sækja öll lyf sín inn í miðbæ^ hvort sem þeir eru búsettir í Klepps- holtinu, Hlíðahverfinu, Mela- byggðinni eða annars staðar í bænum. Reykjavík er nú orðin verr sett, hvað snertir fjöida « lyfjaverzlana, en flestir aðrir landshlutar. Skulu nefndar nokkrar tölur málinu til skýr- ingar. í Reykjavík voru við síðasta manntal taldir 51.011 manns. í bænum eru fjögur apótek og koma því 12.752 íbúar á hv.ert apótek. í kaupstöðum og lækn- íishéruðum utan Reykjavíkur er mest 4.466 íbúar á apótek (Hafnarfjörður) og minnst 976 (Seyðisfjörður) eða ,að meðal- tali 2.537, að'öðrum apótekum utan Reykjavíkur meðtöldum. Almenningur utan Reykjavíkur hefur aðgang að lyfjaverzlunum lækna auk apótekanna. í land- inu eru 51 læknishérað og þar af eru nálægt 33 læknishéruð', sem eiga á • að skipa mikilvirk- um lyfjasölum- lækna. Lyfja- verzlanir utan Reykjavíkur eru því að apótekum og helztu lyfjaverzlunum lækna töldum alls 44. Væri nú látið svo heita, að allir landsmenn utan Reykja víkur hefðu skipti við þessar lyf javerzlanir eingöngu, yrðu þeir að meðaltali 1.856 um hverja. Beri menn nú þetta saman við aðbúnað Reykvík- inga, sem eru nálægt 13' þús. um hverja lyfjaverzlun. Þó fer því fjarri, að landsmenn utan Reykjavíkur sendi utanbæjar- verzlunum einum lyfjapantanir sínar. Fjölmargir senda þær til apótekanna í Reykjavík, ef ekki er um bráða þörf að ræða. Aðr- ir koma þangað til lækninga og taka lyf sín þar um leið. Þar að auki verða apótekin í Reykja vík að búa meira eða minna af lyf jum í hendur liéraðslæknum. Menn skilji þessi orð, þó ekki svo, að utanbæjarmenn eigi ekki við sína erfiðleika að stríða í þessum málum og ekki sé þörf apóteka víða úti um land, enda verður nánar um það rætt í næstu grein. Aðeins vilj- um vér undirstrika, hver sé lrlutur höfuðstaðarins. Lítum nú á það, hvert sé mat annarra kaupstaða á apóteka- þörfinni. Á Akureyri bjuggu við siðasta manntal 6.180 íbúar eða tæpum helmingi færri en nú koma á hvert apótek í Reykjavik. Þó hafa Akureyring- ar ekki gert sig ánægða með minna en 2 apótek. Yrði apó- tekunum í Reykjavík fjölgað upp í 8 eins og Lyffræðingafé- lagið hefur lagt til, yrðu samt 6.376 Reykvíkingar um hvert apótek eða 198 fleiri en allir íbúar Akureyrar, sem þó hefur tvö apótek. í Hafnarfirði bjuggu við síðasta manntal 4.466 íbúar eða rúmur þriðjungur þess mannfjölda, sem skiptist á hvert apótek í Reykjavík. Hlutur Hafn firðinga, sem hafa eitt apótek, ætti því ekki að sýnast lakur miðað við hlut höfuðstaðarins. En gera Hafnfirðingar sig 'á- nægða með þetta hlutskipti? Ekki benda atliafnir bæjarstjórn ar Hafnarfjarðar til þess. Hún hefur nú útvegað sér leyfi til að reka apótek í Hafnarfirði, óg þetta leyfi, sem gildir hvort sem um nýtt eða gamalt apó- tek er að raeða, er veitt af þeim sama ráðherra, sem landlæknir vill nú gera ábyrgan fyrir apó- tekavöntuninni í Reýkjavík. Svo vill landlæknir me'ina, að það sé af einhverjum ómenn- ingarbrag, að Reykvíkingar vilja fá fleixi apótek. Landlæknir nefnir tölur, sem sýna íbúafjölda og apótékafjölda í nokkurum bæjum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Eiga þær sennilega að vera mælikvarði fyrir oklcur íslendinga. Af allri niálafylgju landslæknis má nú ætla, að ekki séu þau dæmi nefnd, sem hagkvæmust eru íslendingum. En .lítum lítilshátt ar á kripgumstæðurnar. Menn, vel kunnir þessum máium. sem dvöldust í Danmörku árin nrestu fyrir stríð og meðan á styrjöld- inni stóð, segja, að þörfin fyrir fjölgun apótekanna hafi verið orðin brýn, þcgar styrjöldin greip inn í. Hag Noregs og L'an merkur hefur vart verið svo háttað, að allt hafi mátt gera í skjótu bragði eftir styrjökiina, þótt aðkallandi hafi verið, en ekki vitum vér annað en mál þetta sé í undirbúningi í bess- Um löndum. En varla getur tal- izt, að mat þessara þjóða á apótekaþörfinni sé einhlítt til eftirbreytni fyrir fslendinga. Minnumst síðastliðins sumars. Skyldu sólbakaðir Danmerkur- búar vera jafn næmir fyrir kvef pest og umhleyingssóttum eins og grámollulegir íslendingar, sem varla njðta sólskins heila dagsstund árið um kring? Væri það fjarri lagi, að votviðrasöm- umhleypingsveðrátta, hráslaga- leg og drungaleg, hefði nokkur áhrif á heilsufar og lyfjaþörf? Það er fyrirhöfn, ef ekki full komin þraut, að leita uppi raun verulega afstöðu landlæknis til apótekaþarfar Reykjavíkur í öllu hans orðaflóði. í pistli sín- um laugardaginn fyrir löngu- föstu kennir hann menningar- leysi almenning's um kröfuna um fleiri apótek. Næsta þriðju- dag lýsir hann því, að honum og samverkamönnum hans sé „fyllilega Ijós nauðsyn á fjölg'- un lyfjabúða, ekki aðeins í Reykjavík, heldur all víða úti um land“. Þessi nauðsyn varð honum ekki Ijós rétt þessa síð- ustu daga, heldur þegar hann. var í nefnd, sem starfaði fyrir fimm árum. En er hann minnist lyfjafræðinga í þeim sama pistli, rennur horium svo til rifja frekja þeirra, að öll fyrri sannfæring um nauðsyn- ina verður að víkja úr hugskoti hans, og nú verður það fyrir „dólgslég læti“ þeirra, að mál- inu hefur verð hreyft (þeir skrif uðu bæjarstjórn eitt bréf um rriálið fyrir rúmu ári). Næsta dag hefur nokkurt jafnvægi kom izt á hug hans og ffiálið horfir ollu betur, því þá segir hann: arvalds og ríkisstjórna“, sem SkósmiSir, Réglusamur maður uim þrítugt óskar að komast að sem nemandi í skósmíðaiðn. — Tilboð leggis’t inn á afgr. Alþýðublaðsins fyrir laugardgskvöld 28*. þ. .m,- merkt „SkósmíðiÍC. (Frh'. á 7. síðu.) fanyr afgreiBslumaBur og pylsugerðarmaður óskast nú þcgar. K]öt 4 Grænmeti Hringbraut 56.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.