Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 1
* Veðurútlit: Suðvestan gola. SkýjaS XXXII. árgangur. Fimmtudagur 12. júlí 1951. 155. tb?. ForustuMrein: Söluskatturinn. CaiaUnafhigvM Loflleiða meira en hinirS Dr. Mossadeq kveðsí með giöðu geði munu taka á móti Averel! Harriman austur í Teheran SOCIALi-DEMOKRATEN í Kaupmannaböfn flytur þá fregn að hin kommúnistísku yfirvöld í Austur-Berlín hafi ákveðið að úthluta 25 009 væntanlegum erlendum gest um á fyrirhuguðu alþjóða- æskulýðsmót kommúnista þar í borginni í ágúst mun stærra matvælaskammti, en hinum hamingjusömu þátt- takendum úr hópi lieima- manna. Þannig eigi hver hinna erlendu gesta „frá auð valdslöndunum“ að fá 15 grömm af smjöri og 500 grömm af kjöti á dag, þó að heimamenn á mótinu fái ekki nema 10 grömm af smjöri og 250 grömm af kjöti! Það þykir samkvæmt þessu ekki líklegt til áróð- urs fyrir kommúnismann í Austur-Berlín að bjóða gest unum „frá auðvaldslöndun- um“ upp á þann matar- skammt, sem heimamenn sæluríkisins verða að sætta sig við. Og sagt er að séð hafi verið fyrir súkkulaði, ávöxtum, eggjum og öðjru sjaldséðu góðgæti þar eystra til að gæða gestunum á. , Þetta er hin nýja 20 farþega Gatalínaflugvél Loftleiða, sem hóf I flugferðir til Grænlands í gær. — Sjá frétt á blaðsíðu 8. Norðmenn unnu Va! með 3:2 í gærkvöldi Leikurinn var miklu skemmtilegri en hinn fyrsti. ANNAR LEIKUR Norð- mannanna var í gærkveldi, og léku þeir við Val. Norðmennirnir unnu með 3 mörkum gegn 2, eftir 3:1 í hálf- leik. Leikurinn var yfirleitt vel leikinn af begja hálfu og mun fjörmeiri en fyrsti leikurinn. Válerengen skoruðu fyrsta markið í byrjun leiks, en Valur kvitaði litlu síðar. Síðari mörk Norðmannanna komu í lok fyrri hálfleiks. Síðari hálfleikur var mun betur leikinn af hálfu Vals- manna, og urðu þeir í sókn lengst af. Hafsteinn Guðmunds- son skoraði, er 15 mínútur voru eftir, með mjög föstu skoti b'eint úr aukaspyrnu, rétt fyrir framan vítateig. Höfðu Vals- menn fullan hug á að kvita, en tókst það ekki. lag m vopnahlé í Kaesong ------- ------- Viöræður við kommúnista gengu greið- Iega á öðrum degi ráðstefnunnar í gær. -----s-»------- FULLTRÚAR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA á vopnahlésráð- stefnunni í Kaesong voru bjartsýnir í gærkveldi, að Joknum öðrum degi ráðstefnunnar, og töldu góðar horfur á því, að samkomulag næðist um vopnahlé. Sögðu þeir víðræðurnar við fulltrúa kommúnista hafa gengið mun greiðlegar í gær, en fyrsta dag ráðstefnmmar, og hafa gefið vonir um fljótlegan arangur. Fulltrúar sameinuðu þjóð- anna sögðu þóv að fulltrúar kommúnista liefðu í gær viljað hefja viðræður um brottflutning alls erlends herliðs úr Kóreu; en það mál hefðu fulltrúar sameinuðu þjóðanna ekki talið sig hafa neitt umboð tii að ræða, enda væri það stjórnmálalegs eðlis. Hins vegar virðast „skilyrði" fyrir vopnahléi, sem kommún- istar birtu í útvarpinu í Peking í gærmorgun hafa fengið góðar undirtektir fulltrúa sameinuðu jþjóðanna, en aðalatriði þeirra var það, að hersveitir beggja aðila skyldu stilla svo til að 20 kílómetra breitt belti myndað ist á milli þeirra við 38. breidd- arbauginn, þannig að hersveit ir kommúnista yrðu 10 kíló- metra fyrir norðan hann, en hersveitir sameinuðu þjóð- anna 10 kílómetra fyrir sunn- an; og væri öllum bardögum þar með lokið milli þeirra. 20 BLAÐAMENN TIL KAESONG Það var tilkynnt í Tokio í gær, að 20 blaðamönnum sam- einuðu þjóðanna hefði nú ver- ið heimilað að fara til Kaesong; þó myndu þeir ekki fá leyfi til þess að sitja sjálfa ráostefnuna fyrir blöð sín eða fréttastofur. UTVARPIÐ í TEHERAísT ílutti þá tilkynningu í gær, að Dr. Mossadeq, forsætisráðherra íran, hefði ákveðið að þekkjast hoð Trumans Randa- ríkjaforseta um að senda ráðunaut sinn, Averell Harri- man, til íran til að reyna að miðla málrna í olíudeil- unni á grundvelli, sem báðir deiluaðilar gætu við unað. í tilkynningu útvarpsins í Teheran sagði, a'ð Dr. Mossadeq hefði svarað boði Trumans því, að hann tæki með glöðu geði á móti Averell Harriman; en áður hefði tilbo'ð Trumans verið rætt ýtarlega bæði í ríkisstjórn fran og í olíunefnd þingsins í Teheran. Aðrar fregnir frá Iran í gær hermdu, að vaxandi áhyggjur gerðu nú vart við þar hjá stjórn landsins og hinni nýju yfir- stjórn olíuframleiðslunnar vegna þess, að ekki er hægt að selja olíuna. Þykir nú auðsætt, að það muni á skömmum tíma leiða til þess að olíuvinnslan stöðvist með öllu, þar eð allar leiðslur og allir geymar eru að fyllast. Starfsmenn Anglo franian lokuðu frárennsli einnar olíu- lindarinnar af þessum ástæð- um í gær og fóru eftir það til Abadan. En fyrirsjáanlegt þyk ir að loka verði einnig fyrir frá rennsli margra annarra olíu- linda innan skamms, ef ekki verður hægt að hefja útflutn- ing olíunnar frá olíuhreinsun- arstöðinni miklu í Abadan á ný- Síldáöllu svæðinu frá Horni að Slélfu - forfurnar eru gisnar -..—..-------- Rússar Finnar afla vel í reknet. -----------------.... SÍLÐ er nú svo að segja fyrir öllu Norðurlandi, og er veiðiflothiH dreifðúr á Öllu svæðinu vestan frá Horni og austur að Sléttu. Veiðist síld alls staðar á þessu svæði; en torfurnar eru mjög þunnar og gisnar, þannig að bátar hafa yfirleitt fengið ’ítið í kasti. Þó fékk Helga frá Reykjavík 200 mála kast gær. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær hjá verk- stjóranum við síldarverksmiðj- ur ríkisins á Siglufirði, komu þangað 17 bátar síðasta sólar- hring, og enn fremur lögðu nokkrir bátar upp hjá Rauðku. Þá lönduðu mörg skip á Skaga- strönd og loks á Raufarhöín. Afli bátanna var yfirleitt rýr, þótt flestir væru með nokkra veiði, og kemur það til af því, hve síldartorfurnar eru gisnar. Saltað var á öllum söltunar- stöðvum á Siglufirði í gær, og einnig unnið að bræðslu í verk- smiðjunum. Mikill fjöldi báta er nú kom- inn á miðin, og munu flestir bátar nú vera komnir norður eða um það leyti að koma þang- að. Ekki hefur enn orðið vart við Norðmenn og Svía, og mun þeirra ekki von á síldarmiðin fyrr en um 20. júlí. Aftur á móti hafa Finnar og Rúsar ver- Framhald á 7. síðu. Dr. Mohammed Mossadeq. lÉiwm***#**'-, Harriman á förum lil Teheran ÞAÐ VAR TILKYNNT í Washington í gærkveldi, aó Averell Harriman myndi leggja af stað í flugvél áfeiðis til Te- heran innan 48 klukkustunda. Þessi tilkynning var birt skömmu eftir að kunnugt var örðið, að Dr. Mossadeq hefði þegið boð Trumans um að senda Harriman til Teheran til að reyna málamiðlun í olíudeil- unni. Brezkl skip stöðvað af Egyplum BREZKA STJÓRNIN hefur mótmælt því mjög harðlega við stjórn Egiptalands, að her- snekkja var nýlega látin stöðva brezkt skip í Akabaflóa við Rauðahaf og tefja það með um fangsmikilli rannsókn í einn sólarhring. Brezka skipið var á leið til ísrael, en á venjulegri siglinga leið, þótt það væri innan land- helgi Egiptalands.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.