Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. júlí 1951. AUÞtÐUBLAÐíÐ n K Gyííi Þ. Gíslason: Síðari grein eisnðlþfóðasambandslðin nunn ÞEGAR ÁÐUR en heims- styrjöldinni síðari lauk, hófst nokkurt samstarf milli jafnað- armannaflokka Evrópu. Höfðu ýmsir fullan hug á að endur- reisa sem fyrst annað álþjóða- sambandið, en margt hafði breytzt, síðan styrjöldin hófst, og var margs að gæta í því sambandi. Vorið 1946 hittust fulltrúar frá nokkrum jafnað- armannaflokkum í Clacton á Eng’andi að tilhlutan brezka alþýðuflokksins. Voru sumir fylgjandi tafarlausri endur- reisn alþjóðasambandsins, en aðrir töldu slíkt ekki tímabært. Hinir síðar nefndu munu eink- um hafa haft ástandið í Aust- ur-Evrópu í huga, en þar áttu jafnaðarmannaflokkarnir mjög í vök að verjast. Þeir höfðu sumpart verið knúnir til sam- starfs við kommúnista og töldu það sumpart óumflýjanlegt. Undir þessum kringumstæðum var þeim mjög erfitt um þátt- töku í slíkum alþjóðasamtök- um. Varð niðurstaðan sú, að efna til alþjóðaþinga (Internat- ional Socialist Conference), sem einn jafnaðarmannaflokk- ur í hverju landi gæti gerzt aðili að. Voru slík þing haldin í nóvember 1946 í Bourne- mouth, í júní 1947 í Zúrich og í desember 1947 í Antwerpen. Þar var ákveðið að koma á fót samvinnunefnd (COMISCO þ. e. Committee of the Internat- ional Socialist Conference), sem hefði framkvæmdir með höndum milli þinga og í ættu sæti fulltrúar frá ölium aðild- arflokkum. Framkvæmdar- stjórn nefndarinnar hefur að- setur í Lundúnum og starf- rækir þar skrifstofu. Síðan í árslok 1949 veitir henni for- stöðu framkvæmdastjóri, sem ekki gegnir öðrum störfum, Julius Braunthal. Hefur hún stuðlað að sambandi og sam- vinnu milli flokkanna og miðl- að upplýsingum. Tvær mikil- vægar undirnefndir hafa starf að, þ. e. nefnd til að fjalla um flóttamannavandamálið og efnahagsmálanefnd. En al- þjóðaþing hafa verið haldin í Vínarborg 1948, í Baarn 1949, í Kaupmannahöfn 1950 og fyrir skömmu í Frankfurt am Main. íslenzki Alþýðuflokkurinn gerðist aðili að þessu alþjóða- samstarfi 1948. í því taka nú þátt allir alþýðuflokkar Ev- rópu og auk þess a’þýðuflokk- ar Indlands, Japans, ísraels, Kanada, Bandaríkjanna, Ar- gentínu og Uruguay. Flokkar þess eru 34 að tölu, félagar þeirra eru nærri 10 milljónir, en kjósendur þeirra um 44 milljónir. Hlutverk þessara samtaka hefur fyrst og fremst verið að ræða þau sameiginlegu vanda- mál, sem jafnaðarmenn allra landa hafa við að glíma, auka skilning flokkanna á sérstök- um viðfangsefnum hvers lands og efla þannig samvinnu og samúð þjóða í milli. Samtökin geta ekki skuldbundið flokk- ana til afstöðu, sem þeir eru andvígir. Á það hefur reynt, að erfitt er að samræma sjón- armið flokka'frá ríkjum, sem hafa ólíkra hagsmuna að gæta á alþjóðavettvangi. En oft hef- ur tekizt að miðla málum og Fjórir forustumenn jafnaðarmanna í Evrópu í dag: Tage Erlander, forsætisráðherra Svía (lengst til vinstri), Karl August Fagerholm, fvrrvera idi forsætisráðherra Finna, C’ement R. Attlee, forsætisráðherra Breta og Ernst Re uter, borgarstjóri í Vestur-Berlín. stuð’a að skvnsamlegri lausn deilna og bættri sambúð þjóía. ALÞ JÓÐASAMBANDIÐ ENDURREIST. Á alþjóðaþinginu, sem hald- ið var í Frankfurt am Main í byrjun þessa mánaðar, var sam þykkt, að endurreisa annað al- þjóðasambandí'ð. Jafnaðar- mannaflokkarnir í Austur-Ev- rópu eru nú liðnir undir lok. Kommúnistaflokkarnir, sem opnuðu þeim vinarfaðm í stríðslok, kyrktu þá í faðmi sínum. Alls staðar annars stað ar í Evrópu er afstaðan til kommúnismans og Bovétríkj- anna orðin skýr og ótvíræð. Afstaðan til auðvaldsskipulags- ins hefur alltaf verið ljós, þótt einstakir flokkar séu misjafn- lega langt á veg komnir í bar- áttunni gegn því. Sú skoðun hefur því nú orðið ráðandi, að tími væri til þess kominn að treysta samtökin og efna til nýs átaks til eflingar hinni al- þjóðlegu jafnaðarmannahreyf- ingu. Endurreisn alþjóðasambands- ins þarf að verða til þess að blása nýjum eldmóði í jafnað- armenn um heim allan. Þeir eiga nú að setja markið hærra en nokkru sinni fyrr. Þeir þurfa að velja sér ný markmið í samræmi við nýja tíma og nýjar aðstæður og rökstyðja stefnu sína á grundvelli sið- ustu reynslu og nýjustu þekk- ingar. MARXISMINN OG JAFN- AÐARSTEFNAN. Fram að fyrri heimsstyrjöld var marxisminn þungamiðja í kenningakerfi nær allra j£fn- aðarmannaflokka. Hann var tú’kaður á lýðræðissinnaðan hátt, enda er tvímælalaust, að Marx og Engels gerðu ráð fvrir jþeim möguleika, að verkalýð- urinn gæti náð völdum með lýðræðisaðferðum, þar sem til- tekin ski’yrði væru fyrir hepdi. Á árunum milli styrjaldanna dró hins vegar úr áhrifum marxismans utan Sovétríkj- anna og kommúnistaflokkanna, en þar var hann túlkaður með sérstökum hætti. Aðstæður voru löngu breyttar frá því Marx setti fram kenningar sínar, og ný þekking hafði leitt í ljós mikilvægar veilur í þeim, eins og raunar kenningum ým- issa annarra merkra samtíðar- mana hans og lærifeðra.. Þeir heimspekingar munu nú sára- fáir á Yestur’öndum, sem að- hyllast hina díalektísku efnis- hyggju Marx, og það er varla til sá kunnur hagfræðingur, sem te’ur kenningu hans um verðmætisaukann standast. Þessar tvær kenningar eru þó svo mikilvægar í því hug- myndakerfi, sem um síðustu aldamót var kailað marxismi, að sá, sem aðhyllist þær ekki, getur varla kallað sig marxista í hinni klassisku merkingu orðsins. Auðvitað er hægt að víkka merkingu hugtaksins svo mikið, að það þýði nokk- urn veginn hið sama og jafnað- armaður, og gera sumir það. Slíkt er þó hæpið. Og sannast mála mun, að ýmsir þeirra, sem bera orðið marxisma mest í munni, hafi litla hugmynd um, hvað Karl Marx kenndi í raun og veru. Karl Marx hafði ómetanlega þýðingu fyrir mótun jafnaðar- stefnunnar á 19. öld. Sagnfræð ingar og hagfræðingar munu ávallt telja hann merkastan brautryðjanda hennar. Áhrif hans voru svo mikil, að jafn- aðarmenn hikuðu lengi vel við að viðurkenna það, er ljóst varð, að ýmsar kenningar hans voru orðnar úreltar. En það er kominn tími til þess að draga hér hreinar línur. Fræðimenn meðal nútíma- jafnaðarmanna hyllast- yfir- leitt ekki undirstöðukenn- ingar Marx um díalektísku efnishyggjuna og verðmæt- isaukann. Þeir líta ekki svo á, að ríki jafna'ðarstefnunn- ar hljóti að koma, hvort sem menn vilja eða vilja ekki, eins og Marx gerði, heldur að það sé eitt af mörgum úrræðum, sem mannkyni'ð á völ á, að vísu það bezta. Marx byggði sameignar- eða þjóðnýtingarkenningu sína fyrst og fremst á kenning- unni um arðrání'ð, en hún grundvallaðist aftur á móti á kenninguni um verðmæt- isaukann. Marx og samtíðar menn hans ræddu aðallega um þjóðnýtingu og sam- vinnurekstur sem tekjujöfn- unarleiðir. Þeim er ekki lá- andi, þótt þeir sæu ekki fyr- ir þau skilyr'ði, sem nútíma- ríkisvald hefur til þess að jafna tekjur borgaranna, t. d. með almannatryggingum, ráðstöfunum í skattamálum og öðrum ríkisfjármálum o. s. frv. Þau rök, sem nú má færa fyrir gildi áætlunarbú- skapar, verða ekk| sótt í rit Marx, því að það hugtak var í nútímaskilningi óþekkt á hans dögum. Það er því kominn tími til þess að skipa marxismanum á sinn stað í kenningakerfi jafn- aðarstefnunnar. Hann á að skipa heiðurssess í sögu henn- ar. Ymsar grundvallarhugsjón- ir hennar eru enn hinar sömu og hugsjónir Marx og fylgis- manna hans; en skilyrðin til að hrinda þeim í framkvæmd eru nú gerólík, úrræðin því önnur að verulegu leyti og sömuleið- is rökin fyrir þeim. Marxism- inn í hinni klassísku og réttu merkingu þess orðs er því orð- inn ófullnægjandi sem fræði- legur grundvöllur nútímajafn- aðarstefnu. KJARNIJAFNAÐARSTEFN- UNNAR. Eðli og inntak jafna'ðar- Síaða háls-, nef- og eyrna- læknis við Landspífalann er laus til umsóknar frá 1. október næstkomandi. Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 1. september. 11. júlí 1951. STJÓRNARNEFND RÍKISSFÍTALANNA. Smurt brauð. Sniffcr. Nesfispakkar. Ódýrast og bezt. Vmsam- legast pantið með fyrir- vara. MATBARINN Lækjargötu S. Sími S034Ö. sfinar Þýzkir 6 volta hlaðnir og óhlaðnir. Véía- og raftækjaverzluniu Tryggvag. 23. Sími 81279. stefnunnar er enn hið sama og það var á árununi, þegar hún var að mótast. Jafnaðal' menn eru andvígir auðvalds skipulagi af því að því hafa fyigt og því h'jóta að fýlgja atvinnuleysi og kreppui’, það hefur í för með sér lam- andi öryggisleysi og hrópleg an ójöfnuð í lífskjörum. Jafnaðarmenn vilja koma í veg fyrir, að einn maður njóti ávaxtanna af vinnu annars manns. Þeir vilja, að allir menn séu frjálsir og jafnréttháir, ekki aðeins á stjórnmálasviði, heldur einn ig í aívinnumálum. Þeir vilja ekki, að fámennur minnihluti hafi ráð a!Is þorra hverrar þjóðar í hendi sér í skjóli einkaeignaréttar á mikilvægustu framleiðslu- tækjunum. Þeir viija, að þjóðin sjálf taki allar meg- inákvarðanir bæði í stjórn- málum og atvinnumálum. Þeir telja hagkerfi jafnaðar stefnunnar ekki geta borið tf'ætlaðan ávöxt nema sam fara lýðræði. Og þeir telja Iýðræði ekki ver'ða fullkom- ið nema samfara hagkerfi jafnaðarstefnunnar. í stjórnmálum vilja þeir tryggja andlegt frelsi, al- meiman og jafnan kosninga rétt og jafnrétti fyrir lög- um, og þeir telja það ekki unnt nema með lýðiæ'ði. í efnahagsmálum vi’ja þeir tryggja öllum fulla atvinnu, vaxandi framleiðslu og þar af leiðandi batnandi lífs- kjör, félagslegt öryggi og jafnari skiptingu tekna og eigna. Þessunt markmiðum telja þeir ekki unnt að ná nema me'ð því að skipu- leggja þjóðarbúskapinn með lýðræðisaðferðum. Víð þá skipu/agningu er nauðsyn- legt að beita þjóðnýtingu á sumum sviðum, á öðrum sviðum á rekstur bæjar- og sveitarfélaga betur við, á enn ö’ðrum sviðum er sam- vinnuhreyfingin bezt fallin til þess að ná markmiðinu og í einsíökum greinunt get ur einkarekstur verið heppi legasta lausnin. En hvert sem skipulag atvinnufyrir- tækjanna kann að vera, telja jafnaðarmenn nauðsyn Iegt, að rikisvaldi'ð hafi skií yrði til lýðræðisúegrar heild Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.