Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. júlí 1951. ALÞÝÐUBLAÐIÖ F é I a g s I í f • Piltar og stúlkur munið sjálí boðavinnuna á hverju fimmtu dagskvöldi í íþróttasvæði Ár- manns við Höfðatúni. Hafnfirðingar Opnum á morgun raf- tækjavinnuctofu í Gunnars sundi 8. Tökum að okkur allskon- arrafmagnslagnir og við- gerðir á heimilistækjum. Raf tæk j avinnustof an Kyndill, sími 9980. Vilhjálmur Hallgrímsson Samúel Kristbjarnarson Nýja Fasteignasalan Hafnarstræti 19. Sími 1518 og 81546. Fasteigna-, bifreiða-, skipa- og verðbréfasala. S s S s s s s s s s Til í búðinni allan daginn. S Komið og veljið eða símið. \ S \Síld & Fiskurl Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs S s s s s Hringsins ^ as eru afgreidd í Hannyrða- S Srerzl. Refill, Aðalstræti 12. C yáður verzl. Aug. Svendsen)^ S >g í Bókabúð Austurbæjar. S Minningarspjöid dvalarheimilis aldraðra sjómanna fást á eftirtöld- ^ um stöðum í Reykjavík: ( Skrifstofu Sjómannadags- ( ráðs Grófin 7 (gengið inn ( ' frá Tryggvagötu) sími s 80788, skrifstofu SjómannaS félags Reykjavíkur, Hverf-S isgötu 8—10, verzluninni S Laugarteigur, Laugateig S 24, bókaverzluninni Fróði S Leifsgötu 4, tóbaksverzlun inni Boston Laugaveg 8 og^ Kö!d borð og heifur veiziumafur. Sild & Fiskur. . Framhald af 5. síðu. arsíjórnar á efnahagskerf- inú til þess að afstýra kreppu og verðbólgu og tryggja öilum atvinnu, án þess þó áð skerða lieilbrigt framtak og eðlilega sjálfs- bjargarhvöt, og án þess að leggja lamandi viðjar hafta og skriffinnsku á atvinnu- lífið. En jafnaðarstefnan er meira en tikaga um hag- kerfi og stjórnkerfi. í aug- um jafnaðarmannsins er hvorki stjórnkerfi’ð né hag- kerfið markmið í sjálfu sér, heldur tæki til þess að þroska roanninn og auka hamingju hans. Listir og vís indi eiga að verða sameign alla manna, og alíir eiga að hafa skilyr'ði íil menntunar án tillits til stéttar og efna- hags. Líkamleg ve'ferð mannanna skiptir ekki ein máli, heldur einnig andleg velférð þcirra. Framleiðsl- an ein þarf ekki að vaxa, lieldur einnig bróðurþel og kærleiki. Aukinn gróði og aukinn au’ður á ekki að vera liið æðsta mark, heldúr auk in hamingja sérhvers manns. Þetta er kjarni þess, sem nefna mætti nútímajafnaðar- stefnu. Milli hennar og auð- valdshyggju er mikið djúp staðfest. Jafnaðarstefnan vill hagnýta auðinn til þess að auka hamingju mannsins. Auð- valdshyggjan vill hagnýta manninn til þess að auka auð- inn. Á jafnaðarstefnu og kom- múnisma er og reginmunur, því að jafnaðarstefnan vill, að ríkisvaldið þjóni manninum til þess að eflá frelsi hans og ham- ingju, en kommúnisminn vill, að maðurinn þjóni í'íkinu til þess að efa vald þess og dýrð. Þess vegna eru jafnaðarmenn jafnandvígir auðvaldshyggju og einræði. i FBELSISHUGSJÓN MANN- KYNSINS. í heimsstyrjöldinni fyrri hafði ríkisvaldið mergvísleg af- skipti af atvinnulífinu í flest- um stríðslandanna. Skömmu fyrir 1930 hófust Sovétríkin handa um samningu og fram- kvæmd hinna kunnu fimm ára áætlana, og í heimskreppunni miklu eftir 1930 var í þeim löndum, þar sem jafnaðarmenn voru við vö’d, svo sem í Sví- þjóð, tekið'að beita nýjum að- ferðum til baráttu gegn at- vinnuleysi og kreppu, þ. e. á- ætlunarbúskap og ráðstöfun- um á sviði opinberra fjármála. Allt þetta olli því, að jafnaðar- menn beindu huganum í æ rík- ara mæli að áætlunarbúskap sem höfuðúrræði í vandamál- um þjóðfélagsins. Jafnaðar- mannaflokkarnir í Vestur- og Norður-Evrópu Voru flestir stórir og þeir hlutu að láta lausn dægurmála mjög til sín taka. Sums staðar höfðu þeir tekizt ríkisstjórn á hendur. Allt varð þetta til þess, að jafnaðarmamiaflokkarnir lögðu helzt til einli'iða áherzlu á hið hagnýta í stefnu sinni. Jafnað- arstefnan varð í of ríkum mæli \ að hagfræði, en of lítil áherzla var lögð ó að boða hugsjónir þær, er úrræðin áttu að hrinda í framkvæmd. Þetta hafði tvenns konar áhrif. Annars vegar dró úr eldmóðinum og hinum trú arlega áhuga, sem einkennt hafði baráttu jafnaðarmanna i fram að heimsstyr jöldinni 'fyrri. Og hins vegar olli þetta I ástæðulausri fastheldni við til jtekin úrræði, sem voru óhjá- j kvæmileg fyrr á tímum til þess 'að hrinda hugsjónunum í fram 'kvæmd, en voru ekki jafnsjálf | sögð eftir að nýjar aðstæður sköpuðu ný skilyrði til þess að ná sama marki. Á þessu þarf að verða breyt- ing. Jafnaðarstefnan er fyrst og fremst hugsjón, þótt hún bendi auðvitað jafnframf á ráð stafanir til þess að láta hana rætast. En hugsjónin er aðal- atriði. Það er hún, sem sam- einar jafnaðarmenn um heim al’an fyíst og fremst, hún er alls sfaðar hin sama, og úr- ræðin eiga að vera þau, sem nánast svara til aðstæðna á hverjum stað og tíma. Þegar hugsjónir eru aðalatriði boð- skapar, vaknar eldur í brjóst- um boðéndanna, sá e’.dur, sem gerir baráttuna fyrir málstaðn ,um ekki aðeins að helgri skyldu, heldur éinrtig að upp- sprettu dirfsku og fagnaðar, — eldurinn, sem er ómissandi til sigurs. Engin barátta hefur nokkru sinni unnizt, nema trúað hafi verið á þann málstað, sem bai’- izt var fyrir. Heilbrigð trú er heilbrigðum manni jafneðlileg og sjálfur andardrátturinn. En trúarþörfina má afvegaleiða og hún hefur verið misnotuð, og misnotkun hennar í stjórnmál- um er hættulegri en nokkur önnur. Það er heilbrigðara að trúa á hugsjón en úrræði og hættulegt að trúa á menn. Jafn aðarstefnan boðar ekki trú á menn og ekki á úrræði, en kjarni hennar er dýrleg hug- sjón um nýtt og betra þjóð- skipulag, þar sem allir menn eru frjálsir og jafnir og vinna saman eins og bræður að sam- eiginlegri velferð sinni, þjóð- félag, sem keppir að því að auka hagsæld og hamingju hvers eins og bæta skilyrði hans til þess að þroskast og njóta lífsins. Jafnaðarmenn trúa á þessa hugsjón sem frelsishugsjón mannkynsins. Flugvélar F.í. fluilu 3836 farþega í júní fLugvélar flugfé- LAGS ÍSLANDS fluttu 3836 farþega í s. 1. mánuði, en það er um 11% fleiri farþegar en á sama tíma í fyrra. í innanlands- flugi voru fluttir 3295 farþegar, en 541 ferðuðust með Gullfaxa milli landa. í júnímánuði í fyrra flutti flugvélin hins vegar 253 farþega til og frá Islandi, og hefur því farþegafjöldinn auk- izt um 114“%. Vöruflutningar með flugvél- um F.í. hafa aukizt um 101%, ef miðað er við sama tíma s. 1. ár Námu þeir nú samtals 35 598 kg., þar af voru 29 841 kg inn- anlands og 5 757 kg. milli landa. Póstflutningar hafa einnig aukizt í mánuðinum, samanbor- ið við júní í fyrra. Flutt voru nú 7 429 kg. af pósti; 5 858 kg. í innanlandsflugi og 1 571 kg. mil’i landa. Aukningin nemur því 27%. Veður var mjög hagstætt í mánuðinum og voru flugdagar 30. Maðurinn minn og faðir okkar, SAMÚEL GUÐMUNDSSON MÚRARAMEISTARI iézt í Landakotsspítalanum 11. júlí síðastliðinn. Ingibjörg Danivalsdóttir, María Ammendrup, Emilía S. Möller. FERDASKRIFSTOFA RÍK- ISINS efnir til 15 daga orlofs- ferðar til Finnlands síðast í þessum mánuði og fyrstu daga ágústmánaðar. En um sama leyti verður hér finskur ferða- mannahópur, sem kemur í skiptum fyrir íslenzku Finn- landsfarana. Fer hér á eftir lýs- ing væntanlegrar Finnlands- ferðar: 1 dagur 25. júlí: Lagt vérður af stað með flugvél á miðnætti áleiðis til Stokk- hólms. 2. dagur 26. júlí: Komið til Stokkhólms snemma um morg uninn og farið um borgina og hún skoðuð til kl. 17, en þá verður lagt af stað til Ábo með skipi. í Stokkhólmi slæst í för- ina finnskur leiðsögumaður, sem leiðbeinir í ferðalaginu um Finnland ásamt íslenzka fararstjóranum. 3. dagur 28 júlí: Ábo — Ná- dendal — Ábo — Tammerfors: Skipið kemur til Ábo um kl. 8. í Ábo, sem er hin gamla höf- uðborg Finnlands og stærsta borg landsins fyrir utan Hels- ingfors, skoðar ferðafólkið meðal annars dómkirkjuna. Hún er reist á 13. öld og er þjóð helgur staður. Áuk þess vérður kastalinn, sem einnig er frá 13. öld, skoðaður, og þaðan verður farið í bæjarsafnið, listasafnið og Upprisukapelluna; en hún er frægt sýnishorn af nútíma bvggingarlist Finna. Frá Ábo er ráðgert að fara smáferð til Nádendal, gamals, mjög fagurs klcusturseturs, þar sem nú er fjölsóttur baðstaður. Brottför frá Ábo með lest kí, 19,00 til Tammerfors fjórða dag farar- innar og komið þangað kl. 22,15. 5. dagur 29, júlí: Tammerfors — Vehoniemi (Kangasa’a) — Aulankö (Tavastehus). Fyrri hluti dagsins verður notaður til þess að skoða Tammerfors, „Manchester Finnlands“, sem er þriðja stærsta borg landsins að íbúatölu. Um hádegi verður ekið með bifreið til Vehoniemi, háls eins í Kungasalahéraði, er mjög er frægur fyrir náttúru- fegurð. Frá Vehoniemi er svo haldið áfram ferðinni til Aulart- ko méð farþegabáti, og kemur hann þartgað; M. 20,00. Þetta er ein fegursta og sérkennilegasta siglingaleið, sem til er á öllum finnsku vötnunum og gefur skýra mynd af landslaginu. Þarna getur að líta gömul menningarsetur, grásteinskirkj ur frá miðöldum, blómlega bæi, skipaskurði, iðjuver og ótal margt fleira. Aulanko er aðal- ferðamannemi ðstöð Suður- Finnlands, og þar er mjög glæsilegt gistihús, víðáttumiklir skemmtigarðar, útsýnisturn o. s. frv. 6: dagur 30. júlí: Tavastehus — St. Michel. Brottför frá Ta- vastehus (Aulankp) með lest kl. 12,04 og' komið til St. Michel ikl. 18,20. St. Michel er lítill, yndisfagur bær við vík við Saimenvatnið. 7. dagur 31. júlí: St. Michel — Nyslott. Brottför frá St. Michel kl. 10,30 með báti og lent þar kl. 22,00. Þessi ferð, sem stendur yfir allan daginn, verðUr áreiðanlega einn bezti hluti ferðalagsins, því að Sai- menvatnið er eitt allra fegursta vatn landsins með fjölda hólma og eyja. 8. dagur 1. ágúst: Nyslott —• Punkaharju. Á meðan stáðið er við í Nyslott verður m. a. skoð- aður hinn fagri og söguríki mið- aldakastali, Olofsborg, sem nú er notaður sem söngleikahús og leikhús á sumrin. Á 15. og 16. öld var hann yzta varðstöð Finna í austri. Síðari hluta dagsins verður ferðinni haldið áfram með báti til Punkaharju um unaðsfagra siglingaleið gegn um þröng og krókótt sund. 9. dagur 2. ágúst: Allan þann dag verður dvalizt í Punka- harju, einum náttúrufegursta stað Finnlands, og farið í smá- ferðir um nágrennið. 10. dagur 3. ágúst: Punka- harju — Imatra. Um morgun- inn verður farið með lest til Imatra til þes að skoða þar foss- inn, aflstöðina og iðjuver hér- aðsins. Um kvöldið haldið með lest (í svefnvögnum) til Helsing fors. 11. —13. dagur, 4. 5. og 6. ágúst: Hú’singfors. Það helzta, sem skoða á í höfuðborginni, er þinghúsið, Olympíuleikvangur- inn, hinn sögufrægi kastali Sveaborg, dýragarðurinn í Hög- holmen, listasöfn ríkisins, þjóð- minjasafnið o. s. frv. 14. dagur 7. ágúst: Helsing- fors — Stokkhólmur. Farið verður með skipi kl. 11,00 um morguninn. 15. dagur 8. ágúst: Stokk- hólmur — Reykjavík. Skipið kemur til Stokkhólms um kl. 8 um morguninn, og fær ferða- fólkið, þá tækifæri til að skoða sig betur um í höfuðborg Sví- þjóðar. Lagt verður af stað á- leiðis til Reykjavíkur með'flug- vél kl. 19—20. (Frh. af 1. síðu.) ið hér við land alllangan tíma og afla vel í reknet. Finnar veiða bæði í reknet og snurpu, en Rússarnir aðallega í reknet, og halda veiðiskipin sig mést á svokölluðum Sporðagrunni, en móðurskip Rússa ligur á Gríms- eyjarsundi; er það 10 þúsund smálesta skip. Minningarspjöld Krabba- meinsfélags Reykjavíkur fást í Verzluninni Remed- ía, Austurstræti 7 og 1 skrifstofu Elli- og hjúkrun- arheimilisins Grund.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.