Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.07.1951, Blaðsíða 6
ALÞÝÐURLAÐIÐ Fimmtudagur 12. júlí 1951. snerpu . . . og sjá, — ég beygði mig skyndilega niður og greip steinhnullung vænan og kastaði að kvikindinu, og allt gerðist þetta svo leifturskjótt, að ekki mund’i hafa með skjótari hætti orðið, msðan ég var enn upp á mitt bezta, og söm var hæfnin, og þurfti kvikindið ekki meira með. Þetta kvöld gerði ég að gamni mínu við kaupakonuna, með allri gát og siðsemi, auðvlt-. að, og án þess að virðuleiki ell- innar og embættisins biði nokk- urn hnekki, og það var ekki fyrr en ég var lagstur í bólið um tólf leytið og farinn að líta í blöðin, að ég fann til gigtar í mjó- hryggnum til sannindamerkis iVm að ef til vill he.fði ég beygt mig helzt til snögglega', þarna fyrir utan hliðið. Jæja, þetta var nú kaflinn um mig og minkinn. Afrekssaga öldungshis. Þá langar mig til að spjalla svolítið við þig um kraékiberin. Þau eru að vísii að- eins grænjaxlar enn sem komið er, en samkvæmt því lögmáli lífsins, sem ræður í brekkunum í minni landareign, líður ekki á löngu áður en þau verða full- þroska. Og þá á ég von á innrás og veit ekki með vissu hvernig ég má búast til varnar, eða hvert mér muni yænlegast að leita um liðstyrk. Ekki þýðir að fara fram á slíkt við Jón bola, liann hefur öðrum hnöppum að hneppa þarna í ollunni, og tel ég að viðureign mín við miixk'inn gefi til kynna, ,að öllu fremur gæti ég veitt Jóni gamla lið en hann mér. Auk þess er illt að koma við herskipum á berjamó. Ekki tel ég mér heldur neitt Framh. Framhaldssagan 4 .. SKT BLÓÐ Saga frá Suðor-Afríku LESIÐ í sumarleyfinu og batt það í hnakkahnút. ,.Ætli það endi ekki þannig, að ég giftist honum? Það mætti segja mér það.“ „Að heyra til þín. Ekki vant- _ar svo sem stærilætið, þar sem þú veizt það eins vel og ég, að allar stúlkur e’ta hann á rönd- um og dást að honum, ekki hvað minnst fyrir það hversu skáldlega hann getur komizt að orði.“ Katie sá andlit systur sinnar í speglinum, sá þrána, sem skein úr augu.m hennar og á- sökunarsvipinn. Hún felldi nið- ur talið, gekk út að glugganum og opnaði hann. Limerick er dásamlega fagurt hérað, hugs- aði hún. Ðásamlega fagurt jafnt í skini og skúr, dag sem nótt, að vetri, hausti, vori og sumri. . .. Ilmur moldarinnar barst að viturn hennar, áfengur og örv- andi. Hún unni þessari útsýn hugástum; við augum hennar blöstu víðir akrar, fagurgræn- ir, lágreist býli bak við Ijós- brún þyrnigerði, stórvaxnar eikur, álmviðarlundir og fjöl- litar blómabreiður. Og fjarst við sjóndeildarhringinn gnæfði gamli Donneleykastalinn á hæðarbrún við bláan himin eins og grámyrk, stórfengleg hamraborg, og minnti á löngu liðnar aldir, þegar þar láu landamæri tveggja ríkja, sem oftar át-t-u í ófriði heldur en frið við að búa. Lísa reis úr sæti sínu og gekk til hennar. „Þegar þokan sveip- ar hæðirnar, finnst mér sem ég sjái forfeður vora fylkja liði gegn Englendingum og eiga við þá harða orustu þarna úti á ökr unum,“ sagði hún. „Og ég sé þá falla og blóð þeirra lita jörðina, sem þeir eru að verja ...“ „Það vantar ekki, að þú get- ur verið nógu skáldleg á stund- um,“ svaraði Katie. „En hvarfl- ar það þá aldrei að þér, að ekki hafi nú forfeður vorir verið miklir garpar, fyrst þeir biðu svo skjótan ósigur fyrir Eng- lendingum, sem raun bar vitni?“ „Þú veizt það eins vel og ég, að Englendingar neyttu liðs- munar, og það eitt réði sigri þeirra. Það er söguleg stað- reynd. Og hverjir voru svq þeir kostir, sem sigurvegaramir buðu okkur írum? Segið skilið við hina heilögu kaþólsku kirkju, kastið trúnni og gerist mótmælendur, og þá munum vér leyfa yður að halda landi pg eignum. Að öðrum kosti sviptum vér yður landi og sjálf stæði.“ „Það sýnir manndóin okkar, að við vildum heldur láta lönd og sjálfstæði en kasta trúnni,“ svaraði Katie O’Neill. „En á stundum get ég ekki varizt þeirri hugsun, að við höfum ekki verið að sama skapi hygg- in . . .“ „Hvað segirðu, Katie O’Neil? Þú talar eins og heiðingi, heimskinginn þinn-.“ Katie yppti öxlum. „O-jæja. A stundum get ég ekki varizt þessari hugsu.n. Við höfum látið lönd, svo að okkur veitist erfitt að siá okkur farborða, auk þess sem við verðum að gjalda Eng- lendingum geysiháa skatta.“ Hún hló við. „Hvað um það; ekki megnum við að levsa vandamál þjóðar okkar. Við skulum- hraða okkur niður. Samferðafólkið bíður okkar úti í garðinum.“ Þæf stukku niður stigarn, linntu ekki sprettinum fyrr en þær voru komnar út í sólslan- ið. í skyndi drógu þær reiðglcf- ana á hendur sér og hröðuðu sér þangað, sem veiðifólkið beið með hesta sína á rnalar- bornum stígnum. „Þarna eru þau mamma, pabbi og Sean,“ mælti Lísa lágt við systur sína. „Það vildi ég að ég væri eldri en þú, þá mynöi! ég ekki skoða þug minn um það ( að giftast honum. Hann ber af öllum u.ngum mönnum, skal eg segja þér.“ Sean sveiflaði hattinum í kveðjuskyni og gskk t.U móts við þær, bauð þeim góðan dag og hjálpaði Katie síðan að stíga á ,bak. „Þú ,ert alltaf jafn ynd- isleg,“ sagði hann. Þegar hann síðan hélt þangað, sem hestur hans stóð, stýrði móðir hennar hesti sinum nær henni og tók hana tali. „Já, hann er orðinn bæði fallegur og myndarlegur mgður, hann Sean,“ sagði hún. „Sjáðu bara hvað hann er glæsilegur. þegar hann er kom inn í reiðfötin ., .“ ,.Æ, mamraa. mamma .. . þér er ekki sjálfrátt.“ „Hann er tilvalið mannsefni fyrir þig. Indælis drengur, það er hann. Ástúðlegur, \;el upp alinn og af góðurn ættum. Og enda þótt foreldrar hans séu ekki beinlínis auðug, fremur eji annað það fójjk, sem stað'.ð hef- ur stöðugt í hinni ein.u sö.nnu trú, — svo er guði almáttugiu.n fyrir að þakka, — þá er harm nægilega efnaður til þess að þig mundi ekkert skor.ta, ef þú gift ist honum.“ „Góða mamma, varpaðu nú frá þér öllurn áhyggjum varð- andi mig og framtíð mína Vaðr ið er fagurt. Betra veiðiveður er ekki hægt að hugsa sér. Ég geri auk þess ráð ívrir þvi að svo fari, að ég g-if-tist honum fyrr eða síðar, en ...“ „Þakka þér fyrir það orð, dóttir mín. Hver veit þá nema við getum tilkynnt trúlofun ykkar, áður en dansleiknum ..“ „Vertu ekki alveg svona bráð lát, mamma.“ Það þrá fyiir. gremjubreim í rödd hennar. „Fyrr eða síðar, sagði ég. Enn er ekki tími til þess komirn að tilkynna neitt.“ Að svo mæltu knúði hun hest sinn spo.ru,m og reið inn í hópinn. Hún heyröi föður sinn ræða við Sean. ,.Ég óttast kartöflusýkma ekki svo mjög,“ heyrði hún Sean segja. „Hún hefur að vísu geisað í nokkrum héruðum tvö síðastliðin ár, en það er ekkert, sem bendir til þess, að hún muni breiðast svo ört út, að á- stæða sé til að óttast hana.“ „Og samt er ekki hceg-t að neita því, að hún breiðjst j- skyggilega ört út,“ svaraði fað-. ir hennar. „En góði pabbi, — við skul- um ekki vera að eyðile.ggja á- nægjuna af förinni með hræðslu við kartöflusýkina,“ mælti Katie. „Veðrið er of gott til þess.“ Sean bros.ti. „Ég var að skoða garðana okkar í gær. „Ég hef aldrei séð þá í slíkum blóma. Við megum gera okkur vonir um óvenjulega góða upp skeru í ár.“ Um hríð riðu þau þegjandi um iðgræn engi, þar sem alda- gamlir grjótgarðar þaktir grasi og blómum grónum torfstrengj um skiptu landareignum. Síðan var haldið eftir götuslóðá upp á hæð eina, og lítið dalverpi blasti við augum þeirra, þétt- skipað fólki, hestum og hund- um, því að þaðan áttu vniðarn- ar að hefjast. Fólk úr nærliggjandi héruð- um hafði safnazt þar saman svo’ hundruðum skipti, komið þang- að ríðandi, gangandi eða aka- ndi í hestvögnum ýmist til þess: að horfa á veiðarnar eða taka þátt í þeim. Allir voru veiði- mennirnir klæddir litklæðurn, og þegar Katie virti roann- þröngina fyrir sér, þótti henni sem yfir blómskreytta laut væri að líta. Hinir frægu Don- nelyveiðihundar geltu og gjömmuðu af kæti og tilhlökk- un. ; Sean reið við hlið henni. „Það gleður,mig, að ég skuli fá tækifæ.ri til að r.æða við þig undir fjögur augu,“ sagði hann. „Það er eins og maður virði: fyrir sér hið fegursta málverk, þar sem þú situr. grönn og sp.engileg í fagurgiænum reið- fötum, á þessum tryllta fáki. Aldrei hefur sjálfur Gains- borough málað s-vo dásamlega Filipns Bessason hreps>stjóH: :iu8aÐSE'NT BR'É-F ,.ðin Ritstjóri sæll. ý Þá hefur maður þó komizt svo ú langt á þessu blessaða sumri, að bera ljá að grasi, og var þó lítið nema tilburðirnir. Það er með :*X3 .dpað eins og annað: manni finnst .einhvern veginn sem maður viti Á,íaf sjálfum sér ungum og harð- frískum, standandi skammt frá og virða fyrir sér látalæti öld- ,. ungsins með skopkenndri sam- ,.úð, og þá skammast öldungurinn sín og hugsar sem svo að þetta ,f sé ekki til- neins; ekkert gagn að þessu bjástri hans og sjálfum : honum aðeins til minnkunar og leiðinda, og verður enn minna úr verki á eftir. Eða hann leggur frá sér amboðið og fe.r inn í bæ. En þótt minn eldri maður verði að þola það eins og hvert ;annað hundsbit, að minn yngri ' maður geri hálfgert gys að hon- um, þá fékk hann sig fullsaddan af því, minkskrattinn, sem ætl- aði að henda gaman að elli minni hérna um daginn. Ég var á jgangi á heimbrautinni fyrir ut an hliðið; var einmitt að hug- leiða hver verða mundu endalok olíudeilunnar þarna í íran; gat ekki varizt þeirri hugsun, að hrumur væri nu Jón minn boli orðinn, er hann léti slíkum strákalýð það viðgangast, að standa uppi í hárinu á sér og brúka stólpakjaft; hann hefði einhvern tíma skipað þeim að halda sér saman, ef þeir vildu komast hjá því að hann talaði =“við þá með tveim hrútshornum. Og sem ég er að hugleiða þetta, og að margt sé likt með mönn- Um og þjóðum . . . þjóðirnar eld ist og glati hugrekki sínu og harðfylgi . . . þá sé ég hvar mink skrattinn kemur labbandi utan ' 'úr móa, stekkur yfir vegarskurð inn og upp á veginn, gýtur til mín glyrnunum með hálfgerð- *' 'um fyrirlitningarsvip, töltir síð- an á undan mér eftir veginum ’ og ipn fyrir hliðið, rétt eins og ’ hann vildi sýna mér, að hann ' "vissi ofboð vel, að ekki stafaði honum nein hætta af gráskeggj- uðu,m karlfauski, þótt sá hinn sami teldist enn lafa í hrepp- stjóratign. Og það má minn yngri maður eiga, að slíka móðg un þoldi hann ekki að kvikindið ... sýndi mínum eldri manni; hann arhljóp í karlfauskinn öldungis mfyrirvaralaust með fjöri sínu og >Í9.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.