Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 3
í SPEGLITÍMANS í skemmtiiðnaðinum leysir einn annan af hólmi, því að frægðin er hverful. Og á bak við allt saman eru sniðugir fjármálamenn, sem finna upp á öllu mögulegu til þess að græða á öllum, og þó einkum unglingunum. Það var sjónvarpsþátturinn brífiki „Ready, Steady, Go!“ sem að gerði „tfhe Beatler" fræga. Og nú getur sá þáttur ekki grætt meira á þeim, og þá er auðvelt að finna upp eitt hvað nýtt, sem slær Bítlana út. Þessi nýi skemmtikraftur heitir „The Rolling Stowes“. Og nú er það hvorki rokk,- tvist- eða bítlalög, sem Ieikin eru, — heldur „blue beat“. — Aðdáendurnir kallast „Mods“. Og þeir segja, að í þau fáu skipti, sem þeir segja eitthvað skiljanlegt: — „Mods þýðir modernists, nútímamenn. The Beatles eru orðnir gamaldags. Blue beat, maður, blue beat.“ Sjónvarpsþátturinn breiðir þetta nýja fyrirbrigði ört út. „The Rolling Stowes“ eru þeg- ar mjög frægir í Englandi. Og nú nýlega var þátturinn Lögð hefur verið fram til- laga um, að ungar, vanfærar stúlkur, skuli ekki fá að gifta sig fyrr en eftir að barnið er fætt, á ráðstefnu, sem Konung lega brezka heilbrigðismálafé- lagið heldur í London þessa dagana. Frú Elizabeth Boyd, sem er háttsett í heilbrigðisstjórninni í London, segir, að margur harmleikurinn orsakist af því, að ungar stúlkur gifti sig ein- ungis vegna þess, að þær eigi von á barni. Til þess að koma í veg fyrir þetta, ætti að setja lög þess efnis, að þeim væri ekki leyfilegt að gifta sig fyrr en t. d. sex mánuðum eftir að barnið er fætt. Á þeim tíma ættu foreldrarnir að geta gert sér grein fyrir því, hvort þau vilja giftast í raun og veru. „Ready, Steady, Go!“ tek- inn upp í Sviss. Og bráðlega munum við örugglega finna „mods um allan heim. Hár þeirra er langt, heimur þeirra er hljóð og dans. Og svo syngja þeir, eða öskra: — „Beat, Beat. We want to go back to Africa. Beat. Blue beat. Mod. Mod. Moooooooood“. ★ Sænska Hollywoodleikkonan Tippi Hedren, sem Alfred Hitc hcock hefur reynt að gera að nýrri Grace Kelly, sem ný- lega lauk mynd sinni nr. 2, „Marnie“, sem Grace átti upp- haflega að leika í — hefur aUt af haldið því fram, að hún ætl- aði alls ekki að gifta sig í bráð, En nú hefur hin fagra Tippi augsýnilega skipt um skoðun. Hún ætlar nefnilega að giftast umboðsmanni sínum næstu dag ana. — „Þá verða prósentum- ar, sem ég þarf að borga hon- um, áfram innan fjölskyldunn- ar“ — segir Tippi! ★ Eddie Fisher hefur nýlega keypt sér stórt hús í Beverly Hills, þar sem hann ætlar að gleyma Liz og Richard Burton og mörgu öðru. Hann mun nú reyna hæfni sína sem kvik- myndaframleiðandi. — Ætlar hann að láta kvikmynda þekkt- an söngleik, „Paint Your Wagon“, og vonast eftir að fá James Cagney í aðalhlutverk- ið. ★ Frank Sinatra var nærri dauður um síðustu helgi. Hann var í sumarfríi á Hawaii og fékk sér göngutúr á ströndinni. Óvenjustór bylgja þreif hann þá allt í einu með sér og bar hann til hafs. Varðmennimir á ströndinni komu auga á hann og gátu bráðlega dröslað hon um í land. Var hann mjög illa á sig kominn og sögðu lækn- ar, að nokkrum mínútum seinna hefði verið of seint að bjarga lífi hans. ★ Veitingahúsin í Rómarborg hafa búið til nýjan cocktail og skírt hann „Sophia Loren“ til heiðurs sinni þekktu leikkonu. Debbie Reynolds er á góðri leið með að verða ríkasta kvik myndaleikkonan í HoIIywood í fyrsta lagi fær hún geysi- leg laun fyrir hverja kvikmynd sem hún leikur í, í öðru lagi er hún gift milljónamæringn- um Harry Karl, og í þriðja lagi hefur fyrirtæki hennar, Har- man Enterprises, varið 41 millj-. ónum doUara í nýtt leikhús í San Carlos við San Francis- co. Leikhúsið mun taka 3500 í sæti og verður stjórnað af Sammy Lewis og Danny Dare, sem náð hafa miklum vinsæld um við Melodyland-leikhúsið í nágrenni við Disneyland. Nat King Cole, Juliet Prowse og Jimmy Durante eru meðeigend ur í leikhúsinu, sem tekur til starfa í september með „My Fair Lady“. x ★ f þessum cocktail er jafn mik ið af apricot brandy, gini og pineapple juice. Og vafalaust líður ekki á löngu, þangað til þyrstir menn geta fengið sér „Sophiu Loren“ um allan heim. Mikið er um að vera í kvik- myndaheiminum í Belgrad þessa dagana. Þar er nefnilega verið að taka fyrstu atriðin í fransk—ítalskri stórmynd um hinn fræga ævintýramann frá Feneyjum, Marco Polo, og hina stórkostlegu ferð hans. Ekkert er sparað í kvikmyndina, sem fengið hefur nafnið „L’Echi- quicr de Dieu“, eða „Skákborð Guðs“, og verða hin ýmsu at- riði hennar tekin í fimmtán löndum! Kvikmyndaleiðangur- inn fer frá Belgrad til Aþenu, Istanbul, Ankara, Theheran, Nýju Dehli, Rangoon, Bang- kok ,Cheng-Nei o. s. frv. Ungi, þýzki leikarinn Horst Buchholtz, sem leikur Marco Polo, hefur tekið konu sína, Myriam Bru, og böm sín með til Belgrad. Og margir aðrir frægir leikarar leika í mynd- inni. Anthony Quinn leikur Kublai Khan, æðsta mann Mongólana, og mun allferleg. ur ásýndum, Elsa Martinelli leikur „stúlkuna með svipuna“ og auk þess sjáum við Orson Welles, Peter Ustinov og Ro- bert Hossein. Hinn þekkti franski leikritahöfundur, Jean Anouilh, hefur skrifað mikinn liluta handritsins, en leikstjór- ar eru Denys de la Patelliere og Noel Howard. Svo margir Kínverjar leika í kvikmyndinni, að opnað hefur verið sérstakt kínverskt veit- ingahús í Belgrad. — Á mynd- inni sjáum við Elsu Martinelll. J Á VÍÐAVANGI Glóruleysi Vísis Ritstjórnargreinar Vísis ern oftast hin furðulegustu smfð. Þar er öHu er snúið við og settar fram fullyrðingar, sem stangast á við staðreyndir, sem hvert mannsbarn í Iandinu veit Þannig segir blaðið um þing- haldið, sem nú er nýlokið: „Það er eðlUegt að menn renni hug- anum í þinglok yfir störf lög- . gjafarsamkundu þjóðarinnar og spyirji: Hverju hefur hún áork að? Hér hafa áður verið talin upp hin fjölmörgu framfara- má'l, sem ríkisstjórnin bar fram á þingi. En hver eru verk stjórnarandstöðunnar? Að vísu er hún í minnihluta á þingi. En það er ekki skilyrði þess að góð mál nái fram að ganga að þau komi frá þingmeirhlutan- um, því í fjölmörgum málum ráða ekki flokksböndin. En minnast menn eins einasta þjóðþrifamáls, sem frá stjórnar andstöðunnj hafi komið? Sú leit verður erfið, enda er þá farið i geitarhús að leita ullar. Sannleikurinn er sá, að starf stjórnarandstöðunnar hefur ver ið óvenju neikvætt á þessu þingi. Þó er kjarni þingræðis- ins, að stjórnarandstaðan haldi ekkj aðeins uppi sjálfsagðri gagnrýni heldur leggi einnig efnislega til málanna."!! Málflutningur Fram- sóknarmanna Það eru mikil undur, ef rit- stjóri Vísis lieldur, að það verði blaði hans og flokki til fram- dráttar að setja saman svona greinar. Þingfréttir voru lesnar í útvarp tvisvar á hverju kvöldi í a'llan vetur. Þjóðin á þess góð »n kost að fylgjast með því, iem á þingi gerist. Þetta þing »g undanfairin þing hafa Fram- sóknarmenn lagt fram sæg mála um nær öll svið þjóð- lífsins og er það of langt mál að telja þau öll upp að þessu sinni. En sameiginleg örlög þeirra hafa verið, að þau hafa ekki náð fram að ganga, flest dagað uppi ekki fengizt af- greidd firá nefndum þingsins og er það alvarleg meinsemd í þingræðinu, ef mál fá ekki þinglega mcðferð þótt þau séu borin fram þing eftir þing. Þannig hefur meirihluti stjórn arflokkana borið sig að, sér til lítils sóma og hæfir honum ekki að hefja grjótkast úir gler húsi eftir þá frammistöðu. Jákvæður árangur En þótt meirihlutinn vilji ekki samþykkja frumvörp og tillögur Framsóknarmanna, þá hafa áhrif stjóirnarandstöðunn. ar á siðasta kjörtímabili og síð- asta þingi verið mikil og já- kvæð. Stjórnin hefur neyðzt til að taka mörg atiriði úr mála- flutningi Framsóknarmanna upp í stjórnarfrumvörp sín og þannig hafa góð mál náð fram, því vitanlega skiptir engu, í hvenra frumvarpi efnisatriði eru samþykkt, ef mál ná á, ann að borð fram að ganga. Ábyrg stjórnarand- staða. Á síðasta þingi gerðist það nýmælj í þingsögu síðustu ára. tuga, að stjórnarandstaðan lagði tll lið sitt til að setja á þjóðina stórkostlegar nýjair á- Iögur. Þetta varð í sambandi við setningu nýju vegalaganna Framhalrt » 15 síðu TÍMINN, miðvikudaginn 20. maí 1964 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.