Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 8
Áttræður í dag: Jdn Jónsson Smyrlabjör JÓN á Smyrlatijörgum, en svo e; hann jafnan nefndur, meðal sveif unga sinna og sýslubúa, verður áttræður í dag, 20. dag maímán- aðar. Hann er elztur Suðursveitar- bænda, og hefur setið föðurleifð sína nær hálfan fimmta tug ára. fyrst í félagi við móður sína, en er hún brá búi, tók hánn við jörð og búsforráðum að fullu. Það er ekki nýtilkomið, að nafn ið Jón sé nefnt í sömu andránni og jarðarheitið Smyrlabjörg, þau nöfn hafa verið samtengd í 113 ár samfellt. Vorið 1846, settust þar að ung hjón, sem hétu Jón Jónsson og Sigríður Þorsteinsdótt ir. Þau bjuggu þar um fjóra tugi ára og létust þar í hárri elli laust fyrir aldamótin. Er þau brugðu búi tók sonur þeirra við. Hann hét einnig Jón og kona hans Sigriður Halfdanardóttir, en þau eru for- eldrar Jóns þess, sem enn býr á þessu ættaróðali og fyllir áttunda áratuginn í dag. Jón, hinij. fyrsti þeirra þriggja alnafna, sem búið hafa á Srnyrla- björgum og Sigríður kona hans voru bæði aðflutt þangað og höfðu búið í Holtaseli á Mýrum skamma stund áður og þar hafði Þorsteinn faðir hennar búið og víðar á Mýr- um- Foreldrar Jóns bjuggu lengi á Rauðabergi í þeirri sveit, en þau voru Jón Eiríksson og Jórunn Jónsdóttir. Hafði hann flutzt þang- að ungur frá Þinganesi 1 Nesjum, en hún úr Suðursveit frá Borgar- höfn. Þau eru bæði fædd laust fyrir aldamótín 1800. Sonarsonur þessara, hjóna á Rauðabergi, var Jón EirSksson bóndi og hreppstjóri i Volaseli í Lóni, sem lézt á síð asta vetri. Jón hinn annar með því nafni, sem næstur tók við á Smyrlabjörg- um var fæddur þar 1851. Hann kvæntist haustið 1880 Sigríði Hálf- danardóttur frá Odda á Mýrum Foreldrar hennar voru þau Ing- unn Sigurðardóttir og Hálfdan Jónsson er þar bjuggu. Systkini Sig ríðar voru þau Ari hreppstjóri á Fagurhólsmýri, Jón bóndi í Flat- ey á Mýrum og Vilborg húsfreyja í Holtum í söcnu sveit- Voru þau systkin góðum hæfileikum gædd og nutu almenns trausts og vin- sælda. Búskapartími þeirra, Jóns og Sig ríðar hófst á harðindatímabilinu milli 1880 og 1890 og náði yfir nærri fjörutíu ár. Jón lézt 1922 en Sigríður 1945, þá komin á tí- ræðisaldur, fædd 1852. Seinustu tuttugu ár 19. aldar- innar voru þjóðinni þung og erfið þótt einstök ár væru léttari en önnur. Að hefja búskap á þeim ár- um og að sjá heimili farborða, var áreiðanlega ekki barnaleikur né blómum stráð braut, enda létu þá margir bugast og flýðu land. En með nýrri öld, þeirri tuttugustu, breyttist viðhorf og ástæður fljót- lega til hins betra, þannig að fyrstu tuttugu ár þessarar aldar fá svip, sem er gagnólíkur þeiim er seinustu tuttugu ár 19. aldar- innar höfðu. Þrátt fyrir hið erfiða árferði framan af búskap Jóns og Sigríðar og fjölmennt heimili, reiddi öllu vel af. Hagur þeirra var slíkur, að þau og fjölskylda þeirra voru jafn an styrk stoð rveitarinnar. Þau stjórnuðu búi sínu af árvekni, fyr- irhyggju og dugnaði og alltaf reiðu búin til liðsinnis og hjálpar þeim er þess þurftu bæði fjær og nær og voru þau hjón samvalin og samtaka um það sem annað. Jón, hinn þriðji með því nafni, nú bóndi á Smyrlabjörgum, ólst upp með foreldrum sínum og heí ur alla ævina átt þar heima. Hann hefur í engucn skóla numið, frem- ur en flestir jafnaldrar hans gerðu en hann hefur þó notið þeirrar skólagöngu, sem mörgum hefur drýgst orðið til sjálfbjargar og þroska, þ. e. að alast upp á góðu heimili í skjóli góðra > foreldra við störf, sem voru við hæfi á mismunandi aldursskeiði og í hópi margra systkina á svipuðu reki. Vera má að Jón hafi á stundum saknað þess að hafa ekki stund- að skólanám á borð við það sem nú tíðkast meðal ungra manna, en hvað sem um það er, hefur hann unað hlutskipti sínu vel og innt hlutverfk sitt af hendi með prýði. Systkini Jóns, sem til aldurs komust voru fimm. Á lífi eru Ing- unn ,ekkja Gísla Bjamasonar bónda á Uppsölum í Suðursveit, nú hjá Jóni syni sínum á Skálafelli og Sigurbjörn smiður í Reykjavík. Dáin eru: Hálfdan, er fórst í slysi rúmlega tvítugur; Vilborg, er gift var Einari Einarssyni bónda á Smyrlabjörgum, setn einnig er látinn, og Jóhanna, kona Guðmund ar Jónssonar bónda í Borgarhöín. Öll voru og eru þessi systkini myndarfólk og nutu og njóta vin- sælda og trausts í hvívetna, þau vildu öll hvers manns vandræði leysa og voru ætíð viðbúin. Jón á Smyrlabjörgum kvæntist 1920, ágætri konu, Lússíu, dóttur Þórarins bónda á Breiðabólstaðar- gerði og konu hans Guðleifar Bene diktsdóttur. Bræður hennar eru þeir Benedikt fyrr bóndi á Við- borðsseli á Mýrum og Ragnar húsasmíðameistari í Reykjavík. — Börn þeirra hjóna eru átta, fjórir synir, Sigurjón, Jörundur Snorri og Baldur, allir heima með foreldrum sínum og fjórar dætur allar húsfreyjur í Suðursveit, þær eru, Halldóra gift Karli Bjarnasyni bónda á Smyrlabjörgum, Þóra gift Þorsteim Jónassyni bónda í Borg arhöfn, Þorbjörg gift Ragnari Sig- fússyni bónda í Skálafelli, Ingunn gift Þórarni Gunnarssyni bónda á Vagnstöðum. Öll eru systkinin atgervisfólk, sem inna störf sín af hendi eins og bezt verður á kosið og njóta tiltrúar og góðvildar. Á Smyrlabjörgum hefur jafnan verið tvíbýli og stundum þríbýli og oft fjölmenn heimili og enn er þar margt manna miðað við það sem nú er í sveitum. Þar hef- ur mikið verið aðhafzt og er enn Foreldrar Jóns sátu jörð sína vel og umbættu að þeirrar tíðar hætti og skiluðu henni vel hirtri í hend- ur sonar síns, sem hann hefur metjð að verðleikum. í búskapartíð Jóns og fjölskyldu hans hafa orðið stórfelldar breyt- ingar til umbóta og munu ef að líkum fer enn halda áfram og aukast í umsjá þeirra sem taka við og ráða í framtíðinni. Stærstu umbæturnar, sem ber fyrir augu þeirra er leið eiga þar um eru ný og nýleg íbúðarhús, heyhlöður og búpeningshús, öll stærri og meiri en áður voru. — Ræktað land margfalt að stærð og afrakstri við það sem var. Og enn er undirbúin nýrækt á landi, sem er margir tugir hektarar að flatarmáli á aurum austan Ko’. grírnu. Er þessi nýrækt þegar komin nokkuð áleiðis og borið góð an árangur seinustu árin. Bústofn inn er einnig miklu meiri en var og afurðabetri. Umbætt fóðrun og hirðing ber mikinn árangur. Vélar eru til notkunar við bú- reksturinn allan eftir því sem við á og bezt hentar. Smyrlabjargaheimilið hefur lengi verið sveitinni til sæmdar og styrks, en nú er það enn.meiri sveitarstoð en það hefur áður ver- ið. Það er ein styrkasta stoðin í öll um sveitunum milli Lónsheiðar og Breiðamerkursands. Jörðin - Smyrlabjörg er þannig í sveit sett, að þeir sem til kaup staðar fóru úr Suðursveit og Öræf- i um, til Hafnar og áður til Papóss, áttu þar leið um ng þaðan var ífarið um víðlenda aura, sem eru milli Suðursveitar og Mýra en ð þessu aurlendi eru vatnsföllin Kol gríma og Heinabergsvötn, oft ill yfirferðar og vandfarin. Kom það oft í hlut Smyrlabjargamanna að leiðbeina ferðamönnum yfir vötn- in og aurana. Var það mörgum mikilsvert að eiga örugga aðstoð i vændum til að kcmast klakklaust áfram, en um það treystu allir Smyrlabjargamönnum vel. Hjá þeim var gott að eiga athvarf, hvort sem var á austurleið, eða þegar að austan var komið. Þar var jafnan veittur bezti beini, með hlýjum huga og án endurgjalds, hver sem í hlut átti. Jón á Smyrlabjörgum hefur allt af verið stuðningsmaður hvers góðs málefnis í sveit sinni og sýslu og reiðubúinn að leggja sinn skerf til framgangs þess er til umbóta horfði. Hann var einn af stofn- endum Kaupfélags Austur-Skaft fellinga fyrir nærri fjórum og hálf um áratug og hefur alla stund síð an verið félagsmaður og einlæg- ur stuðningsmaður þess.. Hann er einn af þeim mönnum, sem gerir sér þess fulla grein hversu mikils vert það er, að sú stofnun sem fer með viðskiptamál hvers héraðs eða byggðarlags, sé rekin af þeim sem þar búa og sé eign þeirra. Ég óska Jóni þess og allri fjöl- skyldu hans að hann megi enn langa stund búa við góða heilsu og starfa af áhuga og ánægju að hlutverki, sem hann hefur fórnað kröftum sínum fyrir hing- að til. Ég færi honum jafnframt þakk- ir fyrir ágæt kynni og ánægjulega samvinnu. Jón fvarsson. SEXTUGUR: Þórarinn Stefánsson kennarí7 Laugarvatni Þórarinn Stefánsson, kennari á Laugarvatni átti sextugsafmæli á hvítasunnudag. Hann hefir verið kennari og framkvæmdamaður á Laugarvatni í 33 ár. Þó að ég segði að Þ. St. hefði verið og væri góður kennari og starfs- maður, næði sú umsögn alls ekki á fulinægjandi hátt yfir stönf hans og þjónustu í þágu Laugar- vatns. Störf Þórarins hafa verið svo margþætt og þýðingarmikil að í stuttri afmælisgrein er ekki hægt að lýsa þeim til nokkurs verulegs gagns. Þórarinn Stefánsson er Sunnmýl ingur að uppruna. Nánustu ætt- ingjar hans var merkisbændafólk í Skriðdal og Breiðdal. Faðir Þór arins er Stefán á Víðilæk síðar á Mýrum í Skriðdal, hreppstjóri Þórarinsson bónda á Randvers- stöðum í Breiðdal. Móðir Þórar- ins er Jónína Salný Einarsdóttir pósts, frá Kollsstaðagerði á Völl- um. Þau voru hin merkustu hjón og eignuðust tíu börn. Stefán missti konu sína 1917. Hann kvænt ist síðar Ingifinnu Jónsdóttur og átti með henni fimm börn. Þessi systkini, börn Stefáns, sem flest munu lifandi eru dreifð um land ið, þekkt fólk, orðlagt fyrir prúð- mennsku og ágæta starfshæfileika hvert á því sviði, sem það valdi sér til athafna og ævistarfs. Þór- arinn Stefánsson lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði í Reykjavík 1931. Þá þegar var hann ráðinn að Laug arvatnsskóla kennari í smíðum og teiknun í samræmi við menntun hans, hefir hann gegnt þeirri kennslu sem aðalstarfi síðan. Auk þess að Þórarinn er sérlega hand- laginn og getur smíðað mjög fagra muni, er hann gæddur mikilli smekkvísi og listgáfu. Hann kann því vel öðrum fremur að meta hið rétta gildi hluta. Þ. St. er sjálf- menntaður maður utan rinnar sér fræðigreinar og mjög bókhneigð- ur, kurteis, gætinn, vel vitiborinn og mjög einarður ef því er að skipta. í málefnum er hann ráð- hollur og óháður öðrum. Hann er mörgum kunnur eins og gerist um ráðholla menn, líka eru þau hjón- in mjög gestrisin, koma því marg ir á heimili þeirra til að spjalla við þau og heyra ráð og tillögur húsbóndans um ýmiss konar mál- efni. Meðal annars leiðir af þessu, að hann er einn hreppsnefndar- manna Laugardalshrepps, hann var um skeið í skólanefnd barna- skólans, í stjórn sjúkrasamlagsins síðan það var stofnað, form. fé- lags gróðurhúsamanna á Laugar- vatni og nú form. skólastjórnar Húsmæðraskóla Suðurlands. Oft gegndi hann skólastjói astörfum héraðsskólans um stundarsakir í fjarveru skólastjóra og eitt sumar stjórnaði hann gistihúsinu. Póst og síma hefir Þórarinn haft um árabil og gegnir því starfi enn sem aukastarfi. Þ. St. er ræktunarmað ur í þess orðs beztu merkingu og hneigður fyrir garðyrkju. Að Guð mundi Ólafssyni kennara, látn- um tók hann við því verki að gróð ursetja trjáplöntur fyrir skógrækt ríkisins í friðuðu skógarlendi hér og að leiðbeina nemendum héraðs- skólans í skógrækt. Það er sann- arlega ekki sök þessara tveggja kennara þó að sorglega lélegur árangur sé hér af 35 ára skógrækt arstarfi. Auk þess, sem nú hefir verið drepið á af störfum Þ. St. hefir vart nokkurt verk verið unn ið hér án þess, að hann væri til þess kvaddur að vera með í ráð- um og oft var hann beinlínis burðarásinn í sjálfu verkinu. Þór- arinn skilur húsateikningar til fulls, auk þess er hann afbragðs húsasmiður og verksvit hans er mjög fullkomið. Við bessa miklu leikni bætist svo árvekni hans, þrotlaus vinnusemi, velvilji til staðarins og skilningur á þróunar stefnu hans. Kaup var aldrei nefnt þó að oft væri það af skorn um skammti,' eins og gerist, þegar peningasnauðir eiga að borga, hug urinn beindist ætíð allur að því að koma verkinu áfram. Þórarinn Stefánsson er uppbygg ingarmaður af lífi og sál. Vel rækt kennslustarf hans var aðeins hluti af þrotlausri vinnu hans að fram förum á Laugarvatni. Framanrit að nægir til þess að sýna, að vegna hinna fjölþættu hæfileika Þórar- ins Stefánssonar hefir hann komið allvíða við sögu í daglegum störf um á Laugarvatni síðan hann hóf sitt starf sem kennari, enda er það mála sannast að verk hans eru svo mikil og margslungin að ekki er á nokkurs manns færi að meta gagnsemi þeirra að fullum verð- leikum. Hann hefir jafnan vakað yfir því með ráðum og dáð að beina öllu hér til rétts og heilla vænlegs horfs. Þórarinn þráir að ferðast og sjá umheiminn, þau hjónin hafa líka ferðazt nokkuð innanlands og utan. Kona Þórarins er Guðmunda Margrét Guðmundsdóttir, bygging armeistara í Vestmanhaeyjum og konu hans Helgu Jónsdóttur. Börn Þórarins og Guðmundu Margrét- ar eru: Erna Helga, húsmæðra- kennari að menntun, Reykjavík, hún er gift Daníel Emilssyni hús- gagnasmið, þau eiga tvo syni og Stefán Guðmundur, stúdent að menntun, gjaldkeri hjá Seðlabank- anum. Hann er kvæntur Láru Samúelsdóttur einnig stúdent. Þau eiga þrjár dætur og einn son. Eins og fyrr segir er oft fjölmenni á heimili Þórarins, enda er '’-'ölskyld an margmenn. og móttökur Ijúf- mannlegar, hver sem í hlut á. Við Þórarinn Stefánsson vorum sam- kennarar alllangt skeið. Eg er hon um mjög þakklátur ekki einungis fyrir hans miklu vinnu i þágu Laugarvatns og holl ráð meðan ég var skólastjóri, heldur miklu fremur fyrir hans óbrigðulu vin- festu og drengskap, hvar sem á reyndi, en það kemur fyrir alla áhugamenn að ákveða afstöðu sína til manna og málefna. Tel ég Þór- arinn í fremstu röð allra þeirra mörgu manna, sem ég hefi starfað með á langri starfsævi. Ef honum endist líf og heilsa næstu tíu árin mun hann núna eiga eftir að láta margt gott af sér leiða. Eg og kona mín óskum Þórarni til hamingju með sextugs °S við árnum honum og fjölskyldu hans heilla og ham- ingju á óförnum æviárum. Bjarni Bjarnason RADSKONA 28 ára stúlka með tvö börn fa’igRÍa og átta ára, óskar eftir ráðskonustöðu í sveit eða kaupstað. Uppl. í síma 40066 f.h. 8 T í MIN N, miðvikudaginn 20. maí 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.