Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE j^alB var nýstárlegt að sjá Cita- “ og við Clementine höfðum an af að ganga um Cita- viíSið, og sérstaklega eftir •kjunum, en þaðan mátti alla leið niður til fljóts heil- Lárusar. (> ílsstjörinn ög Alice prins- buðu okkur síðdegis einn u í ökuferð upp.í sveit, og 'drukkum við te úfTundir beru meðan eiginmenn okkar önnum kafnir við fundar- an, notuðum við tímann til konar starfa. Við héldum pðiir á fundum, og báðar töl- við á frönsku í kanadíska pið.- Sunnudaginn 17. september Churchillhjónin af stað í til að heimsækja enn einu Roosevelthjónin á heimili þeirra í Hyde Park. „l>au dvöldu hjá okkur fáeina daga,“ hélt frú Rosevelt áfram, „og við höfðum nóg að gera þá dagana. Maðurinn minn vildi fara í veiðitúr, 'en ég vildi fara í skemmtiferð. Bæði fengum við okkar vilja framgengt.“ Á eftir fóru þau til Halifax og um borð í H.M.S. RENOWN, og héldu heim. Heimsókninni var lokið, en vin- átta Clementtne og Eleanor jókst. Þegar hún átti síðar leið um Bandarikin, hringdi hún ætíð til Eleanor og mælti sér mót við hana. Sama gegndi, þegar frú Roosevelt ferðaðist til Bretlands og skipti þá engu máli, hve lengi hún staldraði við. Þær skrifuðust á, og Clementine leyfði Eleanor ætíð að fylgjast með heilsufari Winstons. Eftir að hann hafði fengið slagið, skrifaði hún Eleanor: „Hann braggast með hverjum deginum, en þetta hafa verið erfiðir dagar og fullir á- hyggjum." Þessar tvær eiginkonur áttu margt sameiginlegt — þær áttu báðar einstæða eiginmenn. 17. KAFLI DULARFULLA JÓLAKAKAN í barnæsku hlustuðum við með hryllingi á söguna af því, þegar nomin.;, illa gaf Mjallhvíti eitrað epli. Eftir því sem árin færðust yfir okkur, færðist eitrið jafn- framt í aðra hluti og aðrar sögur, skúrkarnir urffu læknar og vís- indamenn í hrjyllingssögum, og eitrið fólst í kökum og tertum, konfekti og bakteríuhlöðnum sígaretfljm. En á stríðsárunum uðu þeSsar konfekt- og kökusög- ur að ógnvekjandi veruleika í Downingstræti. Velunrfarar hvarvetna í heim- inum sendu þangað eggjakassa, ávexti, tertur, sælgæti, smjör, sykur og hundruð pakka af allsj kyns sjaldgæfu lostæti ásamt vindlakössum og vindlapökkum,' en vindlum unni Winston hug-! ástum. Hann sá ekkert af þessu.1 Scotland Yard tók hvern pakka, sem bárst til nákbæmrar skoðunar og venjulega höfnuðu þeir í brennsluofnunum. Flestar gjafa þessara voru svo sem nógu sak- leysislegar, en væri sendandinn ekki persónulegur kunningi þeirra Churchillhjóna, var gjöfinni hafn- að. Áhættan var of stór. Stundum gat lítið gat á selló- fanpappírnum, sem vafið var utan um vindilinn, komið upp um það, hvar eiturnálinni hafði verið stungið í vindilinn. Örlítil óná- kvæmni í niðurröðun konfektsins í efstu röð gat bent til þess að þar hefði einhver sendiboði óvin- anna eða brjálæðingur farið hönd- um um. Þar sem, ekki voru send nöfn gefandans ^neð gjöfinni, hefði það aðeins verið tímaeyðsla að reyna að komast á slóð hans. Það var öruggara og auðveldara að brenna öllu. Þó að frú Landemeyer, matselj- unni á Downing Street nr. 10, þætti súrt í broti að þurfa að horfa á eftir svo góðum mat í eldinn, féllst hún á þessar að- gerðir. En Clementine tókst að koma meiri fjölbreytni í mataræð- ið á Downing Street með hjálp' Bernard Baruch, sem sendi henni vel þegna matarpakka frá New York. Þessar ströngu öryggisráðstaf- anir urðu upphaf þeirra atvika, er síðar var kallað „mál dularfullu jólakökunnar". Thompson lögreglumaður segir svo frá: „Til Downing Street barst dag nokkurn hin fegursta jóla- terta. Ég tók hana þegar til vörzlu.“ Einhver úr starfsliðinu hlýtur að hafa sagt frú Churehill frá henni, því að hún lét senda eftir mér og spurði mig, hvers vegna ég hefði tekið kökuna. „Kannske er allt í lagi með hana", sagði hún með vonar- glampa i augum. „Það er ómögulegt að segja, frú,“ svaraði ég. „Við vitum ekki, hver sendi hana.“ „Jú, það veit ég reyndar,“ svar- aði hún. „Eg hef nöfn og heim- ilisföng sendanda.“ „Sá, sem mundi vilja ná lífi hr. Churchills mundi ekkj sýta það, að gefa upp rangt nafn og heimil- isfang. Það er ef til vill unnt að hafa upp á þeim, sem raunveru- lega sendi kökuna — og ef til vill ekki“, svaraði ég. „Jæja,“‘ sagði hún og hafði enn ekki gefið upp aila von um að geta bjargað tertunni, „hvað eig- unr við að gera? í þetta sinn höf- um við þó að minnsta kosti nafn og heimilisfang sendanda.“ „Við skulum rannsaka málið og athuga sendandann. Eg er ekki enn búinn að koma kökunni fyrir kattarnef.*' „Ágætt", sagði hún. „Það er gott, á meðan þér hafið ekki eyði- lagt hana. Það væri gaman að geta haft hana á jólaborðinu." Á meðan á rannsókninni stóð, var farið með kökuna út á Che- quers, en henni fylgdu ströng fyrirmæli frá mér og frú Chur- chill um, að hana mætti ekki snerta. Að nokkrum tíma liðnum feng- um við skýrslu frá öryggislög- reglunni, sem sett hafði verið í rannsókn málsins. ! Tvær gamlar konur höfðu spar- að af þeirri fæðu, sem þeim hafði verið skömmtuð í eitt ár til að geta búið til þessa köku fyrir Win- ston. Bakari þar í sveitinni hafði svo bakað kökuna og hafði hún verið til sýnis í búð hans, áður en hún var send af stað. Lögregl- an þar á staðnum sagði við mig eftirfarandi: „Þú getur reitt þig á, að þessar tvær gömlu konur eru alveg stórfínar — og sömuleiðis kakan.“ Frú Churchill létti. Hún hafði spurt mikið um kökuna, á meðan á rannsókninni stóð. Matseljan frú Landemare hafði verið að nauða í henni allan tímann: „Á ég að Daka jólatertu eða ekki?“ Og jafnvel forsætisráðherrann hafði beint þeirrj beiðni til Scotland Yard, „að reyna að lyfta hulunni af jó.la kökuleyndardómnum fyrir jól.“ Það tók þó nokkurn tíma að rannsaka kökuna til hlítar, en það borgaði sig. Eftir jól fengu gömlu konurnar tvær þakkarbréf, sem undirritað var af Winston sjálfum.“ Sorglegri endalyktir biðu stórr- ar ostaköku, sem send var. En þetta var uppáhaldshnossgæti Clementine. Hún var óhuggandi, þegar þurftj að eyðileggja kök- una. Thompson sagði: „Svipað þessu gerðist, þegar við fórum til Ame- ríku vegna fyrsta fundar Chur- chills með forsetanum í Hvíta hús- inu. Honum voru sendir vindlar þúsundum saman, en þeir voru allir eyðilagðir, ef við gátum ekki haft uppi á sendanda. Undirskrift- in á öllum gjafakortum og bréf- um, sem fylgdu gjöfunum, sættu nákvæmri athugun." Nr. 10 við Downing Street er afar stórt hús, þótt svo virðist ekki utan frá séð. Á neðstu hæð, 41 ungfrú Hiekka, þá eru enn eftir þeir Latvala, Lindkvist og Jaatin- en. Hvað hina síðastnefndu snert- ir.. . — Þá verðum við að sleppa þeim líka, sagði Storm. Þeir voru lokaðir inni í klefa sínum, þegar frú Latvala fórst. Ölkassarnir voru settir fyrir dyr þeirra klukk- an tvö um nóttina og þá var frú Latvala sannanlega enn á lífi. Kassarnir voru ekki teknir fyrr en klukkan átta um morguninn. Ég hef rannsakað skipið og kýr- aogað á klefanum er svo lítið, að þar kemst ekki út nokkur lifandi maður. Og hefðu þeir get- að opnað dyrnar, hefði hávaðinn í kössunum vakið alla farþegana þar niðri. Á annan hátt varð ekki komizt úr klefanum. — Það fer ekki milli mála. — Harri kinkaði kolli. — Auk þess hafði hvorugur minnstu ástæðu til að myrða frú Latvala. Og ekki heldur frú Berg, ef við gerum ráð fyrir, að morðinginn hafi tekið frú Latvala í stað frú’Berg. — Einmitt það? sagði Storm með spumarhreim í röddinni. Hann leit rannsakandi á Harri. —r- Þá er Latvala einn eftir. — Sem getur ekki verið morð- inginn, sagði Storm stuttaralega. — Við komumst að þeirri niður- stöðu áðan, að hann hefði áreið- anlega aldrei farið ao myrða eig- inkonu sína. Ef við gerum ráð fyrir að hann hafi kastað konu sinni fyrir borð i stað frú Berg þá er margt sem /pælir því gegn. I fyrsta lftgi: Það ær ekki unnt að kasta heilli kerlingu fyrir borð í einu vetfangi. Hún berst á móti, æpir og skrækir og snýr sér ef til vill að árósarmanninum. Maður verður víst að gera ráð fyrir, að eiginmaður þekki eigmkonu sína nógu vel til þess,#ð honum þurfi ekki að verða á slík mistök. Og 14 jafnvel þótt frú Latvala hefði hvorki æpt né skrækt eða snúið sér að honum, þá hlýtur Latvala að hafa fundið, að hann hafði ekki í höndum sér stórbeinótta frú Berg heldur frú Latvala, sem var heldur vel í skinn komið. — Tjá, sagði Hjarri. Hann hafði sett upp afskaplegan sjerlokksvip. — Auk þess, sagði Storm. — Latvala er alls ekki óvitlaus. Hann hefði umfram allt gert sér í hugarlund, hvernig lögreglan mundi líta á málið. Þegar konan, sem hefur verið hans höfuðaðstoð hvað fjármálin snerta, lýsir því yfir í vitna viðurvist, að hún muni hætta að styðja hann og ógnar honum með gjáldþroti og síðan örskömmu síðar lætur lífið á dul- arfullan hátt, er ekki svo erfitt að leggja tvo og tvo. Þegar af þeirri ástæðu var ekki um annað að gera fyrir Latvala en að halda sér í hæfilegri fjarlægð. Harri mælti: — Ef til vill hef- ur hann verið í æstu skapi. Og þess vegna hefur hann ekki hugs- að eins skýrt og ella. . — Það er ekki unnt að neita því, að hann var í æstu skapi. En það leið fljótlega hjá. Það er eitt atriði, sem við verðum að taka með í reikninginn . . . Storm tók upp pappírshníf og benti með honum á Harri eins og til að leggja frekatí áherzlu á Það, sem hann sagði: — Við höfum athugað fjár- haginn hjá byggingarfyrirtæki Latvala. Og eftirfarandi hefur komið í ljós: Fjárhagsgrundvöll- AV,\\.V.vV/Á 'V vN , 4/ ur fyrirtækisins er traustur. I-Iefði frú Berg getað framkvæmt ætlun- arverk sitt, hefði það að sjálf- sögðu bakað Latvala erfiðleika og orðið honum til mikils óhagræð- is. En hann hefði áreiðan- lega komizt yfir þá erfiðleika. Hann hefði ekki þurft annað en sýna bókhaldið til að geta fengið ný lán og þó að hann hefði þurft að fresta einhverjum framkvæmd- um, hefði ekki orðið neitt gjald- brot þess vegna. Vígstaða var sem sagt erfið, en alls ekki hættuleg og langt frá því, að eina leíðin, sem fær væri að fremja morð. Þetta er sannleikurinn, og ég hefi síðar, eftir að ég talaði við Lat- vala, orðið handviss um, að hann er saklaus. — En... Storm hóf upp brýnnar. — Ég sé, sagði hann, — að þér hafið síðan tekið örlög frú Berg til athugunar. Nú er það hins veg- ar svo, að allt sem ég hefi sagt, á einnig við um frú Berg. Við höfum þegar athugað þann mögu- leika, að morðinginn hafi myrt frú Berg. Þess vegna er þetta að- eins endurtekning á því sem °fyrr er fram komið. Og þá grunuðu höfum við þegar hvítþvegið af allri synd. Spakvitringssvipurinn var löngu horfinn af andliti Harris og hann virtist ekki vita sitt rjúk- andi ráð. — þá þegar allt kem- ur til alls, morðingjans að leita meðal farþeganna eða áhafnar- innar? | — Það held ég ekki, sagði I Storm lögreglumaður. 14. KAFLI. i Harri leynilögreglumaður var duglegri cg framtakssamari en Storm hafði haldið. Þrem dögum eftir að hann hafði sýnt Storm skýrsluna, sem honum í rauninni liafði alls ekki þótt sem verst, bað Harri um j nýtt viðtal við hann. ! — ónáða ég? j — Nei, sagði Storm —. Ekki ef þér hafið eitthvað nýtt fram að — Ég held það. — Setjizt niður og leyfið mér að heyra. Harri gegndi og Storm fannst hann óþarflega nákvæmur við að hagræða buxnabrotunum, aður en hann settist. Hann velti því hins vegar fyrir sér, hvað Harri bæri nú fyrir brjósti. Hann var enn líflegri og áhugasamari en nokkru sinni áður og var varla á það bætandi fyrir. Storm hafði gleymt því, að hann væri til, enda hafði hann snúið sér af alefli að því að reyna að leysa málið, og vikið honum algerlega brott úr huga sér á meðan. Hon- um fannst enn Harri vera sér til byrði, — maður, sem hafði tekizt að troða sér inn í raðir lögregl- unnar fyrir klíkuskap og sem hafði veitt honum, Storm, þá vafasömu ánægju að verða læri- faðir og meistari sinn í greininni fyrir orð yfirboðaranna. Nú, þegat Storm hafði Harri fyrir framan sig, minntist hann þess, að hann hafði falið honum lítilvægt verkefni, sem var aðal- lega fólgið í að grafast fyrir um fortíð nokkurra manna. — Jæja? sagði Storm óþolin- móður. — Jú . . . Harri beindi brún- um, fjörlegum augum sínum í aðra átt, en loks leit hann á Storm. — Það er vegna Lind- kvists lögfræðings. — Nújá. Hvað er með hann? — Þér sögðuð mér, að hann hefði ekki þekkt frú Berg, var það ekki? — Svo sagði hann a.m.k. í Stokkhólmi. — Ennfremur hafði hann spurt Jaatinen í upphafi ferðarinnar um frú Berg. Hver hún væri og hvers konar kona . .. — Það er rétt. Harri dró djúpt inn andann. — Hvað finnst herra lögregluforingj anum um að heyra, að Lindkvist þekkti mjög vel til frú Berg. — Hvað segið þér? Þekkti hann hana? — Hann þekkti a.m.k. til hennar og vissi, hver hún var. Og hann vissi ennfremur, að hún hafði orðið völd að hfyggilegum þáttaskilum í lífi hans.' Nú vaknaði áhugi Storms fyrir alvöru. Hann hallaði sér yfir borð ið og sólargeislarnir endurspegl- aðist í gráum augunum. — Þér eigið sem sagt við, að Lindkvist hafi aðeins látið sem hann vissi ekkert í sinn haus. Haldið áfram. Áhuginn ljómaði af andliti Harris, en hann neyddi sjálfan TÍMINN, miðvikudaginn 20. maí 1964 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.