Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 7
f. • ð — — Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., simi 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Samningaleiðin Þótt sú ríkisstjórn, sem nú fer með völd, reyni að hafa þann hátt á að svæfa umbótatillögur andstæðinga sinna, hefur hún hvað eftir annað neyðzt til að fallast á þær, þegar hún hefur talið, að ekki væri annað fært vegna almenningsálitsins. Þannig hefur jákvæð bar- átta stjórnarandstæðinga sigrað neikvæða stefnu stjórn- arinnar. Framsóknarmenn unnu ýmsa slíka sigra á s.l. þingi, en sá sigur verður þó að teljast mikilvægastur, að stjórn- in sá sig að lokum tilneydda að hefja samninga við laun- þegasamtökin um kjaramálin í stað þess að fara lög- bindingarleiðina, er jafnan hefur verið draumur hennar. Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar var að leggja fyrir þingið frumvarp um lögfestingu alls kaupgjalds í tvo mánuði, en ljóst var hins vegar á öllu, að ætlunin var að láta þessa lögfestingu gilda miklu lengri tíma. Vegna öflugra mótspyrnu á Alþingi og góðrar sam- stöðu verkalýðssamtakanna, gafst ríkisstjórnin upp við þetta frumvarp sitt. En ljóst var samt, að hún hafði ekki | fallið frá þessum fyrirætlunum sínum. Framsóknarmenn héldu því áfram að berjast fyrir samningaleiðinni o£ fluttu að nýju tillögur um hana á þingi í janúarmánuði s.l. Ríkisstjórnin lét fella þessa tillögu. Baráttunni fyrir samningaleiðinni var eigi að síður haldið áfram og svo fór, að ríkisstjórnin gerði sér ljóst, að hún gat ekki komizt hjá því að reyna hana. Þess vegna féllst hún á tilboð Alþýðusambandsins, er það óskaði eftir viðræðum um kjaramálin í síðastl. mánuði. Því var áreiðanlega vel fagnað af þjóðinni, er ríkis- stjórnin lét þannig undan og ákvað að fallast á samn- ingaleiðina. Að öðrum kosti biðu stórátök framundan, því að sjálfsögðu geta láglaunastéttir og millistéttir ekki þolað bótalaust hinar miklu dýrtíðarhækkanir, sem orðið hafa undanfarna mánuði. Það er hins vegar ekki nóg, að ríkisstjórnin fallist á samningaleiðina, ef það er ekki gert nema í orði. Þjóð- in vill samninga og hún mun því fylgjast vel með því, hvernig ríkisstjórnin heldur á þessu máli. Ríkisstjórn- in hefur mörg úrræði til að greiða fyrir samkomulagi milli atvinnurekenda og launþega um kjaramálin, án þess að því þurfi að fylgja ný dýrtíðaralda, eins og glögglega var sýnt fram á í ræðu Helga Bergs í eldhús- umræðunum. Þjóðin bíður eftir því, að ríkisstjórnin noti þessi úrræði, afstýri þannig átökum, sem komast má hjá, og tryggi vinnufrið næstu missirin. Skáldi þakkað Það kom glögglega í ljós á 75 ára afmæli Gunnars Gunnarssonar, hve vinsælt og mikils metið skáld hann er með þjóð sinni, enda finna menn það æ betur með árunum, hve sterkur og gildur þáttur verk hans eru í íslenzkri þjóðmenningu. Ekkert er mikilvægara smáþjóð eins og íslendingum en að eiga andans stórmenni, og þá fyrst og fremst i bókmenntum, en hollt er að minnast, að stórskáld i augum heimsins á borð við Gunnar Gunnarsson og Hall- dór Kiljan Laxness eignast hún ekki nema skáldleg ástundun sé sívakandi með þjóðinni og fjöLdi verka- manna í þeim víngarði jafnan mikill. Allir þeir mörgu, sem skrifa og yrkja sér til hugarhægðar eða birtingar í byggðum landsins eru verkamennirnir í víngarðinum, og undir þeirra starfi er uppskera mikilmenna mjög komin. mdastjóri Nato Manlío Brosio þykir iíkiegur iii aS verða farsæll í starfi HINN 1. ágúst n.k. tekur nýr maður við framkvæmdastjóra- starfinu hjá Atlantshafsbanda- laginu, Manlio Brosio. Ákvörð- unin um ráðningu hans var tek- in á ráðherrafundi bandalags- ins sem haldinn var síðastl. viku. ,New York Times“ vekur athygli á því, að Brosio sé fyrir fram minnst þekktur af þeim mönnum, sem hafa ráðizt til þessa starfs og megi telja það í fljótu bragði merki þess, að framkvæmdastjórastaðan sé ekki talin eins þýðingarmikil og áður. Hinn nýi framkvæmda stjóri fái þó öllu erfiðara hlut Iverk en fyrirrennarar hans, þar sem ágreiningsefnin innan bandalagsins séu meiri en áður, einkum milli Bandaríkjanna og Frakklands. Það er hinum nýja framkvæmdastjóra því mikill styrkur. að hann var einn þeirra fáu manna og ef til vill eini maðurinn, sem bæði Bandaríkin og Frakkland gátu sætt sig vel við. Það gerir samheldnina inn- an Atlantshafsbandalagsins ekki sízt erfiða um þessar mundir, að mörgum finnst, að bandalagið sé raunverulega bú- ið að Ijúka aðalhlutverki sínu. Það hafi tryggt friðinn í Evr- ópu meðan mest hætta var á árás Rússa. Nú er það skoðun tnargra. að slík hætta sé liðin hjá, þar sem Rússar óttis ekki minna kjarnorkustyrjöld en vestrænu þjóðirnar. Af þessurn ástæðum er nú m.a. meira og meira rætt um það, að Atlants- hafsbandalagið þurfi að finna sé ný verkefni, ef það eigi ekki að veslast upp. Banda- ríkjastjórn hefur bent á, að það eigi að láta meira taka til sín að vinna gegn útþenslu komm- únismans utan Evrópu, t.d. í Vietnam. Þetta fær hins vegar daufar undirtektir í Evrópu Þá er talað um, að bandalagið eigi að snúa sér meira að sam- starfi á sviði menningarmála og efnahagsmála, en þar stefnir fram'indan að sumu leyti í öfuga átt, t.d. í tollamálum, vegna tilkomu Efnahagsbanda- lags Evrópu. Á hinum nýlokna ráðheirafundi bandalagsins náðist lítill eða enginn árang- ur, hvað snerti aukna starfsemi Atlanlshafsbandalagsins, og því var í yfirlýsingu fundarins lát- ið nægja að leggja áherzlu á áframhaldandi samstarf í varn- armálum. ÞAÐ, SEM gerir starf Atl- antshafsbandalagsins erfitt um þessar mundir, er ekki aðeins það, að óttinn við Rússa hafi minnKað, en raunverulega var hann tilefni þess, að bandalag- ið var stofnað upphaflega. Hitt er ef til vill ekki þýðingar minna að undir vernd banda- lagsins hefur Vestur-Evrópa blómslrað, og sú stefna fengið þar sibatnandi jarðveg, að Vestur-Evrópa eigi að samein- ast og mynda sterka heild, er verði engu minna öflug en Bandaríkin og Sovétríkin. Þeg- ar Atlantshafsbandalagið var stofnað, var Vestur-Evrópa miklu meira háð Bandaríkjun- ,um en nú, og þörf hennar fyrir nána samvinnu við þau, miklu MANLIO BROSIO brýnni. Atlantshafsbandalaginu hefur tekizt að ná þeim tveim- ur aðalmarkmiðum, að treysta friðinn í Evrópu og efla Vest- ur-Evrópu, öllu fyrr en búizt var við, og það svo vel, — þótt ýmsum kunni að þykja það hljóma sem öfugmæli — að það setur framtíð þess í vissa hættu. Fyrir þá, sem kryfja þessi mál til mergjar, hljóta þessi mál þó að horfa þannig við, að meðar, Þýzkalandsmálin eru óleyst, er þörf fyrir slíka varð- stöðu og Nato gegnir, en vel má vera, að þau mál leysist fyrr en flestir þora að vona nú. Þá veikist enn sá grundvöllur, sem Nato byggist á, nema það takist að stækka hann með samstarfi á nýjum sviðum. ÞAÐ, sem hefur verið rakið hér að framan, gefur glöggt til kynna, að hinn nýi fram- kvæmdastjóri Atlantshafbanda- lagsins tekur við starfi sínu, þegar verkefnin, sem fylgja því, eru á margan hátt orðin flóknari og vandameiri en áð- ur og enn meira reynir á samn- ingalagni og framsýni en fyrr. Blaðadómar eru yfirleitt þeir, að Manlio Brosio sé líklegur til að vera þessum vanda vax- inn, sakir mikillar reynslu sinnar og góðra gáfna. Manlio Brosio verður 67 ára rétt áður en hann tekur við embætti framkvæmdastjórans. Hann er fæddur og uppalinn á Norður-Ítalíu, tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni, og lauk lög- fræðiprófi nokkru eftir hana. Hann starfaði þá aljmikið > frjálslynda flokknum, og var þekktur andstæðingur Musso- linis. Honum voru því bönnuð öll afskipti af stjórnmálum meðan fasistar fóru með völd. Brosio hafði þó á þeim árum náið samstarf við ýmsa þá for ustumenn, sem helzt þorðu að gagnrýna fasista, eins og heim- spekinginn Benedetto Croce og Luigi Enaudi, sem seinna varð forseti Ítalíu. Hann tók líka þátt i andspyrnuhreyfingunni á stríðsárunum og vann að end- urreisn frjálslynda flokksins i stríðsiokin. Um skeið var hann framkvæmdastjóri hans. Síðar varð hann fulltrúi flokksins í ríkisstjórn og var m.a. um skeið hermálaráðherra. ÁRIÐ 1947 hófst nýr þáttur í starfi Brosio. Hann var þá skipaður sendiherra ítaHu í Moskvu. Því starfi gegndi hann til 1952. Það féll m.a. í hlut hans að semja við Rússa um friðarsamning milli landanna, um heimsendingu ítalskra fanga og um fyrsta verzlunarsamn- inginn milli Ítalíu og Sovétríkj anna. Árið 1952 var hann sendj herra í London og þremur ár- um síðar sendiherra í Washing- ton. Því starfi gegndi hann til 1961, er hann varð sendiherra í París. Brosio, hefur þannig gegnt sendiherrastörfum í fjór- um helztu höfuðborgunum austan og vestan járntjaldsins og öðlaðist við það mikla þekk- ingu og reynslu. Þetta gerir hann óvenjulega vel búinn und ir það starf, sem hann tekur nú að sér. Brosio er þannig lýst, að hann sé óvenjulega mikill starfsmaður. Hann er venjulega búinn að fara yfir flest helztu heimsblöðin, sem fáanleg eru. þegar hann mætir á skrifstofu sinni kl. 9 að morgni. M.a. les hann Pravda daglega, en hann les og talar rúsnesku, ásamt ensku. þýzku og frönsku. í störfum sendiráðsins er hann sagður fylgjast jafnt með stóru og smáu og vera oft furðulega nákvæmur. Hann er sagður við- felldinn í umgengni, en þó formlegur. Hann hefur þótt lag inn samningamaður, en það féll m.a. í hlut hans að semja um Trieste-málið fyrir hönd Ítalíu. Stundvísi hann er annáluð, en liann hefur líka krafizt hennar af undirmönnum sínum. Hann er sagður túlka mál sín skýrt í fáum orðum, en vera laus við málalengingar landa sinna. EINS OG áður segir, hafa fyrirrennarar hans hjá Atl- antshafsbandalaginu verið þekktari en hann, er þeir hófu starf sitt þar. Fyrstur þeirra var Ismay lávarður, sem hafði hlotið mikla frægð á stríðsár- unum sem sérstakur hermála- legur ráðunautur Churchills. Næstur honum kom hinn sögu- frægi belgíski stjómmálamað- ur Henri Spaak, en sá þriðji í röðinni var Dirk Stikker sem hafði um skeið verið utanríkis- ráðherra Hollands. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir því, að tramkvæmdastjórinn væri jafnan brezkur, þar sem yfir- hershöfðinginn yrði jafnan ameriskur og aðalstöðvarnar í Frakkiandi. Bretar gáfu þetta eftir vegna Spaaks á sínum tíma, og hafa ekki átt kost á embættinu síðar. Nú þótti rétt, að framkvæmdastjórinn kæmi frá einhverju ríki Efnahags- bandalags Evrópu og kom þá helzt ítali til greina, þar sem Belgíumaður og Hollendingur höfðu gegnt embættinu áður. Vestur-Þjóðverji þótti ekki koma til greina að sinni. Þótt Brosio sé minna þekkt- ur en fyrirrennarar hans, hefur hann sízt minni diplomatiska reynslu og kann sennilega enn betur en þeir að vinna að framgangi mála í kyrrþey. Val hans þykir því yfirleitt vel ráðið. Þ.Þ. TÍMINN, miðvikudaginn 20. maí 1964 — «. V1* t J.' ’ '• . z '/rr/f//{/f//^U

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.