Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 15
HREÐAVATN Framhald af 16. síclu. smala lambánum vestan úr hrauninu og heim í húsin. — Komst hann við illan leik á hesti sínum til baka, en fénu varð ekki k'omið heim fyrr en í gær, er unglingarnir yfirgáfu staðinn. Bréfarusl og glerbrot eru þarna um allt svæðið, og ekki frýnilegt fyrir fólk að tjalda þarna í sumar, eins og það hefur gert á undanförnum sucnrum. Heimilisfólkinu á Hreðavatn varð yfirleitt ekki svefnsamt um helgina, bæði þurfti' að vakta féð, og svo að hafa augun opin vegna íkveikju hættunnar sem stafaði af um- gangi unglinganna um fjárhús- in og hlöðurnar. Daníel sagði að það hefði verið eftirtektar- vert hve miklar vínbirgðir ung- mennin hefðu haft með sér. — Venjulega væri það svo, að vín- birgðir þryti fyrstu nóttina, en þarna hefði nú verið blinda fyllerí í þrjá daga samfleytt. — Þá hafði blaðið einnig sam- band við Ásgeir Pétursson sýslu mann í Borgarnesi, en hann dvaldist efra mestalla helgina, og hafði stjóm löggæzlustarí anna með höndum. Sýslumaður sagði að nokkrir hefðu verið fluttir í varðhald í Borgarnesi, og þar á meðal einn sem staðinn var að því að efna til óeirða gegn lögreglunni. Ungmennin, sem að Hreða- vatni komu vora, eftir því sem bílnúmerin gáfu til kynna, úr Reykjavík, Kópavogi, Hafnar- firði og af Suðumesjum. Einn unglingurinn hafði hent steini í bíl Daníels Kristjánssonar og brotið rúðu í bílnum. Hann var fluttur í gæzluvarðhald. Á milli kl. tíu og ellefu var gerð allsherjar áfengisleit í bifreið um við Hreðavatn og höfðust á milli 40 og 50 séneverspott- ar upp úr leitinni. Slys urðu nokkur, en engin alvarlegs eðlis Alls voru tólf lög reglumenn við löggæzlustörf þar efra, frá Borganesi, Alcra- nesi og Reykjavík, og stóðu þeir vel í stöðum sinum, sagði sýslumaður að lokum. Einn maður var barinn til óbóta að Hreðavatni. Var það Skjöldur Magnússon bílstjóri úr Borgarnesi, sem ráðist var á, en árásarmaðurinn var Júhann Víglundsson. Skjöldur er með áverka á höfði, og bæði augu hans eru sokkin. Bjarki Elíasson varðstjóri hjá Lögreglunni í Reykjavík tjáði blaðinu, að lögreglan hefði gert leit að áfengi í bíl- um á Vesturlandsvegi á laugar daginn. Var allt áfengi tekið sem unglingar 21 árs og yngri höfðu undir höndum, svo og allt smyglað áfengi. Alls tók lögreglan 40 flöskur og af því var um ein þriðji hlutinn ólög lega innfluttur. Flestar flösk- uraar áttu þrír piltar 15, 16 og 17 ára, og hefur hafst upp á manninum sem seldi þeim á- fengið. Sá hefur aftur á móti ekki gert grein fyrir því hvem ig hann fékk það. Bjarki sagði að lokum að helgin hefði verið frekar róleg, og engin stórtíð- indi orðið. Hafnarfjarðarlögreglan tók 30 flöskur áfengis af ungling- um í Helgadal á laugardags- kvöldið. Hafði safnast saman þarna stór hópur unglinga úr Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi, og verið hátt á ann að hundrað þegar flest var. — Nokkrir voru fluttir í Hafn- arfjörð af lögreglunni, og enn fremur munu foreldrar nokk- urra hafa rankað við sér og sótt afkvæmi sín þarna rétt út fyrir bæjarmörkin, meira og minna illa á sig komin. Lög- reglan í Hafnarfirði hafði vörð um nóttina þarna uppi í Helga dal, Sem er skammt frá Kald- árseli, vatnsbóli þeirra Hafn- firðinga. f það heila tekið var hvíta- sunnuhelgin mun rólegri nú en í fyrra, er „Þjórsárdalsævin- týrið“ gerðist. Mun það mikið því að þakka að nú reyndu yfir völdin að koma í veg fyrir ó- sómann í tæka tíð, og höfðu vakandi auga á ferðum ung- linganna. H 95 Upplýsingar í síma 34222 FRAMKVÆMDASTJORI BlindrafélagiS Plamrahlíð 17, óskar eftir að ráða framkvæmdastj óra. Verzlunarskólamenntun eða önnur hliðstæð menntun æskileg og einnig nokk- ur reynsla í iðnaðarstörfum. Umsóknir með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, séu póstlagðar fyrir 20. júní n.k. til Guðjóns Guðmundssonar, Barmahlíð 6, Reykja- vík. NYLONÚLPUR 100% NÆLON Bamaúlpur, stangaðar nr. 12—14. Kr. 535,00 Fullorðinsúlpur, stangaðar, nr. 46—48. — 715,00 Unglingaúlpur, sléttar, nr. 12—14—16. — 698,00 Dömuúlpur, sléttar, nr. 44—46—48—50—52—54 — 825,00 Herraúlpur, sléttar, nr. 44—46—48—50—52—54 — 825,00 Póstsendum : KJARAKAUP Njálsgötu 112 SÚTUNARSTÖÐ Framhald af 16. síðu. ins starfaði líkt og áður, en aðal- íramleiðsla hennar er gólfteppa band fyrir íslenzkar gólfteppa- verksmiðjur. Á þessu ári mun S.S. setja á stofn fullkomna sútunar- verksmiðju og mun þar, þegar á þessu ári, verða hægt að súta nokkurn hluta gæruframleiðslunn ar úr sláturhúsum S. S. og auka með því útflutningsverðmætið. f kvöldverðarboði, sem haldið var að loknum fulltrúafundi, voru 5 starfsmenn og konur, sem nú hafa starfað hjá félaginu í 30 ár, heiðruð Voru þeim þökkuð vel unn in störf og færð Omega gullúr með áletruðu nafni starfsfólksins og merki félagsins. Áður hafa 9 starfs- menn veiið heiðraðir á sama hátt, og er allt þetta fólk enn við störf hjá félaginu. Á aðalfundi áttu samkvæmt fé- lagslögum að ganga úr stjóm þeir Sigurður Tómasson, Barkarstöð- tim og Ellert Eggertsson, Melafelli sem baðst eindregið undan endur- kosningu. Sigurður Tómasson var endurkjörinn í stjórn, en í stað Ellerts Eggertssonar var kjörinn Gísli Andrésson, Hálsi í Kjós. — Aðrir í stjóm félagsins eru Pét- ur Ottesen, fyrrv. alþm., formað- ur, Helgi Haraldsson, Hrafnkels- stöðum og Siggeir Lárusson, Kirkjubæjarklaustri. KAPPREIÐAR Framhald ai 16. síðu. . Þetta síðasta svar var stutt og laggott og þurfti ekki mikillar um- hugsunar við. Faðir Aðalsteins er Aðalsteinn Þorgeirsson, bústjóri á Korpúifsstöðum. Þess má geta, að í vor lauk Aðalsteinn prófi upp úr 11 ára bekk barnaskólans á Brúarlandi og á þvi eftir að taka fullnaðarpróf. FEGURÐARSAMKEPPNI Framhaíd af 1 síðu. fulltrúi alþjóðasamtaka i þeirra aðila, sem skipuleggja fegurðarsamkeppnir. Þátttakendur keppninnar munu bæði kvöldin koma fram í kjólum og sundbolum og Sonja Egilsdóttir mun í fjarveru Thelmu Ingvarsdótt ur krýna sigurvegarana, en Sonja er á förum til Beirut, þar sem hún keppir um tit- ilinn Miss Europe. Hverjum aðgöngumiða að fegurðar samkeppninni fylgir atkv,- seðill, en þá má panta í síma 36618. • SÍMINN Framhald af 1. síðu. frá Patreksfirði til ísafjarðar bæt ast við 12 af þessum 24 rásum. Símarásum á milli Akureyar og Egilsstaða verður einnig fjölgað um 24, og símarásum á milli Akur eyrar og Siglufjarðar einnig um 24. Á VIÐAVANGI Framsóknarmenn vissu reynd- ar, að nóg fé var í ríkissjóði og þessair álögur því óþarfar. En vissa fékkst fyrir því, að fé í vegina fengist ekki með öðru móti og vegakerfið var að bresta og hið versta ástand framundan, ef ekki væri að gert. Þess vegna lögðu Fram- sóknarmenn álögunum lið og er þetta gott dæmi um ábyrga afstöðu stjórnmálaflokks í stjórnarandstöðu. SVEIT 12 ára drengur óskar eftir að komast í sveit í sumar, hefur verið í sveit áður. Upplýsingar í síma 12323 og eftir kl. 5 í síma 20396. Hjólhörur - Hjólbörur Höfum á lager hjólbörur V2 tunnu hjólastærð 4x16 tommur öxull 1 tomma, loftfyllt. Verð kr. 1950,00 án söluskatts. Aluminium- og Biikksmiöjan Súðavogi 42 Trésmiður vanur verkstæðisvinnu óskast. Getum útvegað hús næði, ef með þarf. Upplýsingar í síma 22150. Vinnuheimilið Reykjalundi ÞAKKARAVÖRP Konur, á húsmæðravikunni á Bifröst 10.—15 maf, senda innilegar þakkir til Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga og kaupfélaga úti um land, og allra þeirra mörgu, sem á einhvern hátt gerðu okkur dvölina skemmtilega og ógleymanlega. Hjartanlegar þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem gerðu mér sjötugsafmæli mitt 5. maí s.l. ógleymanlegt með skevtum. gjöijim og heimsóknum. Guð blessi ykkur öIL Jóhann Kristjánsson, Bakkagerði Hjartanlega þakka ég öllum þeim, er sendu mér vin- hlýjar kveðjur og gjafir á sjötugsafmæli mínu 1. maí s.l: Guðmundur Jóhannesson Hjartkaer elginkona mfn, móðlr, fengdamóðlr og amma okkar, Guðbjörg Jónsdóttir frá Telgl í Fliótshlíð, andaðist í Borgarsjúkrahúsinu í Reykjavfk 9. maf s. I. — Útförln hefur farið fram. — Innilegar þakkir fyrlr samúð og vlnáttu. Slggelr Helgason, Áslaug Siggelrsdóttlr, Frlðjón Slgurðsson, Ólafur Siggeirsson, Ragnhelður Jónsdóttlr, og barnabörn. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vlð andlát og útför Kjai'tans Rósinkrans Guðmundssonar Jónína S. Jónsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð vlð frá- l’ll og jarðarför Hans Jóhannssonar iárnsmiðs, Reynihvammi 31. iérstakar þakkir færum við starfsmönnum Landsmiðjunnar og fé- lagi járnlðnaðarmanna. Björk Hákonardóttir og börn. Fósturmóðir okkar, Sigríður Sæmundsdóttir frá Borgarfelli í Skaftártungu andaðist að Galtalæk í Land- mannahreppi á hvítasunnudag 17. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá heimili mínu laugardaginn 23. þ. m. kl. 1 e.h. Jarðsett verður frá Skarðj. — Fyrir hönd systkina minna og annarra vanda- manna Sigurjón Pálsson, Galtalæk. TÍMINN, miðvikudaginn 20. maí 1964 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.