Tíminn - 02.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, simar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Takast samningar? Þjóðin fylgist ekki með öðru meira en þeim viðræð- um, sem fara fram milli verkalýðssamtakanna, atvinnu- rekenda og ríkisstjórnarinnar. Það er ósk manna yfir- leitt, að þessar viðræður beri árangur og samningar takist. Til eru þó bersýnilega öfl, sem ekki vilja slíkt sam- komulag. Þetta kemur öðru hvoru fram í Mbl. Seinast á sunnudaginn, birtist þetta í blaðinu á þann hátt, að reynt er að halda því fram, að Framsóknarmenn séu slíku samkomulagi andvígir. Þetta er einkum byggt á útúrsnúningi á grein eftir Karl Kristjánsson, sem nýlega birtist í Degi og síðar hér í blaðinu. Grein Karls fjallaði einkum um það, sem gerðist í svipuðum málum haustið 1958. Þá beitti Framsóknar- flokkurinn sér fyrir hliðstæðum samningum, en fékk ekki stuðning hjá öðrum flokkum. Ekkert samkomu- lag náðist því þá og hefur það stuðlað hvað mest að því verðbólguflóði, sem síðan hefur fárið yfir landið. Þrátt fyrir það hefur Framsóknarflokkurinn ekki misst trú á samningaleiðina, heldur barizt fyrir henni. Barátta hans á seinasta þingi, átti hvað ríkasta þátt í því, að lög- festingarleiðinni var hafnað, og að ríkisstjórnin var knú- in til að fara inn á samningaleiðina. í grein sinni lýsti Karl Kristjánsson ánægju yfir því, að þeir flokkar, sem liöfðu barizt gegn samningaleið- inni 1958, væru nú komnir inn á hana. Þannig hefði barátta Framsóknarflokksins borið árangur. Framsóknarflokkurinn hefur gert meira en að eiga þannig meginþátt í því að samningaleiðin er farin nú. Hann hefur á undanförnum misserum og mánuðum beitt sér fyrir þeim úrræðum, sem nú virðast vænlegust til að tryggja samkomulag. Hann hefur sýnt fram á, að kjaramálin yrðu ekki leyst, nema gert yrði stórt átak í húsnæðismálunum. Hann hefur beitt sér fyrir verðtrygg- ingu á kaupi. Stjórnarflokkarnir hafa kallað þetta yfir- boð. Löng barátta Framsóknarflokksins virðist nú hafa sannfært þá um, að þetta séu ekki yfirboð, heldur raun- hæf úrræði. Lögþvingunarmennirnir í stjórnarflokkunum eru að sjálfsögðu ekkert ánægðir yfir þessari þróun. Til þess að leyna gremju sinni, reyna þeir að halda því fram, að þeir, sem hafa knúið samninga fram, séu að reyna að spilla fyrir þeim! Svona málflutningur ætti engan að blekkja. Þjóðin mun fordæma þessi og önnur álíka viðbrögð lögþving- unarmanna. Hún vill samninga og er þakklát þeim, sem stöðugt hafa beitt sér fyrir samningaleiðinni. * Obreytt stefna Það er talsvert algengt, að flokkar hafi nokkuð önn- ur viðbrögð 1 stjórn en stjórnarandstöðu. Afstaðan til þeirra viðræðna um kjaramálin, sem nú standa yfir, sýnir það glöggt, að Framsóknarflokkur- inn lætur þetta ekki breyta afstöðu sinni. Hann barðist fyrir því, þegar hann hafði forustu í vinstri stjórninni, að kjaramálin yrði að leysa með samningum, ekki með lögþvingunum og valdboði. Þessari stefnu hefur Fram- sóknarflokkurinn ekki síður fylgt síðan hann lenti í stjórnarandstöðu. Þeirri baráttu hans er það ekki sízt að þakka, að samningaleiðin er reynd nú. Þannig er stefna Framsóknarflokksins óbreytt, hvort heldur hann er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Walfer Líppmann ritar um alþjóðamál:“^“"““'“"“"" Tæknin getur leyst hina gömlu deilu milli ríkra og fátækra Fylgi Johnsons byggist á því, að hann skilur þetta Lyndon B. Johnson. JOHNSON forseti er svo sig- ursæll sem stjórnmálamaður, að hinar venjulegu, pólitísku reglur virðast ekki gilda leng- ur. Þær sýnast vera á hilluna lagðar í bráð. í kosningunum, sem farið er að undirbúa, lítur einna helzt út fyrir að hinir gömlu, grónu valdhafar í Republik- anaflokknum, — bankaeigend- ur, iðjuhöldar og blaðakóngar í stórborgunum, — séu annað- hvort fylgjandi því, að Johnson forseti nái kosningu, eða að minnsta kosti ekki verulega mótfallnir því. Þetta er nýtt fyrirbæri í stjórnmálum Bandaríkjanna, einkum þó að því er snertir sögu Demókrata- flokksins síðan óhöppin dundu yfir við lok fyrri heimsstyrj- aldarinnar. Endurreisn Demókrataflokks- ins hófst meðan á heimskrepp- unni stóð upp úr 1929, og hún var fyrst og fremst verk Frank- líns Roosevelts. Honum tókst að koma á voldugum samtökum þeirra, sem miður máttu sín, fátæklinga, bágstaddra bænda, verkamanna, negra og fleiri slíkra. Þessi samtök Roosevelts'héld ust fram yfir stjórnartíð Tru- mans og héldu áfram að vera til, þrátt fyrir skriðuhlaupin, sem Eisenhower olli. John F. Kennedy gæddi þessi samtök nýju lífi. í FULL þrjátíu ár hefir gætt greinilegs kulda milli Demókrataflokksins og banda- rísks viðskiptasamfélags. Nú gerist það í fyrsta sinn, á valda tíma Johnsons forseta, að far- ið er verulega að daðra við einstaka republikana. Svo lítur greinilega út, sem eitthvað sé ,,á milli“ forustunnar í banda- rísku athafnalífi og Johnson- stjórnarinnar. Þetta hefði alls ekki getað gerzt á stjórnarár- um þeirra Roosevelts, Tru- mans eða Kennedys. Ekki ber að líta svo á, að „samdráttur“ þessi leiði til „hjónabands“, en hann lýsir sér vitanlega í vinsamlegri af- stöðu hinna miklu blaðakónga og annarra leiðtoga á því sviði. Þetta er mjög mikilvæg ábót á gott gengi Johnsons í próf- kosningum. En samdrátturinn milli republikana og demó- krata sannast einnig í innan- flokksmálum Republikana- flokksins. Flokkurinn er klofinn vegna ákafrar baráttu um völdin yfir flokksvélinni sjálfri. í þessari baráttu beitir Goldwater öld- ungadeildarþingmaður sér fyr- ir tilraunum til að hrifsa völd- in í Republikanaflokknum úr höndum hinna gömlu, grónu leiðtoga í stórborgunum, allt frá New York til San Frans- iskó. Andúð og ef til vill af- brýði milli nýrra og gamalgró- inna auðæfa, er eftirtektar- verður og mikilvægur þáttur ’ þessari baráttu, og Goldwater ■WWBmMKnagnann öldungadeildarþingmaður og fylgismenn hans reyna varla að draga dul á þetta. NIÐURSTÖÐUR prófkosning anna sýna mjög greinilega, að óbreyttir kjósendur Republik- anafloksins eru ekki hrifnir af Goldwater öldungadeildarþing- manni. En sú staðreynd er þess verð, að henni sé veitti athygli, að leiðtogar Republikanaflokks ins eru svo vissir um sigur Johnsons í forsetakosningun- um,að þeir hafa ekki tekið virk an pátt í baráttunni innan flokksins. Leiðtogunum er brýnt hags- munamál að sjá svo um, að Goldwater öðlist ekki yfirráð í flokknum næstu fjögur ár. En hinir gömlu, grónu leiðtogar hafa staðið utan við valdabar- áttuna og svo virðist sem þeir vilji komst hjá blóðmissi og meiðingum í baráttunni um að fá að velja fallframbjóð- andann, í nóvember í haust. EF VIÐ berum fram þá spurningu, hvers vegna John- son sé fyrsti forseti Demó- krataflokksins, sem nær eins konar friði við forustu við- skiptaheimsins, þá er henni ekki svarað nema til hálfs með því að segja, að hann sé alveg sérlega leikinn stjórnmála- maður. Og hann er þó vissu- lega einstaklega leikinn. Þegar um er að ræða lýð- ræðisríki, verður að minnast þess, að leikni stjórnmála- manns táknar ekki aðeins að hann skilji og viti hvernig eigi að hagnýta sér vonir og ótta stuðningsmanna sinna og and- stæðinga. í þessu tllfelli tákn- ar þetta að forsetínn hefir einnig alveg óþrjótandi hneigð til samúðar, og þetta á ekki síður við um konu hans. Þau virðast koma til dyranna eins og aðrir ætlast til að þau séu klædd. Ég hygg, að þessi hæfi- leiki sé Johnson eiginlegur. Með þessum eiginleika heldur hann vinum sínum að sér og afvopnar andstæðingana. Því veldur einnig önnur og hlutlæg ástæða, að Johnson tekst betur en nokkrum öðrum forseta þessarar kynslóðar að mynda mikinn meirihluta. Sú ástæða er að einmitt nú er sá tími upp runninn, að í há- þróuðu þjóðfélagi eins og því sem við lifum í, getur tækni- leg og fjármálaleg bylting los- að okkur við hina fornu deilu milli fjáðra og snauðra. í mál- flutningi Johnsons verður ekki vart neins bergmáls þessarar fornu deilu. JOHNSON forseti hefir gert sér þess grein, að nú nýja öld sem er að renna upp, ber í skauti sér möguleika til gífur- legrar aukningar á framleiðslu auðæfa, og hann breytir sam- kvæmt því. Af þessu leiðir, að fé er unnt að útvega með því að auka framleiðslu auðsins, og par liggur hin eðlilega lausn, að svo miklu leyti sem fé getur leyst vanda fátækt- arinnar og önnur vandamál nú- tíma þjóðfélags. Fé þarf því ekki að taka frá þeim. sem þegar eru orðnir auðugir. öldin eftir marxlsmann er unnin upp hér í Bandaríkjun- um, ekki síður en víðast hvar í Vestur-Evrópu. Af þeirri á- stæðu getur Johnson forseti lagt út í stríð við fátæktina og jafnframt öðlazt traust þeirra sem velmegandi eru, í jafn- ríkum mæli og raun ber vitni. 2 rÍMINN, þrlðjudaglnn 2, júní 1964 — z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.