Tíminn - 02.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS brennd á handlegg hennar. Clementine stóð á götuhorni í Ódessu og horfði á hópa fólks, kvenna og karla ganga fram hjá i skipulögðum fylkingum. Þarna •oru á ferð leystir þrælar, og Irelsaðir herfangar af öllu þjóð- emi. Þá barst henni enn sorgar saga til eyma. Það var föstudag- ur, 13. apríl 1945, sem skilaboð- in bárust henni: — Roosevelt for seti var dáinn. Á meðan forsetinn sat fyrir hjá málara. sem var að mála mynd hans, kvartaði hann um „hræðileg an höfuðverk*’, síðan féll hann um, og lézt fáum stundum síðar án þess að ná meðvitund á ný. Þegar Winston kom aftur frá Yalta-ráðstefnunni, hafði hann skýrt henni frá ótta sínum um heilsufar forsetans. „Ég tók eftir afturför hjá for- setanum. Bros hans var ekki horf- 18 né heldur glaðleg framkoman, en hann var bleikur á hörund og kom eítthvert fjarrænt blik í augu hans“, sagði hann, „Þegar ég kvaddi hann í Alexandríuhöfn, fann ég til einhvers óskiljanlegs ótta um að kraftar hans og þrek væri að fjara út.“ Clementine var á leið til Moskvu frá Leningrad, en þar átti hún að- eins að stanza um skamnia stund, áður en hún héldi annað. Þegar lestn rann i'nn á stöðina, sá hún Mólótoff og konu hans bíða henn- ar á brautarpallinum. Þau stigu upp í lestina og komu inn í klefa hennar. Mólótoff mælti: „Við fær- um illar fréttir — Roosevelt for- seti er látinn." Clementine bað Mólótoff og konu hans að vera hjá sér í þögn í tvær mínútur í vagninum. Þó að Winston hefði skýrt henni frá hve forsetinn hefði verið las- legur á Yaltaráðstefnunni, komu þessar íréttir mjög illa við hana. Henni leið enn verr, vegna þess að hún vissi. hve Winston þarfn- aði'st hennar nú. En nú var hún í þúsunda mílna fjarlægð. Hún vildi helzt fljúga heim á leið, en vissi að hún gat það ekki. í stað þess heið hún eftir símtalinu, sem hún vissi að mundi koma. Clementine vissi, afj þetta áfall mundi koma jafnvel enn verr við hann en þegar síminn við rúm- stokk hans hringdi morgun nokk- um skömmu eftir atburðina, er gerðust við Perluhöfn, og rödd sagði: „Forsætisráðherra, mér er skylt að tilkynna yður, að PRINCE OF WALES og RE- PULSE hefur báðum verið sökkt af Japönum . . . “ Eftir að þessum skipum hafði verið sökkt, voru engin móður- skip, hvorki brezk né bandarísk á Kyrrahafi eða Indlandshafi, nema þau bandarísk herskip, sem sloppið höfðu við árásina á Perlu- höfn og voru nú á hraðri för til Kaliforníu. Japanir voru einráðir á þessu stóra hafssvæði. „Ég hefi aldrei orðið fyrir öðru eins áfalli allt stríðið“, hafði Win- ston sagt. En lát forsetans var sársaukafyllri atburður og kom meira við hann persónulega. Bæði hún og Winston höfðu hlakkað til að geta boðið forset- ann og frú hans velkomin í heim- sókn til Bretlands tii að þakkai fyrri för forsætisráðherrahjón- anna. Heimsóknin hafði átt að | verða í maímánuði. Roosevelt-I hjónin höfðu þegar þegið boð kon-j ungshjónanna. Þegar Samúel Rósenmann varj gestur á Chequers, hafði Winston beðið hann fyrir boð til forsetans: ,.Vilji(5 þér segja honum frá mér, að hann muni fá beztu móttökur hjá brezku þjóðinni, sem nokkur maður hefur fengið síðan Nelson lávarður kom sigrihrósandi til Lundúna? Ég vil að þér segið honum, að þegar hann sér móttökurnar, sem hann fær, þá eru það engar gervi- móttökur, sem settar eru á svið til að sýnast. Þær verða gerðar með einlægum huga og koma beint frá hjarta brezku þjóðarinnar. Hér unna honum allir fyrir það, sem hann hefur gert til að bjarga þeim frá ofbeldi og eyðileggingu Hún- anna. Þeir unna honum einnig fyrir það, sem hann hefur gert í þjónustu heimsfriðarins, og fyrir það. að hann hefur eytt ótta þeirra um að þær skelfingar, sem þeir hafa nú liðið í fimm ár, eigi ef til vill eftir að koma yfir þá á ný í enn ríkara mæli.“ Eins og alltaf, þegar hann átti í hugarstríði, hallaði hann sér nú að Clemmi'e. Hún vissi, hve mikið á- fall þetta var fyrir hann og hve missirinn var sár. Og hún vissi, að þetta mundi fá enn meira á hann nú, þegar hún var í þús- und mílna fjarlægð og hann þurfti einn að bera sorg sína — hann þurfti að leita til einhvers, sem hann gat tala^ við og deilt áhyggj- um sínum og hryggð með. Klukkan 3 um morguninn hringdi bjallan í svefnherbergi einkalögregluþjóns hans. Thomp- son lögreglumaður hraðafii sér af stað til að vita hvað um væri að vera. Hann hitti Winston fyrir, þar sem hann þrammaði fram og aftur um svefnherbergisgólfið, með höfuðið niðri á bringu, og án þess að líta upp. „Roosevelt forseti er horfinn", mælti hann, „minn vinur og þinn, Thompson. . . . Við verðum að byrja að nýju. og nú er föstudag- ur hinn þrettándi . . . “ Hann hélt áfram göngu sinni um gólfið, talaði um Roosevelt, grét og talaði . . . Winston hafði alltaf sagt við Clementine, að án Roosevelt og Bandaríkjanna á bak við hann, hefði Bretland verið glatað. Win- ston og Clementine mátu afar mikils vináttuna við Franklin og Eleanor Roosevelt. Hún var eins og Winston orðaði það „vinátta, sem efldist í eldi styrjaldarinnar." Síminn hringdi í íbúð Clemen- tine í Rússlandi. Það var Winston, sem hringdi frá Lundúnum. Um símann deildu þau sameig- inlegum harmi sínum. Hann sagði henni, að honum hefði fyrst flogið í hug, að vera við jarðarförina, og því skipað svo fyrir, að flugvél stæði til reiðu, en vegna ráðu- neytis- og þingstarfa reyndist það ókleift. „Ég hef misst mikinn vin. Einn 94 i hinn mesta. sem ég hef átt,“ sagði hann. Winston sendi Eleanor Roose- welt samúðarkveðjur sínar frá (Downing Sireet. Clementine sendi sínar frá Rússlandi. j Þegar þessu alltof stutta símtali jvar lokið. þurfti hann að halda áfram að tala — tala sorgina og i harminn úr hjarta sér, svo að j hann kaus að tala við starfsmenn sina. „Engum var ljóst hve þessi , maður va rmikilvægur landi o'kkar j heiminum. Hann var mikill vinur okkar allra. Hann veitti okkur ■ ómetaniega hjálp, þegar hennar J var mest þörf“, sagði hann við j starfslið sitt. „Hann var elskaður jog milljónum manna, og einnig í hataður eins og töframaður, sem j kemur öllu í framkvæmd. Ég mun 'verða hataður. En það skiptir mig ^ engu máli. Ég mun láta mér það lí léttu rúmi liggja. Og ég er viss jum, að sama gegndi um Franklín. En að minnsta kosti sá hann að friður var í nánd og fékk þá á- nægju, að sjá árangur verka sinna. jAð sjá árangur þeirra rétt fyrir lokin. Verki hans var lokið í Yalta. 1 Hann dó, þegar sigurinn var í nánd, en hann sá að honum yrði ekki haggað.“ Daginn eftir sendi Winston símskeyti til Stalíns, svohljóðandi: „Ég er þungum harmi sleginn vegna tráfalls Roosevelts forseta, en við bundumst á síðasta fimm og hálfa ári mjög nánum vináttu- böndum. Þessi hryggilegi atburð- ur eykur þó enn gildi þeirra tengsla, er við erum bundnir vegna margra ánægjulegra atvika og minninga, er við eigum sam- eiginlega, þrátt fyrir allar þær ógnir og erfiðleika, sem við höf- um þurft að yfirstíga. Ég vil nota tækifærið til að þakka yður og Mólótoff fyrir þær 1 HULIN FORTÍÐ MARGARET FERGUSON 1. kafli. — Nú skuluð þér horfa vand- lega á yður, sagði hjúkurnarkon- an hvetjandi og stakk speglinum í hönd ungu konunnar. — Þér hafið verið svo þolinmóðar og dug legar allar þessar vikur, svo að þetta er áreiðanlega ánægjuleg stund fyrir yður. Og þér þurfið ekki að óttast það sem þér mun- uð sjá,*það get ég fullvissað yður um, bætti hún við og reyndi að þrýsta fingrum stúlkunnar um spegilhandfangið. — Þetta mun koma yður gleðilega á óvart. Um stund leit helzt út fyrir að konan í rúminu ætlaði ekki að verða við hvatningunni, ekki þó vegna andúðar eða hræðslu, heldur af einskæru kæruleysi. En svo lét hún undan og tók við speglinum. Gluggatjöldin — sem höfðu verið dregin fyrir gluggann í margar vikur — höfðu nú verið tekin til hliðar. Vorsólin skein inn á hvítmálaða veggi sjúkra- stofunnar og á vasa með dökk- rauðum túlipönum sem voru á borðinu. Unga konan leit undr- andi á blómin. — Frú Jessel sendi yður þessi blóm, sagði hjúkrunarkonan. — Þar sem þér hafið legið svo lengi í myrkri vildi hún að þér fengjuð nú regluleg vorleg blóm. En blómin geta beðið. Nú er það spegillinn sem er áríðandi, frú Sheldon. Tracy Sheldon leit á spegilinn. Hún hélt honum þannig að hann sýndi aðeins hluta af loftinu. Hvers vegna var hjúkrunarkonan með þessi læti? Þetta voru hvort sem er allt látalæti, og áttu að þjóna þeim tilgangi að hressa og kæta sjúklingana. Hún reyndi að telja sjúklingi sínum trú um að það sem hún sæi í speglinum væri upphaf ævintýris. Hvernig átti hún að skilja það að þetta kom ekki sjúklingnum sjálfum hætis hót við. Hvemig átti hún að geta sýnt áhuga á gersamlega ókunnugu andliti? Andliti sem hafði engan persónuleika endur- speglaði engan persónuleika, eng- ar hugsanir né tilfinningar? — Svona nú, sagði hjúkrunar- konan þolinmóð. — Doktor Kull- mann kemur á hverri stundu, og hann langar að vita, hvemig yður lízt á það sem hann hefur gert við . .. fyrir yður! Granna, hvíta höndin lyfti speglinum og hélt honum fyrir framan andlitið. Hún sá ungt andlit, augun lágu alldjúpt, andUtið var náfölt, nefið beint og fagurlegan lagaður munnur. Við fyrstu sýn var ekkert sem eyði- lagði þetta fallega andlit. Þegar betur var að gáð mátti þó greina örþunn ör við gagnaugað og á annarri kinn. Hárið var stutt- klippt og hrokkið, Ijóst hár. Þetta andlit hefði getað verið mál að á eggjaskurn — tóma eggja- skurn. — Notið þetta, frú Sheldon. Hjúkrunarkonan réttí að henni varalit, og hún fór laust yfir var- irnar með litnum. — Við urðum að klippa hárið vegna höfuðmeiðslanna, en það vex ótrúlega fljótt. Já, sjáum til, þetta er sannarlega munur að sjá! Hjúkrunarkonan hallaði undir flatt og dáðist að, hversu fimlega Tracy notaði varalitinn. — Þér eruð ekki veikar lengur, frú Sheldon, hélt hún áfram. Þér eruð nægilega frískar til að fara af sjúkrahúsinu á hverri stundu. Og það munuð þér gera. — Hvenær? spurði Tracy hrað- mælt og stirðnaði upp í rúminu. Hjúkrunarkona ræskti sig vand- ræðalega. — Tja . . . það er ekki gott að segja . . . Það er undir því komið að . . . Nú, nú hér koma dr. Kullmann og doktor Brodie að vitja yðar' Dymar vom opnaðar og tveir læknar komu inn. Doktor Kull- mann sem var fyrir, var lítill, feitlaginn maður með úfið hvítt hár. Hann kom fast að rúminu og það var hlýlegur glampi í augum hans bak við gleraugun. — Jæja! Var ekki indælt að losna við allar sáraumlbúðir og fcom ast í birtuna aftur? Þér fáið von- andi ekki verk í augun? — Nei, ekki vott. Já, það er dásamlegt. Hann vænti þess að hún ljómaði af gleði og hún gerði sitt bezta til að brosa dauflega. — Og þér hafið virt fyrir yður nýja andlitið yðar? Hvernig geðj- ast yður að því, frú Sheldon? Þér þurfið sannarlega ekki að vera feimin að koma fram fyrir fólk með það! — Auðvitað ekki! Eg hlýt að hafa verið voðalega illa á mig komin, doktor Kullmann og þér hafið gert kraftaverk. Ég get ekki með orðum lýst, hve þakklát ég er. Það var eins og að þakka fyrir að hafa rétt manni rifna flík. Jafnvel andlitið sem hún átti að hafa héðan í frá var ekki hennar eigið. Það var meistarastykki skurðlækna. Það lá við borð hún hefði kosið að hafa afskræmt and- lit — það hefði að minnsta kosti verið hennar andlit. — O, það var lireint ekki erfitt, sagði doktor Kullmann glaðlega. — Andlitslagið sjálft er ekki teljandi breytt. Þér hafið sömu fallegu drætti og áður. Það er erfiðara viðfangs, þegar kona vill láta breyta andlitinu — að skapa fegurð þar sem fegurð er efcki til í andlitinu. Það er ómögulegt. En nú verð ég að hverfa til starfa, frú Sheldon. Ég lít inn seinna Hann gekk hröðum skrefum út úr sjúkrastofunni og pataði ákaft um leið og hann gaf hjúkrunar- konunni fyrirmæli. Hinn læknir- inn hafði staðið við gluggann á meðan doktor Kullmann ræddi við Tracy. Hann gekk nú hægt að rúminu. Hann var allt önnur manngerð. Hár vexti og mjög grannur rólegur og hæglátur mað- ur. — Eruð þér þreyttar eftir all- an taugaspenninginn í dag, frú Sheldon? — Nei, alls ekki. Ég hef ekki fundið til neinnar eft- irvæntingar, svaraði Tracy rólega. Hún þurfti sem betur fór ekki að leika neina gleði gagnvart honum. — Ekki það? Læknirinn leit á spegilinn sem lá ofan á sænginni. — Þegar þér lituð í spegilinn var nokkuð — leiftur — hvað lítið sem var, sem þér könnuðust við eða munduð eftir? — Ekki hið minnsta! En við því var varla að búast, eða hvað? það er ekki mitt eigin andlit sem ég var að skoða. Andlitið sem ég sá í speglinum og ég sjálf erum algerlega ókunnug hvort öðru. — Það var náttúrlega býsna margt sem þurfti að gera, sam- sinnti hann rólega. — En þó er ýmislegt eins og það var. Augun til dæmis. Horfið vel á þau, frú Sheldon. Hún tók spegilinn upp aftur og horfði hlýðin á sjálfan sig. Augun voru gullinbrún með örlitlum grænum flekkjum. Hún hristi höf- uðið. — Ég þekki þau ekki aft- ur, doktor Brodie, sagði hún og bætti við dapurlega, — því miður. — Hugsið ekki um það lengur, það liggur ekkert á. Það mun allt rifjast upp fyrir yður smátt og smátt, ef þér bara reynið ekki að muna. En mig langar að gera smátilraun. Læknirinn tók blað upp úr vasa sínum. — Ég skrifaði niður nöfn hér. Þér skuluð ekki brjóta heilann, segið mér aðeins, hvort nöfnin minna yður á eitthvað Tracey Sus an Sheldon? — Nei. Tracy lagði frá sér spegilinn. — Þetta nafn hefur enga þýðingu fyrir mig. » — Laura Ramsey. — Nei. Hún deplaði augunum örlítið þegar skjannabjart Ijósið skar hana í augun. — Hver er hún? —- Þið genguð saman um borð í vélinni á Kennedy-flugvelli. Þér sátuð við hlið hennar. Hún hefur sjálfsagt verið vinkona yðar, kannski frænka. — Þér segið „hefur verið“. Beið hún bana? T f M I N N, þriðjudacjinn 2. júní 1964 — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.