Tíminn - 02.06.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.06.1964, Blaðsíða 5
Hér sækir Skúli Hákonarson að marki Kofiavíkur. Kjartan markvörð- ur var með á nótunum og varði skot frá honum. Keflvíkingar erfið- ir heim að sækja Sigruðu Akurnesinga á sunnudag í 1. deildinni með 2-0 PJ—Keflavfk 1. júni Aldrei hafa fleiri áhorfendur verið samankomnir á Njarðvíkurvellinum og s.l. sunnn- dag, líklega um 2 þúsund talsins, þegar Keflvíkingar mættu Skagamönnum í 1. deildar keppninni. Þegar leik lauk, voru það ánægðir áhorfendur, sem héldu heim, því heima- menn höfðu krækt í tvö stig með 2:0 sigri. — Það var hæg vestan gola og 1. flokks knatt- spyrnuveður, þegar dómarinn, Hannes Þ. Sigurðsson, blés til leiks á sunnudaginn, en knattspyrnan var ekki að sama skapi góð, lítið um það, sem kalla mætti „toppknattspyrnu“ en mikið um ónákvæmar sendingar og leikmenn voru kyrrstæðir. Hér réði taugaspenna greinilega ríkjum og hvorugu liðinu tókst nokkurn tíma að ná eins góðum samleik og efni standa til. Upphlaup fyrstu 20—30 mínút- urnar einkenndust öll af tilviljun um, en engu aS síður sköpuðust stórar liættur uppi við bæði mörk in. Lítum aðeins á minnisblaðið: 0 Á 15. mín. komst Karl Her- mannsson, vinstri útherji Keflavíkur í mjög gott færi, en skaut yfir markið. 0 Á 21. mín. gaf Ríkliarður Jóns son vel fyrir Keflavíkurmark ið til bróður síns, Þórðar. — Þarna var Þórður í góðri að- stöðu, en hörkuskot hans hafn aði í þverslá. 0 Á 25. mín. er Kcflavíkursókn á dagskrá, sem endaði með hættulegri þvögu við mark Akraness. Á síðustu stundu tókst hægri bakverði Akra- ness að bjarga á línu. Á 34. mín. kom svo loks fyrsta mark leiksins. Karl Hermannsson gaf vel fyrir markið til Hólmberts, sem af- greiddi knöttinn af markteig fram hjá Helga Dan. 1:0. 0 Á 40. mín. var dæmd auka- spyrna á Kjartan markvörð Keflavíkur á vígateigslínu. — Donni framkvæmdi spyrnuna og spyrnti glæsilega að marki hægra megin (nákvæm end- urtekning á aukaspyrnum hans frá leik Rvík—Akranes). En Kjartan í markinu reikn- aði knöttinn rétt út og tókst að bjarga naumlega í horn. 0 Á 44. mín. bjargaði Helgi Dan. naumicga með réttu úthlaupi, er Jón Jóhannsson, miðhcrji ÍBK, var kominn einn inn fyr- ir og átti aðeins Helga eftir. Þannig lauk sem sé fyrri hálf- leik. Síðari hálfleikur var keim- líkur þeim fyrri um flestar að- gerðir. Þó náði Keflavík betur sam an, sérstaklega þegar á leik leið. Það eftirtektarverðasta var þetta: 0 A 4. mín. átti Eyleifur gott skot á Keflavíkui-markið, en knötturinn smaug yfir þver- slá. 0 Á 22. mín. gerði Jón Leóson stóra skyssu, sem næstum liafði kostað Akranes mark. En Einar Magnússon nýtti ckki ekki sem skyldi þessi mis-tök Jóns. Á 32. mín. var svo gert út um leikinn, þegar Jón Ólafur spyrnti vel fyrir mark Akra- ness til Einars Magnússonar, sem skallaði viðstöðulaust 1 mark, 2:0. Það sem eftir var leiksins höfðu Keflvíkingar greinilega yfirburði og hefðu átt að bæta mörkum við, en þeir áttu upplögð tækifæri á 37. mín, 38. og 44. mín., en öll runnu þau út í sandinn. Á þessum síðustu mínútum gáfu Skagamenn verulega eftir. Þannig lauk þessum leik með réttmætum sigri heimamanna, er voru áberandi leikglaðari en Skaga menn. Og jafnt er lið þeirra sunnanmanna, því vart er hægt að tala um, að einn sé öðrum betri. Þó má segja, að Högni Gunn- laugsson, miðvörður, sé öruggasti maður liðsins. Högni hefur sýnt skínandi lcik í undanförnum Ieikj ^ um og hér er vissulega maður, sem landsliðsnefnd ætti að hafa í huga. Annars var vörnin sterkari hluti Framhald á bls. 6. eftir Friðrik Ólafsson M. Tal slapp aftur 7. umferS. Evans—Portisch 0—1 Larsen—Berger 1—0 Ivkov—Lengyel 1—0 Tal—Foguelman 1—0 Vranesic—Reshevsky 0—1 Quinones—Benkö 1—0 Bronstein—Gligoric i/2—% Stein—Pachman y2—Vz Dárga—Perez y2—% Tringov—Porath y2—Vz Rosetto—Bilek i/2—Vz Spassky—Smyslov biðskák Með þessari umferð lýkur innby-ð is „meistaramóti" sovézku . skák- mannanna. Af 9 skákum, sem tefld ar hafa verið, hefur 8 þegar lokið með jafntefli og allt útlit er fyrir, að þeirri síðustu (Spassky-Smyslov) lykti einnig með jafntefli. Þetta gæti gcfið ýmsum tilefni til að álykta, að sovézku meistararnir hafi samvinnu sín á milli, en annað held ég að verði uppi á teningnum, þegar skák irnar eru rannsakaðar. Hver einasta þeirra er tefld af mikilli hörku og sigurvilja og ekkert gefið eftir, fy/r en í full'a hnefana. Hin tíðu jafn- teflisúrslit sanna kannske þvert á móti gæði skákanna, þ. e. að fingvr brjótar hafa ekki verið margir. í 7. umferðinni koma engin úr- slit sérlega á óvart, nema vera skyldi tap Benkö gegn Quinones. Benö átti aldrei að þurfa að tapa þeirri skák, en í viðsjárverðri stöðu reyndi hann að knýja fram vir.ning og það varð hans banabiti. — Þá mátti TAL þakka sínum sæla fyrir að slepo.i lifandi úr viðureigninni við Foguel- man. Hann var gjörsamlega glatað ur, þegar fram í miðtafl var komið, en þá varð andstæðingnum á stór kostleg skyssa og Tal tókst að rétta úr kútnum: Hv.: Tai. Sv.: Foguelman. Caro-Kann. I. e4,c6 2. d4,d5 3. Re3,dxe4 4. Rx e4,Bf5 5. Rg3,Bg6 6. Rge2,Rf6 7. h4,h6 8. Rf4,B]i7 9. Bc4,e5 10. De2 (Ef 10. dxe, þá annaðhvort :—, Daðf ásamt 11. —,Dxe5 eða 10. —,DxDr 11. KxD,Rg4) 10. —,Rbd7 (10.—, Dxd4 er varhugavert (a. m. k. á á móti Tal) enda þótt ekki sé fylli lega ljóst, hvernig hvitur fær hag nýtt sér stöðu drottningarinnar á miðborðinu.) 11. 0-0 (Eða 11. dxc5, Da5f) 11. —,De7 12.dxe5, Rxe5 13. Hdl,Rfd7 14. Bd2,0-0-0 15. Bc3,He8 16. Hel,g5 17. hxg5,hxg5 18. Re6,f6! 19. Hadl,Bg6 20. f4 (Óneitan lega glæfralegur leikur, en livernig átti hvítur' að svara 20. —,Dh7>) 20. —gxf4 21. Rxf4,Dh7 22. Beí, Bc5f 23. Bd4,Dh2f 24. Kf2,Dh4! 25. Bxd7f,Rxd7 26. Dd2,Bb6! 27. HxHL BxH?? (Svartur átti um tvo mögu- leika að velja: Annar leiðir auðve' 1 lega til vinriings, hinn til taps. Auð- vitað velur hann þann seinni! — í stað 27. —,BxH?? var sjálfsagt 27. —,HxH og hvítur á ekki viðreisnar von. T. d. 28. Be3,Hxe3 og vinnur. Eða 28. Rfe2,Hxe2f og vinnur. Að síðustu 28. Kf3,f5! og hvítur er glat aður). 28. Hhl! (Svarti hefur vafa- laust yfirsézt þessi sterki leikur. Hvítur fær nú drottningu svarts í skiptum fyrir hrók og riddara og öll spenna hverfur úr skákinni.) 28. —,Bxf4 29. Hxh4,Hxh4 30 Be3,Bxe3f 31. Dxe3,Bg6 32. c3,a6 33. Kgl,Hg4 24 Df3,Hh4 35. Re2,Be4 36. Dg3,Hh5 37. Dg8f,Kc7 38. Rf4,He5 39. c4,c5 40. Re6f,Kd6 41. Rd8,Ke7 42. Rf7,He6 43. Dg7,Ke8 44. g4,Bd3 45. b3,b5 46.g5,fxg5 47. ' Dg8f,Rf8 48. Rxg5,Hf6 49. Dd5,bxc4 50. De5f, gef ur. Bent Larsen átti ekki i miklu.u erfiðleikum með Berger, sem tefldi byrjunina af lítilli forsjálni og Ivkov tókst að sigra Lengyel í vel tefldri harvítugri skák. Evans lék af sér skiptamuni i fremur jafnri stöðu á móti Portisch og eftir það varð taflinu ekki bjargað. Skákirnar Stein—Pachman og Bronsteln— Giigoric voru talsvert tilþrifamikla", en jafnvægið haggaðist aldrei í þeim. Reshevsky vánn öruggan sig- ur á móti Vranesic, sem sótti af fullmiklu kappi, en bæði Darga og Trlngov urðu að sætta sig við jafntefii í sínum skákum, eftir að hafa byggt upp yfirburðastöðu < byrjuninni. Rosetto tókst að jafna metin í endatafli, eftir að hafa stað ið höllum fæti frá upphafi. Hér birtist svo að síðustu fjörlega tefld skák úr 6. umferð. Hv.: Smyslov. Sv.: Stein. Enski leikurinn. 1. c4,g6 2. Rc3,Bg7 3. g3,c5 4. Bg2, Rc6 5. a3,Rf6 6. d3,0-0 7. Hbl,a5 8. e3,e6 9. Rge2,d5 10. 0-0,He8 11. Dc2, d4 (Djarfleg ákvörðun.) 12. Ra4!,Rd7 13. exd4,cxd4 (Skárra var væntan- lega 13. —,Rxd4 14. Rxd4,cxd4) 14. b4,axb4 15. axb4,e5 16. b5,Rb8 (Sbr. athugasemd við 13. leik.)17. Bd2,e4l (Það var annaðhvort að duga eða drepast.) 17. Rf4 (17. Bxe4 er hæp- ið vegna —,Hxe4 18. dxe4,Re5! og svartur hefur mótvægi vegna veik leikanna f kóngsstöðu hvíts.) 18.— exd3 19. Rxd3,Re5 20. Rxe5,Hxe5 21. Bf4,Bf5 22. Db3,He2 23. Rc5,Bxbl 24. Dxbl ,Rd7! 25. Rxb7,De7 26. c5,Ha2 27. c6,Rb6 28. Dd3,Be5 29. Bf3,Heb2 30. Hel,f6 31. Bxe5 fxe5 32. He2, Kg7 33. HxII.HxH 34. Kg2. Hér sömdu keppendur um jafntefli, enda var erfitt að gera sér grein fyrir, hvor stæði betur, auk þess sem tímahrakið var að komast í algleym ing. Nýjustu fréttir Kaupmannahöfn 1.6.-A(5ils. — Bent Larsen vann Lengyel í níundu umferð í langri skák og er efstur með 7 V-z vinniiig, eða heilum vinn- ing á undan næstu mönnum, þeim Ivkov, Bronstein og Reshcvsky, sem hafa 6V2 vinning. Tal, Spassky og Smyslov hafa 6 vinninga og Gligoric og Darga 5Vj vinning. Til viðbótar því sem birt var í sunnudagsblaðinu, er blaðinu kunn- ugt um þessi úrslit í 8. umferð. Darga vann Benkö óg Spassky vann Packmann. 9. umferð. Tal vann Poralli, Bronstein vann Pcrez, Reshevsky vann Rosettó, Darga vann Berger og Stein vann Gligoric. Jafntefli gerðu Ivkov og Evans. T í M I N N, þriðjudaginn 2. júní 1964 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.