Alþýðublaðið - 15.08.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.08.1953, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐEÐ Lawgardagur 15. ágúsí.1953 Útgef&ndi. AlfeýOuflokkuriinx. RitstJóri og ábyrgCtrmaOurí Hanuíbai Yaldimarsson. Meðritstjóri: Helgi Saamunda*on. Frétta»tJóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur GuO- munds*on og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Bmma Mðller. Rit«tjórnaríímai: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4908. Af- greiCslustrr.i: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu *. Áskiiftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Stjómarflokkarnir taia saman ÞÁ ER nu bréfaskiptunum um stjórnarmyndun sennilega aS Ijúka milli SjálfstæSisflokks ins og Framsóknarflokksins. : Skýrir Tíminn frá pví í gær,' aS viðræður séu að hefjast milli þessara tveggja flokka um möguleika til þess, að nii-' verandi stjórnarflokkar haldi samstarfi sínu áfrarti, og hvern ig haga megi framkvæmd þess svo að við verði unað. — Hefur j framsóknarráðherrunum verið falið að hefja viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn, og má því reikr.a með, að þær séu hafnar.! Er þá heldur von tii að eitt- 1 hvað kunni að fara að ganga með stjórnarmyndun, því að með hréfaskriftum gerist það ekki. | Hermann Jónasson segir í hréfi sínu, að Framsóknar-j flokkurinn íelji það mjög mið-! ar, að Sjálfstæðisflokkurinn1 skuli hafa hafnað viðræðum um þriggja flokka stjórn. Tel- ur hann neitun Sjálfstæöis- flokksins byggða á vafasömum röksemdum. Segir svo um þetta í bréfinu: ,.Þessi afstaða Sjálfstæðis- flokksins er rökstudd með því að „samningatilraunir við Al- Gylfi Þ. Gíslason um íslenzk ufanríkismál, XI álið á Norðurlö nýjan flugvois ner þýðuflokkinn séu „fyrirsjáan- leffa tilgangslausar“ þar sem Alþýðuflokkurinn sé andvígur „hinni sameiginlegu stjórnar-; síefnu, sem framkvæmd var síðasta kjörtímabil“. Er í því sambandi vitnað til greinar í j Alþýðublaðinu 6. þ. m. j Slíka röksemdafærslu verður að telja nokkuð vafasama. Stjórnarandstæðingar munu að jafnaði telja sig andstæða ,.stjórnarstefnunni“ á hverjum tíma. Það útilokar auðvitað ekki, að stjórnarflokkur og stjórnarandstöðuflokkur geti tekið uPP samstarf síðar, t. d. við myndun nýrrar stjórnar. Ný viðfangsefni toma til sög- j imnar og með þeim stjórnar- J stefna* sem miðuð er við þau viðfangsefni, án tillits til þess,' hvor teldri stjórnarstefna, sem miðuð var við önnur viðfangs- efni, telst rétt eða röng. En skilyrði tií þess að sannprófað verði hvort grunclvöllur sam- starfs sé fyrir hendi, er að við-( ræður fari fram milli f!okk-| anna eins og Framsóknarflokk | urinn. lagði til. Á það skal bent, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur a. m. k. þrisvar sinnum verið í stjómarstarfi með AI- þýðuflokknum, þess vegna er því ekki til að dreifa, að Sjálf- stæðisflokkurinn telji Alþýðu- flokkinn af almennum ástæð- um ósamstarfshæfan. Ekki er ástæða til að tala um tímatöf í þesu sambandi. Viðræður til að Ieiða í ljós afstöðu Alþýðu- flokksins í þessu máli hefðu ekki þurft að taka lengri tíma en Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú notað íil að gera það upp við sig, hvort hann vildi eiga þátt í þeim viðræðum,“ Síðan víkur Hermann Jónas son að ýmsum málum, sem á- greiningur sé um milli Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðis flokksins. Nefnir hann þar íil vissar tegundir hafta, sem SjálfstæðisflokkUrinn haldi dauðahaldi í, vissa þætti verzl unarmála, afstöðuna til sam- vinnufélaganna — og einnig bendir hann á, að aldrei hafi verið um kosningasamstarf að ræða milli íhalds og framsókn ar. Hefði þar mátt hæta við: Nema í forsetakosningunum, enda fé^ það samstarf ekki vel. Enn minnir Hermann á við- leitni Sjálfstæðisfloldisins til að fella bændaframbjóðendur Framsóknar í seinustu kosn- ingum, svo sem eins og í Dala- sýslu. Mýrasýslu og Vestur- Skaftafellssýslu, til þess að koma að kaupstaðaembætíis- mönnum íhaldsins í þeirra stað. — En ekki skilst manni þó að slíkt skuli verða til vin- slita. Síðan bætir Hermann við: „Framsóknarflokkurínn mun þó að sjálfsögðu ekki láta kosn ingabaráttuna við Sjálfstarðis- floldíinn eða aðra verða því til fyrirstöðu, að hann gerist þátt íakandi í bví stjórnarsamstarfi, sem nauðsynlegt kann að telj- ast og íalizt getur að athuguðu máli. ...“ Þá minnir Hermami Jónas- son Sjálfstæðisflokkinn á, að honum hafi fyrir nokkrti verið send skrá um nokkur helztu mál, sem Framsóknarflokkur- inn leggi áherzlu á í síjórnar- samstarfi, og vónast til að Sjálfstæðisflokknum hafi gef- izt ráðrúm til að íhuga viðhorf sitt til. Af bréfinu verður í rauninni ekkert ráðið um það, hvort Framsóknarflokkurinn hef ji þessar viðræður með þau á- form í huga að láta „VONIR“ íhaldsins rætast. En sennilega verða engar „þjóðhættulegar tafii“ á mál- inu úr þessu. Það skvldi maðnr ætla að Sjálfstæðisflokkuriiin sæi um. Fæst á ílestœn veitmgastöðum bæjarms. — Kaupið Maðið um leið og þér fáið yður kaffi. Á ÁRUNUM 1949 til 1951 munu flesljir hafa búizt við því, að á næstu árum mundi annað hvort gerast, að ..kalda stríðið" yrði að nýju ófriðar- báli, sern þá mundi loga um 1 heim allan, eða að stórveldin gerðu með sér samkomulag, sem vrði grundvöllur allvaran | legs friðar. Menn 15!du ólíklegt I að spenna sú og óvissa, sem I fylgdi „kalda stríðinu“ gæti i haldizt til lengdar. Einmitt af iþessum sökum voru áhrif Kór eustríðsins jafnmi.-?il og raun bar vitni um. En vígbúnaður sá, sem sigldi í kjölfar pess, var við það miðaður. að lík- legra væri, að sanngjörn og viðunandi lausn fengizt á a- greiningsmálunum; og „kalda stríðið“ lægði, ef aukið jafn- ræði kæmist á mihi hernaðar styrks deiluaðilanna, auk þess sem1 vesturveldin stæðu þá auð J vitað betur að vígi, ef styrjöld brytist út. Sem betur fer hoiur niður- staðan ekki orðið sú. að styrj- öld hafi brotizt út. Og nú síð- ustu mánuði hefur þvert á móti verið talið, að friðvæn- legar horfi en um iangt skeið áður. Stefnubreyting sú, sem virzt hefur verða. hjá sovét- stjórninni, og vopnahléið í Kóreu hefur vakið nýjar.von- ir um gjörvallan heim. Meðan styrjaldarhættan var talin xriest, hafði það margs konar áhrif á gerðir margra smá- þjóða, þ. á m. íslendinga. Vax andi friðarhorfur nljóta auðvit að einnig að hafa slík áhrif. TVÖ MEGINATRIÐI. Herverndarsamningurinn 1951 var gerðúr á sérstaklega varhugaverðum tímum í beinu sambandi við vígbúnað At- lantshafsríkjanna og í sam- | bandi við bráða hættu, sem talin var steðja að Linum vest rænu ríkjum. í samningnum fólust í raun og veru tvö meginatriði. Ann- ars vegar gerði hann ráð fyrir vissum viðbúnaði á Islandi í samræmi við aðgsrðir annars staðar og til þess áð fyrr væri hægt að hagnýta aðstöðu í Iand inu. ef til styrjaldar kynni að draga (bygging fjögurra rad- arsöðva, stækkun Keflavíkur- vallar til notkunar fyrir stór- ar flugvélar og loftvarnaráð- ,stafanii/ þar. þygging þíhýla fyrir nokkur þúsund. manns og nokkur viðbúnaður í Hval- firði og nágrenni Reykjavíkur. Hins vegar gerði hann ráð fyr ir staðsetningu nokkurs er- lends liðs, aðallega á vellinum. Kjarni samningsins var auð vitað fólginn í hinu fyrr- nefnda, bæði fyrir Atlants- hafsbandalagið «g fsland. Framkvæmdir þær, sem vinna skyldi að, hafa varan legt gildi í sambandi við ör- yggisgæzlu í Atlantshafi norðanverðu. Það var og eðlilegt, að hraða fram- kvæmdanna væri hagað nokkuð eftir því, hver styrj aldarhættan væri talin. Lið- ið hafði minni þýðingú fyrir bandalagið, þótt það teldi það nauðsynlegt, en það voru einkum ákvæðin um liðið, sem eðlílegt var, að íslendingum væru og yrðu þyrnir í augum. Staðsetning þess hér hlaut Iiins vegar fyrst og fremst að vera rök- studd með því, að sérstök j hætta væri á ferðum og að nauðsynlegt væri , a, hér væri nokkurt lið, ef til ó-! væntra atburða kynni að clraga. TIULÖGUR UM AUKNAR HERNAÐARFRAM- KVÆMDIR. . Það þykja vafalaust engar fréttir, þótt nú sé frá því skýrt. að yfirstjór» Atlantshafsbanda lagsins og Bandaríkjastjórn þóttu ráðstafanir þær, sem ge'.'ðar voru með herverndar- samningnum, engan veginn rægilegar á sínum t'ma, þótt íslenzk stjórnarvöld vildu ekki fallast á aðrar ráðstafan- ir eða meiri. Það buríti' því í sjálfu sér engum að koma á óvart, þótt síðar kæmu fram tíjllögur um ýíðtækari fram!- kvæmdjir, en ráðherrar hafa skýrt frá því opinberlega, að komið hafi til orða aö byggja nýjan flugvöll og efna til hafn argerðar. Af flokkum þeim, sem stóðu að samþykkt herverndar- samningsins, hefur nðeins Alþýðuflokkúrinn lýst sig andvígan frekari hernaðar- framkvæmdum í landinu, en gert hafði verið ráð fyrir samlivæmt herverndarsamu- ingnum, en það gerði flokk urinn með ályktun miðstjórii ar hans hinn 18. apríl síðast liðinn. Rökin fyrir þessari afstöðu eru einföld. Það var rætt ít- arlega vorið 1951, hverra ráð- stafana hér væri þörf, til bess að ná því markmiði, sem sam komulag var um, að vinna skyldi að. sem sé að landið gegndi í styrjöld, sem brjótast kynni út, sams konar hlutverki og það gegndi í síðasta stríði, og miðað við þær forsendur. sem taka varð tillit til, sem sé að ísland var aðili að Atlants- hafsbandalaginu. Það er rétt, að Bandaríkjastjórn. sera með málið fór fyrir hönd Aílar.ts- hafsbandalagsins, taldi þör:5 á meiri ráðstöfunum en sam- komulag varð um. En þær ráðstafanir, sem voru gerðar, voru þó taldar nægilegar, miðað við ástand ið þá, en það var falið mjög alvarlegt. Enginn má draga í efa, að síðan hafi ástandið batnað mjög verulega. Þær ráðstafanir, sem voru nægi- legar miðað við ástandið 1951, hljóta því að vera meira en nægilegar, miðað við ástandið nú, enda er ekki kunnugt um neinar þær foreytingar á aðstöðu eða hernaðartækni á þessusn tírna, sem geri viðbótarráð- stafanir eðlilegar. Þess vegna vildi AlþýðufSokkur- inn þegar í vor marka skýrt þá afstöðu sína, að ekki bæri að stíga fleiri spor É her- væðingarátt. Sá tími er og vonandi skammt undan, að unnt sé og rétt að stíga spor til foaka, sem sé að láta her- líðið hverfa úr landi, og verður síðar vikið að því. LANDVARNIR NORÐMANNA OG DANA. Þessi afstaða Alþýðuflokks- ins íslenzka er mjög svipuð af- stöðu þeirri, sem alþýðuflokk- arnir í - Noregi og Danmcrku hafa tekið nú undanfarið í vandamáli, sem þeir hafa haft til úrlausnar. AUir flokkarnir fylgdu á sínum tíma aðild að Atlantshafsbandalaginu, þótt innan þeirra allra hafi verið mjög skiptar skoðanir um það m'ál. Flokkarnir í Noregi og Daniriörku stóðu að hinum miklu landvarnaframkvæmd- um í löndum sínum, að leng- ingu herskyldutímans og að því áð veita viðtöku- gífurleg- um vopnasendingum frá Banda ríkjunum. Flokkúrinrí hér stóð að samþykkt herveindarsamn- ingsins, sem var hlið'stæða land varnaframkvæmdanna í hinum löndunum. Aðstæöur í löndum þessum voru hó auðvitað á margjan hátt mjóg ólíkar. Bæði Noregur og Danrnörk höfðu her, þótt lítill væri, og þar voru landvarnir fyrir hendi. Hér var hvorki her né heldur nok'kur framlög til iandvarna. Noregur og Danmörk iuðu að gera hvort tveggja, að stórauka framlög sín til land varnarína og að stækka her- inh. Árleg útgjöld Norð- manna til landvarna nema ná um 1250 millj. norskra króna, en það svarar til 140 millj. króna útgjalda hér, miðað við þjóðartekjur. Ár- leg hernaðarútgjöld Dana hafa komizt upp í tæpan milljarð danskra króna, og eru það þó lægstu útgjöld í Evrópu á einsfakiing, en það svarar til 70 milljóna króna úígjalda hér. Au.k þess hafa svo Banir fengið hernaðar- aðstoð frá Bandaríkjunum fyrir 3600 milj. ísl. kr., og bafa Norðmenn einnig feng- ið mjög mikla aðstoð. Bæði Norðmenn og Danir hafa stækkað her sinn verulegu, en í báðum Iöndunum hef- ur herskyldutíminn verið lengdur upp í 1.8 mánuði. íslendingar töldu sér ekki fært að taka á hérðar sér nein hernaðarútgjöld, enda mursdu þau sökum smæðar þjóðarinn- ar hrökkva skammt, þótt þau væru hlutfallslega jafnmikil og hjá hinum smáþióðunum. En m. a. af því leiddi það, að herinn, sem hér var talið öhjá- kvæmilegt að staðsetja um sirin, varð að vera erlendur. Norðmenn og Danir tóku því á sig stórauknar fjárhagsbyrð- ar og stækkún hersins, en ís- lendingar það, að leyfa er- lendu ríki að efna til viðbún- aðar undir það, oð viss að- staða. í landinu verði hagnýtt í styrjöld, og að erlendur her dvelji í lanclinu um sinn. Þeir, sem allt reikna í pen- ingum, komast auðveldlega að þeirri niðurstöðu, að hlUtur okkur íslendinga sé rniklu betri en Norðmanna og Dana. En á margt fleira er að líta. Sjálfstæðri þjóð er bað ekki til ánægju að erlent ríki hafi með höndum stórframkvæmd ir í landi hennar og að við þær vinni fjöldi erlendra verka- Frh. á 7. siðu. ’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.