Alþýðublaðið - 15.08.1953, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.08.1953, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. águst 1953 ALÞYÐUBLAÐIÐ . i Frh. a’ 5 síðu. manna. Það veldur vandkvæð um, sem. verða að vísu ekki metin til fj'ár, en geta verið 'þungbær samt. En margfait þungbærara er þó fyrir þjóð, sem sjálf hef- ur aldrei haft her, að þurfa að hafa erlent herlið í landi sínu. Sú byrði, sem því fylg ir, verður ekki metin til pen inga, og segi ég þó ekki, að ekki sé hægt að bera hana í stuttan tima, ef nauðsyn er talin á, og jafnvel vaxa af því, et af manndómi er á tekið. FLUGSTÖÐVAMÁLIÐ í NOREGÍ OG DANMÖRKU. Norðmenn og Danir fengu fyrir meira en ári til úrlausn- ar nokkuð svipuð viðfangs- ifní og við' Íslendíngar, er til- tögurnar um byggingu nýs aernaðarflugvallar bárust. Þeg ar vígbúnaður Norðmanna og iJana hófsx, voru gerðar áæ.tl- anir um víðt.ækar framkvæmd ir í löndum þeirra og um sxækkun hersins. Þá var ekki ..ætt um nauðsyn þess að stað setja erlent flug'lið á flugvelli í þessum, löndum. Þégar her- verndarsamníngurinn var gerður hér, voru einnig ákveðn ar tilteknar framkvæmdir og samið um dvöl nokkurs liðs, Lu ekki var rætt um nauðsyn nýs hernaðarflugvallar. Fvrir tiíeira en ári hófust umræður í N'oregi og Danmörku um það, hvort leyfa ætti staðsetningu fiugliðs frá Atlantsliafsbanda- (laginu á flugvöllum í þsssum löndum. Og nú er vitað, að í fyrra voru hér til athugunar tiiiögur um byggingu nýs hern aðarfiugvallar. í Noregi og Damnörku voru tiliuaélin um. staðsetningu hins erlend.a flugliðs ekki ta'lin svo .eíiu’alt mál, að ákvörðun yrði tekín umsvifiaaust. Hernaðar- yfn vold Atlantshafsbandalags- ins xirunu hafa, talið mjög æski lesu' að . slíkt yrði leyft, og í báöuin löndunum var málið athue'að gaumgæfilaga frá öll- um niiðum. Einvörðungu kom- múíhstar ræddu málið á þann hátr, að það væru landráð. ef við ulmælunum yrðið orðið. - Nurðmenn urðu fyrri til að mota srna afstöðu, nu eins og þegar um inngöngu í Atlants.- hafsbandalagið var að ræða. Þelr akváðu að hafna tilmælum um erlent. fluglið á flugvelli sína. Rök. þeirrfa voru ekki þau, að það mirndi skerða sjáfstæði. Noregs. Þau. voru heldur ekki af þjoðernislegum eða menn- ingariegum rótum. runnin. Þau, vor.u ,stj órnmálaleg og hern- aðanég fyrst og fremst. Norð- men eiga landamæri að Rúss- landi. Þýðing Norður-Noregs væri rnjög mikil fyrir Rássa -í styrjöid. Þeir minnast þess, hve nærri lá, að Þjóðvérjar lokuð'u siglingaleiðinni til Mur mansk í síðustu styriöld. í sámbandi við það hafa vafa- laust staðið tilmæli þeirra til Norðmanna 1946 um herstöðv ar á Svalbarða. E'f bandarísk- ar íiugsveitir væru ' Noregi, væru þær mjög nálægt lancla-,- mærum Sovétríkjanna. Þsð hefði. því alvarleg áhrif á sam- buð Norðmanna og Rússa og. stórjyki því á hættuna á gagn ráðstöfunum af hálfr, hinna síðarhefndu. Það töldu Norð- menn aðalatriðið fyrir sjálfa sig. Að þessu leyti var afstaða þeirra svipuð og rök Svía gegn því að taka þátt í Atlants hafsbandialaginu, en þeir hafa jafnan lagt mikla áherzlu á, að það jyki hættu á því, að Sovétríkin hertu tak sitt á Finnlandi og flyttust þannig nær landamærum Svíþjóðar og hinum Norðurlóndunum. En Norðmenn munu einnig hafa lagt áh.erzlu á, að þeir teldu það ranga stefnu frá sjón armiði Atlantshafsbandalags- ins sjálfs, að staðsetja banda- rískt lið svo nærri landamær- um Sovétríkjanna. RÆÐA HEDTOFTS. Dönsk stjórnarvöld hikuðu lengur en hin norsku. Það var ekki 'fyrr en niú nýlega. að danskir jafnaðarmenn tóku af skarið og ákváðu að hafna til- mælum urn erlent fluglið á aanska flugvelli miðað við nú- verandi kringumstæður, og er málið þá úr sögunni í Dan- mörku, bví án samþykkis danska alþýðuflokksins, sem er stærsti flokkur landsins, yrði slíkt spor ekki stigið. Formaður danska alþýðu- flokksins, Hans Hedtoft, iagði í ræðu sinni um málið á flokksþingi mikla áherzlu á, að ýmislegt benti til þess, að um stefnubreytingu gæti verið að ræða hjá þeim ríkj um, sem með stefnu sinni befðu neytt hinar vestrænu þjóðir til þess að vígbúast, þannig að auknir möguleik- ar væru nú á friðsamlegri lausn deilumála. Þessa mögu leika ætti að reyna, áður en, gripið væri til nýrra ráðstaf ana. Hann vék að því, að það væri hlægilegur éróður, að flug- stöðvatilmælin ættu rót sína að rekja til þess, að, Banda- ríkin hefðu hug á að hernema Danmörku. Hann sagði, að á þessum tímum leiflurhernað- ar mætti færa fram ýmis hern aðarrök til stuðnings því, að það væri Dönum í hag að hafa erlent fluglið á flugvöllum sín um þegar á friðartímum. ’En hann taldi málið hafa fleiri hliðar, bæði hernaðarlegar, stjórnmálalegar og sálf.ræði- legar. Hann taldi reynsluna frá fslandi hafa staðfest, að staðsetning erlends liðs í landi smábióðar geti auðveldlega valdið alvarlegri andspyrnu af hálfu almennings. Hann kvað vitað, að Norðmenn hefðu -af stjórnmálaástæðum hafnað til mælum um vist erlendra flug- sveita í Noregi á frioartímuri, og hiefði það auðvitað mikil á- hrif á afstöðu Dana. Þess vegna væri augljóst, að samþykki við slíku af Dana hálfu jyki ekki hina víðtæku samstöðu um Atlantshafssáttmálann, sem hann taldi eiga að vinna að. En við þessi stjórnmálaiegn og sálfræðilegu sjónarmið bætt- ist svo það, að meðan Atlapts- hafsband'alagið hefði ekki nægi legan herstyrk og vígbúnað til þess að verja Suður-Slésvik og Holtsetaland, hefði staðsetning erlendra flugsveita í Dan- mörku vafasamt gildi frá hern aðarsjónarmiði. Niðurstaðan væri því sú, að Alþýðuflokk- urinn danski þakkaði boðið um. staðsetningu flugsveita frá Atlantshafs'bandalaginu í land inu, en hafnaði því miðað við ; núverandi kringumstæður. Ekki væri hægt að fullyrða neitt um það, hvort taka ætti málið upp síðar. Það yrði kom ið undir öllu ástanii heimsmál anna og því, hvort skilyrði þau, sem nú væru til þess að draga úr deilunum, reyndust varanleg. En Danir niundu auðvitað halda áfram að bæta varnir sínar, þar á meðal fiug velli sína, enda yrðu slíkar framkvæmdir ekki gerðar skyndilega, ef kringumstæður yrðu tvísýnar. Skilvrðin til þess að geta veitt nðstoð við- töku, þegar hættu bæri að höndum, yrðu að veru fyrir hendi. VÍGBÚNAÐUR NORÐMANNA OG DANA OG HERVERND- ARS AMNIN GURINN. Heyrzt hefur það, að dönsku og norsku alþýðuflokkarnir hafi nú tekið aðra afstöðu en íslenzki Alþýðuflokkurinn hafi tekið 1951, er hann sam- þykkti herverndarsamninginn. Er þó svo gerólíku saman að jafna, að það er furðulegt, að vandasöm mál skuli hér rædd með slíkum yfirborðshætti. Viftfangsefni íslemlinga vorið 1951 voru hliðstæð spurningunum, sem Danir og Norðmenn höfðu áður átt við að giíma um það, hvort þeir skylclu taka þátt í víg- búnaðarstarfi Atlantshafs- ríkjanna, stækka herinn, lengja herskyldutímann, auka fjárframlög til landvarnanna og taka við erlendum fram- lögum til flugvallabygginga, virkjagerðar og margs kon- ar hernaðarframkvæmda. Allir vita, hvað Danir og Norðmenn gerðu, og hið sama á við um. Svía, þótt þeir séu utan Atlantshafsbandalagsins. Ef íslendingiar hefðu neitað að gera þær ráðstafanir, sem fól ust í herverndarsamningnum, hefðu þeir gert þveröfúgt við það, sem hinar Norðurlanda- þjóðirnar gerðu. Ástæðan til þess, að þá var talið nauðsyn- legt að hafa erlent lið hér, en ekki í Danmörku o.g Noregi, var auðvitað, að Danir og Norð menn höfðu sinn eigin her, en við ekki. Staðsetning hins evlenda liðs liér var því sambærileg stækkuninni, sem gerð var á norska og danska hernum. Neitun á því að staðsetja hér nokkurn her, hefði því verið hliðstæð því, að Danir og Norðmenn hefðu neitað stækkun herja sinna og leng ingu herskyldutímans, og mætti jafnvel segja, að hún hefði að vissu leyti svarað til þess, að herir þessara landa hefðu verið lagðir nið ur. Fyrir tillögu um að leggia niður danska og norska her- inn mætti þó færa svipuð rök og heyrzt hafa hér gegn því, að rétt hafi verið að gera h-er- verndarsamninginn 1951. Það er auðvitað augljóst, að hvorki danski né norski herinn eru þess megnugir að verja hlutað eigandi lönd gegn árás. En því fer hins vegar fjarri, að tilvist þessara herja eða stækkun þeirra sé réttlætt með því. Þeim er ekki ætlað annað en að vera hluti af þei.rri heild, sem trej'st er að geti varizt árás. Og hið sama er að segja um allar landvarna- framkvæmdir þessara þjóða, og þá einnig um þær fram- kvæmdir, sem Islendingar hafa fallizt á, að unnið væri að hér. ÓLÍK AÐSTAÐA. Auðvitað eru afleiðingar þess fyrir Norðmenn og Dani, að þeir hafa stækkað sinn her og lengt herskyldutímann, aðr ar en afleiðingar þess fyrir okkur, að við höfum leyft er- lendum. her setu í landinu. Gerólík aðstaða þjóðanna veld ur því auðvitað, að vandamál- in hefur orðið að taka ólíkum tökum. Eða skyldu þeir, sem nú und anfarið hafa sýnt mikinn á- huga á því, að við færum að dæmi frændþjóðanna, Norðmanna og Dana, og neit uðum vist erlends liðs í land inu, viija, að við færum einnig eins að og þeir, að því leyti, að við liefðum innlend an her og 18 mánaða her- skyldu og verðum um 70 til 140 milljónum króna árlega til landvarna? Með þessu er ég þó ekki að segja, að aðstaða landanna sé svo lík, að ástæða sé fyrir okk ur að una vist erlends liðs í landimi jafnllengi og Norð- menn og Danir kunna að'telja sig þurfa að hafa her og jafn langan herskyldutíma og nú. Sem betur fer er aðstaða okk- ar hagstæðari en þeirra. Það kemur m. a. fram í því, að tillögur í utanríkismálum, sem hér eru boðaðar og ræddar í fullri alvöru, sem sé um algert hlutleysi og algert vopnleysi, sem raunhæfa utanríkisstefnu nú í dag egia sér — að því er ég bezt veit — enga formæl- endur meðal málsmetand: stjórnmálamanina í þessum löndum, og yrðu tæplega tekn ar þar alvarlega. Hlutleýsiis- stefnan á ma-rga fylgismenn á Norðurlöndum, þó ekki fvrst og fremst semi tillaga fyrir hvert einstakt landanna, held- ur fyrir þau öll o.g þó einkum AXMINSTER Iíj, fyrir Vestur-Evrópu í heild og sem tillaga til lausnar á vanda málum heimstjórnmálanna. En sárafáum þar mun detta í hug í alvöru, að hægt sé, miðað við núverandi kringumstæður eða á næstunni, að komast hjá öll-. um ráðstöfunum til landvarna, svo sem hópur manna hér virð ist álíta. Þegar danskir og norsldr jafnaðarmeim. tóku afstöðu til flugstöðvanna, voru kring umstæður því altt aðrar en þegar herverndarsamning- urinn var á döfinni hér. Flug stöðvarmálið kemur hins veg ar til skjalanna á svipuðuni. tíma og spurningin um aukn ingu herstöðvanna hér á landi. Þessi mál eru og nár skyld. Þar er um það að ræða, hvort stíga á fleiri vígbúnaðarspor í þessum löndum, en gert hafði verið ráð f.yrir, þegar ákvarðanir voru teknar á hinum aiv.ár- legustu tímnrn 1950—1951, þrátt fyrir stórúm batnandi og að mörgu leyti gerbreyít- ar horfur í heirtismálum., í þessu efni hefur afstaða al- þýðuflokkanna í Danmpfkú Noregi og á íslandi orðið hin sama. Enginn þeirra hefur viljað fallazt á, að ný örlaga rík spor yrðu stigin, held- ur allt kapn lagt á, áð úr batnandi friðarhorfum verði raunverulegur friður. í næsta blaði birtist síðasta greinin í þessum greinaflokki. og heitir.hún: .. .. Hvað er framundan? Gripper Axminster, gólfrenningar, einlitir og munstr- aðir, fyrirliggjandi. Sjáum um samsetningu og földun. Laugavegi 45 b. (Áður útsala Framtíðarinnar við Frakkastíg.). MARKAÐURiNN Bankastræti 4 S. A. R S. A. R. Dansleikur í Iðnó í kvöld klukkan 9_ HAUKUR MORTHENS. syngur með hljómsveitinni. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 5. Sími 3191.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.