Alþýðublaðið - 15.08.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.08.1953, Blaðsíða 5
Laiigardagur 15. ágúst 1953 r_ ALÞÝÐUBLAÐSÐ ÓLAFUR KETILSSON bif- reiðastjóri bauð ritstjóra Al- þýðublaðsins í ökuiför austur að Laugavatni og Geysi á jtnánudaginn var. Ætlun hans var ekki sú að sýna mér fag- ixrt og tilkornumikið Geysis- gos, heldur hitt að lofa mér að sjá með eigin augum og finna á mír.um eigin skrokk, í hvernig ástandi vegurinn um Hellisheiði og austur Suðurlandsundirlendið — jþessi fjölfarnasti akvegur landsins — væri á þv!í þurra og góða sumri 1953. Og sjón var sögu ríkari, og ekki talaði það óskýrara máli, ihvernig bíllinn lét. Hann íhlammaðist niður í holufans- inn og hoppaði og stökk, og lihristi okkur farþegana og skók, svo að allt virtist ætla sundur að ganga dautt og lifandi. Vegurinn var vissulega í eorglegu ástandi, varla hægt að Eegja að hann væri umferða- 3iæfur, nema fyrir þá, sem geta leyít sér að fara Iötur- toægt. En þess eiga áætlunar- bíiarnir ekki kost. Þeir verða að halda allstranga áætlun, sem miðuð er við 60—70 kíló- ínetra ökuhraða á klukku- stund. — Vorum við þrátt fyrír ástand vegarins aðeins tvær stundir og tuttugu mín- útur hvora leið. En nú er bezt að gefa Ólafi orðið. Han'n hefur frá mörgu að segja, sem fyllsta ástæða er til að Alþýðublaðið komi á franifæri til lesenda sinna. * ÞEGAft við þjótum eftir teteinsteypta vegarspottanum ihérna megin við Elliðaárnar, gegir Ólafur: „Þessi ágæti jspotti var byggður 1936 til 1938 á kreppu- árunum þegar þeir Haraldur og Hermann réðui ríkjum og Eysteinn ,var að tína saman tíeyringana með greiðslu- anerkjunum. Tíeyringarnir xeyndust furðu drjúgir þá, þeir, sem réðu voru gæddir óhu.ga til umbóta og sam- starfið var ákjósanlegt. Get ég ekki að því gert, að ótrúlegt finnst mér, að ekki hefði verið hægt einhvern ’tíma í penmgaflóðinu síðan, Cið steypa einhverja spotta af fjölförnusíu vegunum. En af hefur þó ekki orðið. Eða horfðij_bara á hlykkina feérna < framundan. 'Auðvitað setti 'að taka veginn þráðbeinan inn yfir Ártúnsbrekku, og gera það, áður en byggingar rísa, sem torvelda slíka sjálf- sagða og nauðsynlega umbót á aðalleiðinni út úr bænum.“ JSARNABÍLAR OG KLÁRAR ' Og þá erum við komnir á malbikskaflann móts við Áv- 'bæ.. „Það var verið að gera við hann núna fyrir fáum dög- U,m“, segir Ólafur. „En ég kemst alltaf í vont skap við að sjá, hvers konar verkfæri menn nota enn þá við slíka Vifinu. Þarna sfanda meirn með „klára“ eins og notaðir voru í gamla daga við að mylja brosstað. Og þem er á miðri tuttugustu öld. Því lík vinnu- brögð-! — Og alveg sama er þetta með bílana, sem notaðir eru hjá vegagerð ríkisins. Þetta eru; „barnabílar“. Við mitíma vegagerð ætti að nota 10—tonna bíla þar sem vegir eru það harðir að þola þá. — Og menn ættu ekki að sjást við að jafna úr, heldur jarðýtur og vegheflar. Ef Evona væri að íarið, siæjust eihhver afköst, en á hinu smá kákinu Jhefur ríkið engin efni. Viðtal við Ölaf Ketilsson bifreiðast jóra Mér er spurn: Eru ekki til góð tæki úti í heimi til þess að vin'na við endurbót á mal- bikun? Hvað læra þeir óg sjá, sem fara til útlanda og kynna sér nýjustu tækni? Vildu þeir ekki heldur, eins og Torfi á Ólafsdal, koma með góð verkfæri heim í land sití og greiða þar með þá aðstoð, sem ríkið heíur veitt þeim | við námið úti? HLYKKJÓTTUR VEGUR — SKÖKK BRÚ j í staðinn fyrir allar beygj- urnar frá þv'í fyirir neðan Rauðavatn og fram fyrir , Hólmsá, væri erahver munur | ef vegurinn væri tekinn beina línu norðan Rauðavatns allt fram að Geithálsi. — Það ætti auðvitað að vera steyptur vegur. Á þessum kafla þyrfti að nema land undir veginn án tafar. Eða sérðu brúna á Hólmsá. Hú'n er orðin ágætlega breið, svo að þess vegna ætti að vera hægt, að mætast á henni á fullum hraða. En breiddin kemur að litlu gagni, því að brúin kemur á horn til við veginn með snarbeygju beggja megin. Það er eins og Geir Viilji helzt jkoma brúnum þversum á vegina eða því sem næst. Það er Ijóta bölvuð forsmá'nin. Vegarræsin eru víða ófull- nægjandi, svo að vatnið rennur inn á veginn og skolar burt ofaníburðinum. Eins eru hér víða allt of þröng' ræsi gegn um vegirni, og veldur ágangur vatns einnig stór- skemmdum á veginum af þeim sökum. Allt kostar þetta mikið fé í viðhaldi veganna. SEINLÆTI OG ÓFULL- NÆGJANBI LÁGFÆRINGAR Hér hafa bevgjur verið teknar af veginum til stórra bóta.. E(n langvarandi deilur stóðu yfir milli vegamála- stjóra og póst- og símamála stjóra út af einhVerjum kapli, sem þarna lenti í vegarstæð- inu. Þó leystist málið að lok- um, enda hafði deilan tafið verkið svipaðan tíma og Kóreustyrjöldin stóð. jí Bol- öldum hafa líka verið teknar nokkrar beygjur, en eftir því sem mig minnir tók það jafn langan tíma að Ijúka því verki og heimsstyrjöldin seinni stóð. Illráemd beygja í Svína- brauni 'fékkst ennfremur löguð eftir tjón, en vinkil- bej’gjan hjá Sandskeiði hefur fjórða til fimmta hvert ár verið lagfærð , eitthvað, en samt er hún alltaf til vand- ræða. Þar rétt hjá er líka blindræsi í veginum sem aldrei hefur fengist lagað Hér eru ræsin líka alveg ófull- nægjandi. Rennu.r oft yfir veginn, og gerðist það t. d. fjórum sinnum s. 1. vetur. Sópast ofaníburðurinn þá í burtu. og þarf ekki að lýsa því tjóni, sem slíkt veldur. VERSTI KAFLINN — VETRARBRAUTIR Ofan við Svínahrau.n, rétt á móts við 30 kílómetra stein- inn eru holurnar ferlegri ev nokkprsstaðar annarsstaðar. Á. 'þessum sióðum er líka klappar haft í yeginum cg blind- ÓLAFUR KETILSSON bifreiðastjóri, sem um rúmlega 25 ára skeið hefur aimazt vöru og fólksflutninga milli Reykjavíkur og Laugarcials, er fimmtugur í dag. Hann er fæddur 15. ágúst 1903 á Álfsstöðum á Skeið- um og ólst þar unp í hópi 10 systkina við algeng sveiíar- störf og elíki mikií efni, eins og nærri má geta. Þegar Ólafur komsí til þroska, fékk hann að reyna á kraftana við skurð gröft SkeiSaáveitunnar og fást við hina óbilgjörnu kíöpp, en síðan fór hann á togara nokkrar vertíðir. En allt frá árinu 1928 hefur hann stundað bifreiðaakstur, og er nu, eins og hann sjálfur kemst að orði, „þriðji mesti bílabjáni Iandsins“. Mun hann um síðustu áramót hafa átt lö bíla af vmsum stærðum. En Olafur hefur bannað, að skrifuð verði um sig af- /nælisgreín, og verSur að hlýða því. Hins vegar vill haiui í tifefni af afmælinu, ræða við lesendur Alþýðublaðsins um vegi og vegfeysur og drepa á einstök atriði úr tuttugu og fimm ára stríði bílstjórans við holur og hlykki og aðrar torfærur íslenzkra akvega. S s s s s s s s s s . v! Í! íí s Í! s' vj s' s s s c beygja, ,,og ættu tryggingar- ( félögin að ’heimta, að filíkir ! hættu-staðir séu lagaðir,“ segir Ólafur. (Hér tók penn- inn ekki niðri löngum og lö'ngum, ,og vantar því sjálf- sagt ýmislegt í frásögii Ólafs af þessum kafla vegarins). i Ólafur vekur athygli mína á ..vetrarbrautunum‘1 sem hann telu,r vera til stórbóta, en oft sorglega illa við haldið. „Sumar þeirra eru þó mis- heppnaðar, segir hann, ..koma til dæmis í allt of skarpri beygju,inn á vegin'ii. Og þetta hérna jkalla bijstjórarnir „Nýja Geirfuglaskerið“. Það er Ámastaur, sem stendur í miðri vetrarbrautinni, þar sem hún kemur inn á veginn s'kammt fcrá Kolviðarhóli. — Hvað skyldi taka mörg ár að nema hann burtu? Vetrar- brautia austan Smiðjubrautar,' sem við urðum að aka eftir í 10 ár óofaníborinni, var erfið yfirferðar. Enn þann dag í dag er illmögulegt að mæt- ast á henni. og veldur það hinum mestu vandræðum á hverjum vetri. Væri því von- andi að lögun fengist á því fyrir næsta vetur. ÞAÐ. SEM ÞARF AÐ LAGA í K'ÖMBUM Og þá er komið að Kamba- brún. Hérna ofan.við Kamb- ana er alóþörf bevgja á veg- inum. Og hérna rétt fyrir neðan brúnina gengur smá- klettasnös fram í veginn svo að tveir bilar geta rétt með varúð mætst þar. Getur það þó ekki hætíulaust talizt í hálku a .yetrum. Það hefur gleymzt allt of lengi að sprengja þessa klettanibbu, og kannske gleymist það lengi ennþá. Þá þyrfti nauðsynlega að lækka brúnina og breikka efst í Krmbum, því að oft kemur það fyrir, að við verð- | um að setja á keðjur affeins! til að komast seinu.stu 30—40 metrana. Er það öllum hvim-{ leitt og kostar bæði' fé og fyrirhöfn. Að öðru leyti hefur ýegur- inn um Kamba mikið verið lagaður á sein'.ii árum, en, furðulegur er samt lauf- j skurðurinn neðst •— fjórar j beygjur til hægri og vinstri svo að segja á jafnsléttu. — Hlýtur að vera hugsað sem einhvers konar fornminja- varðvéizla ÚRELTAR BRÝR Svo verð ég að víkja nokkr- um orðum að brúnum hén*ia framundan. Brúin á Varmá heíur verið löguð svolítið, en óíær beygja er austan við hana. Önnur beygja er við Vállarlækina og þarf þ>ar að rétta úr 300 metra langri beygju og gera beint á milli brúnna. Brúin á Gljú'furholtsá er bæði mjó og of veik. Sama er að segja um brúna á Bakkarholtsá, og þar er allt of mjótt ræsi vesta'n við og beygja, sem bæði er tíl hættu, og tafar. Hér getur og að líta skrítnar brúarviðgerðir. því að það er búið að hnoða trébrú bæði' ofan á brýrnar hérna og undir þær. •— Sennilega fágæt fyrír- bæri í heiminum. Auðvitað þyríti að byggja hér nýjar brýr í fullri vegar- breidd, því að það er alls ekki ósanngjörn krafa, að á vegí- inum Reykjavík—Selfoss, sem áréiðaniega er fjölfarnasta langleið Iandsins, séu engia höft til farartálma. Á slíkri leið ættu bilar alstaðar að geta mætzt án þess að draga úr ökuhraða. ÁREKSTUR STÓRVELDANNA ,.En sjáðu til“, segir Óiafur. ..Þessi vegarkafli austur að Kögunarhóli er ekki sem verst ur. Ræsin eru t. d. breið eg góð og ná beggja megin út i. vegarbrúnir. En það kemur ekki til af góðu. Það varð nefnilega einu sinrn um 1940 árekstur milli bíla frá Chur- ehill og Thorarensen og hlauzt af nokkurt íjón, en þá voru líka ræsin löguð. Fyrir nokkrum árum var vegurinn upp frá Selfossi hækkaður. Það tel ég hafa verið misráðið af þeim ástæð- um að hann gerir oft ófæran í skafrehningi. Hefði talið6 að þá hefði verið réttara að leggja hann belna leið frá Sel- fossi að Þórisstaðavegi, svo 'serri lína hins væntanlega nýja vegar segir til.. Hérna, milli Tannastaða og Alviðru lig^ur vegurinn allt of nærri Ingólfsfjalli. Ætti líklega að flvtja hann 'niðuír undir Sog. Ræsin ofan vegar eru full af aur og grjóti. Verða sjálfsagt látin eiga sig fram yfir næsta vetur. svo aö vatnið fer yfir veginn, spillir honum og veldur hættulegujn svellabólstrum. Brúin á 3ogi mun vera frá 1934—1936 og er þó bæði of mjó og iág og auðvitað vantar ekki hinar hefðbund'-.iu vand- ræðabeygjiv að henni. FIMMTÍU OG SEX BEYGJUR Á 15 KM. .,Nú erum við komnir í Grímsnesið,“ segir Ólafur Ketilsson, „og sýnist svo sem hér gæti verið greiðfærari veg- ur', því að óvíða er betra vegar- stæði. En á 15 km. vegalengd frá Sogi að Minni-Borg telst okkur bílstjórunum til, að séu 56 beygjur á veginum. Minna mætti þó gag'n gera. — Versta beygjan er hjá Kerhól. Þær eru dýrar þessar beygjur: Sífelldar gírskiptingar, keyrsla á lág- gírurn og svo lageraslitið, sem af þessu vegaástandi -leiðir, kosta þjóðina stórfé árlega, fyrir nú utan alla tímatöf þess, mikla fjölda, sem um vegina fer. — Hér við bætist, að í skarðinu milli Seyðishóla era (Framh. á 3. síðu.) Stéttarbróðir r FIMMTUGUR ER í DAG Ólafur Ketilsson bifreiffar- stjóri á Laugarvatni. Hann er einn hinna vöskustu manna í þrekmikilli stétt langferðabíl- stjóra, enda um 25 ára skeið rekið af hagsýni og fádæma dugnaði umfangsmikla bílaút- gerð. Hefur honum farnast vel og á það skilið, því að auk síns sérsaka dugnaðar, er mað urinn heiðarlegur og hjálpsam ur og beztur inn við beinið. Hann er mikiU andstæðingur eyðslu, hafta og ofstjórnar, sem og leti og ómennsku. Hann fer sínar eigin götur, hefur sjálf stæðar ■ skoðanir og lætur bær hispurslaust í Ijós, án þess a5 spyrja fyrst, hvað sé hir.um megin. Hann er því æ hinn sami, hvort sem hann bittir forumann á vegferð, þjarkar við hreppsnefnd.ina mn áiög'- urnar, deilir á þá, sem stjórna vegamáium eða 1-eitar réttar síns hjá þeim, sem skipu- leggja íólksflutninga ‘. Þessi sómadrengur er bó allra beztur heima hjá sér, þá. sjaldan hann gefur sér tíma til að stanza þar — og skal reyndar ekki bakka bonum það sérstaklega, því að par á hann d'áfagra íhefðarkomr, Svanj- borgu Ásmundsdóttur frá Apa vatni, s' -• og þrjár fast að gjaf vaxia da . r. Vel sé þér, Ólaf- ur og heimili þínu. n, n. |

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.