Alþýðublaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.03.1954, Blaðsíða 4
Þriðjudagur 16. marz 1954 Útgefandi: AlþýSuflokkurino. Ritstjóri og ábyrgSarmaðcr: Hanuibel Valdimarssou Meðritstjóri: Helgi Sæmundssos. Fréttaitjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð. mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Frrtm.% Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- *fmi: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 é mán. í lausasölu: 1,00. Oskiijanleg þögn MARGAK VIKIJR eru liðn-( ar síðan það fréttist, að komin væri hinguð til lands fjölmenn sveit manna frá Bandaríkjun-j um til að eiga samninga við, íslenzku ríkisstjórnina um j vissar breytingar á varnar- samningnum frá 1951. Þetta var nokkru áður en Berlínarfundurinn hófst. Þeim fundi qfr :nú löngu lokið, og heiminum er orðið löngu kunn ugt um, hvað þar gerðist. Eða réttara isagt, að þar gerðist svo að segja ekki neitt. En alger þögn ríkir, og eng- inn virðist vita neitt um, hváð líði samningum íslenzku stjórnarinnar og Bandaríkja- manna um endurskoðun her- verndarsamningsins. Seinast, þegar utanríkismála ráðherra var spurður um þessa samninga — en síðan eru liðn- ar margar vikur — sagði hann, að þeir gengju sð minnsta kosti jekki verr en í Berlín. Það þurfti að vísu ekki að segja svo mikið, en þó virtist með svarinu gefið í skyn, a'ð horfurnar vævu ekki svo afleit ar. Einlívér áranguj- værií a. m. k. líklegur á því stigi máls- ins. Um þær mundir heyrðist líka, að samningamenn Banda ríkjanna Iiefðu fallizt á, að Is- lendingar einir tækju að sér verk á Keflavíkurflugvelli, og að Hamiítonfélagið skyldi hverfa úr landi. Enn fremur það, að engir eríendir verka- menn skyldu vera hér á veg- um hersins, og þeir, sem hér væru, yrða látnir fara. Síðan þetta fréitist hefur verið alger þögn um málið í margar vikur. Menn spyrja, hvort amerísku samningamennirnir séu enn þá hér á Iandi. — Hvort samn- ingum sé stöðugt haldið áfram. — Hvort slitnað hafi algerlega upp úr samningunum — eða samningafundum fresta'ð um ákveðinn eða óákveðinn tíma. Og enn spyrja mcnn, hvort isamningunum sé kanniske lað fullu lokið, og sé svo, þá með hvaða árangri. Þetta spui'ningaregn teýnfir, að enginn veit neití um mál- ið. Um það hefur ríkt slík dul arfull dauðaþögn, að furðu gegnir. Getgátur og kviksögur ýms- ar eru þó á kreiki eins og allt af, þegar verið er áð pulcra með stórmáí. Þeir, sem fróð- astir þykjast vera úm Ieyndar mál stjómarinnar segja, að tveis- „toppmeim“ amerísku samningamannanna hafi farið vestur um haf cí'íir skamma vi’ðdvöí, en hvorf þeir hafi gért ráð fýrir að koma aftur til framhalcíssamninga, segjaist þeir vísu menn vera ófróðir um. Hvað inundi nú vera hæft j i bessu? Getur hað á nokkurn hátt veriö skaðlegt að menn fái að viía hið rétta um þetta? Þá er því hald’.ð fram, að þegar Ameríkumenn höfðu fallizt á, að Hamiíton skyldi hverfa úr Iandi, hafi uppbyrj- ast mikið rifrildi milli íhalds og framsóknar um það, hvaða íslenzkir a’ðilar skvldu fá að taka við hlutverki Hamiltons og öðrum framkvæmdum, sem fyrirhugaðar værr, og ekki væri þegar búið að ráðstafa. Sagan segir, að þegar hér var komið, hafi hrafnarnir Huginn og Muninn á öxlum utanríkismálaráðherrans, þeir Hermann og Björn, kvakað ó- samhljóða ráðleggingum í eyru honum. Annar hafi sífellt nefnt „Sameinaða verktaka“, en hinn talið, að hér yrði nýtt ,,samvinnuhlutafélag“ að koma til skjalanna. Þannig er talið, að þetta at- ri’ði málsins hafi staðið sein- ustu vikurnar. En hvað er hæft í þessu? Gæti það nokkurn sakað, þó að hið rétta kæmi í ljós um þetta atriði? —- Manni skilst, að það geti tæpast flokkast undir við kvæm utanríkismál, heldur hljótl miklu friemur að telj- ast til jafnréttismála stjórnar- flokkanna ijmbyrðis, líkt og úthlutun olíuflutningaskipa og þess háítar. En þó leikur mönnum al mennt enn meiri hugur á að vita, hvort nokkuð hafi á unn- izt í samningunum um tak- markanir á samskiptum herS' ins og Islendinga, um að ÍS' lendingar taki að sér gæzlu radarstöðvanna — um hreyt ingu á uppsagnarákvæðum varnarsamningsins Islending- um í hag og um brottför hers ins af landinu strax, þegar friðarhorfur séu svo vænlegar, áð slík ráðstöfun þyki hyggi- Ieg með tilliti til liagsmuna fs- lands og nágrannalanda þess. j Utanríkismálanefnd á að minnsta kosti heimtingu á að vita, hvernig þessi samninga- mál öll standa, hvort einhver samningsatriði hafa þegar fengið fulla lausn, hvort samn ingar eru strandaðir, eð> hvort þeim hefur verið haldið stöðugt áfram eða slegið á frest. Alþingi ætti Iíka að fá fulla vitneskju um þessi mál. Og verður því naumast trúað, þó að það hafi flogið fyrir, a'ð samningunum hafi verið frest að, þar tjl þingið hafi Jokið störfum, svo að fremur sé hægt að komast hjá að standa því reikningsskil að samnings- lokum. Gerir ■ Alþýðublaðið ákveðna kröfu um það, að stjórnin skýri þegar frá, hvernig samn ingarnir um endurskoðun her vernd arsamnjingsins standa. Vér viljum fá öruggar upplýs- ingai- réttra aðila í stáðiinn fyr ir kviksögur og getgátur, sem. aðelns geta orðið málinu tiil1 tjóns og skaða. • Á hraðcimetið •D^^an a myudinni vakti í haust mikla athygli á sýningu í Vínar- borg. Það þykir sem sé ótvírætt, að hún hafi unnið „bláa bandið“ sem hraðfleygasta bréfdúfa í Evrópu. Hún flaug frá Ostende í Belgíu til Vínarborgar, en það er 652 mílna vegarlengd, og meðalhraðinn var 54 mílur á klukkustund. Maðurinn á myndinni er eigandi dúfunnar. EINKUNNIR MORGU EINS OG glöggt má sjá af Sikrifum Morgunblaðsmanna þsssa mánuðina, hefur Ihaldið verið sérlega ánægt með við- gang Alþýðuílokksins á síð- ustu árum. Þetta þakka þeir auðvitað fyrst og íremst vit- urri og heillavænlegri forustu þeirra manna, er þá héldu um stjórnvölinn. Ekki skal dregið í efa, að þeir hinir ágætu rnenn hafi þjónað samvizku sinni og sann færingu í hinum, ýmisu við- brögðum, sem fljótlega komu í ljós með afstöðu þeirra til fram gangs þess málstaðar, er þeim var trúað fyrir. Nú liggur fyrir „bréf upp á það“ í Mogganum — og eru raunar orðin mörg — að þessir menn hafi átt fylgi hinna „heiðarlegu og skynsömu1' með al fólkisins, en ekki er þó hægt að sjá það við athugun á at- kvæðatölum, að þeirri mann- tegund hafi farið ört fjölgandi, enda vafasamur heiður að hafa það próf með „láði“, þegar verkafólk á, hlut að máli, og einkunnum er úthlutað í dálk- um Morguriblaðsins. Súra berið. Hvernig mátti það verða, að þeir tímar kæmu, þegar þessi flokkur átti sér ekki annað vænlegra málstað sínum til h.agsbóta en samvinnu við þá einu stétt þjóðfélagsins, er i honum var fyrst og fremst fal- * ið að vera á Verði gegn, þá stétt, er hefur sérstöðu til þess j að vanmeta störf hinna vinn- . andi handa og skammta þar með brauðið á borð daglauna- mannsins? j Er ekki eitthvað lítið eitt súrt ber í munni íhaldsins að breyting varð á stjórn Alþýðu- flokksins? Og af hverju? Það ættí að vera meinlaust að spyrja. Við þekkjum svörin og viðurkennum þau alveg hik- laust, hvort sem við íöllum á gáfnaprófi íhaldsblaðanna eða ; ekki. Það, sem þarf. Þa,ð eitt hefur skeð, að fyrir hönd Alþýðuflokksins koma nú fram þeir menn, sem vonir standa til, að ekki muni bregð ast því trausti og þeirri. á- byrgð, sem fólkið gerir kröfur til, að foringjum þess skiljist, að þeir Verði að verðskulda”'og svara fyrir. Nú, í fyrsta sinn um árabil, er von til þess, að vori eftir hinn langa vetur í baráttu verkalýðsins í þesisu landi. Það er þó ekki eingöngu fyrir til- komu eins eða tveggja manna. Það er vegna þess, að fólkið —• að' við — hinn nafnlausi fjöldi, þekkjum orðið vald okkar og mátt. Við afneitum. þeim, sem vilja sveigja okkur til auð- mjúkrar þjónustu vi/5 auðVald ið í landinu. Við neitum öllu í- haldssamstarfi í þeim imálum, sem heill og hamingja verka- lýðsins getur oltið á! Við þurfum ekki’ að vera haldin af neinum kommúnisma til þesis, — við þurfum aðeins heiðarlega og heilbrigða. skyn- semi — og hana höfum við. Alþýðuf lokksf él agi. ábófavanf. Það er augljóst mál, að stjórn Alþýðuflokksins þessi hrun-ár hefur verið eitthvað meira en lítið ábótavant, og má ætla. að hve.rjum heiðarlegum Alþýðuflckksmanni sé orðið það fullkomið kaiipsmál, að þar verði ekki lengur „flotið sofandi að feigðarósi“, enda mun nú svo komi.5, að fólkið skilur til fullnustu, hvers vænta má/ ef áframhald yrði. á þessu, sem íhaldið orðar svo snoturlega: „Náin samvinna lýðræðiisflokkanna“. Það er að segja: Samstarf Alþýðuflokks- ins við íhaldið, einkanlega í málum verkalýðssamtakanna. Ég vil nú spyrja: Var ætlazt til þess í öndverðu, þegar Alþýðu flokkurinn hóf sitt þýðingar- míkla starf undir forustu hinna merku og fórnfúsu manna, að hann yrði nokkru sinni annað en sú skjaldborg fólkisins um réttarbætur þess og öryggi, sem hvers konar vopn auðvaldsins fengju ekki niður brotið? Bréfalmssinn Áfþýðan ein fylking „SAMEINAÐIR stöndum jVér, sundraðir föllum vér,“ stendur í gömlu og göfugu mál tæki. I íslenzk alþýða! Sameining ÞÍN er þitt stærsta hagsmuna- mál í dag. ÞÚ verður að taka til þinna ráða og skipa þér í eina þétta fylking, sem sækir fram til bættra lífskjara og leggur að velli allar þær afæt- ur, sem nú skerða réttmætt hlutskipti þitt. Þú verður að segja skilið við þau sundrung- aröfl, sem halda þér í greipum þröngra flokkshafta og póli- tískra æVintýramanna. Þú verður að taka upp þína bar- áttu undir merki bins lýðræð- issinnaða sósíalisma. Þú verð- ur að berjast undir merki þeirra manna, sem broti.ð hafa jafnaðarstefnunni braut hér á landi og halda uppi merki hennar. Þú verður að berjast fyrir málstað þínum, til þess að sú sjálfsbjargarviðleitni, sem í þér býr, fái notið sín til fulls. Þú verður að berjast fyrir hags munum þínum jafnt til sjávar og sveita og reka aJla annar- lega sendihoða heildsala og annarra auðstétta úr Reykja- vík heim til föðurhúsanna. Þú, bóndi, sjómaður, verka- maður og aðrir alþýðumenn til sjávar og sveita, rektu þessa sendiboða burtu og taktu hönd um saman við þína eigin full- trúa og stattu fast með þeim, svo að þeim auðnist að bera okkar göfugu stefnu fram til sigurs. Þú íslenzki alþýðumað- ur. í dag bíður þí.a það stóra hlutverk að 'búa í haginn fyrir komandi kynslóði", að búa í haginn fyrir börnin þín og fyr- ir barnabörnin þín. Því fyrr sem þú byrjar, því betra, og Framhald á 7. síðu. j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.