Vísir - 17.06.1944, Síða 2

Vísir - 17.06.1944, Síða 2
2 VlSIR — ÞJÖÐHÁTlÐARBLAÐ Krislján Guðlangrssou: Sj álfstæðismálið á árunum 1874-1944 Jón Sigurðsson. íslendingar gengu Noregs- konungi á hönd árið 1262 sam- kvæmt sérstökum samningi, er við konung var gerður og nefn- ist Gamli-sáttmáli. Hétu lands- menn konungi trúnaði ogskatti, en konungur hét þar í móti að han skyldi friða landið, þ. e. halda uppi lögum og rétti í landinu. Um langt skeið höfðu íslendingar staðið gegn ágengni Noregskonungs, en hinsvegar var nú svo komið liögum þjóð- arinnar að langvinnar innan- landsdeilur og vígaferli höfðu lamað hana verulega, en auk þess höfðu foryztumenirnir lagst svo Iágt þráfaldlega, að fela Noregskonungi að útkljá deilumál sin, en voru allir á hans valdi áður en þeir gerðu sér nokkra grein fyrir. Snorra Sturlusyni mun þó hafa verið Ijóst að hverju stefndi, en liann var veginn í Reykholti svo sem kunnugt er. Þórður Kakali mun ef til vill einnig liafa verið ó- fús að reka hér erindi Noregs- konungs, en hann var drepinn á eitri að þvi er talið er. Gissur Þorvaldsson var hinsvegar kon- ungi um of auðsveipur enda mun honum hafa stigið jarls- tignin til höfuðsins á vissu skeiði ævinnar, þótt hann siðar settist í stein og léti af verald- legum metnaði. Kann vel að vera að hann hafi þá séð hvert óheillaspor var stigið, er sátt- málinn 1262 var gerður að hans tillilutan, þótt viðunandi mætti kalla meðan hans naut við. Noregskonungar færðu sig stöðugt upp á skaftið, lögðu fyrir landsmenn lög til sam- þykktar, sem að mörgu leyti var ekki við að athuga, en greiddu götuna til frekari áhrifa og af- skipta konungs af íslenzkum málum. í viðskiptum sínum við konungsvaldið, eða raunar hið erlenda vald hyggðu lands- menn kröfur sinar og mótmæli á hinum forna rétti, er Gamli sáttmáli veitti þeim. Aldrei runnu þeir frá réttinum, nema beinlínis neyddir til af vopna- valdi, en leituðust við að vernda hann og verja gegn er- lendri ágengni, svo sem frekast var færi á. Hit.t er svo annað mál að mótstöðuafl þjóðarinn- ar rénaði eftir því, sem meir var að henni hert og tók ein- veldistimabilið út yfir allan þjófabálk í því efni. Var svo komið-um aldamótin 1700 að talið er að þriðjungur þjóðar- innar væri þá fallinn úr hor og harðrélti. Mun engin þjóð, sem lifað hefir af hafa verið komin nær því að verða al- dauða, en íslenzka þjóðin um þetla leyti, og raunar 18. öldina út, enda kom til mála í lok aldarinnar að setja íslend- inga niður á józkú heiðunum, þótt ekki yrði af. Þrátt fyrir þessar hörmungar börðust ís- lendingar fyrir frelsi sínu og fornum réttindum af i'rekasta megni, og átlu þar margir ágæt- is menn hlut að máli, þótt mál sitt sæktu þeir af misjöfnu kappi. Ber þar liæst Skúla fó- geta Magnússon, Jón Eiríksson konferenzráð, sem síðast fyrir- fór sér vegna ofþreytu og ör- væntingar um íslands hag og fleiri mætti nefna. Um og eflir aldámótin 1800 fer frelsið eldi um alla Evrópu. Bandarikin höfðu þá gerst lýð- veldi og voldugasta þjóðasam- steypa Vesturheims, komið á 11j á sér frjálslyndri stjórnskip- an, með fullkomnum mannrétt- indum og frelsi til orðs og æð- is. Almenningur í Evrópu vildi verða sömu réttinda aðnjót- andi.Stóðu Frakkar þar fremst- ir í flokki og gerðu blóðuga hyltingu rétt fyrir aldamótin 1800 og vörpuðu einveldinu um koll. Aðrar byltingar fóru á eftir, allt fram til miðrar 19. aldar, og var órói mikill rikj- andi i álfunni. Islenzkir náms- menn, sem urðu að sækja æðri menntun til Kaupmannahafn- arháskóla, hófu þá frelsisbar- áttu sina og islenzku þjóðarinn- ar fyrir alvöru. Fyrstur reið á vaðið Baldvin Einarsson, er stofnaði „Ármann á Alþingi“, þá Fjölnismenn og loks Jón Sigurðsson og fylgismenn hans, er gáfu út Ný félagsrit. Starf allra þessara manna heindist fyrst og fremst að því að vekja þjóðina heima fyrir og.fá hana til að hrista af sér sinnuleysið og deyfðina. Var þeim mikið ágengt í þessu efni, þótt þeir jnættu, — einkum i upphafi misjöfnum skilningi og hlytu litlar þakkir dansklundaðra embættismanna og kaupsýslu- stéltar fyrir, sem þá voru mest- ar áhrifastéttir á íslandi, þótt ekki væri miklu veldi fyrir að fara. íslenzkum menntamönn- um hefði þó vafalaust ekkert orðið ágengt í baráttu sinni, ef dönsk alþýða hefði ekki þá þegar krafist réttar síns, undir foryztu menntamannanna þar i landi og unnið það á heima fyrir, að konungi varð Ijóst að hann yrði að aísala sér einveld- inu að dæmi annarra þjóð- höfðingja, eða vegna þess vitis þeirra að gera slíkt um seinan. Árið 1831 samþykkti Friðrik 6. að stofnsett skyldu ráðgjafar- þing í Danmörku og urðu þau fjögur. Áttu íslendingar að senda fulltrúa sína á Hróars- kelduþing, og þrátt fyrir mót- mæli íslendinga gegn þessari ráðstöfun varð engu um þokað, þar til er Kristján konungur 8. setlist að ríkjum. Hann var maður gáfaður og frjálslyndur og var valdatöku lians fagnað af íslendingum, sem gerðu sér vonir um að hann myndi taka öðrum tökum á málunum, en fyrirrennarar hans. Urðu þetta ekkji volnþrigði, ímeð þvi að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.