Vísir - 17.06.1944, Síða 8

Vísir - 17.06.1944, Síða 8
8 VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ flutti söngflokkur einn i bæn- um konungi kvæði, voru það einkum liandiðnamenn og fyrir þeim var, Jónas Helgason járn- smiður, en kvæðið hafði ort Matthías Jochumsson. Þakkaði konungur livorttveggj a, kvæð- ið og sönginn, og bað að syngja meira fyrir sér, helzt með ís- lenzku lagi. Gjörði flokkurinn svo og söng Ingólfs minni eftir hið sama skáld, með lagi eftir- Jónas smið. Geðjaðist konungi vel að, og þakkaði aftur með nokkrum fögrum orðum. Hina næstu daga lét konung- ur fyrir berast í húsi lands- höfðingja, en notaði skólahúsið sem til veizluhalda; hafði hann bæjarbúa marga þar í boði sínu á hverjum degi, og veitti hið ríkulegasta. Hinn 1. ágúst veitti hann viðtal hverjum er vildi, og talaði þá um það er þeim var helzt hugleikið. Oftar átti hann og tal við menn, og ávarp- aði stundum þá, er hann hitti, er hann var á gangi um bæinn eða þar í grennd, og gjörði hann sér í því lítinn manna- mun, og fór að öllu hið ljúf- mannlegasta.“ Reykvikingar höfðu tvær há- tíðir hjá sér, og aðra þeirra meðan konungur var í baenum, en ekki er rúm til að lýsa henni hér, með því líka að engra hér- aðshátíða er getið í þessari grein, en þær voru haldnar um land allt. Aðalþjóðhátíð íslendinga 1874 var haldin á Þingvöll- um dagana 5.—7. ágústinánað- ar. Var það flestra manna mál, að enginn staður á íslandi væri jafn vel fallinn til slíkrar sam- komu, sökum legu sinnar, nátt- úrufegurðar og fornrar frægð- ar og minninga. Staður þessi er þó eigi að öllu jafn veglegur sem fyrrum. Mannvirki voru þar raunar aldrei mikil, en nú þó minni en fyr, og sjást aðeins tóftir eftir, og litlar rústir nokkurra fornra búða; en tign náttúrunnar og svipmikill forn- aldarblær hvílir enn yfir hér- aðinu. Þennan stað höfðu landsmenn nú prýtt til hátíðar- haldsins að sinnar aldar sið, með föngum þeim, er fyrir hendi voru. Breið brú var gjörð sunnan frá túni því, er húsa- bær prestsins stendur á, og kirkjan, og norður á vellina. En þar voru áður klungur og gjár' og mjög ógreitt yfirferðar, ennfremur voru brýr gjörðar yfir sumar kvíslarnar í Öxará og borðviðir voru lagðir yfir meginána, svcJ að ganga mátti þurrum fótum yfir ána austan frá Lögbergi og völlunum og véstur í gjána. Aðalhálíðarstaðurinn var fyr- irbúinn norður á völlunum, þar sem áin steyptist úr gjánni. Þar voru reist tjöld mörg. Eitt var þeirra stærst, og var það ætlað til fundarhalda, og til að veita þar i viðtökur konungi. Það tjald tók liátt á annað hundrað manna. Yfir þvi miðju gnæfði blátt merki, og voru þar á mörkuð orðin: „Þjóðhátið ís- lendinga 1874“. Miðhíuti tjalds- ins var keilumyndaður, prýdd- tir blómsveigum og islenzkum skjaldarmerkjum. Báðum meg- in við þetta aðaltjald, voru reistar upp tvær tjaldbúðir, er voru áfastar við það. Þar út- frá voru reist nokkur stór tjöld í röð. Stærst þeirra var tjald Reykvíkinga, þá stúdenta, þá iðnaðarmanna o. fl. Fyrir aft- an þessi tjöld, var svið ætlað öðrum landsmönnum, er kæmu til hátíðarinnar. Ræðustóll var reistur úr tré á liól einum skammt frá aðaltjaldinu; var hann prýddur veifum og lyng- fléttingum, en þar út frá til beggja handa voru selt á há- um stöngum merki ýmsra þjóða: Dana, Norðmanna, Svía, Þjóðverja, Englendinga og Bandaríkjamanna úr Vest- urheimi, en andspænis yfir hrauninu gnæfði dannebrogs- fáninn. Þessi var hinn helzti viðbúnaður, er gjörður var til hátíðahaldsins á Þingvöllum. Var hann reyndar eigi mikill eða viðhafnarlegur, sem vert hefði verið við slíkt tækifæri; en mjög var öllu haganlega og snilldarlega fyrir komið. Fyrir viðbúnaði þessum stóð Sigfús ljósmyndari Eymundsson, með aðstoð hins ágæta listamanns og fornfræðings Sigurðar Guð- mundssonar; liöfðu þeir viljað gjöra allan fyrirbúnað miklu mvndarlegri og slórkostlegri, en fé til þessa fékkst ekki, og fyrir þá sök fórst það fyrir. Svo hafði áður verið ráð fyr- ir gjört, er boðað var til há- tíðar þessarar, að um leið væri haldinn allsherjar þjóðfundur til að ræða ýms mikilsvarðandi mál. í þessu skyni höfðu tveir menn verið kosnir í kjördæmi hverju. Voru þeir nú flestir komnir að Þingvöllum að kvöldi hins fjórða ágústm., á- samt fjölda annara hátíðar- gesta. Tjölduðu þeir á völlun- um, en sumir í gjánni, eða þá i hrauninu fjTÍr austan vell- ína. Daginn eftir dreif enn að fjöldi fólks úr öllum áttum og tjaldaði hjá hinum. Að hádegi þenna dag (6. ágúst) setti for- seti Þjóðvinafélagsins, Halldór Kr. Friðriksson, yfirkennari, þjóðfundinn, og lét þegar kjósa menn til að mæta á fundinum fyrir þau héruð, sem kjörnir menn eigi komu úr; urðu hinir kjörnu menn þá 38 að tölu. Fyrst var það gert að umræðu- efni, hverjir eiga skyldu at- kvæðisrétt, og var það sam- þykkt, að hann skyldu þeir ein- ir eiga, er kjörnir væru, en all- ur þingheimur, þar á móti, skyldi eiga fullt málfrelsi. Þá var Halldór Friðriksson kjör- inn fundarstjóri. Hið fyrsta mál, er rælt var á fundi þessum, var um ávarp til konungs. Þótti öllum fund- armönnum það einkar vel lilýða, að varpa kveðju á kon- ung í nafni allrar-þjóðarinn- ar, er liann kæmi á Þingvöll, og þakka honum sóma þann, er hann sýndi íslendingum með komu sinni. En eigi urðu menn á eitt sáltir um það, hvort minnzt skyldi á stjórnarskrána í ávarpi þessu eða ekki; töldu sumir bezt, að minnast henn- ar alls ekkerl, því að bæði hefði hún svo marga galla, að hún væri litilla þakka verð, og þar að auki hefðu landsmenn svo mikið orðið að berjast til henn- ar, að varla mætti hana gjöf kalla. Flestir könnuðust reynd- ar við að svo væri, en þótti það ókurteisi við konung, að láta ógetið þess bezta verks hans við íslendinga, að gefa þeim löggjafarvald og fjárfor- ræði, enda mundi þess ef til vill enn hafa orðið lengi að bíða, ef góðvildar konungs hefði eigi notið, svo mundu og gallar stjórnarskrárinnar eigi vera konungi að kenna, heldur ráðgjafa þeim, er liann þar hefði haft til ráðunéytis. Á þetta féllust flestir fundar- menn, og var 9 manna nefnd kosin til að semja ávarpið. Frumvarp það, sem nel'nd sú samdi til ávarpsins, var sam- þykkt með litlum orðabreyting- um, fyrst af öllum hinum kjörnu fulltrúum, en síðan af öllum þingheimi. Jón mála- flutningsmaður Guðmundsson hreyfði þvi, að bætt yrði inn i ávarpið ósk um það, að ís- lendingar fengju fullt jafnrétti við samþegna sína í Danmörku. En fundarmenn töldu það ó- þarft, með því að réttindi landsins væru skýrlega tekin fram í ávarpinu. Þá lagði Jón Guðmundsson það til, að rita ráðgjafa íslands sérstakt ávarp og segja það afdráttarlaust hvað væri að stjórnarskránni. En fundarmenn mæltu á móti því, af þeim ástæðum, a*ð þjóð- in liefði eigi enn fengið neina löglega birtingu um það, að hún hefði neinn ráðgjafa, og þar að auki ætti það ekki við, að fara hér að semja um stjórn- mál. Hvarf Jón þá frá tillög- um sínum og skrifaði undir á- varpið með öðrum. Þá var rætt um þjóðhátíðar- haldið á Þingvöllum og nefnd kosin til að stýra því, og ráða öllu um tilhögun þess. — Þá var og rætt um gufuskipaferð- ir meðfram ströndum landsins. Stúdentar í Reykjavík höfðu látið boðsliréf út ganga til sam- skola í því skyni. Hafði því sumstaðar verið tekið með all- miklum áhuga, og jafnvel lof- að nokkrum samskotum til þess. En hér lcorn það frarn, að margir örvæntu um, að unnt væri að koma slíkum ferðurn á með frjálsum samskotum, og töldu enda tvísýnt, að það mundi geta borgað sig. Þó kom fundarmönnum saman um, að fella ekki málið, heldur fela það Alþingi að koma þvi áleið- is. Var síðan nefnd kosin til að búa málið undir þingið, og leita enn frjálsra samskota. — Þessu næst var rætt um það, að stofna félag til að bæta og efla atvinnuvegi landsins, eftir til- lögu Jakobs Hálfdánarsonar frá Grímsstöðum. Fundar- mönnum þótti hugsjónin fög- ur, og fyrirtækið þarft, en gátu ekki gert sér greinilega hug- mynd um livernig slíku félagi skyldi liaga; því fékk þetta fé- lag ekki nógu öflugar undir- tektir, og lyktaði með því að til- lagan var tekin aftur að sinni. — Ennfremur var rætt um það að stofna menntunarskóla handa alþýðu, eftir tillögu Þór- arins jirófasts Böðvarssonar í Görðum, er gefið hafði fé til slíkrar stofnunar. Varð það niðurstaða þess máls, að nefnd var kosin til að koma því lengra áleiðis. — Þá var rætt um það að lyktum, að senda fund- inum ávarp til Jóns Sigurðs- sonar í Kaupmannahöfn, í þakldætisskyni fyrir baráttu lians fyrir þjóðmálefnum landsins, og var samþykkt i einu liljóði. Meðan á fundi þessum stóð (5.—6. ág.) var þjóðhátíðar- gestunum sifellt að fjölga, og um miðjan dag liinn 6. ágúst var þar saman kominn mikill manngrúi, úr því nær öllum héruðum landsins, og allmarg- ir úr öðrum löndum, sumir liarla langt að komnir. Þótti mönnum nú eigi lilýða, að draga lengur að byrja hátíðar- lialdið, enda var nú flestum fundarmálefnum lokið, að mestu. — Hér um bil kl. 5 eftir miðjan dag, safnaðist allur þingheimur saman norður á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.