Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 26

Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 26
26 VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Lárn§ Cí. Lnðvíg:§§on §kóverzlnn Skóverzlun Lárusar G. Lúð- vígssonar, sem er langstærsta sérverzlun landsins í skófatn- aði, cr stofnuð árið 1877 og er elzta verzlun höfuðstaðarins. Stofnandi var Lárus G. Lúðvígs- son skósmíðameistari og byrjaði hann v.erzlun sína og smíðastofu í húsinu nr. 6 við Laugaveg, en flutti þaðan skömmu síðar í nr. 5 á Skólavörðustíg. En árið 1892 byggði hann steinhúsið við Ingólfsstræti 3 og flutti þangað sama ár. Var verzlunin á sama stað þangað til árið 1907, að hún flutti í nýtt hús, sem liún háfði hyggt á horni Bankastræt- is og Þingholtsstrætis, en þar var verzlunin rekin þangað til í febr. 1929, að hún flutti í hið nýja stórhýsi sitt í Banka- stræti 5. Hús þetta er með allra full- komnustu og rúmbeztu verzl- unarhúsum, sem byggð hafa verið hér á landi. Notar verzl- unin það allt til eigin þarfa. Stofuhæðin er öll ein sölubúð, afar rúmgóð og vistleg, og sýn- ingargluggar stórir, svo að heita má, að suðurhlið hússins sé samfelldur glerveggur, á neðstu hæðinni. Á miðhæðinni eru skrifstofur verzlunarinnar, sýn- ishornasöfn o. fl., en á efstu hæð og í kjallara vörubirgðir. Húsið sjálft er 19 metra langt og 17 metrar á breidd. Er það byggt eftir teikningu Einars Er- Iendssonar húsameistara, en smíðað af Einari Einarssyni. Lárus heitinn Lúðvígsson dó árið 1913. Hafði verzlunin auk- izt jafnt og þétt undir hinni ör- uggu og gætnu stjórn hans. EfÞ ir fráfall hans tóku synir hans þrír við stjórninni, þeir Lúðvíg og Óskar við verzluninni, en Jón við forstöðu viðgcrða- og smíðastofunnar. Hefir verzlunin haldið áfram að aukast og má segja, að hún hafi vaxið cins hratt og Reykjavík sjálf, og er þá mikið sagt. Til dærnis má nefna, að aldamótaárið flutti verzlunin inn 4000 pör af skó- fatnaði, en á árinu 1929 voru flutt inn 143000 pör. 1. jan. 1921 keyptu þeir þrír hræðurnir, sem áður eru nefnd- ir, verzlunina og urðu fram- kvæmdastjórar henpar, jneð þeirri verkaskiptingu, sem áður hefir verið ncfnd. Innflutningur skófatnaðar hefir aukizt hlut- fallslega miklu meira cn íhúa- tala landsins. Stafar þetta fyrst og fremst af því, að fólkinu fjölgar i kaupstöðunum, en þar er notkun fullkomins skófatn- aðar miklu meiri cn í sveitum. I öðru lagi er fólk til sveita far- ið að nota miklu meira en áður útlendan skófatnað, íslenzku leðurskórnir hafa misst völdin og nú þykir það ekki neinn ó- sómi, sem þótti fyrir fáum ár- um, að nota útlenda skó á virk- um degi. Til sveitavinnu er nú mikið farið að nota útlenda tog- lcðurskó og -stígvél, sem reyn- ast mjög endingargóð og marg- falt hagkvæmari en íslenzku skórnir voru. Áður þótti sjálf- sagt, að fólk stæði vott í fætur við útivinnu flesta daga, nema helzt um vetur, en nú er þetta gjörbreytt og mun eflaust eiga sinn þátt í því, að bæta heil- brigði þjóðarinnar. — 1 þriðja lagi hefir efnahagur almennings batnað svo, að hann getur veitt sér meira í þessum efnum en áður, og er það til þjóðþrifa, því að af öllu, er klæðnað snert- ir, er eigi minnst undir því komið fvrir almenna vellíðan, að aðbúð fótanna sé góð. Af hinum fyrrnefndu þrem eigendum eru nú tveir dánir: Lúðvíg, er féll frá árið 1940, og Jón, er drukknaði árið eftir. En eigendurnir eru eftir sem áður þrír, þ. e. Óskar Lárusson, frú Inga, elckja Lúðvígs og Lárus, sonur Jóns. Þá má taka það fram, að þeg- ar fór að þrengjast um inn- flutning á skófatnaði á árunum 1933—35, tóku framkvæmda- stjórar verzlunarinnar ]>að ráð, að stofna til skóframleiðslu hér- lendis í stórum stíl, með nýtízku vélum. Stofnuðu þeir hlutafé- lagið Skógerðina 1935, og hefir liún síðan stöðugt aukið fram- leiðslu sína að fjölbreyttni og magni. Núverandi starfsmanna- fjöldi verksmiðjunnar er 36 manns, og framleidd voru s.l. ár um 30 þús. pör af karlmanna-, kvcn- og barnaskóm. Viðgerða- og smíðastofu sína rekur firmað í húsi sínu við Þingholtsstræti, og er þar nóg að starfa. Fast starfsfólk stofn- unarinnar og verzlunarinnar sjálfrar eru 22 menn, auk fram- kvæmdastjóranna tveggja, Ósk- ars og Lárusar. Jafnframt verzluninni í Bankastræti rekur firmað heild- söluverzlun við fjölda kaup- manna úti um land, jafnframt # því, sem það hefir útsölur í Hafnarfirði, Keflavík, Isafirði og Flateyri. Vörur sínar hefir firmað keypt í fjölda mörgum löndum, bæði á Norðurlöndum, í Englandi, Þýzkalandi, Tékkó- slóvakiu, Spáni, Bandaríkjunum og víðar, en eftir að styrjöldin hófst hefir af skiljanlegum á- stæðum eingöngu verið fluttur inn skófatnaður frá Bandaríkj- unum og Bretlandi. Þegar litið er inn í húðar- glugga Skóverzlunar Lárusar G. Lúðvígssonar, getur engum dul- izt, að kröfur almennings til fjölbreytts skófatnaðar eru orðnar miklar. Því þar er um auðugan garð að gresja og allar hugsanlegar tegundir skófatn- aðar til, hverrar tegundar sem er, hvort heldur til vinnu á eyr- inni eða notkunar í danssölum. Verzlunin hefir aðeins sambönd við hin beztu verzlunarhús og verksmiðjur í greininni, leitar sífellt fyrir sér, til að finna það bezta og fullkomnasta, sem fram kemur á þessu sviði. Hina miklu blómgun sína allt frá upphafi og fram til þessa dags á verzlunin fyrst og fremst að þakka heilbrigðum grund- vallarreglum í verzlunarrekstr- inum, áreiðanleik 1 viðskiptum, vandaðri vinnu á því, sem firm- að framkvæmir sjálft og mikilli vöruvöndun á öllu því, sem hún selur. Viðskiptamönnum verður jafnan Ijóst, að það, sem keypt er í þessari gamalkunnu verzl- un, heldur jafnan það, sem lof- að er. Og þessar grundvallarreglur hafa horið þann ávöxt, að verzl- unin hefir alltaf haft forystuna í sinni grein hér á laindi og eigi aðeins ])að, heldur má hún t'elj- ast cin mcsta fyrirmyndarverzl- un landsins á almenna vísu. Nú- verandi eigendur hennar hafa fengið í arf hina gömlu grú(nd- vallarreglu stofnandans um á- reiðanleik og tryggingu fyrir góðum viðskiptum, en jafn- framt hafa þeir fylgzt með kröf- um nýrri tíma um allar ný.jung- ar í greininni, svo að verzlunin er jafna'm í fullu samræmi við hinár margvíslegu kröfur, serr^ fram koma á hverjum tlma. Verzlunarhúsið í Bankastræti 5. Til vinstri sér á horn gamla húss- ins. Þar var verzlunin á úrvxnum 1907—1929.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.